Morgunblaðið - 28.04.2005, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Leiðsögukort
í bílinn
Bílar á morgun
Ratað um
landið með
GSP - tækjum
BÁTASMIÐJAN Seigla hef-
ur afhent nýjan bát til
Borgarfjarðar eystra. Það
er Glettingur NS, sem er
nýsmíði númer 21 hjá
Seiglu ehf. Hann er 14,9
brúttótonn, 11,6 metra
langur og 3,6 metra breið-
ur. Í bátnum er 650 hest-
afla Volvo-aðalvél og er
mesti ganghraði 30 sjómíl-
ur á klukkustund. Lestin
tekur tólf 660 lítra fiski-
kör. Í lúkar er góð aðstaða
fyrir þrjá menn. Hann er
búinn ísskáp, örbylgjuofni,
keramikhelluborði og sjón-
varpi. Í stýrishúsi eru tæk-
in frá R.Sigmundssyni en
sjálfstýringin er frá Elcon.
Kaupandi er Kári Borgar
ehf. og verður báturinn
gerður út frá Borgarfirði
eystra í krókaaflamarki og
á grásleppu.
Í bátnum er nýjung í raf-
kerfum fyrir báta.
„Sameiginleg hönnun
JLH Rafmagn ehf. og Raf-
nesti ehf. í samvinnu við
Seiglu ehf. á rafkerfum
fyrir báta er nýjung í
hönnun rafkerfa á þessu
sviði sem byggð er á iðn-
tölvukerfi tengt skjákerfi
sem er forritað eftir þörf-
um hverju sinni og einfald-
ar mjög allar lagnir. Hönn-
unin gerir einnig
hefðbundnar lagnir milli
stýrishúss og vélar að
mestu óþarfar. Kerfinu má
stýra hvort sem er frá stýr-
ishúsi með snertiskjá, frá
vélarúmi með 12 rofa for-
ritanlegu rofaborði eða frá
dekki, með 3ja rofa forrit-
anlegu rofaborði. Í kerfinu
er sjálfvirkt viðvör-
unarkerfi fyrir bruna og
sjó og býður upp á sjálf-
virka lensivöktun.
Allar breytingar á kerf-
inu eru mjög auðveldar þar
sem þeim er stýrt í gegn
um tölvu.
Kerfið hefur verið tekið
út og er samþykkt af Sigl-
ingastofnun Íslands,“ segir
í frétt frá Seiglu.
Nýr bátur á Borgarfjörð eystra
Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson
ÁRNI M. Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra skoðaði Evrópu-
sjávarútvegssýninguna í
Brussel í gær og kom að sjálf-
sögðu við í básum íslenzku fyr-
irtækjanna, sem eru fjölmenn
að vanda. Árni segir það ljóst
að sýningin hafi aldrei verið
jafn stór og í ár og sömuleiðis
hafi Íslendingar aldrei verið
jafn umsvifamiklir á svæðinu
og nú. Þannig séu hátt í 100
starfsmenn frá Marel á sýn-
ingunni. Einnig séu bankar og
flutningafyrirtæki meira áber-
andi en áður. Árni segir bása
íslenzku fyrirtækjanna vera til
fyrirmyndar í alla staði og
framleiðsla þeirra og þjónusta
veki mikla athygli.
Hundruð gesta komu á
kynningarbás HB Granda á
fyrsta degi sjávarútvegssýn-
ingarinnar. Starfsfólk HB
Granda hefur tekið á móti
fjölda áhugasamra kaupenda á
sýningunni og kynnt fyrir
þeim afurðir fyrirtækisins.
Gert hefur verið kynningarefni
fyrir félagið og vörur þess og
hannaðar umbúðir undir eigin
merkjum.
„Í markaðsstarfi HB
Granda er lögð áherzla á að
vera í nánu sambandi við þá
kaupendur sem eru nálægt
hinum endanlegu neytendum
og geta unnið með fyrirtækinu
að því að uppfylla kröfur
þeirra,“ segir í frétt frá
Granda.
Sýningunni í Brussel lýkur í
dag.
Mikil íslensk
umsvif í Brussel
Sýningar Ingólfur Árnason frá Skaganum á Akranesi sýnir
Árna M. Matiesen sjávarútvegsráðherra hvernig vél frá fyr-
irtækinu bæði sker fiskflök í bita og hreinsar úr þeim beinin.
ÚR VERINU
SÓLVEIG Pétursdóttir, formaður
Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins,
tók þátt í umræðum um orkumál á
aprílfundi Evrópuráðsþingsins sl.
þriðjudag. Sagði hún að m.a. í ræðu
sinni að ábyrg nýting auðlinda væri
forsenda hagsældar, velferðar og ör-
yggis.
Greindi Sólveig frá frumkvæði Ís-
lendinga og samstarfsaðila þeirra á
sviði vetnisframleiðslu. Í vetnissam-
félagi framtíðarinnar lægju miklir
möguleikar til hagsbóta fyrir kom-
andi kynslóðir. Sagði Sólveig að ár-
angur Íslands væri til marks um að
allar þjóðir, stórar sem smáar, gætu
lagt sitt af mörkum til að leysa úr að-
steðjandi vanda á sviði orkumála,
með samstarfi aðila á sviði vísinda,
viðskipta og stjórnmála.
Sólveig tók einnig þátt í umræðum
sem fram fóru á þinginu um kjarn-
orkuáætlanir Írana og viðbrögð al-
þjóðasamfélagsins.
Í ræðu sinni
sagði Sólveig m.a.
að stjórnvöld í Ír-
an hefðu sýnt það
á undanförnum
árum að þau hik-
uðu ekki við að
fara á svig við al-
þjóðlegar skuld-
bindingar sínar á
sviði kjarnorku-
mála. Fagnaði
hún tilraunum Frakklands, Þýska-
lands og Bretlands til að fá Írana að
samningaborðinu og jafnframt
ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að
styðja frumkvæðið. Sagði Sólveig
menn vonast til að Íranar bættu ráð
sitt. Hins vegar væri rétt að minna á
að utanríkisstefna klerkastjórnarinn-
ar í Teheran væri í algerri andstöðu
við Evró-Atlantshafsríki og að hún
hefði til þessa notað vægast sagt mis-
jafnar aðferðir til að verja málstað
sinn. Minnti hún á að Íranar hefðu
lengi leitast við að valda óstöðugleika
í mörgum ríkjum Mið-Austurlanda
og að stjórnvöld í Íran styddi leynt og
ljóst hryðjuverk sem spilltu fyrir frið-
arferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs.
Þá yrðu menn einnig að muna að Ír-
anar hefðu staðið á bak við hryðju-
verk sem beindust að Bandaríkjun-
um í Sádi-Arabíu á síðasta áratug.
Auk þess hefðu Íranar reynt ítrekað
að valda uppþotum í Írak. Í ræðu
sinni sagði Sólveig að nú væri ef til
vill tækifæri til að ná samkomulagi
við Írana. Stjórnmálaástandið í land-
inu og efnahagslífið væri þannig að
tækifæri til samninga gætu verið í
sjónmáli. Vesturlönd ættu að einbeita
sér að því að nota efnahagsmátt sinn
til að styðja við bakið á umbótaöflum í
Íran. Þannig gætu aukin viðskipti og
erlendar fjárfestingar, sem eru af af-
ar skornum skammti, dregið úr sókn
Írana í gereyðingarvopn.
Sólveig Pétursdóttir við umræður á þingi Evrópuráðsins
Sólveig
Pétursdóttir
Ábyrg nýting auðlinda
forsenda hagsældar
SAMTÖK atvinnulífsins halda því
fram að lög um siglingavernd, sem
sett voru á síðasta ári, hafi í för með
sér kostnað sem er nálægt 500 millj-
ónum króna á ári, að mati Samtaka
atvinnulífsins. Í umfjöllun SA um
lögin kemur fram að neytendur
greiði þennan kostnað í hærra vöru-
verði og að einhverju leyti með
hærri opinberum gjöldum. Hins
vegar sé ávinningurinn lítt sýni-
legur.
Lögin hafa að markmiði að
tryggja vernd skipa, áhafna, far-
þega, farms og hafnaraðstöðu fyrir
hvers kyns ógn af hryðjuverkum og
öðrum ólögmætum aðgerðum
Samtökin studdu frumvarpið á
sínum tíma en í umfjöllun SA um
lögin kemur fram að sá stuðningur
hafi byggst á því að kostnaði og um-
stangi yrði haldið í lágmarki. Nú
hafi borist ábendingar og kvartanir
um það frá félagsmönnum SA að
kostnaðurinn sem þessu fylgi sé
mjög mikill og að reglur séu mun
strangari hér en í nálægum löndum.
500 milljóna
kostnaður vegna
siglingaverndar
Í SVÖRUM við fyrirspurnum Morg-
unblaðsins frá einum aðstandenda
vefsíðunnar savingiceland.org í Bret-
landi kemur fram að mikill áhugi sé
fyrir því á Íslandi að taka þátt í mót-
mælendabúðum sem á að slá upp við
Kárahnjúkavirkjun í sumar.
„Við finnum fyrir samstöðu og eld-
móði fólks alls staðar í heiminum en
þó sér í lagi frá Íslandi,“ segir í svör-
unum, sem merkt eru JM og stendur
væntanlega fyrir þá Jenny Meltzer
sem svaraði fyrstu fyrirspurnum
blaðsins um þessar fyrirhuguðu mót-
mælaaðgerðir.
Ennfremur segir að aðgerðirnar
séu skipulagðar af hópi fólks af ýmsu
þjóðerni sem sé að svara kalli um
hjálp frá Íslandi. Kannanir sýni að
meira en helmingur þjóðarinnar sé
andvígur Kárahnjúkavirkjun og bú-
ast megi við að flestir þátttakendur í
mótmælendabúðunum í sumar verði
Íslendingar. Þegar nær dragi við-
burðinum verði tengiliðir kynntir til
sögunnar.
Benda aðstandendur vefsíðunnar á
að 29 breskir þingmenn hafi nýlega
lýst stuðningi við þingsályktun-
artillögu þess efnis að hvetja bresk
stjórnvöld til að fá þau íslensku til að
hætta við virkjunaráformin við Kára-
hnjúka, svo vernda megi síðustu
ósnortnu víðerni Evrópu. Kemur til-
lagan frá þingkonunni Sue Doughty
úr skuggaráðuneyti Frjálslynda
demókrataflokksins í umhverf-
ismálum.
Mótmælendabúðir við Kárahnjúka
Mikill áhugi á Íslandi