Morgunblaðið - 27.04.2005, Síða 19

Morgunblaðið - 27.04.2005, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 19 MINNSTAÐUR ÞORKELL Á. Jóhannsson flug- stjóri, íbúi á Hofsárkoti í Svarfaðar- dal, stendur nú fyrir undirskrifta- söfnun meðal íbúa hins gamla Svarfaðardalshrepps þar sem gerð er krafa um endurnýjað sjálfstæði hreppsins. Þrjú sveitarfélög, Ár- skógshreppur, Dalvíkurbær og Svarfaðardalshreppur, sameinuðust í eitt, Dalvíkurbyggð, árið 1998. „Ég stefni að því að ná til allra sem eiga lögheimili í Svarfaðardal,“ segir Þorkell sem þegar hefur safnað 50 nöfnum á listann, „fram til þessa hef- ur aðeins einn neitað að skrifa undir, þetta eru 98% heimtur, ég er ánægð- ur með það.“ Þorkell, sem er flug- stjóri hjá Atlanta, flutti í Hofsárkot fyrir tveimur árum, hann á þrjú börn, eitt í leikskóla og tvö ganga í Húsa- bakkaskóla. Lokun skólans næsta haust og flutningur barna í Dalvík- urskóla er ástæða þess að Þorkell hefur nú hafið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að sjálfstæði hins gamla Svarfaðardalshrepps verði endurnýjað. Eindreginn vilji til að slíta stjórnsýsluleg tengslin Segir á listanum að gerð sé sú krafa til Alþingis að aflétt verði þeim hömlum sem 3. grein sveitarstjórn- arlaga setur, gegn því að þau sveit- arfélög sem áður hafa sameinast í önnur og stærri, geti á ný endur- heimt sjálfstæði sitt. „Þetta gerum við vegna þess að það er eindregin vilji okkar að slíta á stjórnsýsluleg tengsl hins gamla Svarfaðardals- hrepps við Dalvíkurbyggð og endur- vekja þannig sjálfstæði hans. Ástæða þess er sú að ekki verður lengur með nokkru móti unað við þá framkomu bæjaryfirvalda í Dalvíkurbyggð, sem við höfum nú orðið þolendur að vegna lokunar Húsabakkaskóla,“ segir í yf- irskrift listans sem Þorkell fer nú með á milli bæja í dalnum. Þá hefur hann einnig í farteski sínu stuðnings- yfirlýsingu sama efnis, sem íbúum Dalvíkurbyggðar gefst kostur á að rita nöfn sín undir, „en ég mun ekki ganga með hann í hús í bænum, þeir sem vilja styðja málefnið geta haft samband við mig,“ segir hann. „Við teljum nauðsynlegt að endurvakinn Svarfaðardalshreppur fái tækifæri til að reka grunnskóla sinn að Húsa- bakka, nú þegar bæjaryfirvöld Dal- víkurbyggðar hafa talið sig knúin til að binda endi á þetta skólastarf,“ segir m.a. í stuðningsyfirlýsingunni. Sveitaskólarnir látnir fjúka fyrst Þorkell vonast til að hægt verði að fjalla um kröfu íbúa hreppsins um endurnýjað sjálfstæði nú á vorþingi og því geri menn þá kröfu að ákvörð- un bæjarstjórnar um að leggja niður skólahald á Húsabakka verði frestað þannig að endurvakinn Svarfaðar- dalshreppur geti tekið við óskertum rekstri grunnskólans, verði ekki unnt að fjalla um kröfugerð íbúanna fyrir upphaf næsta skólaárs. „Ég renni auðvitað alveg blint í sjóinn varðandi viðtökur við þessu erindi okkar, geri raunar ráð fyrir að yfirvöld kæri sig ekki um að slíta í sundur fyrri sameiningar,“ segir Þorkell. Hann bendir á að reynsla lít- illa sveitarfélaga af sameiningu sé víða slæm, „sveitaskólarnir eru alltaf látnir fjúka fyrst,“ segir hann. Hann nefnir að þótt búum í rekstri hafi fækkað í Svarfaðardal hafi íbúum fjölgað og telur að þar eigi Húsa- bakkaskóli stóran hlut að máli, metn- aðarfullt skólastarf þar hafi aðdrátt- arafl. „Með því að ráðast að samfélagi okkar með þeim hætti sem nú er orðin staðreynd, eru bæjaryfir- völd að vinna gegn tilgangi samein- ingarinnar og höggva stoðirnar und- an því litríka samfélagi sem hér hefur verið að festa rætur og stuðla þess í stað að landauðn,“ segir í texta undir- skriftalistans. Því séu forsendur samneytis Svarfdælinga við Dalvík- urbyggð algerlega brostnar og trún- aðarbresturinn gagnvart bæjaryfir- völdum alger. Fullreynt sé með sættir, „og því er okkur nú nauðsyn að fá tækifæri til að stjórna sam- félaginu okkar á ný á eigin forsend- um.“ Krafan sé því sú að gamla sveit- arfélagið öðlist sjálfstæði á ný, með öllum sínum gömlu landamerkjum og með fylgi þær eignir sem áður til- heyrðu Svarfaðardalshreppi. Svarfdælingar vilja endurnýja sjálfstæði gamla hreppsins Ekki lengur unað við framkomu bæjaryfirvalda Morgunblaðið/Kristján Vill slíta tengslin Þorkell Á. Jóhannsson flugstjóri við flugvél Mýflugs á Akureyrarflugvelli. Hann vill endurvekja gamla Svarfaðardalshreppinn. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is AKUREYRI Stjórn Valsmanna hf. AÐALFUNDUR Í VALSMÖNNUM HF. Aðalfundur í Valsmönnum hf. verður haldinn miðvikudaginn 11. maí árið 2005 kl. 19:30 í Valsheimilinu að Hlíðarenda í Reykjavík. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. INTRUM Justitia á Akureyri hefur flutt starfsemi sína úr Geislagötu að Hafnarstræti 91–95, í um tvöfalt stærra húsnæði í kjölfar aukins um- fangs starfsemi sinnar á Norðurlandi. Framvegis verður boðið upp á al- hliða þjónustu á sviði innheimtu og markvissrar fjárstýringar undir merkjum Intrum og Lögheimtunnar. Lögheimtan mun jafnframt leggja aukna áherslu á almenna lögmanns- þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Starfsmannafjöldinn hefur tvöfald- ast frá áramótum eða úr sex í tólf manns vegna aukinna verkefna. Starfandi eru tveir lögmenn á skrif- stofunni, þau Elísabet Sigurðardóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson, sem jafn- framt er svæðisstjóri fyrir Norður- land, en stefnt er að því að ekki færri en þrír lögmenn starfi á skrifstofunni innan tíðar. Erla Árnadóttir er þjón- ustustjóri og stýrir hópi þjónustufull- trúa sem sérhæfa sig í ýmsum verk- efnum, allt frá úthringingum, gerð greiðsluáætlana til kennslu og ráð- gjafar. Fjölmörg verkefni hafa að undan- förnu verið færð frá Reykjavík til Ak- ureyrar og hefur Intrum meðal ann- ars tekið að sér að hringja út fyrir bæði fyrirtæki á Norðurlandi ásamt því að sinna sérverkefnum fyrir fyr- irtæki á Reyjavíkursvæðinu. Aukin áhersla hefur verið lögð á innheimtu- tengda ráðgjöf og ferlavinnu sem er í samræmi við sívaxandi framboð á inn- heimtutengdri þjónustu fyrirtækisins segir í frétt frá Intrum. Starfsmannafjöldi hefur tvöfaldast Intrum Justitia flytur í stærra húsnæði SAMNINGUR um notkun grunn- skóla Akureyrar á hugbúnaðinum Matartorgi hefur verið undirritaður. Matartorg er hannað og smíðað af Stefnu ehf. og hefur nú þegar hafið samstarf við fjölda skóla og fyrir- tækja sem vilja á auðveldan hátt halda utan um skráningu barna í mötuneytum sínum. „Sú reynsla sem fengist hefur af þessum hugbúnaði er mjög góð og stjórnendur hafa fagnað því að losna við allt það umstang sem fylgir skráningu barnanna í mötu- neytum vítt og breitt um landið,“ seg- ir í frétt um samninginn. Kerfið hefur verið í notkun hjá sex grunnskólum Akureyrarbæjar frá áramótum. Matartorg er vefbókunarkerfi sem auðveldar forráðamönnum og skólum að halda utan um skráningar og bók- anir barna í mötuneytum skóla. Mat- artorg gerir foreldrum og skólum kleift að skrá nemendur í einstakar máltíðir og reikna út dagafjölda og kostnað í hverjum mánuði. Grunnskólarnir ætla að nota Matartorg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.