Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MILLJÓN FERÐAMENN Á ÓSNORTNUM VÍÐERNUM Árið 2020 gætu ferðamenn hér álandi orðið á bilinu 500 þúsund tilmilljón á ári, samkvæmt spám sem voru til umræðu á fundi umhverf- isráðuneytisins og Umhverfisstofnunar á degi umhverfisins í fyrradag. Á fimm- tán árum gæti því ferðamannafjöldi þre- faldazt frá því sem nú er, en í fyrra komu rúmlega 360.000 ferðamenn til landsins. Þótt flestir hljóti að fagna því að ferðaþjónustan festi sig enn frekar í sessi sem ein af meginútflutningsgrein- um Íslands, fylgja svo mikilli fjölgun ferðamanna ýmis vandamál, sem voru til umfjöllunar á fundinum. Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í erindi sínu að grípa þyrfti til markvissra aðgerða og framkvæmda til þess að ferðamanna- staðir um allt land gætu raunverulega tekið á móti öllum þessum fjölda ferða- manna án þess að láta á sjá. Átroðningur er raunar nú þegar orð- inn aðkallandi vandi sumra viðkvæmra náttúruperlna, ekki sízt á hálendinu. Þar má nefna Landmannalaugar og Herðubreiðarlindir. Íslenzk ferðaþjónusta getur á næstu árum staðið frammi fyrir ákveðinni mót- sögn, sem felst í því að eftir því sem ósnortin víðerni Íslands draga til sín fleiri ferðamenn frá þéttbýlli löndum, dregur úr þeirri upplifun, sem ferða- mennirnir sækjast eftir og felst í víðátt- unni, kyrrðinni, fáum og fyrirferðar- litlum mannvirkjum o.s.frv. Á ákveðn- um punkti getur komið að því að fjöldinn verði of mikill, ef ekki er gripið til neinna aðgerða, og fari að skaða ferða- þjónustuna. Fleira kemur til þegar meta á hvernig eigi að taka á móti sívaxandi fjölda ferðamanna. Er íslenzka vegakerfið t.d. hannað fyrir milljón ferðamenn, sem í vaxandi mæli leigja sér bílaleigubíl í stað þess að ferðast með rútum og kunna margir hverjir illa að aka á mal- arvegum eða á hálendisslóðum? Það er vitað mál að undanfarin ár hef- ur verið verulegum erfiðleikum bundið að fá fé til að veita nauðsynlega þjónustu og sjá um viðhald á fjölsóttustu ferða- mannastöðunum, t.d. að leggja stíga, gera útsýnispalla, gera við gróður- skemmdir o.s.frv. Árni Bragason, for- stöðumaður Umhverfisstofnunar, upp- lýsti á fundinum á degi umhverfisins að stígagerð á friðuðum svæðum væri ómöguleg án erlendra sjálfboðaliða og að landvörðum hefði ekki fjölgað und- anfarin ár, þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna. Morgunblaðið og ýmsir fleiri hafa á undanförnum árum lagt til að brugðizt yrði við vaxandi fjölda ferðamanna og meiri sókn á ýmis viðkvæm svæði með gjaldtöku af ferðamönnum. Blaðið hefur bent á að þannig mætti fjármagna nauð- synlega þjónustu, eftirlit og viðhald til að tryggja að náttúran bíði ekki skaða af vaxandi átroðningi. Blaðið hefur sömu- leiðis bent á ýmis dæmi og rök því til stuðnings að gjaldtaka muni ekki fæla ferðamenn frá, frekar en hún gerir víða erlendis. Þorleifur Þór Jónsson taldi á fundin- um að gjaldtaka væri einn þeirra kosta, sem ætti að skoða til að mæta sívaxandi ferðamannastraumi. Hann sagði í erindi sínu að gjaldtaka væri aðeins réttlæt- anleg ef veitt væri þjónusta á móti; ekki væri réttlætanlegt að rukka fólk aðeins fyrir að horfa. Þetta liggur auðvitað í hlutarins eðli. Á öllum þeim stöðum, þar sem Morgunblaðið hefur lagt til gjald- töku, t.d. í Dimmuborgum, við Gullfoss og Geysi, Dyrhólaey eða Dettifoss, er augljóslega hægt að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn verulega – og raunar bráð- nauðsynlegt í ljósi vaxandi aðsóknar. Fram til þessa hafa forsvarsmenn ferðaþjónustunnar ekki tekið hugmynd- um um gjaldtöku á ferðamannastöðum vel. Það er því ánægjulegt að talsmaður Samtaka ferðaþjónustunnar talar nú með þessum hætti. SKUGGAHERINN Stríð á Vesturlöndum hafa síðustuárhundruð einkennst af skipuleg- um hernaði þjálfaðra fylkinga. Ímynd hermannsins er karlmaður, kominn af barnsaldri, og konur og börn birtast einkum sem óvirk fórnarlömb. Í öðrum heimshlutum er ásýnd stríðs oft með mjög ólíkum hætti. Hernaðarmenning- in á aðrar rætur og bardagatækni er að ýmsu leyti frábrugðin. Ein sorglegasta birtingarmynd þess er þrælkun þús- unda barna og unglinga í hernaði. Í nýrri skýrslu alþjóðlegu samtak- anna Save the Children, sem starfa hér á landi undir nafninu Barnaheill, kem- ur fram að um 300.000 börn séu neydd til herþjónustu í heiminum í dag. Þar af er talið að stúlkubörn séu um 40%. Þannig má ætla að um 120.000 stúlkur séu neyddar til að taka þátt í vopnuðum átökum, sumar ekki eldri en átta ára. Samkvæmt mati samtakanna eru til dæmis 21.500 stúlkur neyddar í hernað á Sri Lanka, um 12.000 stúlkur í Lýð- veldinu Kongó og um 6.500 í Úganda. Sú staðreynd að börn séu neydd til að taka þátt í hernaði er hræðileg í sjálfu sér. En það vekur sérstakan óhug að hlutfall stúlkna af barnaher- mönnum sé svo hátt, því hlutskipti þeirra er jafnvel enn hörmulegra en drengjanna. Auk þess að taka þátt í vopnuðum átökum og eiga á hættu líf- lát og limlestingar þurfa flestar þess- ara stúlkna að þola kynlífsþrælkun, oft með þeim afleiðingum að þær verða þungaðar, vart komnar á unglingsald- ur. Þær stúlkur sem komast lífs af eiga ennfremur erfitt uppdráttar er þær komast aftur til síns heima. Þær eru gjarnan hunsaðar af eigin fjölskyldu vegna þess að þær eru fórnarlömb nauðgana, ekki síst ef þær snúa til baka barnshafandi. Þær eiga þá oft ekki annars úrkosti en að sjá fyrir sér með vændi. Forsvarsmenn Save the Children gagnrýna þjóðarleiðtoga, alþjóðastofn- anir og hjálparsamtök fyrir að koma ekki þeim þúsundum barna sem neydd eru til að taka þátt í hernaðarátökum til hjálpar. Í skýrslunni segir að við friðargæsluaðgerðir sé oft einblínt um of á afvopnun, en á það skorti að fórn- arlömbum átakanna, ekki síst börnum, sé hjálpað til við að byggja upp líf sitt á nýjan leik. Framkvæmdastjóri samtakanna, Mike Aaronson, líkir stúlkubörnunum sem hneppt hafa verið í hernaðar- þrælkun við „skuggaher“, sem alþjóða- samfélagið hafi brugðist. Full ástæða er til að taka undir með honum um að þessi hörmulegu brot á réttindum barna kalli á aðgerðir. Öryrkjum á Íslandi hefurfjölgað verulega á síðustuárum. Þetta hefur gerstþrátt fyrir miklar fram- farir á sviði læknavísinda og bætt að- gengi almennings að allri heilbrigð- isþjónustu. Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra kynnti í gær nýja skýrslu sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðu- maður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, vann að beiðni ráðherra um fjölgun öryrkja, ástæður hennar og afleiðingar. Fáir leita aftur út á vinnumarkaðinn Fram kemur í skýrslunni að ör- yrkjum á Íslandi fjölgaði úr um 8.700 árið 1992 í um 13.800 árið 2004. Þetta jafngildir því að á sjöttu hverri klukkustund sé einstaklingur met- inn öryrki hér á landi. „Sú uggvænlega þróun hefur átt sér stað að hlutfallslega mest fjölgar í hópi yngri öryrkja og er þróunin svo ör að furðu sætir,“ segir í sam- antekt höfundar skýrslunnar þar sem niðurstöðurnar eru dregnar saman. „Jafnframt virðast mjög fáir leita aftur út á vinnumarkað eftir að á örorkubætur er komið. Þannig sýnir ný rannsókn að af 725 nýskráð- um öryrkjum (hærra og lægra ör- orkustig) árið 1992, sem fylgt var allt til loka nóvember 2004, hafa einung- is 12% karla og 9% kvenna farið af örorkuskrá og aftur út á vinnumark- aðinn,“ segir í skýrslunni. Vakin er sérstök athygli á því að yngri öryrkjum hefur fjölgað hlut- fallslega allt frá 1994 þrátt fyrir að þjóðin hafi elst og slíkar breytingar á aldurssamsetningu ættu að öllu jöfnu að leiða til þess að fjölgun ör- yrkja fylgi auknum aldri. Þegar fjöldi bótaþega á Íslandi er borinn saman við fjölda bótaþega á Norðurlöndunum kemur í ljós að mun fleiri íslensk ungmenni (16–19 ára) þiggja lífeyri af einhverju tagi en á hinum Norðurlöndunum. „Þannig voru yngstu bótaþegarnir á Íslandi 136% fleiri en á hinum Norð- urlöndunum árið 2002. Íslendingar virðast jafnframt vera líklegri til að þiggja bætur fram að fertugu en á milli 40 og 49 ára virðist vera jafnt á komið með Íslendingum og öðrum Norðurlandabúum. Eftir fimmtugt snýst dæmið hins vegar við og mun algengara verður að fólk á hinum Norðurlöndunum þiggi bætur. Þetta er áhyggjuefni því ekki ein- ungis eru íslenskir öryrkjar að yngj- ast heldur virðist þessi þróun ekki eiga sér hliðstæðu á hinum Norður- löndunum. Þrátt fyrir að öryrkjar séu að yngjast hefur líftími […] örorkulíf- eyriskerfisins (sá tími sem einstak- lingar njóta að meðaltali bóta- greiðslna) staðið nokkurn veginn í stað og er nú tæplega 19 ár. Þegar kynin eru aftur á móti skoðuð sér- staklega sést að líftími meðal kvenna hefur hækkað en lækkað meðal karla og hefur sú lækkun náð að vega upp hækkun kvenna. Hægt er að nota þessar upplýsingar til að meta hvað það myndi kosta að fjár- magna kerfið að fullu,“ segir í skýrslu Tryggva Þórs. Áfallnar skuldbindingar geta numið 165 milljörðum Tryggvi Þór skoðaði hvaða afleið- ingar það getur haft fyrir fjármál hins opinbera að sífellt fleiri eru metnir öryrkjar í hópi yngra fólks og lagði hann mat á áfallnar skuldbind- ingar vegna bótagreiðslna til fram- tíðar. Útgjöld vegna örorkulífeyris námu tæplega 12 milljörðum í fyrra. Ef útgjöldin væru þau söm tíðinni og í fyrra má ætla a skuldbindingar kerfisins n 165 milljörðum króna miðað ávöxtunarkröfu og tæpl milljarðar miðað við 5% krö ljóst er að ef örorkulífeyrisþ að yngjast þá mun það leið ins kostnaðar í framtíðinn myndi eins árs hækkun meðalbóta leiða til um 6,5 Fjárhagslegir hvatar eru taldir eiga stóran þátt Tryggvi Þór Herbertsson heilbrigðisráðherra, Daví Öryrkjum hefur fjölgað umtalsvert á allra síðustu árum. Mun fleiri íslensk ungmenni fá örorkulíf- eyri en á öðrum Norðurlöndum og voru yngstu bótaþegarnir 136% fleiri hér á landi árið 2002. Í nýrri skýrslu um fjölgun öryrkja kemur fram að ætla má að áfallnar skuldbindingar vegna örorku- lífeyris nemi um 165 milljörðum króna. ÞÆR aðferðir sem notaðar eru til að meta örorku eru í skýrslu Tryggva Þórs Herbertssonar taldar ein af ástæðum þess að öryrkjum hefur fjölgað. Nýr læknisfræðilegur örorkumatsstaðall var tekinn upp 1999. „Mat á örorku hefur tekið stakka- skiptum á undanförnum árum. Nýr ör- orkumatsstaðall hefur leitt til þess að einstaklingar sem áður voru á vinnu- markaði geta nú sótt um örorkulífeyri þrátt fyrir að starfsgeta þeirra hafi lítið sem ekkert skerst,“ segir í skýrslunni. Stökkbreyting Fram kemur að fjöldi umsókna um ör- orkumat hélst nokkuð stöðugur mest- allan tíunda áratuginn eða rúmlega 900 umsóknir á ári en Tryggvi Þór benti á að frá árinu 2002 varð stökkbreyting. Árið 2003 fjölgaði umsóknum mjög þegar þær fóru úr 944 árið 2002 í 1.317 árið 2003 og í 1.622 umsóknir árið 2004. Tryggvi Þór setur fram þá kenningu að hluta þess- arar fjölgunar megi skýra með auknu at- vinnuleysi en sennilega sé skýringanna þó frekar að leita m.a. í breyttu bótaum- hverfi í kjölfar öryrkjadómsins, þar sem skapast hafi fjárhagslegir hvatar fyrir öryrkja, sem eiga útivinnandi maka, að sækja um örorkumat og fá bætur. „Fjöldi umsókna um örorkumat varp- ar að einhverju leyti ljósi á þann fjölda einstaklinga sem sækist eftir því að kom- ast á örorkubætur, óháð því hvort við- komandi eru sannanlega öryrkjar eða hvort þeir reyna að nýta sér almanna- tryggingakerfið til að hverfa af vinnu- markaði,“ segir í skýrslunni. „Ef hið síð- ara er raunin ætti synjunum og frávísunum að fjölga mjög á árunum 2003 og 2004, því afar ólíklegt er að ör- orkulíkur hafi breyst svo skyndilega að umsóknum fjölgi um tæp 40% á milli ár- anna 2002 og 2003 og um rúm 70% milli 2002 og 2004,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Einnig kemur fram að hlutfall synjana um örorkumat var um 10% í byrjun tí- unda áratugarins en jókst síðan jafnt og þétt í um 20% árið 1998. „Með nýjum ör- orkumatsstaðli árið 1999 hrundi fjöldi synjana og árið 2004 var einungis um 7% umsókna synjað eða vísað frá. Greinilegt er að mun erfiðara er að synja umsókn- um eftir að læknisfræðilegur ör- orkumatsstaðall var tekinn upp en þegar einnig var tekið tillit til starfsorku við- komandi. Meginniðurstaðan er því sú að breytt fyrirkomulag örorkumats skýri hugsanlega að einhverju leyti af hverju öryrkjum hefur fjölgað.“ Fjöldi synjana hrundi með nýjum örorkumatsstaðli Jón Kristjánsson Endurskoða „VIÐ verðum að bregðast ráðherra um niðurstöður kynnti niðurstöðurnar á rí að nefnd fulltrúa þriggja r miðjan júní um hugsanleg „Við höfum miklar áhyg öryrkja og þeirra sem þur halda, að við könnum sérs við getum hjálpað þeim se á vinnumarkaðinn aftur, e mínum dómi brýnast,“ sag Hann sagði einnig vegn yngri öryrkja að endursko bogið við að ungum öryrkj heilsufar þjóðarinnar er a Fjölgun ungra ö landi er svo hröð FJÖLGUN að mati Tr  Breyttr líkur auka og þar me  Hertra staklingar sín, orðið ið öryrkja  Misræm styrkja se hefur að m fyrir þá al staklega á fólk.  Misræm arðsemi þ markað er þess að fól láta aftur  Hækku bætur og f hefur myn bætur eða að bæta fj  Breytts orkumatss taka tillit t og einung þess að mu Sex s fjölgu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.