Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 23 UMRÆÐAN 5 0 0 2 b eF/n aJ re pap lla W* Wallpaper* The Design Awards D U X 70 07 : B es ta R úm ið * E I N S T A K T K Y N N I N G A R T I L B O Ð Þú pan tar DUX 70 07 rúm og fæ rð n ýju BM 70 07 luxu s yf irdý nun a m eð í ka upb æti (ve rðm æti 15 3.3 00 í st ærð 18 0x2 00c m) • G ildi r að ein s í 4 d aga : 27 /04 -30 /04 -05 Sér fræ ðin gur frá DU X í Sví þjó ð ve rðu r í v ers lun inn i. Ármúla 10 • 108 Reykjavík Sími: 5689950 ÞEGAR Guð Biblíunnar kynnir sjálfan sig til sögunnar og gefur mönnunum boðorðin tíu, þá útskýrir hann eðli sitt og erindi við menn og segir: „Ég er Drottinn Guð þinn sem leysti þig úr ánauð, þú skalt ekki aðra Guði hafa.“ Því næst snýr hann sér að slysavörnum og segir: „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.“ Guð Biblíunnar er Guð sem leysir úr ánauð. Ekki Guð sem bindur fólk og þvingar það, heldur Guð sem leysir manneskjur svo þær „hafi líf í fullri gnægð“. (Jóh.10.10.) Biblían lýsir því að allur veruleikinn sé frá þessum Guði runninn og grunneðli allra hluta er því kærleikur. Samt finnum við okkur ekkert sérstaklega vel í veröldinni. Náttúr- an ögrar okkur, náunginn er okkur framandi og sjálf skiljum við ekki okkar innri mann. Þennan fram- andleika lífsins nefnir Biblían einu nafni synd. En hvaðan syndin er komin inn í veröld sem gerð er af elskandi Guði er ekki útskýrt. Þess í stað er sögð saga af höggormi sem kemur skríðandi inn í tilveru hinna fyrstu manna og fer að spjalla læ- víslega og vekja tortryggni með dylgjum. Þeirri sögu lýkur svo að enginn treystir neinum, manneskj- urnar fela sig hvor fyrir annarri, fela sig fyrir Guði og ásaka hvor aðra. Feluleikur og ásökun er þann- ig hið stóra vandamál mannanna í heiminum. Enginn skilur hvernig þetta byrjaði, en allt fólk þjáist vegna syndarinnar og upplifir sig gjarnan vegalaust og framandi í heiminum. Biblían rekur síðan langa sögu um allt það sem Guð hefur gert til að leysa heiminn úr ánauð synd- arinnar. Þar eru tveir megin kaflar. Fyrst gaf Guð mönnum lögmál til að fara eftir og gerði við þá gamla sáttmálann, gamla testamentið. En loks kom hinn nýji sáttmáli, nýja testamentið, því sá gamli hrökk ekki til. Reglur virðast ekki duga til að útrýma sundrungu manns og heims. Hið nýja svar Guðs við böli veraldar er Jesús Kristur. Í Jesú tók Guð sjálfur á sig syndina, felu- leikinn og ásökunina, og sætti heim- inn við sig. Í stað regluboða kom traust. Í stað feluleikja kom sam- þykki á fólki. Í stað ásökunar kom auðmýkt í samskiptum. Verk Jesú töluðu ekki síður, því hann mat alla menn jafna, krafði engan um sið- ferðisleg reikningsskil en skapaði samfélag vináttu með mönnum. „Nýtt boðorð gef ég yður,“ sagði hann „að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hver annan. Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jóh. 13.34– 35) Einn hóp manna ávítaði Jesús að vísu. Einn hóp. Það voru trúardón- arnir, sem töldu sjálfa sig réttláta, en fyrirlitu aðra og bjuggu til reglu- verk úr kærleika Guðs. „Vei yður fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér gjaldið tíund af myntu, anís og kúmeni, en hirðið ekki um það, sem mikilvægast er í lögmálinu, réttlæti, miskunn og trúfesti. Þetta ber að gjöra og hitt eigi ógjört láta. Blindu leiðtogar, þér síið mýfluguna, en svelgið úlfaldann!“ (Matt.23. 23–24) Kross Jesú varð loks að tákni hins nýja sátt- mála, tákni þess að hver sem lítur til Jesú í trúartrausti, á hlutdeild í ríki hans. Feluskömmin og ásökunin öll er borin upp á krossinn. Krossinn aug- lýsir að það er í lagi að vera mann- eskja. Hann er yfirlýsing þess að allir menn eru jafnir, allir menn eru syndugir og allir menn eiga aðgang að Guði í trú á hinn krossfesta og upprisna frelsara. Þannig er Kross Jesú höfnun á þvingunarvaldinu en sigurtákn kærleikans. Þess vegna er kristin trú holl fyrir þjóðir og sameinandi fyrir menn. Hún leyfir engum að líta lengra eftir ranglæt- inu en í eigin barm og býður okkur að horfa með trúnaðartrausti í augu náungans óháð kynhneigð, kyn- þætti, stétt, heilsufari eða hverju öðru sem við óttumst í fari hans. Við ráðum hvort við trúum á Jesú og þiggjum lausn hans, en kross hans má enginn nota í hégóma sín- um. Trúarhégómi varðar annað boð- orðið, boðorðið sem Guð gaf okkur áður en hann sagði okkur að deyða ekki fólk, drýgja ekki hór, ljúga eða stela. Það er dónatrú að nota Jesú til að hefja sig yfir aðra og rukka fólk um siðferði þess í hans nafni. Hann mun rukka hvern og einn. Sá dagur kemur. „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ (1. Kor. 13.13) Dónatrú Bjarni Karlsson fjallar um trú og kærleikann ’Við ráðum hvort viðtrúum á Jesú og þiggj- um lausn hans, en kross hans má enginn nota í hégóma sínum.‘ Bjarni Karlsson Höfundur er sóknarprestur Laugarneskirkju. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.