Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 17 MINNSTAÐUR Málþing um reynslu af nýju kerfi samkeppnissjóða vísinda- og tæknirannsókna 28. apríl á Hótel Loftleiðum Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is 13:00 Setning málþings Fundarstjóri er Vilhjálmur Lúðvíksson, skrifstofustjóri vísindaskrifstofu menntamálaráðuneytis. 13:05 Úthlutunarstefna sjóðanna Hafliði Pétur Gíslason, formaður stjórnar Rannsóknasjóðs Sveinn Þorgrímsson, formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs Anna Þóra Baldursdóttir, formaður stjórnar Rannsóknarnámssjóðs Friðrik Friðriksson, formaður stjórnar AVS áætlunarinnar 13:45 Starfshættir fagráða Helga Gunnlaugsdóttir í fagráði hjá Rannsóknasjóði Emma Eyþórsdóttir í fagráði hjá Tækniþróunarsjóði 14:15 Árangur háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja og samstarf þeirra í nýju stoðkerfi Kristján Kristjánsson, sviðsstjóri Rannís Hans Kr. Guðmundsson, forstöðumaður Rannís 14:45 - 15:05 Kaffihlé 15:05 Hvernig virkar nýja kerfið? Hákon Ólafsson, forstjóri Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins Guðjón Þorkelsson, deildarstjóri Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Björn Þór Jónsson, dósent Háskólinn í Reykjvík Steinunn Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Skriðuklaustursrannsóknir Jakob K. Kristjánsson, forstjóri Prokaria Hilmar B. Janusson, þróunarstjóri Össur 15:40 Pallborð Eiríkur Steingrímsson, rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands stýrir umræðum. 16:30 Móttaka í boði ráðuneyta menntamála og iðnaðar. Málþingið er haldið í samvinnu Rannís, starfsnefnda Vísinda- og tækniráðs, menntamálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis KJALNESINGAR kættust á sum- ardaginn fyrsta þegar unglingar fé- lagsmiðstöðvarinnar Flógyn á Kjal- arnesi ásamt félagasamtökum stóðu að mikilli hátíð í frístundamiðstöð- inni og Fólkvangi. Ekki hefur verið haldin svona hátíð á þessum degi í mörg ár og tókst þátttaka mjög vel að sögn aðstandenda, en áætla má að um 300 manns hafi mætt. Hátíðin hófst á skrúðgöngu frá leikvelli Grundarhverfisins að frí- stundamiðstöðinni, þar sem boðið var upp á margvísleg skemmtiatriði. Þar á meðal var kynning á sunnu- dagaskólanum, hljómsveit unglinga flutti nokkur lög, m.a. lagið sem þau fluttu í undankeppni Samfés og hrepptu 3. sæti með. Þá sýndi Hipp hopp-hópur undir stjórn Natasha frábær atriði. Einnig var í boði hoppukastali, andlitsmálun, billjard, söngkeppni, og leikir, auk þess sem seldar voru pylsur, og kaffihúsa- stemning að hætti kvenfélagsins Esju sem nýlega hefur verið endurvakið. Opið hús var í frístundaheimilinu Kátakoti og félagsmiðstöðinni Flógyn og hægt var að skrá sig í Kátakot fyrir næsta skólaár. Fríða Birna Þráinsdóttir, verk- efnastjóri Flógyn og Kátakots, segist afar ánægð með viðtökurnar, en þó sé hún ennþá ánægðari með góða þátttöku unglinganna í viðburðun- um. „Unglingarnir tóku virkan þátt í þessu öllu og sáu um allar stöðvarnar eins og hoppukastalann, andlitsmáln- inguna og pylsusöluna,“ segir Fríða. „Þau voru rosalega dugleg og lögðu hart að sér til að gera þessa fjöl- skylduskemmtun sem best úr garði.“ Sumarskemmtun á Kjalarnesi Ungir Kjalnesingar kættust mjög á hátíðinni á sumardaginn fyrsta. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ KÓPAVOGSBÆR verður fimmtíu ára 11. maí næstkomandi, en sérstök afmælishátíð verður haldin 8. maí í Fífunni. Í tilefni af þessu stórafmæli sveitarfélagsins var efnt til sam- keppni um Kópavogslagið 2005 og barst fjöldi laga. Hlutskarpast varð lagið „Hér á ég heima“ eftir Þóru Marteinsdóttur og Steinunni Önnu Sigurjónsdóttur. Um þetta var tilkynnt á blaða- mannafundi í Gerðarsafni í gær. Þá var einnig afhjúpað sérstakt merki af- mælisins, hannað af Hauki Má Haukssyni, grafískum hönnuði. Þar koma saman boginn úr helsta kenni- leiti Kópavogs, Kópavogskirkju, sem myndar núllið í tölunni 50. Fyrir neð- an er síðan líflegt pensilfar, tákn grósku og fjörugs mannlífs. Á fjölskylduhátíðinni í Fífunni 8. maí verður mikið um dýrðir og er öll- um Kópavogsbúum boðið í afmælis- veislu. Skemmtiatriði verða á sviði og koma þar m.a. fram Idol-stjörnurnar Hildur Vala og Davíð Smári auk stúlknahljómsveitarinnar Nylon. Þá verða frumflutt verðlaunalögin úr lagasamkeppninni „Kópavogslagið 2005“. Einnig mun hið gamalkunna Kópavogsband Ríó Tríó stíga á svið, barnakórar í Kópavogi leggja saman krafta sína og mynda einn stóran Kópavogskór, skólahljómsveitin leik- ur, verðlaunahafar úr söngkeppni fé- lagsmiðstöðva ÍTK syngja og Ávaxta- karfan kemur í heimsókn. Ljósmyndir af börnum í leik- og grunnskólum Kópavogs munu einnig prýða veggi Fífunnar auk þess sem helmingur hússins verður fylltur með leiktækjum og að sjálfsögðu verður afmæliskaka í boði. Fjölbreytt afmælisdagskrá Afmælisdaginn sjálfan, þann 11. maí, verður einnig margt á dag- skránni, en dagurinn hefst á söng 1.200 barna úr leikskólum Kópavogs í Vetrargarðinum í Smáralind. Þá verð- ur hátíðarfundur bæjarstjórnar hald- inn í félagsheimili Kópavogs. Seinni hluta dags verður síðan hátíðardag- skrá í Salnum þar sem meðal annars er boðið upp á tónlist frá ýmsum lista- mönnum í Kópavogi og valinn verður heiðurslistamaður bæjarins. Höfundur textans við verðlaunalag- ið „Hér á ég heima,“ Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, segir þetta mikinn heiður, en Þóra Marteinsdóttir, sem samdi lagið, stundar nám í tónsmíðum í Gautaborg. Steinunn segir lagið vera dálítið angurvært og ljúft. „Lykillínan í textanum fjallar um að hér eigum við heima og gott sé að búa í Kópavogi,“ segir Steinunn, en í umsögn dóm- nefndar segir að lagið sé óður til nátt- úru, menningar og auðugs mannlífs í bænum. „Við höfðum Borgir í huga og líka hverfið okkar ,sem okkur þykir vænt um.“ Auk vinningslagsins hlutu tvö önnur lög viðurkenningu. Annars vegar „Kópavogslagið,“ eftir hljóm- sveitina Pylsa með öllu, sem skipuð er ungum drengjum í sjötta og sjöunda bekk Snælands- og Kópavogsskóla. Hins vegar hlaut lagið „Vorið í bæn- um“, eftir Jakob Viðar Guðmundsson sérstaka viðurkenningu. Fimmtíu ára afmælishátíð Kópavogs á næsta leiti Morgunblaðið/Eyþór Kópavogslagið Marteinn, bróðir Þóru Marteinsdóttur, og Steinunn Anna tóku við viðurkenningu fyrir vinningslagið í keppninni um Kópavogslagið 2005. Afmælislag hyllir mann- líf, menningu og náttúru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.