Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Til leigu er mjög gott um 450 m2 skrifstofuhúsnæði við Stangarhyl. Aðkoma er mjög góð og næg bílastæði. Um er að ræða alla efri hæð hússins og hluta 1. hæðar. Nánari lýsing: Góð móttaka, tvö opin vinnurými, annað fyrir 8-10 starfsstöðvar en hitt fyrir ca 5, tæknirými með geymsluaðstöðu, 5 rúmgóðar skrifstofur og 2 mjög stórar skrifstofur, auk salerna og ræstikompu. Á jarðhæð er kaffistofa og starfsmannaaðstaða. Mikið og fallegt útsýni er af hæðinni til norðurs. Eignin er laus 1. maí. Nánari upplýsingar veitir Arnheiður í síma 591 9000 eða arnheidur@terranova.is Skrifstofuhúsnæði til leigu SKATTASTAÐA frjálsra félagasamtaka hér á landi hefur farið versnandi á undanförnum árum og búa íslensk góðgerðarfélög við erfiðara skatta- umhverfi en sambærileg félög í Evrópu og Norð- ur-Ameríku. Þannig hafa einstaklingar hér á landi enga möguleika á að draga gjafir til góðgerðar- félaga frá skatti, líkt og tíðkast í Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og flestum öðrum ríkjum Evrópusambandsins. Þá sker Ísland sig frá þess- um löndum með því að veita félagasamtökum ekki undanþágu frá erfðafjár- og fjármagnstekjuskatti. Þetta eru helstu niðurstöður skýrslu sem unnin var fyrir Samtökin ABC barnahjálp, Barnaheill, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauða kross Íslands og SOS-barnaþorpin og kynnt var í gær á fundi með fréttamönnum og fulltrúum annarra félagasam- taka. Höfundur skýrslunnar er Jónas Guðmundsson hagfræðingur en hún er unnin með styrk frá SPRON. Í henni er litið til ólíkra tegunda skatta og hvaða leiðir önnur lönd hafa farið til að efla góð- gerðarfélög og viðurkenna mikilvægt hlutverk þeirra. Aðstandendur samtakanna telja niðurstöð- ur skýrslunnar sýna að breytingar á þessu um- hverfi hér á landi séu orðnar löngu tímabærar. Sá stuðningur sem einstaklingar hefðu innt af hendi hafi skipt félögin gríðarlegu máli, svo skipti stórum fjárhæðum. Stuðningurinn yrði hins vegar meiri ef umhverfinu væri breytt. Jónas Þ. Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálpar- starfs kirkjunnar, sagði þessi samtök leggja drjúgan skerf til þróunarmála og sinntu mikil- vægu hjálpar- og fræðslustarfi í þjóðfélaginu. Nyti þessarar aðstoðar ekki við væri ljóst að auknar skyldur féllu á herðar hins opinbera hvað varðar framlög til þróunarlanda og þjónustu við bág- stadda á Íslandi. Skýrslan hefur verið kynnt félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra og að sögn Jónasar stendur til að ná fundi forsætisráðherra og utanríkisráð- herra. Þá var skýrslan afhent öllum þingmönnum í gær. Félögin hafa óskað eftir því við stjórnvöld að þau stofni vinnuhóp til að meta mögulegar breyt- ingar á skattalögum um frjáls félagasamtök. Þar verði skoðað að skattfrjálst hlutfall tekna fyrir- tækja og einstaklinga sem rennur til mannúðar- mála verði í takti við það sem gerist í nágranna- löndum okkar, að fjármagnstekjur verði undanþegnar skatti og að mannúðarfélög verði undanþegin virðisaukaskatti á sama hátt og stofn- anir ríkis og sveitarfélaga. Hugmyndum um breytingar hafnað Jónas og Sigrún Árnadóttir frá Rauða krossi Ís- lands sögðu félagsmálaráðherra og fjármálaráð- herra hafa tekið samtökunum og erindi þeirra með opnum huga. Viðbrögð fjármálaráðherra hefðu þó verið á þá lund að hafna hugmyndum um skatta- lagabreytingar. Það væru nokkur vonbrigði. Í skýrslunni kemur m.a. fram að í árslok 2003 voru skráð hjá Hagstofunni 17 þúsund félagasam- tök og sjálfseignarstofnanir. Af þeim fjölda öllum er talið að í landinu starfi á annað hundrað félög sem stunda einhvers konar líknar- og hjálparstörf. Er samanburður milli landa einmitt talinn óhag- stæðastur fyrir þessi félög. Jónas Guðmundsson telur að til að fá fyllri mynd af starfsumhverfi þessara félaga í samanburði við önnur lönd þurfi að afla frekari upplýsinga um annars konar stuðn- ing sem opinberir aðilar veiti frjálsum félagasam- tökum. Fram kemur í skýrslunni að undanþágur fyrir félagasamtök hafi verið stórlega skertar með af- námi ákvæða um frádrátt frá skattskyldum tekjum einstaklinga vegna gjafa til góðgerðar- félaga árið 1979. Síðan er bent á að Alþingi hafi ár- ið 1996 ákveðið að félagasamtök skyldu greiða fjármagnstekjuskatt og fyrir ári hafi erfðafjár- skattur verið lagður á gjafir til líknarfélaga. Skýrsluhöfundur spyr hvort draga megi þá ályktun af breytingum á skattaumhverfinu að stjórnvöld ætli félagasamtökunum minnkandi hlutverk í lausn samfélagslegra verkefna hér á landi á komandi árum. „Eru til aðrar leiðir til að verja styrk þessara félagasamtaka og gera þau í stakk búin til að takast á við úrlausnarverkefni næstu ára?“ er spurt undir lok skýrslunnar. Fulltrúar annarra félagasamtaka, sem við- staddir voru fréttamannafundinn í gær, fögnuðu frumkvæði starfssystkina sinna og töldu brýnt að fá úrbætur í skattamálum góðgerðarfélaga. Þann- ig sagði Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður Sjálfsbjargar, að félagasamtök ættu í vök að verj- ast. Ríkið hefði notfært sér þá þjónustu sem sam- tök eins og Öryrkjabandalagið væri að veita. Fé- lagasamtökin hefðu flest hver þrifist á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja og mættu ekki missa hann. Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameins- félagsins, tók undir með Ragnari og sagði núgild- andi fyrirkomulag vera íþyngjandi fyrir félögin. Þau væru að reka þjónustu sem í mörgum löndum væri í höndum ríkis eða sveitarfélaga. Skattastaða félaga- samtaka hefur versnað Morgunblaðið/Eyþór Jónas Guðmundsson kynnir skýrsluna og á hann hlýða, f.v., Sigrún Árnadóttir frá RKÍ, Kristín Jón- asdóttir frá Barnaheillum, Guðrún Margrét Pálsdóttir frá ABC-hjálparstarfi og Jónas Þ. Þórisson. Skattaumhverfið á Íslandi erfiðara en í nágrannalöndunum Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is  Meira á mbl.is/ítarefni FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA kynnti í ríkisstjórn í gær skýrslu nefndar sem hafði það verkefni að útfæra tillögur að stefnumótun í að- lögunarmálum innflytjenda á Íslandi og skilgreina nánar þau verkefni sem brýnust væru. Verkefni nefnd- arinnar var enn fremur að fjalla um framtíðarskipulag á móttöku flótta- mannahópa og starfsemi flótta- mannaráðs. Leggur nefndin til að sett verði á laggirnar tilraunverkefni í aðlög- unarmálum útlendinga sem taki til fimm ára. Í því felst stofnun innflytj- endaráðs og undirnefndar þess, sem ætlað er að sjá um móttöku og aðlög- un flóttafólks. Samkvæmt skýrslunni er ljóst að meginniðurstaða nefndarinnar er að brýn þörf sé á mótun heildstæðrar stefnu stjórnvalda í málefnum inn- flytjenda. Með stofnun innflytj- endaráðs telur nefndin að forsendur slíkrar stefnumótunarvinnu verði fyrir hendi. Sjá skýrsluhöfundar fyr- ir sér að innflytjendaráð leiti eftir breiðri samstöðu ólíkra hags- munaaðila sem málið snertir, þar á meðal eru sveitarfélög, aðilar vinnu- markaðar, frjáls félagasamtök og fé- lög útlendinga á Íslandi. Þannig er gert ráð fyrir að innflytjendaráð byggi starfsemi sína á því starfi sem unnið hefur verið víða í samfélaginu. Áhersla lögð á fræðslu og rannsóknir Meðal þess sem skýrsluhöfundar nefna sem starfssvið innflytjenda- ráðs er að það skuli sjá um gerð þjónustusamninga við aðila sem að mati ráðsins þykja best til þess falln- ir að taka að sér þau verkefni sem ráðið tekur brýnast að sinna. Inn- flytjendaráðið á einnig, í samráði við Hagstofu Íslands, að halda til haga tölfræðilegum upplýsingum um fólk af erlendum uppruna að teknu tilliti til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Ráðið skal í samvinnu við Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun tryggja að sér- hverjum þeim sem hér fær atvinnu- og dvalarleyfi bjóðist leiðsögn um ís- lenskt samfélag. Er lögð áhersla á að einstaklingurinn þekki réttindi sín og skyldur með það að markmiði að hann geti tekið virkan þátt í sam- félaginu. Leggur nefndin einnig áherslu á að innflytjendaráðið leitist við að tryggja sem best miðlun upp- lýsinga til útlendinga hérlendis og að gerð verði áætlun um túlkaþjónustu sem nái til landsins alls. Innflytj- endaráðið skal markvisst kynna sveitarfélögum þarfir og aðlögun innflytjenda auk þess að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi á högum og aðlögun innflytjenda. Í skýrslunni er að finna auk til- lagnanna umræðu um aðlögun út- lendinga á Íslandi, umfjöllun um stefnumótun stjórnvalda og verklag á Norðurlöndunum á þessu sviði. Benda skýrsluhöfundar á að málefni innflytjenda snerta alla þætti sam- félagsins. Því sé mikilvægt að stjórn- völd eigi frumkvæðið að mótun stefnu í málefnum innflytjenda þar sem það gefi fordæmi og auðveldi öðrum aðilum að fylgja í kjölfarið. Skýrsluhöfundar benda á ýmsa kosti þess að fá fólk hingað til starfa frá öðrum heimshlutum. Fram kem- ur í skýrslunni að atvinnuþátttaka innflytjenda hérlendis er mun meiri en annars staðar á Norðurlöndum. Hérlendis er hún 93% til sam- anburðar við 60% í Finnlandi og að- eins 50% í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Skýrsla um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi Brýn þörf á mótun heildstæðrar stefnu Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.mbl.is/itarefni LÍFEYRISNEFND aðila vinnumarkaðarins hefur átt viðræðufund með ráðuneytis- stjórum fjármála- og forsæt- isráðuneytisins vegna mögu- legrar aðkomu stjórnvalda að vanda lífeyriskerfisins á al- mennum vinnumarkaði, en það snýr einkum að verkaskipt- ingu lífeyrissjóðanna og al- mannatrygginga hvað örorku- lífeyri snertir. Fundur með ráðherrum ríkisstjórnarinnar er fyrirhugaður í framhaldinu og er gert ráð fyrir að hann verði strax eftir helgi. Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði að á fundinum hefði ver- ið farið yfir og reifað það við- fangsefni sem fyrir lægi al- mennt og sjónarmið varðandi það að hverju lausnir í þessum efnum gætu beinst. „Næsta skref er að það verði boðað til fundar með ráðherrum forsætis- og fjár- málaráðuneytis og ég reikna með að sá fundur verði strax eftir helgi“ sagði Ari. Á fundum verður m.a. ræddar tillögur um aldurs- tengingu lífeyrissjóðanna. Reiðubúin til viðræðna Í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar vegna kjarasamning- anna fyrir rúmu ári lýsti rík- isstjórnin sig þar reiðubúna að taka upp viðræður við lífeyr- isnefndina um hugsanlega að- komu stjórnvalda að tilteknum þáttum sem nefndin muni taka til meðferðar, „m.a. að því er varðar verkaskiptingu milli líf- eyrissjóða og almannatrygg- inga“, eins og segir í yfirlýs- ingunni. Lífeyrisnefnd aðila vinnumarkaðarins Fundur með ráð- herrum eftir helgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.