Morgunblaðið - 27.04.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 27.04.2005, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HJÖRLEIFUR Guttormsson skrifar grein í Morgunblaðið hinn 15. þessa mánaðar þar sem tilefnið er ályktun stjórnar Landsvirkj- unar frá 4. apríl um greiningu áhættuþátta varðandi Kára- hnjúkastíflur. Þar segir Hjörleifur m.a.: „Ekki er að efa að talsvert hefur gengið á í stjórninni og inn- an fyrirtækisins í aðdraganda þessarar samþykktar. Með henni viðurkennir forysta Landsvirkj- unar andvaraleysi og ótrúleg mis- tök sem gerð hafa verið í aðdrag- anda ákvarðana um þessa 100 milljarða króna framkvæmd.“ Seinna í greininni segir Hjörleifur: „Draga verður fram und- anbragðalaust hverjir það eru sem bera ábyrgð á þessum hrikalegu mistökum sem við blasa …“ Hann endar greinina með þessum orð- um: „Hverfi menn ekki frá mun óvissa fylgja sjálfum undirstöðum fyrir rekstri þess tvíþætta áhættufyrirtækis Landsvirkjunar og Alcoa. Það er bágt fyrir heilan landshluta að vera festur upp á slíkan þráð um langa framtíð.“ Hvað er Hjörleifur að segja hér? Hann er að gefa í skyn að und- irbúningi við Kárahnjúkavirkjun hafi í grundvallaratriðum verið áfátt, m.a. hafi ekki verið sinnt varnaðarorðum vísindamanna varðandi jarðfræðilegar und- irstöður stíflnanna. Þá vænir hann Landsvirkjun um að hafa gert mis- tök við undirbúning framkvæmd- arinnar og í lokin elur hann á ótta Austfirðinga um að undirstöður verkefn- isins séu ótraustar og lætur lesandanum eft- ir að túlka hvort þar sé átt við efnahagsleg eða öryggisleg atriði nema hvort tveggja sé. Öllum þessum fullyrðingum og get- sökum er hér með vísað á bug og því til staðfestingar vil ég nefna eftirfarandi þætti: 1. Á öllum stigum undirbúnings fram- kvæmdanna hefur verið farið eftir þeirri bestu þekkingu sem var til staðar varðandi jarðfræði svæð- isins og brugðist markvisst við nýjum upplýsingum. 2. Öllum athugasendum sem bár- ust á undirbúningstímanum frá jarðvísindamönnum var svarað á málefnalegan hátt og þau svör voru aðgengileg öllum sem eftir leituðu. M.a. sendi Orkustofnun þau til fréttastofu RÚV og til Náttúruverndarsamtaka Íslands. 3. Það var vitað um misgengi undir aðalstíflunni áður en farið var í framkvæmdina. Af umhverf- is- og tæknilegum ástæðum var hins vegar ekki hægt að meta um- fang þess fyrr en ánni hafði verið veitt í burtu. 4. Í ljós kom að mis- gengið var stærra en reiknað hafði verið með og auk þess fund- ust fleiri sprungur þegar hreinsað var of- an af berginu. Við upphaflega hönnun stíflunnar var reiknað með því að aðstæður gætu verið með þessu móti. Við þessu hefur verið brugðist við áframhaldandi hönnun og byggingu stíflunnar og búið að semja við verktakann um þann viðbótarkostnað sem af þessu hlýst. 5. Eins og alltaf er við byggingu á stíflum þá er haldið áfram við jarðfræðirannsóknir meðan á framkvæmdum stendur og fram- kvæmdin aðlöguð því sem fram kemur. 6. Það sem gerði það að verkum að stjórn fyrirtækisins fór yfir all- ar forsendur verksins voru nýjar upplýsingar um að sprungu- sveimur frá Kverkfjallasvæðinu næði inn á lónsvæðið nokkru sunn- an við aðalstífluna og að viðkom- andi sprunga hafi síðast hreyfst fyrir 3–4 þúsund árum. 7. Ekkert hefur enn komið fram sem bendir til þess að það hafi orðið hreyfing á sprungum í stífl- ustæðinu eftir ísöld (10 þúsund ár) en það er sú viðmiðun sem notuð er um að sprungur séu óvirkar. 8. Hópur vísindamanna undir stjórn Freysteins Sigmundssonar var fenginn til þess að meta jarð- fræðilegar aðstæður svæðisins að nýju eftir að ofangreindar upplýs- ingar komu fram. Hópurinn komst að þeirri niðurstöðu að jarð- fræðileg vá svæðisins væri meiri en áður var reiknað með án þess að leggja nokkurt mat á áhættuna sem slíka. Hópurinn taldi það vera í verkahring hönnuða og þeirra sem framkvæma áhættumat varð- andi stíflurnar. 9. Á stjórnarfundi Landsvirkj- unar 4. apríl síðastliðinn kom fram hjá hönnuðum stíflumannvirkjanna að ekki þurfi að gera miklar breyt- ingar á hönnun stíflunnar frá fyrri hönnun til þess að bregðast við þessum nýju upplýsingum. Fulltrúi verkfræðistofunnar sem hefur gert áhættumatið sagði á sama fundi að ólíklegt væri að það yrðu stórar breytingar frá fyrirliggjandi áhættumati. 10. Hvað snertir efnahagslega undirstöðu verkefnisins þá er stað- an þessi: Nú þegar búið er að semja um meira en 90% verkþátta við framkvæmdina bendir ekkert til annars en að kostnaður við framkvæmdina í heild verði innan kostnaðaráætlunar. Þrátt fyrir það sem að ofan er sagt taldi stjórn Landsvirkjunar nauðsynlegt að taka af öll tvímæli um að gætt væri fyllsta öryggis og í ljósi þess verður að skoða álykt- un stjórnarinnar frá 4. apríl enda er hún í fullu samræmi við þá vinnu sem þegar var hafin innan fyrirtækisins. Það að misgengið undir aðalstíflunni er stærra en reiknað er með er ekki ný vitn- eskja. Það kom í ljós um leið og farið var að hreinsa gljúfrið. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til gagnvart því hafa allar verið op- inberar og komið fram í fréttum. Það sem er nýtt er að sprungu- sveimurinn frá Kverkfjöllum nái inn á lónstæðið og ný vitneskja um samspil sprungna og jarðhita á svæðinu. Við því hefur verið brugðist á ábyrgan hátt. Ekkert í málsmeðferðinni gefur tilefni til þeirra gífuryrða sem Hjörleifur Guttormsson notar í grein sinni. Ályktun stjórnar Landsvirkjunar um hættumat Kárahnjúkavirkjunar Jóhannes Geir Sigurgeirsson svarar grein Hjörleifs Guttormssonar ’Ekkert í málsmeðferð-inni gefur tilefni til þeirra gífuryrða sem Hjörleifur Guttormsson notar í grein sinni.‘ Jóhannes Geir Sigurgeirsson Höfundur er stjórnarformaður Landsvirkjunar. ÞAÐ HEFUR alltaf verið gaman að vera félagi í Vinstri grænum. Taka þátt í pólitískri umræðu, um- gangast fólk með svipuð lífsviðhorf, hafa áhrif á og móta stefnu, finnast maður leggja sitt af mörkum til að breyta og bæta samfélagið sem við búum í. En undanfarin misseri hefur það ver- ið sérstaklega gaman að vera vinstri-græn. Það hefur ekki farið hátt, en undanfarið hefur mikil gróska verið í grasrótarstarfi innan VG. Nýir mál- efnahópar og um- ræðuhópar hafa sprottið upp, má þar nefna; velferðar- smiðju, umhverfishóp og kvennakaffi. Reglulegir laugar- dagsfundir hjá VGR hafa nú verið haldnir í á annað ár með góðri þátttöku og líf- legum umræðum. Morgunpósti VG hef- ur verið haldið úti í u.þ.b. ár þar sem nýir pistlar birtast 4–6 sinnum í viku og þar sem meira en 60 pennar hafa látið frá sér heyra. Tengsl, samtal og samráð hefur eflst á milli al- mennra félaga og kjörinna fulltrúa VG. Og jafnt og þétt fjölgar fé- lagsmönnum VG – virkum félögum – ekki bara þeim sem eru nafn á blaði. Undirtónninn í þessu öllu er krafa um lýðræði, valddreifingu, þátttöku almennings og áhrif hans á stjórn landsins. Ég hef fylgst með nokkrum vinum mínum og kunningjum í þeirri vegferð að ger- ast virkir félagar í VG. Fólk sem hefur skoðanir á hvernig sam- félagið á að vera og tjáir þær í hópi vina og kunningja, en hefur ekki talið taka því að gerast félagi í stjórnmálaflokki því þar sé allt fyrirfram ákveðið og fáeinir ein- staklingar sem öllu ráða. Þegar þetta sama fólk stígur svo skrefið og gerist félagar í VG þá kemur það því á óvart að rödd þess heyrist og almennir fé- lagar geta haft raun- veruleg áhrif. VG er lifandi flokkur sem mótast, þróast og breytist í takt við skoðanir hins almenna félagsmanns. Vissulega höfum við öll vinstri grænt fólk svipuð grundvallarlífsviðhorf. Sumir kalla það sósíal- isma, aðrir fé- lagshyggju eða vinstri- stefnu. Og hugtök eins og jöfnuður, félagslegt réttlæti og sjálfbær þróun eru okkur öllum kær. En innan VG er pláss fyrir fólk með ólíka lífsreynslu og fjölbreytilegar skoð- anir á málefnum. Inn- an VG er pláss fyrir lýðræði í reynd. Já, það er gaman að vera vinstri græn þessa dagana. Gaman að láta „lýðræðisbylgjuna“ grípa sig og fleyta sér áfram inn á ókunnug haf- svæði. Að treysta og trúa að við öll í sameiningu, þessi stóri hópur sem vill betri og réttlátari heim, geti haft áhrif til góðs. Grasrótarstarf í VG – lýðræðis- bylgja Guðný Hildur Magnúsdóttir fjallar um starfið innan Vinstri grænna Guðný Hildur Magnúsdóttir ’Undirtónninn íþessu öllu er krafa um lýð- ræði, valddreif- ingu, þátttöku almennings og áhrif hans á stjórn lands- ins.‘ Höfundur er stjórnarmaður í VG í Reykjavík. ÞAÐ HEFUR verið furðulegt að fylgjast með aðdraganda formanns- kjörs í Samfylking- unni. Smátt og smátt hefur skriðið fram í dagsljósið þver- pólitískt bandalag mið- aldra máttarstólpa úr öllum flokkum sem vilja standa vörð um óbreytt ástand í ís- lenskri pólitík. Ég held að Össuri Skarphéð- inssyni sé lítill greiði gerður með því að þessir menn slái skjaldborg um hann. Og held raunar að það sé óverðskuldað. Óttinn við Ingibjörgu Ástæður bræðralagsins eru þó augljósar. Ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður valin til að leiða Samfylkinguna í næstu kosningum verður það vatn á myllu umbótaafla í öllum flokkum. Fólks sem er ósátt við vinnubrögð og viðhorf gamla tímans. Hópa sem telja hug- myndalega endurnýjun löngu tíma- bæra í íslenskri pólitík. Þeirra sem telja lok- aðan klúbb við Aust- urvöll ekki eiga vera upphaf og endi hugs- unar eða umræðu um hvernig samfélag við viljum skapa. Tímabærar breytingar Krafan að baki framboði Ingibjargar Sólrúnar á sér sam- svörun hvarvetna í samfélaginu þar sem fólk horfir agndofa á hvernig stjórnmálin hafa dregist aftur úr öðrum sviðum samfélagsins í fag- mennsku og vinnubrögðum. Þetta er krafa um nýjar áherslur og póli- tík: leikreglur og jafnræði í stað flokksræðis og geðþótta, sann- gjarna samkeppni í stað fákeppni í skjóli hins opinbera, opna stjórn- sýslu, gagnsæi og aðhald, þátttöku og samráð í stefnumótun og ákvarð- anatöku. Fyrir þetta stendur far- sæll ferill Ingibjargar Sólrúnar á borgarstjórastóli. Um það get ég vitnað. Það er því fleira í húfi en framtíð Samfylkingarinnar í kosningu flokksmanna hennar í vor. Banda- laginu um óbreytt ástand er stefnt gegn nauðsynlegri uppstokkun í ís- lenskum stjórnmálum. Kosning Ingibjargar Sólrúnar getur markað þáttaskil sem lengi hefur verið beð- ið eftir. Gegn bandalagi um óbreytt ástand Dagur B. Eggertsson fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar ’FormannskosningSamfylkingarinnar get- ur haft góð áhrif langt út fyrir flokkinn.‘ Dagur B. Eggertsson Höfundur er borgarfulltrúi. ÞESSI orð eru fleyg úr sögu manna er aðrir telja sig geta tekið við af er menn hafa rutt brautina óhræddir og með skapandi starfi, með góðu fólki. Þegar yfir stendur barátta um formanns- sætið í Samfylkingunni þá verða félagar hennar að líta yfir farinn veg undanfarinna ára og meta þann árangur er náðst hefur. Össur Skarphéð- insson hefur leitt flokk- inn undanfarin ár og átt hvað stærstan þátt í að gera hann að því afli sem hann er í dag, með rúmlega 30% fylgi. Össuri hefur tekist þetta með því að vera baráttuglaður, jákvæður við háa sem lága, vera duglegur að sækja fundi hvort sem eru fámennir eða stærri fundir. Hann hefur átt einn stærsta þátt í því að félög 60+ á landsvísu og á sveit- arstjórnarvísu eru kom- in á laggirnar. Félög 60+ eru og verða sem fram gengur, einn allra öflugasti vaxtarbroddur í íslenskri pólitík og er uöðrum stjórn- málaflokkum til fyr- irmyndar. Þar fá eldri borgarar virkilega hljómgrunn fyrir sín baráttumál og geta nýtt sína reynslu til fram- dráttar íslenskri jafn- aðarstefnu öllum þegnum landsins til hagsbóta. Össur hefur einnig verið mjög öflugur baráttumaður fyrir unga fólkið og eflt mjög alla starfsemi ungra jafnaðarmanna. Sett mennta- og fjölskyldustefnu á oddinn til hags- bóta fyrir ungt fólk sem er að hasla sér völl á lífsins göngu. Maður sem hefur átt hvað stærstan þátt í að gera Samfylkinguna að því sem hún er með forystu sinni á vissulega skilið að fá góða endurkosningu í formanns- kjöri hennar. Þess vegna styð ég Öss- ur Skarphéðinsson til áframhaldandi forystu Samfylkingarinnar. Nú get ég Jón Kr. Óskarsson fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar ’Össur Skarphéðinssonhefur leitt flokkinn und- anfarin ár og átt hvað stærstan þátt í að gera hann að því afli sem hann er í dag.‘ Jón Kr. Óskarsson Höfundur er varaþingmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.