Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 45 Hetja. Þjóðsögn. Svampur Svampur Sveinsson og félagar eru komnir með sína fyrstu bíómynd. Með íslensku og ensku tali. Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann! ÁLFABAKKI BOOGEYMAN KL. 8- 10 SAHARA KL. 8 9 SONGS KL. 10.30 AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLAN  Kvikmyndir.is SAHARA kl. 6 - 8 - 10.20 BOOGEY MAN kl.10 B.I. 16 SVAMPUR SVEINSSON kl 6 Garden state kl 8 The Motorcycle Diaries kl. 10 THE ICE PRINCESS kl. 6 - 8 - 10 SAHARA kl. 6 - 8 - 10.30 BOOGEY MAN kl. 8.30 - 10.30 B.i. 16. SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 6 Og þið sem hélduð að þetta væri bara einhver draugasaga Frá framleiðendum SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 - 6 SVAMPUR SVEINSSON m/ensku.tali. kl. 4 - 6 - 8.30 - 10.30 MRS. CONGENIAL. 2 kl. 8 - 10.30 SAHARA kl. 3.30 - 6 - 8 - 10.30 SAHARA VIP kl. 4.45 - 8 - 10.30 THE ICE PRINCESS kl. 4 - 6 - 8 - 10 THE PACIFIER kl. 4 - 6 - 8 - 10 Toppmyndin í USA Toppmyndin á Bretlandi - Toppmyndin á Íslandi   Ice Princess Sýningatímar Frá þeim sem færðu okkur Princess Diaries og Freaky Friday.   Munið Mastercard ferðaávísunina Sumarið kemur Síðustu sætin í maí og júní frá kr. 36.990 Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin í sólina í maí og júníbyrjun á hreint ótrúlegu verði. Nú er sumarið komið á áfangastöðum okkar og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á fegursta tíma ársins. Mallorca 25. maí - 9 sæti 1. júní - 17 sæti Frá kr. 38.895 M.v. hjón með 2 börn, 2 – 11 ára, vikuferð 25. maí, Brasilia. Netverð. Frá kr. 36.990 M.v. hjón með 2 börn, 2 – 11 ára, stökktu tilboð í viku, 8. júní, 22. júní eða 6. júlí. Netverð. Króatía 19. maí - 11 sæti 26. maí - 8 sæti 2. júní - uppselt Frá kr. 46.095 M.v. hjón með 2 börn, 2 – 11 ára, vikuferð 19. eða 26. maí, Diamant. Netverð. Benidorm 18. maí - 17 sæti 25. maí - laus sæti 1. júní - 11 sæti Frá kr. 38.695 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 18. maí, Rodrimar. Netverð. Algarve 25. maí - 10 sæti 8. júní - 7 sæti Frá kr. 39.990 M.v. hjón með 2 börn, 2 – 11 ára, stökktu tilboð í viku, 8. júní, 22. júní eða 6. júlí. Netverð. Costa del Sol 18. maí - laus sæti 25. maí - 14 sæti 1. júní - 17 sæti Rimini 26. maí - 19 sæti 2. júní - laus sæti 9. júní - laus sæti Frá kr. 44.395 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð, Riviera. Netverð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is SYSTUR Selmu Björnsdóttur, Birna og Guðfinna, leggja henni lið í Evróvisjón en þær semja dansinn fyrir keppnina saman. „Við gerum þetta allar þrjár saman,“ segir Birna en hún segir þetta fyr- irkomulag koma sér vel. „Þetta virkar fínt fyrir keppnina. Sjálf hefur Selma mikla skoðun á þessu og henni finnst gott að hafa okkur með því við höfum svo oft áður unnið að ýmsum verkefnum saman. Við skiljum hver aðra vel,“ segir hún. Birna hefur áður tekið þátt í Evróvisjón. „Ég hjálpaði Selmu þegar hún fór til Jerúsalem. Svo fór ég með Jónsa út í fyrra. Selma gerði atriðið en ég fór út með hon- um til að hjálpa honum að æfa á sviðinu,“ segir Birna sem líka hefur unnið mikið með Guðfinnu en þær hafa tekið þátt í uppfærslunum Kalla á þakinu, Grease og Fame. Samið fyrir sjónvarp Margt þarf að hafa í huga í Evróvisjón-undirbúningnum. „Það skiptir aðallega máli hvernig lagið er, það þarf að finna eitthvað sem passar við lagið,“ segir Birna og bendir á að stórt atriði sé að verið sé að semja dans fyrir sjónvarp. „Það er ekki beint verið að semja þetta fyrir sviðsáhorfendur heldur frekar sjónvarpstökuvélar. Það eru miklar pælingar fram og til baka og verið að breyta og bæta fram á síðasta dag. Svo þarf að huga að því að allir syngja sem eru á svið- inu. Það takmarkar hreyfingarnar því það má ekki bitna á söngnum að vera að hoppa of mikið,“ segir Birna en Selma dansar á sviðinu og dansararnir eru jafnframt bakradd- ir. „Það mega bara sex manns vera á sviðinu og við þurftum því að leita að stelpum sem gátu bæði hreyft sig og raddað lagið. Dans- ararnir eru fjórir, Lovísa Gunn- arsdóttir, Lovísa Aðalheiður, Álf- rún og Arnbjörg, svo er ein bakrödd sem er til hliðar, hún Reg- ína,“ segir Birna, sem kemst ekki til Kiev í Úkraínu til að fylgjast með Selmu syngja „If I Had Your Love“ í maí. „Því miður kemst ég ekki með þar sem ég er að fara eiga barn á þessum tíma. Guðfinna ætlar að fara núna. Ég verð bara að horfa heima með tárin í augunum í þetta sinn. Þess vegna erum við að vinna svona mikið í atriðinu áður en við förum, þannig að það verði alveg tilbúið og ekkert klikki,“ segir hún en æfingarnar eru miklar og margt þarf að hafa í huga eins og hljóð- nema, skó og búninga. „Svo þarf að æfa að dansa á ákveðnum fleti því sviðið er ákveðið stórt,“ segir Birna, sem má ekki upplýsa of mik- ið um atriðið. Hún segir þó að Hildur Hafstein hanni búningana. „Ég bíð spennt að sjá hvað kemur út úr því. Ég er búin að sjá teikningar og líst vel á þetta.“ Æfingar hafa staðið yfir frá því í mars, eftir að tökum á myndband- inu lauk. Samkeppnin er hörð en Birna upplýsir að margir kepp- endur í ár verði með dansara á sviðinu. „Maður reynir bara að vinna í sínu og er ekkert að pæla í hvað aðrir eru að gera. Við erum með sérstakt lag sem er bæði ró- legt og hratt, dramatískt og hresst. Ég er rosalega ánægð með lagið og finnst það frábært.“ Evróvisjón | Birna og Guðfinna Björnsdætur semja dans fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með Selmu Þrjár systur Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Birna og Guðfinna Björnsdætur, systur Selmu, semja dansinn við lagið „If I Had Your Love“ með henni og kemur afraksturinn í ljós í Kiev í maí. Dansskóli Birnu Björnsdóttur hélt sýningu í Borgarleikhúsinu á dögunum. Ef til vill komu einhverjar upprennandi Selmur fram í sýningunni. Morgunblaðið/Þorkell AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.