Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Auðunn Svein- björnsson er allur. Enn er þessi frétt svo óraunveruleg, svo óskiljanleg, svo ótímabær. Það er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá hann aftur, skemmta okkur saman og skiptast á skoðunum við hann um allt milli him- ins og jarðar. Auðunn var vandvirkur fagmaður fram í fingurgóma, litli kontórinn hans heima á Hlein bar þess vitni að hann fylgdist vel með því sem var að gerast á sviði læknisfræðinnar og einkum hvað varðaði hans sérgrein, svæfingar. Sumir halda í einfeldni sinni að starf svæfingarlæknis sé til- tölulega einfalt, bara að sjá til að sjúklingurinn sofi meðan á aðgerð stendur og vakni síðan aftur. En það er öðru nær, svæfing er flókið ferli og þeir sem sinna slíku starfi eru oft á tíðum undir miklu álagi. Það varð m.a. til þess að Auðunn ákvað að láta af störfum fyrir nokkrum árum. En hann sat ekki auðum höndum, hann varð að gera sér eitthvað til dundurs. Hann tók sig til og lærði spænsku. Fyrst tók hann alla áfanga sem hægt var að taka við framhalds- skóla og að eigin sögn fékk hann frá- bærar einkunnir. Þá dreif hann sig í málaskóla á Spáni og stuttu síðar var hann orðinn vel talandi á spænsku. Aldrei neitt hálfkák frekar en fyrri daginn. Eftir að spænskunáminu lauk má segja að nær allar leiðir hafi legið til Spánar. Maður þarf að halda spænskunni við sagði hann brosandi. Hann var stoltur af þessu framtaki sínu enda vita allir að það er töluvert álag að setjast á skólabekk eftir ára- tuga hlé, byrja að læra og tileinka sér námstækni á nýjan leik. Auðunn bar hag fjölskyldunnar mjög fyrir brjósti, hann hvatti börn- in til að mennta sig og studdi þau í því sem þau vildu læra, það voru þau sem voru að leggja grunninn að eigin framtíð. Svo komu barnabörnin sem gáfu honum svo mikla gleði og naut hann þess að hafa þau meira og minna í kringum sig á hverjum degi. Engum duldist að Auðunn og Ingibjörg voru mjög samrýnd í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Auð- unn hafði gaman af að ferðast innan lands sem utan, hitta fólk, sækja fólk heim og bjóða vinum heim. Hann var höfðingi heim að sækja, allt það besta borið fram með ánægju. Hann vissi að vinir voru mikilvægir í lífinu, ómetanlegur fjársjóður og var því duglegur við að rækta vinaböndin. Það var alltaf gaman að koma að Hlein og njóta samverustunda með þeim hjónum, alltaf jafnnotalegt, góð nærvera, einlægni og gleði. Nú AUÐUNN KL. SVEINBJÖRNSSON ✝ Auðunn Klem-enz Sveinbjörns- son fæddist í Reykjavík 12. apríl 1941. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnu- daginn 17. apríl síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Bessastaðakirkju 26. apríl. sjáum við á bak góðum félaga og söknum þess að samverustundirnar með honum verða ekki fleiri. En minningarnar lifa og fyrir þær þökk- um við. Megi góður Guð styrkja alla þína nánustu í þessum raun- um. Elsku Auðunn, okk- ar var ánægjan að hafa kynnst þér og við telj- um okkur betri menn fyrir að hafa átt þig að vini. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gísli og Inga. Í dag kveðjum við góðan sam- starfsfélaga, Auðun. Hann var yfir- læknir svæfingadeildar St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði til margra ára. Hann var farsæll í starfi, traustur og hjálpsamur. Ávallt var gott að leita til hans. Auðunn var félagslyndur og tók virkan þátt í öllu félagslífi sem tengdist vinnunni. Við starfsfélagar Auðuns kveðjum góðan dreng með söknuði. Sendum innilegar samúðar- kveðjur til Ingibjargar og barna hans. Blessuð sé minning hans. Í moldinni geymast margra alda spor. Hver minnist þeirra, sem tróðu fjallastíginn Ef greina má slóð, er gatan orðin vor, en gömlu manna sól til viðar hnigin. (Davíð Stef.) Samstarfsfólk á svæfinga- og skurðdeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Á neðsta gangi nýju heimavistar- innar í Menntaskólanum á Akureyri voru haustið 1957 samankomnir unglingar víðsvegar af landinu að leggja upp í langa vegferð. Flestir voru þeir að yfirgefa skjól heimilis- ins í fyrsta sinn og voru nú staddir á óþekktum stað innan um ókunnuga bekkjarfélaga. Hvergi verða tengsl- in sterkari en í heimavistarskóla, einkum á aldrinum milli unglingsára og tvítugs þegar þroskinn er hvað örastur. Einn þeirra sem ég hitti þarna í fyrsta sinn var Auðunn Klemens Sveinbjörnsson. Við vorum komnir hvor af sínu landshorninu. Dálítið feimnir báðir tókum við tal saman og komumst fljótlega að því að við ættum sameiginlegt áhugamál því okkur þótti gaman að tefla skák. Raunar varð Auðunn skákmeistari skólans þennan fyrsta vetur. Við vissum ekki þá að leiðir okkar myndu liggja saman eftir dvölina í MA, fyrst í læknisfræði við Háskóla Íslands og enn síðar í Svíþjóð þar sem báðir stunduðu sérnám. Fyrstu árin í háskóla var Auðunn tíður gest- ur þar sem ég leigði herbergi í Odda- götunni, steinsnar frá háskólanum hjá Guðmundi Thoroddsen prófess- or og konu hans Línu. Auðunn kvæntist dóttur þeirra hjóna, Ástu Björt Thoroddsen síðar tannlækni. Þau hófu búskap á Sólbarði á Álfta- nesi á neðri hæðinni hjá foreldrum Auðuns, meðan þau voru enn í námi. Á þessum árum var ég tíður gestur á Sólbarði og kynntist foreldrum hans og systkinum vel. Þau Auðunn og Ásta Björt slitu samvistum skömmu áður en Auðunn flutti til Svíþjóðar til að leggja stund á svæfingalækning- ar. Á meðan hann var í sérnáminu kynntist hann seinni konu sinni Ingi- björgu Óskarsdóttur frá Höfn í Hornafirði. Eftir heimkomuna héld- um við vináttu okkar áfram og hitt- umst reglulega með góðum félögum og tefldum skák. Oft nutum við hjón- in myndarskapar og gestrisni Ingi- bjargar og sama átti einnig við um félaga Auðuns í skákklúbbnum. Auðunn vann ábyrgðarmikið og krefjandi starf. Fyrir nokkrum ár- um tók að bera á vöðvasjúkdómi í fótum, sem gerði honum erfitt um gang. Um svipað leyti greindist hjá honum hár blóðþrýstingur. Frekar en að starfa af hálfum þrótti tók hann þá ákvörðun að láta af störfum sem sérfræðingur. Hann settist þó ekki í helgan stein en hóf nám í spænsku. Hann lét fötlun sína ekki aftra sér og ferðaðist mikið, einkum til Spánar. Við sem áttum langa samleið með Auðuni minnumst hans fyrir bjart- sýni, glaðværð og drenglyndi. Gaml- ir skólafélagar úr MA hafa það til siðs að hittast tvisvar til þrisvar á vetri og borða hádegisverð saman. Þar mætti hann hress og glaður að vanda nokkrum stundum fyrir dauða sinn. Mér er sannast sagna orða vant þegar ég kveð þennan góða vin og fé- laga fyrir hönd félaganna í skák- klúbbnum og samstúdentanna frá MA 1961. Fyrir þeirra hönd sendi ég Ingibjörgu og börnum hans innileg- ar samúðarkveðjur. Davíð Gíslason. Elsku Auðunn, þá er komið að kveðjustund. Kveðjustund sem við svo gjarnan hefðum viljað fresta en það er ekki okkar að ákveða. Þegar fregnin af andláti þínu barst okkur var eins og heimurinn stöðvaðist andartak og minningar streymdu fram. Minningar um þig, sem ert búinn að vera hluti af okkar lífi svo lengi, ein af kjölfestunum í tilveru okkar. Margs er að minnast og þakka fyrir á samleið okkar í gegnum lífið. Þú varst á margan hátt sérstakur, komst til dyranna eins og þú varst klæddur, laus við allt glys og prjál, maður sem tískusveiflur samtímans bitu ekki á. Þú varst einn þeirra höfðingja sem maður kynnist á lífsleiðinni sem hægt var að ganga að vísum, orginal karakter þar sem aukaatriðin viku fyrir aðalatriðunum. Einstæð samheldni hefur ein- kennt fjölskyldur okkar og ófá eru fjölskylduboðin sem við höfum setið saman við veisluborð, spjallað og haft gaman hvert af öðru. Minningar um höfðingsskap og gestrisni ykkar Ingibjargar verða seint fullþakkaðar þegar ferða- þreyttir Hornfirðingar náðu landi á Hlein hér fyrr á árum þar sem biðu okkar uppbúin rúm og dýrindis veislur, ekki þótti þér verra að geta kynt upp í grillinu og boðið upp á steik af bestu sort og gott rauðvín með, ekkert var nógu gott þegar gesti bar að garði, þannig varst þú. Seinna þegar við hugsuðum okkur til hreyfings á höfuðborgarsvæðið kom fátt annað til greina en að setj- ast að á Álftanesinu því í okkar huga var hvergi betra að búa eftir þær trakteringar sem við höfðum fengið hjá ykkur Ingibjörgu í gegnum árin. Við höfum notið þess að vera í ná- býli við ykkur og var alltaf jafnnota- legt að fá ykkur í heimsókn í Norð- urtúnið hvort sem um veislu var að ræða eða innlit í tíu dropa. Þessi minningarbrot ásamt þús- undum annarra eru okkur sem eftir sitjum ómetanleg og verða okkur til huggunar og gleði þegar fram líða stundir því minning þín mun lifa með okkur um alla tíð. Far í friði, kæri vinur, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Svala og Bjarni Sævar. Elskulegur eiginmaður minn, sonur og faðir, HAUKUR ÓSKAR ÁRSÆLSSON, Lækjasmára 6, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskrikju fimmtu- daginn 28. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á deild A6 á Landspítala Fossvogi. Fyrir hönd tengdabarna, barnabarna, barnabarnabarna og systkina hins lát- na, Unnur Jónsdóttir, Klara Vemundsdóttir, A. Halla Hauksdóttir, Heiða Hauksdóttir, G. Harpa Hauksdóttir, Ragnar Hauksson, Jónína Björnsdóttir, Halldóra María Ríkarðsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, DAVÍÐS JÓHANNESAR HELGASONAR, Sólhlíð 19 í Vestmannaeyjum. Brynja Sigurðardóttir, Anna Davíðsdóttir, Friðgeir Þór Þorgeirsson, Sigurður Davíðsson, Hjördís H. Friðjónsdóttir, Helga Davíðsdóttir, Hugrún Davíðsdóttir, Guðmundur K. Bergmann, Jóhann Ingi Davíðsson, St. Heba Finnsdóttir, Helga Hólm Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær fósturfaðir, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVAVAR GÍSLASON vörubílstjóri frá Viðey, Traðarlandi 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 25. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Ellen Emilsdóttir, Svava Svavarsdóttir, Geir Svavarsson, Jóhanna Svavarsdóttir, Jóhannes Svavarsson, Esther Svavarsdóttir, Jóhannes Björnsson, afa- og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát systur minnar, mágkonu og frænku, AUÐAR S. WÖLSTAD sjúkraþjálfara, síðast til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 4B, á Hrafnistu, Hafnarfirði. Arnþóra Sigurðardóttir, Bjarni Bjarnason, Kristrún Haraldsdóttir, Þorbjörn Rúnar Sigurðsson, Auður Bjarnadóttir, Tryggvi Hafstein. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÖRUNDUR KRISTINSSON skipstjóri, lést á líknardeild LSH í Kópavogi sunnudaginn 24. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Auður Waagfjörd Jónsdóttir, Kristinn Jörundsson, Steinunn Helgadóttir, Kristín Bára Jörundsdóttir, Eiríkur Mikkaelsson, Jón Sævar Jörundsson, Rita Sigurgarðsdóttir, Alda Guðrún Jörundsdóttir, Jóhann G. Hlöðversson, Anna Sigríður Jörundsdóttir, Bjarni Kr. Jóhannsson, Jörundur Jörundsson, Áslaug Hreiðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem sýndu mér samúð og ómetanlegan stuðning við fráfall og útför mannsins míns, JÓHANNS FRIÐJÓNSSONAR arkitekts. Sigrún Þorleifsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.