Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF H rin gb ro t BRAUÐBÆR - SÍMI 511 6200 - FAX 511 6201 ODINSVE@ODINSVE.IS - WWW.ODINSVE.IS MATARSNEIÐAR Á FUNDINN fyrir fundvíst fólk ÍSLENSK fyrirtæki standa ágætlega í skattalegum sam- anburði við fyrirtæki í öðrum löndum hvað beina fyrirtækja- skatta varðar, en hægt er að koma Íslandi í fremstu röð með tiltölulega litlum tilkostnaði. Með því væri íslenskum fyr- irtækjum og íslensku þjóðfélagi skapað dýrmætt sam- keppnisforskot. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var af Deloitte, að beiðni Samtaka atvinnulífsins, þar sem borin er saman skattlagning á íslensk og erlend fyrirtæki. Í skýrslunni kemur fram að á árinu 2002 var hlutfall heild- arskatttekna hins opinbera miðað við verga landsfram- leiðslu hærra á Íslandi en í OECD ríkjunum að meðaltali, þ.e. 38,1% samanborið við 36,3%. Þá sýnir skýrslan að sam- setning skatttekna hér á landi er nokkuð frábrugðin því sem algengt er í OECD ríkjunum. Þannig byggðust um 84% af heildarskatttekjum hins opinbera á Íslandi á sköttum á tekjur og hagnað annars vegar og sköttum á vöru og þjón- ustu hins vegar. Svo hátt hlutfall þeirra skattastærða af heildarskatttekjum var aðeins að finna í þremur öðrum að- ildarríkjum OECD. Umrædd 84% voru aðallega mynduð af tekjuskatti einstaklinga og skatti á almenna neyslu en í skýrslunni kemur fram að svo virðist sem áhersla sé fremur á skatta á almenna neyslu hér á landi í samanburði við önnur lönd. Ef horft er til tekjuskatts á fyrirtæki sem hlutfalls af landsframleiðslu kemur í ljós að tekjuskattgreiðslur ís- lenskra fyrirtækja voru næstlægstar í öllum OECD ríkj- unum árið 2002, um 1,1% af landsframleiðslu. Ísland er í 27. sæti OECD-ríkjanna og aðeins Þjóðverjar hafa lægra hlut- fall, en þar er tekjuskattur fyrirtækja 1,0% af landsfram- leiðslu. Tekjuskattgreiðslur íslenskra fyrirtækja hafa hins vegar vaxið ört undanfarin ár og hækkaði hlutfallið í 1,5% af landsframleiðslu árið 2003. Þá er skattlagning á fasteignarekstur hér á landi með því hæsta sem gerist, ríflega tvöfalt meiri en í Noregi og Dan- mörku, svo dæmi sé tekið, sem skýrist fyrst og fremst af háum fasteignasköttum sveitarfélaga. Þá segir í skýrslunni að þó svo að tryggingagjald hér á landi sé lágt í samanburði við mörg önnur ríki OECD, þá sé það engu að síður meira en helmingur opinberra gjalda sem íslenskir lögaðilar greiða. Hagstætt skattaumhverfi Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is VERÐMÆTAAUKNING í íbúðar- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu þremur mánuðum þessa árs nam 315 þúsund krónum á hvern íbúa svæðisins. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslands- banka. Er vísað til þess í Morgunkorn- inu að samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins hafi heild- arverðmæti íbúðarhúsnæðis á höf- uðborgarsvæðinu verið um 447 milljarðar króna um síðustu ára- mót. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafi verð íbúðarhúsnæðis á þessu svæði hækkað um 13%, eða 58 milljarða króna, sem jafngildi um 315 þúsund krónum á hvern íbúa. Það sé reyndar varlega áætl- að því markaðsverð húsnæðis sé jafnan talsvert hærra en fasteigna- mat. Á síðasta ári hækkaði verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 23% og kemur hækkunin á fyrsta fjórðungi þessa árs til við- bótar við þá hækkun. Aukin útgjöld heimilanna „Eðli málsins samkvæmt hagn- ast þeir á verðhækkunum sem eiga sitt eigið húsnæði en aðrir ekki. Mestur hefur hagnaður þeirra ver- ið sem eiga sérbýli en þær eignir hafa hækkað hvað mest í verði. Þá hefur hækkunin verið mismunandi eftir svæðum á höfuðborgarsvæð- inu. Því er það ekki þannig í reynd að 315 þúsund krónur hafi fallið í skaut hvers íbúa á svæðinu vegna þessara hækkana. Það er meðal- talshækkunin og segir ekki nema hluta af sögunni. Eftir stendur samt veruleg verðmætaaukning sem hefur líklegast þegar haft nokkur áhrif til aukningar á út- gjöldum heimilanna, til aukningar á einkaneyslu, lántökum, innflutn- ingi og viðskiptahalla svo eitthvað sé nefnt,“ segir Greining ÍSB. Verðmæta- aukning yfir 300 þúsund á mann ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að skattumhverfi fyrirtækja á Íslandi hafi færst til betri vegar á und- anförnum árum og nú sé svo komið að ekki þurfi miklar breytingar til að Ísland geti talist hagkvæmur staðsetningarkostur fyrir fyrir- tæki. „Reynslan sýnir að hagstætt skattaumhverfi leiðir til aukinna skatttekna. Það er því eftirsókn- arvert fyrir okkur að hafa hagstætt skattaumhverfi fyrir fyrirtæki.“ Í tillögum SA um skattamál, sem lagðar verða fyrir aðalfund samtak- anna 3. maí nk. er lagt til að tekju- skattur fyrirtækja verði lækkaður úr 18% í 15%. Íslensk fyr- irtæki greiða nokkru lægri tekju- skatt en víða annarsstaðar en Ari bendir á að íslensk fyrirtæki noti meira af sinni verðmætasköpun í launagreiðslur en í öðrum löndum og hafi því minni hagnað. „Þarna er stærsti munurinn á aðstæðum ís- lenskra og erlendra fyrirtækja. Við erum með þessu ekki að segja að laun eigi að lækka, heldur verður verðmætasköpunin að aukast meira en launakostnaðurinn. Það þýðir að við verðum að ná betri árangri í framleiðni og það hefur gengið vel á síðustu árum.“ Þarf ekki mikið til Ari Edwald ● BRESKA verslunarkeðjan Asda, sem er hluti af bandarísku versl- unarkeðjunni Wal-Mart, hefur feng- ið fjárfestingarbankann Lazard til að kanna möguleika á tilboði í verslunarkeðjuna Somerfield. Að sögn blaðsins Financial Times í gær er Asda að skoða leiðir til að auka umsvif sín á breskum mat- vörumarkaði. Blaðið segir óvíst, hvort nið- urstaðan verði sú að Asda leggi fram tilboð í Somerfield. Baugur ásamt hópi breskra fjárfesta og fjárfestingarfélagið Apax er nú að skoða bókhald Somerfield með það fyrir augum að leggja fram til- boð í fyrirtækið. Í breska dagblaðinu Guardian var því í gær haldið fram að frest- ur til að gerast tilboðsgjafi í Somerfield væri nú liðinn. Hafði fresturinn verið framlengdur nokk- uð og er það talið til marks um að ferlið muni taka lengri tíma en tal- ið var í fyrstu. Segir blaðið að þeir tveir aðilar sem lýst hafi áhuga á að bjóða í stórmarkaðskeðjuna séu nú að fara í gegnum bókhald hennar áður en þeir leggi fram formleg tilboð. Asda í slaginn um Somerfield? LÁGFARGJALDAFLUGFÉLAGIÐ Sterling er nú endanlega komið í hend- ur hinna nýju íslensku eigenda, þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar en gengið var frá greiðslu í gær. Upphaflega stóð til að greiddar yrðu 300 milljónir danskra króna, tæplega 3,3 milljarðar íslenskra króna, nú og 100 milljónir danskra króna, um 1,1 milljarður, eftir þrjú ár. Þess í stað var öll upphæðin greidd við afhendingu fyrirtækisins í fyrradag og fengu kaupendurnir því 25 milljónir danskra króna, 275 milljónir íslenskra króna í afslátt. Afsláttarkjör á Sterling ● ENN hækkar Úrvalsvísitala Kaup- hallar Íslands og sló enn eitt metið í gær, endaði í 4.125 stigum sem er 0,2% hækkun. Hlutabréfaviðskipti námu 3,3 milljörðum, þar af 1,7 milljörðum með hlutabréf í KB banka. Mest hækkun var á verði hluta- bréfa í Tækifæri (4,9%) og SÍF (1,8%). Mest verðlækkun var á bréf- um í Þormóði ramma (-4,7%) og Ís- landsbanka (-0,7%). ICEX-15 hækkar enn ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI                          !!"      # $% &$'"   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.