Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Hvítar sumarbuxur iðunn tískuverslun Seltjarnarnesi Lagersala Lagersala Lágmark 30% afsláttur Aðeins á Seltjarnarnesi Búdapest 5. maí - Uppstigningardag frá kr. 39.990 Helgarferð í 4 nætur - Flug og gisting Munið Mastercard ferðaávísunina Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða helgarferð til þessarar stórkostlegu borgar í hjarta Evrópu 5. maí (Uppstigningardag). Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri gestrisni Ungverja. Þú velur um góð hótel í hjarta Búdapest og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Verð kr. 39.990 Flug, gisting, skattar og íslensk farar- stjórn. M.v. 2 í herbergi í 4 nætur á 3* hóteli með morgunmat. Netverð. Rýmingarsala Rýmum fyrir nýrri sendingu - Góður afsláttur Skólavörðustíg 21 Réttu stærðirnar Hlíðasmára 11 • Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Ný sending frá Opið virka daga 11 - 18, laugard. 12-16 HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um að IP fjarskiptum ehf. verði með dómsúrskurði gert skylt að veita lög- reglu upplýsingar um hver hafi verið notandi tiltekinnar ip-tölu sem er skráð hjá fyrirtækinu en lögregla taldi sig þurfa að fá þær upplýsingar til að upplýsa innbrot á vefsíðu tölvu- verslunarinnar Task. Ip-tala er eins- konar einkennismerki tölva og hefur hver nettengd tölva sérstaka ip-tölu. Þeir sem brutust inn á vefsíðuna sendu um 1.300 manns á póstlista verslunarinnar tölvupóst sem inni- hélt grófa klámmynd og settu auk þess klámmynd inn á heimasíðu hennar. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að svo virðist sem tveir aðilar tengist málinu og stafi ip-tölur þeirra annars vegar frá Bandaríkj- unum en hins vegar frá Íslandi. Af hálfu lögreglu var bent á að þýðing netsins í viðskiptalífinu hefði stóraukist undanfarin ár, sérstak- lega vegna vefsíðna fyrirtækja og einstaklinga. Því yrði að telja að ríkir almannahagsmunir væru fyrir því að lögreglu tækist að upplýsa innbrot í heimasíður. Héraðsdómur Reykja- víkur féllst ekki á það og benti á að rannsóknarúrræðum lögreglu væru settar þröngar skorður vegna tillits til friðhelgi einkalífs manna. Með til- liti til gagna málsins yrði ekki talið að brotið beindust gegn verulegum hagsmunum. Hæstiréttur féllst einnig á þetta sjónarmið. Fær ekki upplýs- ingar um ip-tölu Ip-talan var notuð við að brjótast inn á heimasíðu og senda klámmynd HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest farbann yfir Litháa sem er eftirlýst- ur af þýskum yfirvöldum og er talinn tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í Þýskalandi og í Litháen. Farbannið rennur út 18. maí nk. Maðurinn kom til landsins með ferjunni Norrænu hinn 7. mars og var hann þá handtekinn af lögreglu. Krafist var gæsluvarðhalds en því var hafnað og var maðurinn þess í stað úrskurðaður í farbann. Þýsk dómsmálayfirvöld hafa krafist fram- sals yfir manninum og er sú krafa nú til meðferðar í dómsmálaráðuneyt- inu. Samkvæmt upplýsingum frá Þýskalandi er maðurinn eftirlýstur vegna innflutnings á fíkniefnum og fölsuðum peningum til Þýskalands og fyrir innbrot og þjófnaði. Maður- inn hefur mótmælt framsalskröfunni og segir hana ekki á rökum reista. Farbann staðfest BÆÐI Olís og Skeljungur hafa fetað í fótspor Olíufélagsins Esso og hækkað verð á bensíni og olíu um 1,50 krónur hvern lítra vegna hækkandi heims- markaðsverðs á eldsneyti. Er algengt verð í sjálfsafgreiðslu nú 103,40 hver lítri af bensíni og 50,20 hver lítri af dísilolíu. Hjá Atlantsolíu kostar bens- ínlítri 101,6 krónur og lítri af dísilolíu 48,5 krónur. Hjá Orkunni kostar bensínlítri 100,5 krónur og lítri af dísilolíu kostar 47,3 krónur. Fleiri olíu- félög hækka bensínverð UM MIÐNÆTTI í fyrrakvöld stöðvaði lögreglan í Kópavogi rúm- lega tvítugan ökumann sem ók á 169 km hraða um Reykjanesbraut, á móts við Smáralind. Þarna er leyfilegur hámarkshraði 70 km á klst. Einn farþegi var í bílnum. Lögregla segir ljóst að viðkomandi ökumaður hafi með þessum akstri sýnt fullkomið ábyrgðarleysi. Miðað við reglugerð má ökumað- urinn búast við að þurfa að greiða 70.000 krónur í sekt og verða svipt- ur ökuréttindum í þrjá mánuði sem er þyngsta refsingin sem er til- tekin fyrir hraðakstur skv. reglu- gerðinni. Hafi hann áður gerst sek- ur um alvarlegt umferðarlagabrot má hann þó búast við þyngri refs- ingu. Raunar er í reglugerðinni ekki gert ráð fyrir að menn aki svo miklu hraðar en hámarkshraði kveður á um. Í þessu tilfelli mældi lögregla bíl mannsins á 169 km hraða, á um 100 km meiri hraða en leyfilegt er. Ók 100 km hraðar en leyfilegt er Fréttasíminn 904 1100 VINNUSKÓLI Reykjavíkur hefur hafið skráningu unglinga í áttunda til tíunda bekk Grunnskólanna í sumarstörf. Þar er um að ræða störf víðs vegar í borginni við hreinsun, gróðurumhirðu og létt viðhald. Þá verður einnig unnið við gróðursetn- ingu, áburðargjöf og stígagerð á út- mörkum borgarinnar, Heiðmörk og Austurheiðum. Í Vinnuskólanum er einnig boðið upp á fræðsludaga, þar sem nemendur fara í fræðsluferðir og læra um náttúru og umhverfi, list- ir og menningu og lífsleikni og sjálfs- styrkingu. Skráning í Vinnuskólann fer fram á heimasíðu skólans www.vinnuskoli.is og stendur hún til 30. apríl. Skráning hafin í Vinnuskólann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.