Morgunblaðið - 27.04.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.04.2005, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.plusferdir.is N E T Hlí›asmára 15 • 201 Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is á Elimar í 7 nætur.á Pil Lari Playa í 7 nætur. Verð frá 35.800 kr.* Portúgal 13. júní, 11. júlí og 1. ágúst 48.200 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 34.930 kr.* Mallorca 1. júní, 13. júlí og 10. ágúst 46.730 kr. ef 2 ferðast saman. á Santa Clara í 7 nætur. Verð frá 39.560 kr.* Costa del Sol 9. júní, 7. júlí og 18. ágúst 49.830 kr. ef 2 ferðast saman. á Res Madrid í 7 nætur. Verð frá 46.620 kr.* Feneyska Rivieran 1. júní, 6. júlí og 17. ágúst 63.620 kr. ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting, fararstjórn erlendis og flugvallarskattar. *Verðdæmi miðast við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. 29 ÁRA HERNÁMI LOKIÐ Sýrlenskar hersveitir fóru frá Líbanon í gær eftir 29 ára hernám og var ákaft fagnað við heimkom- una. Einnig ríkti víða gleði í Líbanon þótt þar beri sumir ugg í brjósti um að átök blossi upp milli samfélags- hópa í landinu. Söguleg Kínaferð Lien Chan, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar á Taívan, kom í sögulega heimsókn til Kína í gær. Er hann fyrsti leiðtogi Kuomintang- flokksins, sem kemur til meg- inlandsins síðan kommúnistar kom- ust til valda í Kína 1949. Fjölgun örorkuumsókna Mikil fjölgun hefur orðið á um- sóknum um örorkumat á seinustu árum. Þannig fjölgaði umsóknum úr 944 árið 2002 í 1.622 í fyrra, eða um rúm 70%. Unnu stærðfræðikeppni Fulltrúar 9. bekkjar B í Lunda- skóla á Akureyri unnu norrænu KappAbel-stærðfræðikeppnina í ár. Fundað um sjávarútveg Sjávarútvegsráðherra átti fund með sjávarútvegsstjóra ESB í gær þar sem fram kom vilji um svæð- isbundna fiskveiðistjórn. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 24 Fréttaskýring 8 Viðhorf 26 Viðskipti 12/13 Bréf 30 Erlent 14/15 Minningar 31/32 Minn staður 16 Myndasögur 36 Höfuðborgin 17 Dagbók 36/39 Suðurnes 18 Staður og stund 38 Landið 18 Leikhús 40 Akureyri 19 Bíó 42/45 Daglegt líf 20/21 Ljósvakamiðlar 46 Menning 22 Veður 47 Umræðan 23/30 Staksteinar 47 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir kynningarblaðið Maskínan frá Skólafélagi Iðnskólans í Reykjavík. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " #        $         %&' ( )***                LJÓST er að frumvarp um breyting- ar á kjörum æðstu handhafa fram- kvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds, svonefndt eftirlaunafrum- varp, verður ekki lagt fram á yfir- standandi vorþingi. Um síðastliðna helgi fékk forsætisnefnd Alþingis í hendur lögfræðiálit um mögulegar breytingar á frumvarpinu, sem Hall- dór Ásgrímsson forsætisráðherra hafði frumkvæði að að láta vinna í samráði við fjármálaráðuneytið og forseta Alþingis. Halldór var sem kunnugt er mjög áfram um að breyta frumvarpinu á þann veg að ekki yrði sú staða uppi að fyrrverandi ráð- herrar tækju eftirlaun á sama tíma og þeir væru í launuðum störfum á veg- um ríkisins. Ekki nauðsynlegt að breyta málinu á þessu þingi Í niðurstöðu lögfræðiálitsins kem- ur fram m.a. að breytingar séu mögu- legar en á hinn bóginn sé varhugavert að hreyfa við lífeyrisréttindum sem þegar hafa öðlast gildi vegna eigna- réttarákvæða stjórnarskrárinnar. Jafnframt að rétt og varlegt sé að gefa ákveðinn aðlögunartíma að því er varðar lífeyrisréttindi sem ekki hafa tekið gildi. Halldór Ásgrímsson sagðist í sam- tali við Morgun- blaðið í gærkvöld telja rétt að for- sætisnefnd fjallaði um málið á grund- velli lögfræðiálits- ins. „Ég tel ekki nauðsynlegt að breyta málinu á þessu vori,“ sagði Halldór. „En ég er þeirrar skoðun- ar að það eigi að vera hin almenna regla að þeir fái aðeins eftirlaun sem ekki eru í fullu starfi. Þetta mál var flutt af fulltrúum allra flokka og ég tel nauðsynlegt að breytingar á því séu jafnframt gerðar með samþykki ann- aðhvort þessara sömu fulltrúa eða annarra fulltrúa flokkanna.“ Spurður hvort hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með að ekki skyldi vera unnt að breyta frumvarpinu strax á þessu þingi sagði Halldór að víst hefði verið betra að ganga sem fyrst frá málinu. „En miðað við þetta lögfræði- álit er málið heldur vandasamara en ég hafði gert mér grein fyrir. Ég tel að það sé rétt að nota tímann fram á haustið til þess að flokkarnir fari yfir málið og geti myndað sér skoðun á því hvað gera skuli.“ Halldór og Davíð Oddsson utanrík- isráðherra ræddu málið í gær og sagði Halldór að samstaða væri meðal þeirra um að fara betur yfir málið. Forsætisráðherra segir óraunhæft að breyta eftirlaunafrumvarpinu á þessu þingi „Málið heldur vandasamara en ég hafði gert mér grein fyrir“ Halldór Ásgrímsson Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HÚSINU Stakkahlíð, sem byggt var 1909 og staðið hef- ur við Bræðraborgarstíg nálægt Holtsgötu, var á mánudagskvöld lyft af steyptum kjallaragrunni og flutt austur í Vík þar sem það fær að standa til frambúðar. Víkur gamla húsið fyrir fjölbýlishúsi sem ætlunin er að reisa á lóðinni. Vafalítið þykir ýmsum eftirsjá í gamla gula húsinu sem sett hefur svip sinn á götumynd Bræðraborgarstígs, en gömlu húsin sem standa innan um nýrri hús við götuna gera götumyndina vitanlega mun fjölbreyttari en annars. Ljósmynd/Þórdís Jóhannesdóttir Hús flutt af Bræðraborgarstíg VETNISVAGNAVERKEFNI Ís- lenskrar NýOrku og fleiri aðila er nú að ljúka, en vagnarnir hafa verið í umferð frá því í október 2003. Strætisvagnarnir munu aka út ágúst, en Jón Björn Skúlason, fram- kvæmdastjóri NýOrku, segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að fram- lengja verkefnið um eitt ár. Alls hafa vetnisvagnarnir ekið rúmlega 65.000 kílómetra. Jón Björn segir að verk- efnið hafi gengið vel og skilað athygl- isverðum niðurstöðum og fátt hafi komið verulega á óvart. Talsverðar bilanir urðu þó í vögnunum í upphafi, m.a. í viðkvæmum tæknibúnaði en sams konar bilanir komu einnig upp í öðrum borgum þar sem tilraunaakst- ur svipaðra vagna fer fram. Öllu viðameiri vandamál komu upp varðandi rekstur vetnisstöðvarinnar við Vesturlandsveg. Tvisvar varð að hætta framleiðslu í stöðinni vegna tæknivandamála og í annað skiptið lá vetnisframleiðsla niðri í þrjá mánuði. Að sögn Jóns er ástæða bilananna sú að þekking í heiminum á efnisvali í framleiðslutæknina var ófullnægj- andi, þessi vandamál hafi verið leyst og eftir sitji verðmæt reynsla. Alls hafa 12 tonn af vetni verið framleidd í stöðinni og með því að nota vetni í stað dísilolíu hefur sparast bruni á 30.000 lítrum af olíu á vögnunum þremur, eða sem svarar 95 tonnum af koltvísýringi. Ítarlegar niðurstöður verkefnisins verða kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu sem fram fer í dag og á morgun á Nordica hóteli. Vetnisvagnaverkefni NýOrku senn að ljúka Talsverðar bilanir í vetnisvögnunum GEIR H. Haarde fjármálaráðherra hefur staðfest samkomulag við stétt- arfélög innan BHM um kjarasamn- ing félaganna en samkomulagið var gert í febrúarlok. Öll aðildarfélög BHM, sem að samkomulaginu stóðu, utan eitt, samþykktu það. Við gerð samkomulagsins gerði fjármálaráðherra það að skilyrði fyrir samþykki sínu að allir aðilar að því staðfestu það. Fram kemur í fréttatilkynningu, að í ljósi þess hag- ræðis, sem af samkomulaginu leiði, sé það eigi að síður mat ráðherra að rétt sé að staðfesta samkomulagið. Fjármálaráð- herra staðfesti samninga BHM ESB vill stærri hlut í síldinni ÝMISLEGT þykir benda til þess að framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins muni krefjast stærri kvóta til handa sambandinu af norsk- íslenska síldarstofninum í kjölfar yf- irlýsinga fyrst Norðmanna og síðan Íslendinga um að þeir ætli hvorir fyrir sig að auka kvóta sinn um 14%. Þetta kemur fram á skoska fiski- fréttavefnum fishupdate.com. Þar segir að Norðmenn hafi orðið fyrstir til að rjúfa alþjóðlegt sam- þykki um síldarkvótann, en vís- indamenn hafi lagt til að heildar- aflamark á norsk-íslensku síldinni verði óbreytt 890.000 tonn. Þá segir fishupdate.com, að vangaveltur séu um að ESB muni krefjast 15% af heildaraflamarkinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.