Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Veldu náttúruliti frá Íslandsmálningu Allar Teknos vörur framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. ÍSLANDS MÁLNING akrýlHágæða málning Íslandsmálning Sætúni 4 Sími 517 1500 Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði Woodex löngu landsþekkt fyrir endingu og gæði FORELDRAR ættu að eiga val um vistun fyrir börn sín þegar fæðing- arorlofi lýkur og geta valið á milli borgarrekinna eða einkarekinna leikskóla eða þá vistunar hjá dag- foreldrum, að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarfulltrúa D-lista. Katrín Jakobsdóttir, borg- arfulltrúi R-lista, segir að gjald- frjáls leikskóli sé jafnréttismál, kjarabót og viðurkenning á leikskól- anum sem fyrsta skólastiginu. Tillaga borgarstjóra um gjald- frjálsan leikskóla var rædd á hádeg- isverðarfundi á vegum sjálfstæð- iskvenna og ungra sjálfstæðis- manna í Iðnó í gær. Frummælendur voru þær Hanna Birna Kristjáns- dóttir og Katrín Jakobsdóttir, sem báðar sitja í menntaráði Reykja- víkur. Snýst um jafnréttismál og skólapólitík Katrín Jakobsdóttir rakti tillög- una um gjaldfrjálsan leikskóla í sjö stundir á dag. Gert væri ráð fyrir að foreldrar greiði fyrir mat og um- framvistun. Borgarstjóri hafi kynnt að þessu yrði komið á í áföngum. Nú fái fimm ára börn þrjár gjald- frjálsar stundir og á næsta ári fái öll leikskólabörn tvær gjaldfrjálsar stundir. Katrín sagði að gjaldfrjáls leik- skóli væri jafnréttismál. Öll börn hefðu þá jafnt aðgengi óháð efnahag fjölskyldna þeirra. Þá væri þetta kjarabót fyrir barnafjölskyldur, sem næmi 246 þúsund kr. á ári þeg- ar sjö stunda vistun væri komin á. Í þriðja lagi væri þetta skólapólitískt mál. Nú sé gjarnan litið svo á að skólaganga hefjist með grunnskóla en horft framhjá því mikla starfi sem fram fer í leikskólum. Gjald- frjáls leikskóli sé eðlilegt skref í skólastefnu og viðurkenning á því að hann sé fyrsta skólastigið. Katrín taldi að niðurfelling leik- skólagjalda upp á 840 milljónir kr. væri ekki mjög dýr aðgerð. Kostaði svipað og ríkið ver til íslensku frið- argæslunnar og hergagnaflutninga Atlantshafsbandalagsins á ári. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði að gjaldfrjáls leikskóli væri ekki til. Hvert leikskólapláss kosti að meðaltali um 600 þúsund kr. á ári og skattgreiðendur borgi að jafnaði um 70% af því. Hún benti á að markmið R-listans um gjald- frjálsan leikskóla sé ekki tímasett og spurði hvers vegna ekki væri strax gengið í málið. Taldi Hanna Birna að um drög að kosningalof- orði væri að ræða. R-listinn hafi hækkað skatta vegna 800 milljóna kr. kostnaðarauka í kjölfar kjara- samnings við kennara. Nú segi Katrín Jakobsdóttir að það kosti um 840 milljónir að hafa gjaldfrjálsan leikskóla. Því megi spyrja hvort enn þurfi að hækka skatta? Skoða þyrfti, í samvinnu við dag- foreldra, hvernig hægt væri að taka við börnunum yngri á leikskóla en nú er gert og benti á að dagfor- eldrum hafi fækkað um helming frá árinu 2000. Nú kosti 40–50 þúsund kr. á mánuði að vera með barn hjá dagforeldri. Það sé brýnna að bæta úr þessu en að bjóða upp á gjald- frjálsan leikskóla. Endurskoða mætti gjaldskrár vegna foreldra með bágan efnahag. Fyrst og fremst þyrfti þó að tryggja að kerf- ið rúmaði öll börn sem þyrftu á vist- un að halda. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á fundi um gjaldfrjálsan leikskóla Foreldrar ættu að eiga meira val Morgunblaðið/Eyþór Katrín Jakobsdóttir (lengst til vinstri), Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fundarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is NOKKRIR tugir manna hafa hringt á skrifstofu Samfylkingarinnar síðan kosningaseðlar vegna formanns- kjörs tóku að berast í hús á mánudag og tilkynnt að þeir séu alls ekki fé- lagar í flokknum. Formaður kjör- stjórnar segir að þeir verði teknir af flokksskrá og hafi verið beðnir um að henda kjörseðlunum. Um 20.000 kjörseðlar voru sendir af stað á föstudag. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, segir að kosningin hafi hingað til gengið vel, eftir því sem hann viti best. Ein- hverjir hafi þó kvartað yfir að hafa ekki fengið kjörseðla og farið verði yfir mál þeirra. Geti viðkomandi sýnt fram á að hafa verið félagi í flokkn- um áður en kjörskrá var lokað 15. apríl verði gefnir út aukakjörseðlar. Þá geti verið að einhverjir seðlar hafa týnst í pósti. Aðspurður hvenær hinir ófúsu Samfylkingarfélagar voru skráðir í flokkinn segir Flosi að svo virðist sem flestir hafi einhvern tímann ver- ið skráðir í Alþýðuflokkinn, Alþýðu- bandalagið eða Kvennalistann. Þetta hafi þó ekki verið skráð sérstaklega þegar fólkið hafi hringt. Dæmi eru um að fólk sem sótti fund hjá Grósku, samtökum ungliðahreyfinga á vinstri vængnum, hafi óafvitandi verið skráð í flokkinn. Flosi segir að slíkt eigi að sjálfsögðu ekki að gerast og farið sé að taka mun strangar á skráningum. „Auðvitað var þetta miklu frjálsara meðan Samfylkingin var að komast á koppinn,“ segir hann. Nokkrir tugir kann- ast ekki við aðild Formannskjör Samfylkingarinnar KÁRI Sölmundarson, flokksbund- inn sjálfstæðismaður til 19 ára og stjórnarmaður í hverfafélagi í Reykjavík, varð undrandi þegar kjörseðill vegna formannskosn- ingar Samfylkingarinnar barst inn um lúguna hjá honum enda hafði hann aldrei gengið í flokkinn. Umslagið beið Kára þegar hann kom heim frá útlöndum í gær. Kári hringdi þegar í skrifstofu Samfylk- ingarinnar og lét skrá sig úr flokknum og aðspurður sagðist hann að sjálfsögðu ekki ætla að taka þátt í kosningunum. Hann kveðst ekki hafa hugmynd um hvers vegna nafn hans hafi komist á flokksskrá Samfylking- arinnar. Hugsanlega hafi einhver ætlað að gera honum grikk í góðu eða ætlað að hrekkja frambjóðend- urna. Það væri sömuleiðis hugs- anlegt að þeir sem skráðu nú fólk í Samfylkinguna væru þeir sömu og skráðu fólk á undirskriftalista vegna fjölmiðlafrumvarpsins. Sjálfstæðismaður í Samfylkingunni ÞRJÁR stúlkur á bíl slösuðust í árekstri við strætisvagn á Lista- braut rétt við Verslunarskóla Ís- lands um klukkan 10 í gærmorgun. Þær voru fluttar á slysadeild Land- spítalans og var ein þeirra lögð inn á barnadeild til eftirlits að sögn læknis. Engin þeirra var þó alvar- lega slösuð. Tvær þeirra sem voru farþegar í bílnum skárust þó tals- vert í andliti. Að auki slösuðust þrír farþegar strætisvagnsins lítillega. Morgunblaðið/Júlíus Slösuðust í árekstri við strætisvagn HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð héraðs- dóms yfir karlmanni sem á föstu- dag réðst á lækni sem unnið hefur að rannsóknum fyrir lögreglu í ýmsum sakamálum. Í dómi Hæsta- réttar kemur fram að sakborning- urinn hafi hótað lækninum ofbeldi og hafa hótanirnar beinst að því að fá hann til að breyta rannsókn- arskýrslu í máli sem varðar sak- borninginn. Í skýrslutöku hjá lögreglunni játaði hann að hafa hótað lækn- inum frekari líkamsmeiðingum til þess að leggja meiri áherslu á skilaboð sín til hans. Þá voru með- al gagna í málinu upplýsingar um að sakborningurinn hefði montað sig af árásinni í tölvupósti sem hann sendi skömmu eftir árásina og hótað frekara ofbeldi. Í árásinni hlaut læknirinn glóð- arauga báðum megin, verulega bólgu á kinnar, rispu í andliti og eymsli í framtönnum auk eymsla í rifi. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Gunnlaugur Claessen, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Verjandi var Sveinn Andri Sveinsson hrl. og sækjandi Egill Stephensen frá lög- reglustjóranum í Reykjavík. Árásarmaðurinn áfram í varðhaldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.