Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 31 MINNINGAR ✝ Sveinn Guðnasonfæddist á Kvía- nesi í Súgandafirði 23. nóvember 1919. Hann lést á Sjúkra- húsi Ísafjarðar 18. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðni Jón Þorleifsson, f. 25. okt.1887, d. 1. apríl 1970, og Albertína Jóhannesdóttir, f. 19. sept. 1893, d. 2. jan. 1989, ábúendur í Kvíanesi og síðar Botni í Súgandafirði. Þeim varð ellefu barna auðið sem hér verða tilgreind í aldursröð: Sigurður, f. 1914, d. 1959, Guðrún Pálmfríður, f. 1916, d. 1997, Þor- leifur Guðfinnur, f. 1918, Sveinn, Jóhannes, f. 1921, d. 1990, Guð- mundur Arnaldur, f. 1922, Einar, f. 1926, Guðni Albert, f. 1928, Gróa Sigurlilja, f. 1930, María Auður, f. 1932 og Sólveig Dalrós, f. 1934, d. 1939. Sveinn ólst upp í föðurhúsum en 17 ára gamall flyst hann að heim- an. Árið 1943 kvænist hann Sig- ríði Ágústínu Finnbogadóttur, f. 9. ágúst 1914, d. 4. apríl 1997, en for- eldrar hennar voru Sesselja Sturludóttir og Finnbogi Bernód- usson er bjuggu í Bolungarvík. Þau Sveinn og Sigríður eignuðust eina dótt- ur, Ingibjörgu, f. 15. feb. 1956. Hún er gift Gísla Steinari Skarphéðinssyni, f. 11. júní 1944, og eiga þau tvö börn, Sig- ríði, f. 24. ágúst 1981, og Svein, f. 14. mars 1986. Sambýlismaður Sig- ríðar er Smári Karlsson, f. 2. apríl 1976. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau Sigríður Ágústína í Bolung- arvík þar sem Sveinn stundaði einkum sjómennsku en 1952 flytj- ast þau til Reykjavíkur. Þar vann Sveinn við stálsmíðar, bílavið- gerðir, efnagerð og bensínaf- greiðslu en lengst af ók hann leigubifreið eða í 29 ár. Útför Sveins verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Við systkinin minnumst afa okkar með mikilli gleði en jafnframt sökn- uði. Hann og amma vildu vaða eld og brennistein fyrir okkur, þvílík var dýrkunin á barnabörnunum. Það er því ekki létt verk að setja á blað orð sem lýsa hversu elskaður og mikil- vægur hann Svenni afi var. Sökum þess að við bjuggum fyrir vestan og afi og amma fyrir sunnan voru Reykjavíkurferðir okkar vel nýttar í samveru með þeim. Rúnturinn á Pusjónum var framan af sá sami: Í bakarí að kaupa brauð, niður að Tjörn að gefa fuglunum og að lokum á Sædýrasafnið þar sem háhyrning- urinn Siggi og sæljónin virtust alltaf jafnglöð að hitta hana Siggu litlu. Þegar fjögurra ára stelpan spyr hvort afi vilji ekki gefa henni svona stóra kisu eins og er í búrinu, neydd- ist hann til að segja nei. En það var eflaust í eina skiptið sem hann gerði það. Svo lokaði Sædýrasafnið, Siggi flutti til Bandaríkjanna og skipti um nafn, og Svenni litli fæddist. Þá var afi kominn á nýjan bíl, Monzuna og stefnan tekin á Húsdýragarðinn. Svenni og Svenni gátu eytt heilu dögunum þar við að heilsa upp á seli, spjalla við refina og fylgjast með hreindýrum. Veturinn sem við fjöl- skyldan bjuggum í Reykjavík upp- lifðum við ömmu og afa sem fastan punkt í tilverunni, við fórum til þeirra á hverjum degi og það var þeim ómetanlegt. Stutt var að labba frá Kleppsvegi yfir á Dalbraut í nýju íbúðina þeirra og fannst afa alltaf jafn gaman að rifja upp þegar við systkinin komum gangandi, um miðjan vetur, yfir „heiðina“ til þeirra. Síðustu árin hans afa, eftir að amma dó, notaði hann vel. Ekki þýddi að rykfalla heima í stofu og því var hann öflugur í félagslífi aldraðra í Reykjavík. Hann var í dansi, synti daglega, spilaði á spil, fór í ferðalög um landið og erlendis og naut fé- lagsskaps hennar Ásu vinkonu sinn- ar við það. Þau voru góðir vinir sem kunnu að njóta lífsins og slógu hvergi af. Kátara fólk var ekki að finna á ættarmóti afa og systkina hans í Botni sumarið 2003. Í nóvember 2003, rétt fyrir 84 ára afmæli afa, var honum kippt út úr líf- inu á svipstundu. Að liggja í rúmi og geta sig nánast hvergi hrært eru lík- legast verstu örlög sem afi hefði get- að hugsað sér. Vel þjálfað hjarta og lungu héldu í honum lífinu og ein- stakt æðruleysi og geðprýði gerðu honum þetta auðveldara. Afi kom vestur og fékk að eyða sínum síðustu mánuðum í faðmi fjölskyldunnar og í nálægð við bræður sína og þeirra fjölskyldur. Hann sýndi mikinn styrk og dugnað og var alltaf með á nótunum. Hvatti okkur systkinin áfram í námi og starfi og lýsti ítrekað yfir ánægju sinni með ráðahag Siggu og Smára. Um páskana var ljóst hvert stefndi með hrakandi heilsu. Afi var þreyttur, saddur lífdaga og eflaust feginn að losna úr þeim fjötr- um sem líkami hans var orðinn. Minning hans megi lengi lifa. Sigríður og Sveinn Gíslabörn. Látinn er hann frændi minn Sveinn Guðnason bifreiðarstjóri. Það er alltaf erfitt þegar kallið kemur en eftir langvarandi veikindi getur það líka verið líkn. Hann Svenni frændi var mikill vinur minn og var það mér alltaf mikil tilhlökkun að hitta hann, alveg frá því ég man fyrst eftir mér. Það fylgdi honum alltaf svo mikil gleði og kátína, og þó stundum gæti hvesst var það yfirleitt fljótt úr og stutt í hláturinn. Löngum stundum var setið og talað um gamla kalla og kellingar að vestan sem Svenni kunni ótal sögur af og svo bókmennt- ir Kiljans og þá sérstaklega Bjart í Sumarhúsum, sem var hans uppá- hald, en mér er næst að ætla að Svenni hafi kunnað „Sjálfstætt fólk“ utanað. Var þá mikið hlegið og mikil bakföll tekin. Og eftirminnilegar eru stundirnar í Botni þegar unnið var við laxeldið. Allt sem þau systkin úr Botni hafa tekið sér þar fyrir hendur er efni í heila bók. Þar fór Sveinn fyrir og lét sér detta í hug hverja „vitleysuna“ á fætur annarri, þar á meðal að stífla fjörðinn og búa til lón til að sleppa seiðum í og veiða úr. Það var byggð sleppitjörn hér og klakhús þar og allt varð að vera eftir fyrirmælum Sveins sem var í stöðugu sambandi við alla helstu laxaspekúlanta landsins. Og ófáar voru ferðir hans uppí tilrauna- stöðina í Kollafirði. Þetta tókst svo vel að eitt árið veiddust þar á annað þúsund laxar. Ég sé Svenna ljóslif- andi fyrir mér í nýjum og fallegum vöðlum, reyrðar upp undir hendur og hann rennandi blautur, því ákafinn var svo mikill að ekki tók hann eftir þó uppfyrir flæddi. Og einu sinni snerist hann líka við og flaut eins og flotholt með lappirnar upp. Oft var nú hlegið að þessu þó ekki hafi litið vel út um tíma. Sveinn var mér til halds og trausts þegar ég keypti fyrsta bílinn, sautján ára gamall. Það skyldi nú passað uppá strákinn og ekki átti að láta plata sveitamanninn. Svo hart var fram gengið, að eftir að vera búinn að fá allskyns aukahluti og afslátt útá þetta og hitt, þá bað bílasalinn mig eldrauður í framan vinsamlegast að fara með þennan mann og láta sig ekki sjá hann aftur. Og alltaf þegar farið var með bát í slipp til Reykja- víkur var Sveinn ráðinn sérlegur bíl- stjóri sem keyrði áhöfnina það sem fara þurfti,og sagði sögur um leið. Árið 1979-1980 lá ég á spítala í Reykjavík í tvo til þrjá mánuði. Þá fékk ég heimsókn á hverjum einasta degi allan tímann og datt enginn úr. Þar áttu stærstan hlut hann Svenni og svo Guðni Egill móðurbróðir minn. Ég hef ævinlega verið þeim af- skaplega þakklátur fyrir þetta. Svenna þótti útivera og náttúru- skoðun mjög skemmtileg og ekki eru nema nokkur ár síðan hann brá undir sig betri fætinum og fór norður í Hornvík, þá kominn fast að áttræðu, einn með svefnpoka og tjald og gekk um allt, m.a. uppá Hornbjarg. Minntist hann oft á að þetta hefði verið ein hans mesta upplifun. Fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári fékk Svenni slag og lamaðist öðrum meg- in. Þetta var honum afskaplega erfitt og nefndi hann oft við mig að frekar hefði hann viljað fara alveg. Það var erfitt fyrir mann eins og Svein að þurfa að vera uppá aðra kominn, mann sem alltaf hafði staðið á eigin fótum eins og vinur hans Bjartur í Sumarhúsum. Þó áttum við eftir þetta margar skemmtilegar stundir saman, við sögur og söng. Það var hans lán að eiga þá að þau Ingu og Gísla. Þau eru búin að sinna honum í veikindunum af mikilli fórnfýsi. Megi Guð blessa þau og styrkja svo og börn þeirra Siggu og Svenna sem nú syrgja afa sinn. Guð blessi minningu Sveins Guðnasonar. Guðni Albert Einarsson. Það munu nú liðin hartnær 40 ár síðan ég kynntist þeim manni er í dag verður sunginn til moldar frá Fossvogskirkju. Er ég kvæntist bróðurdóttur Sveins Guðnasonar varð ég um leið þeirra forréttinda að- njótandi að tengjast honum fjöl- skylduböndum. Það sem einkenndi Svein alla tíð var barngæska hans, lífsgleði og óþrotleg frásagnargleði. Stundum er sagt að svo virðist sem þeir er koma úr fjölmennum barna- hópi, ekki síst hafi þeir átt við kröpp kjör að búa, hafi ef til vill sterkari til- finningar til barna og fjölskyldu en hinir sem hafa átt náðugri daga í fá- mennum systkinahópi og búið við ör- yggi nútímans. Sé þessi kenning rétt sannast hún á Svenna sem bjó við þröngan kost í tíu systkina hópi á fyrri hluta liðinnar aldar því fáa veit ég sem fylgdust jafngrannt með framgangi nýborinna ættingja og tóku framþróun þeirra með jafn- fölskvalausri hlýju og ósigrum þeirra með jafn einlægri samhryggð og Svenni. Hvert barn í fjölskyldunni átti í honum ekki aðeins sannan vin heldur einnig tilgerðarlausan leik- félaga. Hann varð með börnum barn og með fullorðnum óþrotleg upp- spretta frásagna. Hann var þeirri gáfu gæddur að hafa orð úr hvers manns munni. Löngu gleymdir sér- vitringar úr afskekktum byggðum Vestfjarða lifnuðu við í frásögn hans. Ekki aðeins orðfærið og hugsunar- hátturinn heldur einnig hreyfingar, taktar og mergjuð tilsvör stigu fram ljóslifandi í fordómalausum frásögn- um Sveins. Að sitja við þvílíkan sagnabrunn var einstök upplifun. Mér er ekki síður minnisstæð lífs- gleði hans og lífsþróttur. Fyrir all- mörgum árum höfðum við hjónin sammælst um að ganga með honum um Hornstrandir. Þar þekkti Svenni hverja þúfu og við hugðum gott til að njóta þekkingar hans og frásagnar- gleði. Því miður reyndist það svo að eitthvert veraldlegt ullabjakk hélt okkur föngnum í byggð og okkur til sárra vonbrigða komumst við ekki á vit þessara ævintýra. Sveinn lét þó slíkt ekki aftra sér og þá hátt á átt- ræðisaldri, gekk hann einn um Horn- strandir í rúma viku, nestaður hangi- kjötslæri og skæddur vaðstígvélum að gömlum sið. Við nutum þó reyks- ins af réttinum í ógleymanlegri frá- sögn hans er hann kleif fjöll og óð ár og læki og bjargaði meðal annars frönskum ferðamönnum frá hungur- dauða með bita af hangilærinu. Ég minnist Svenna á ættarmóti í Botni fyrir allmörgum árum. Í þeim hópi var hann í senn yngstur og lífs- reyndastur. Um kvöldið var dansað í miklu samkomutjaldi en dansinn barst fljótlega í blíðviðrinu út um víða völlu. Og þegar ungir partíhauk- ar skriðu svefnugir úr tjöldum sínum í morgunsárið sveiflaði Svenni enn í kringum sig í dansi þrekmestu fljóð- unum. Ljómandi af lífsgleði og spari- skórnir blautir af náttfallinu. Undanfarið ár eða ríflega það dvaldi Sveinn á sjúkrahúsinu á Ísa- firði og naut einstakrar umönnunar dóttur sinnar og tengdasonar, að hluta lamaður eftir heilablóðfall. Aldrei varð maður þó þess var að það áfall skerti í nokkru lífsgleði hans og gamansemi. Þótt örðugt væri orðið að skilja mál hans tók hann gestum alltaf með sömu hjartahlýjunni og hafði jafnan spaugsyrði á hraðbergi. Heilablóðfall og afleiðingar þess var fyrir honum bara eitthvað sem gerist á langri leið, ef til vill aðeins pipar í lífsins plokkfisk. Hér áður fyrr trúðu menn því að framliðnir höfðingjar gengju í fjöll og hefðu þar yfir gamanmál. Þótt tími slíks átrúnaðar sé liðinn vil ég gjarnan trúa því að sá höfðingi sem við kveðjum í dag stiki nú um vest- firsk fjöll klæddur vaðstígvélum, nestaður hangilæri, genginn í end- urnýjun lífdaganna. Dóttur hans, tengdasyni, barna- börnum og öðrum vandamönnum sendum við Sigga okkar innilegustu samúðarkveðjur. Það er gott góðs að minnast. Ásgeir. SVEINN GUÐNASON Þú varst vön að minna pabba á að hann væri með heldur sítt hár af fullorðnum manni að vera. Hann hló bara og kyssti okkur, sagðist koma um þrjúleytið. Um leið og hann komst í hvarf tók við ævintýralegur dagur. Bara við tvær amma, ég og þú. Laufskálinn kl. 9.00, Rás 1. Kaffi í glasi og brauð, Egils-þykkni úr póní- bolla, Þórsspil, Ólsen Ólsen sem þú leyfðir mér aldrei að vinna. Keppn- ismanneskja. Kallaðir mig skoffín. Fréttir og skeytin kl. 10.00, Rás 1. Heimurinn í ólestri. Þú vildir að ég yrði fimleikakona. Stóðst á höndum með mér. Reyndir að kenna mér að fara í brú. Datt á rassinn. Sagðir að RAGNA GESTSDÓTTIR ✝ Ragna Gestsdótt-ir fæddist í Garðsvík á Sval- barðsströnd 7. apríl 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjaldarvík 5. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Glerárkirkju 15. apríl. ég yrði listamaður, besta leikkona Íslands. Hafðir trú á mér. Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur kl.10.15, Rás 1. Meira kaffi. Bursta fölsku tennurnar. Með gulum tannbursta. Eitt stykki prjónapeysa rakin upp í hengla. Aldrei dauð stund. Ég að lesa ,,full- orðinsbókmenntir“. PK-tyggjó. Frysti- kistudans. Samfélagið í nær- mynd, kl.11.00, Rás 1. Hugað að hádegismat. Kartöflur, uppstú og soðin ýsa. Vitni að því þeg- ar ég borðaði fisk í fyrsta skipti. Himinlifandi. Skopparaboltaleikur- inn. Þrennir lopasokkar. Fyrir há- degi. Síðasta lag fyrir fréttir, kl. 12.19, Rás 1. Eftir matinn. Undir baðvask- inum að róta í rúllunum þínum. Eyrnalokkar, hringir og glingur skoðað. Aðdáun. Látúnspúðurdós. Ég á hana ennþá. Auðlindin kl. 12.40, Rás 1. Göngu- túr. Blístur. Það eru bara götustrák- ar sem blístra. Við blístrum ekki. Dömur í bleikum kjól og fínni kápu. Samt með nagaðar neglur. ,,Gerðu allt sem þig langar að gera, en ekki gleyma að verða fullorðin.“ Einn daginn. Pabbi sækir mig kl. 15.30. Laumulegt uppáhald. Mig langar ekki að fara. Má ég ekki bara alltaf vera hjá ömmu, pabbi? Kemur ekki lengur að sækja mig. Enn með sítt hár. Hringir í mig hinum megin af landinu. Segir mér að þú sért dáin, amma mín. Miklu verra en allar mar- traðirnar. Ég vaknaði alltaf á end- anum. Ekki núna. Ég er ekki lengur skoffín. Ég er fullorðin. Næstum. Fyrirgefðu að ég braut rauðu jóla- kúluna. Ég var tveggja og hún bara of falleg. Eins og þú, amma. Glæsileg alltaf. Og ég skulda þér ekki lengur þrjú. Gosi, drottning og meira að segja ás. Spaðaás. Ég mátti ekki vera eftir, en þú varðst það. Alltaf hjá mér. Hlýjan í hjartanu mínu. Að eilífu, eilífu. Upp á æru og trú. Með litlaputtakrók. Eins og þú kenndir mér. Fagur fiskur í sjónum, bröndóttur á halanum og þín sonardóttir Hólmfríður Helga. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Stjúpfaðir okkar og frændi, MATTHÍAS JÓNSSON fv. kennari í Skógaskóla, andaðist föstudaginn 15. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Einar Gíslason, Ragnar Gíslason, Svala Helgadóttir, Helga Sigríður Böðvarsdóttir. Ástkær faðir okkar, afi og langafi, GUNNÞÓR PÉTURSSON fyrrv. sjómaður, Fannborg 1, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítala Hringbraut sunnu- daginn 24. apríl. Útförin auglýst síðar. Börn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.