Morgunblaðið - 28.04.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 27
élaganna
úa á
kri aðstoð
m státað
ttlaust
ð við hlið,
ti sömu
stétt“
lfstæð-
misskipt-
ndir
a verið
m og
ti að það
eirra
ama tíma
gjöld
eykur
tu.
kiptingu
þótta-
a. For-
handsala
mæla
unni
fram og þaðan seytlar hvort
tveggja niður til flokks og þjóðar.
Þetta stjórnlyndi festi sig í sessi
þegar ríkisstjórnin fékk endurnýj-
að umboð í kosningunum 1999 og
hefur náð áður óþekktum hæðum
á þessu kjörtímabili. Hæstiréttur
var snupraður fyrir kvótadóma og
öryrkjadóma en málum kippt í lið-
inn með tilnefningu tveggja nýrra
og liðtækari dómara. Þjóðhags-
stofnun var lögð niður í kjölfar
skoðanaágreinings, fyrirtæki dreg-
in í dilka eftir pólitísku eyrna-
marki eigendanna eða skorti á því,
atlaga gerð að frjálsum fjöl-
miðlum, forsetaembættið gert að
skotspæni, embættum í stjórnkerf-
inu úthlutað í trássi við fagleg og
hlutlæg sjónarmið, ríkisfyrirtæki
seld með sérhagsmuni að leið-
arljósi, jafnréttislögin léttvæg
fundin, Mannréttindaskrifstofa
lögð í einelti, innrásarstríð í Írak
stutt án samráðs við þing eða þjóð
og eftirlaunasporslur ákveðnar til
handa pólitískum ráðamönnum án
þess að hirða um jafnræði eða
sanngirni gagnvart almennu
launafólki. Og nú bíða þingflokkar
í ofvæni eftir því hvort foringjum
þeirra þóknast að lagfæra verstu
skavankana á sinni eigin missmíð.
Brýnustu verkefni
jafnaðarmanna
Í samfélagi sem hefur þróast
með þessum hætti hafa jafn-
aðarmenn mikið verk að vinna.
Mikilvægasta verkefnið er að
koma ríkisstjórninni frá og inn-
leiða ný gildi í landsstjórnina.
Gildi jafnaðarstefnunnar byggð á
grundvallarhugmyndum um jafn-
rétti, lýðræði og jöfnuð. Í Sam-
fylkingunni eru núna forsendur til
að taka frumkvæði til framtíðar.
Til þess að það takist þarf að
skipuleggja starfsemi flokksins og
móta skýra framtíðarsýn sem býð-
ur upp á nýjar lausnir og byggist
á virðingu fyrir almennum, gegn-
sæjum leikreglum og almanna-
hagsmunum.
Í viðtali við Geir H. Haarde
fjármálaráðherra í Mbl. í tilefni af
langri setu hans í stóli fjár-
málaráðherra var hann spurður
hvað hann teldi enn ógert og svar-
ið lét ekki á sér standa. Hann boð-
ar hefðbundna hægri stefnu, vill
sjá minni og hagkvæmari opinber-
an rekstur, enn lægri skatta og
áframhaldandi einkavæðingu.
Andspænis þessu hlýtur Sam-
fylkingin að stilla þeim verkefnum
sem hún telur brýnust. Þrennt vil
ég nefna sérstaklega í því sam-
bandi. Í fyrsta lagi verður okkar
ríka íslenska samfélag að bæta
lífskjör þeirra sem lakast standa í
hópi öryrkja, ellilífeyrisþega, at-
vinnulausra og ungra einstæðra
mæðra. Framfærsluaðstoð sveitar-
félaga á ekki að verða hlutskipti
fólks nema þegar í nauðir rekur. Í
öðru lagi eigum við að fjárfesta í
börnum og létta undir með ungu
barnafólki þannig að það geti gefið
uppeldishlutverkinu þann tíma og
þá alúð sem það krefst. Bágur
efnahagur foreldra má ekki verða
börnum fjötur um fót. Í þriðja lagi
eigum við að auka framlög til
menntamála til að bæði ein-
staklingar og íslenskt samfélag
geti staðist þær kröfur sem fylgja
þekkingarhagkerfinu og aukinni
alþjóðlegri samkeppni.
Atvinna og velferð
Það er viðtekin skoðun hjá
hægrimönnum að fyrst komi hag-
vöxturinn, svo velferðin. Hagvöxt-
urinn búi til peninga sem velferð-
arþjónustan eyði. Nær lagi væri
að líkja tengslum hagvaxtar og
velferðar við hina sígildu spurn-
ingu um hænuna og eggið. Þar
sem fólk býr við gott mennta- og
velferðarkerfi og þarf ekki að ótt-
ast um afkomu sína þó að það
verði fyrir áföllum í lífinu er auð-
veldara að takast á við nauðsyn-
legar umbreytingar í atvinnuhátt-
um. Þar með skapast líka
forsendur til að búa atvinnulífinu
þá umgjörð og þann efnahagslega
stöðugleika sem stuðlar að hag-
vexti. Þess vegna verður stefna í
atvinnu-, mennta- og velferðar-
málum ekki svo auðveldlega
aðskilin heldur styður hvað við
annað.
Þetta skilja frændþjóðir okkar á
Norðurlöndunum sem búa við
meiri jöfnuð og betri velferð-
arþjónustu en við Íslendingar en
standa okkur líka framar þegar
kemur að samkeppnishæfni at-
vinnulífsins í alþjóðlegu umhverfi.
Það sem skilur þær frá okkur er
líka áratuga hefð fyrir sam-
ræðustjórnmálum þar sem stjórn-
málaflokkar og foringjar hafa lært
þá list að ná samningum og sátt-
um þvert á flokkslínur. Stjórn-
málaforingjar hér á landi virðast
fremur telja sér það til tekna –
telja að því manndómsbrag – að
efna til átaka ef þess er nokkur
kostur. Það heitir að láta verkin
tala.
Á Íslandi búum við í landi tæki-
færanna og í mínum huga er Sam-
fylkingin flokkur tækifæranna. Við
getum orðið stærsti flokkur lands-
ins ef við höldum rétt á málum.
Sjálfstæðisflokkurinn með sína
einstaklings- og markaðshyggju
mótaði síðasta áratug 20. ald-
arinnar. Nú gæti verið í augsýn að
lýðræðishugsjónir og jafnaðar-
stefna Samfylkingarinnar móti
upphaf 21. aldarinnar ef flokk-
urinn og forysta hans er trúverðug
og nýtur trausts meðal kjósenda.
k-
við í
a og í
am-
tæki-
um
kur
ldum
Höfundur er í framboði til formanns
Samfylkingarinnar.
t horf
stafrænt
af allan
ögn-
ggilega sé
atriðum
litsaðilar
vr-
um sín-
í má
gan tíma
ndi nýjar
ar í þágu
ins, sem
ög því til
g efl-
na ég svo
ð menn
brenna
ið eina
nna-
ÚV
g síðast
rpið auð-
t þjón-
nzkan al-
ytilegrar
r í
a fjöl-
gunum.
varpið
naþjón-
sérstöðu
miðils í
að tel ég
varpinu
annig að
kilvægu
pinu eru
inu eru í
m fjár-
meign-
. Er vel
umvarp-
stofnun
m, kost-
eða leigu
num,
otagjalda.
afnota-
fa lengi
r málin
voru skoðuð nánar þótti þó ekkert
annað betra geta komið í staðinn,
og afnotagjöld eru innheimt í
flestum Evrópulöndum þó að víða
sæti þau vaxandi gagnrýni. Ég hef
varað við því að menn slægju ein-
hverju föstu um að afnema afnota-
gjöldin án þess að vita hvað tæki
við og hverju það skilaði Rík-
isútvarpinu í peningum talið. Á
síðustu misserum hafa æ fleiri, og
þar á meðal þingmenn rík-
isstjórnar sem og stjórnarand-
stöðu á Alþingi, tjáð sig um ókosti
afnotagjaldsins og mælt með af-
námi þess, þó að síðan ríki ekki
einhugur um aðrar og nýjar leiðir
til tekjuöflunar í staðinn. Því er
fyllilega tímabært að horfast í
augu við þann veruleika að afnota-
gjöldin eru dæmd úr leik. Það er
mjög útbreidd afstaða í þjóðfélag-
inu.
Nefskattinn þarf að
skoða vel til 2008
Í frumvarpinu um Ríkisútvarpið
sf. er gert ráð fyrir að nefskattur
komi í stað afnotagjaldsins árið
2008. Það gefst því tími til að fara
nánar yfir útfærsluna og munu at-
hugasemdir Ríkisútvarpsins um
frumvarpið fyrst og fremst felast í
ábendingum um þýðingarmikil at-
riði sem taka verði tillit til við
nánari ákvörðun um upphæð nef-
skattsins. Þá þarf að hafa í huga
atriði er tengjast virðisaukaskatti,
sem lagzt hefur á afnotagjöldin en
verður að sjálfsögðu ekki lagður á
nefskattinn. Mismunur á inn- og
útskatti verður Ríkisútvarpinu
fjárhagslega óhagstæður eftir
breytingu miðað við stöðuna eins
og hún er í dag. Þá hefur fjárþörf
Ríkisútvarpsins vegna endurnýj-
unar tækja og dreifikerfis verið
gróflega vanmetin á undanförnum
árum og áætla verður fyrir henni
af meira raunsæi, ekki sízt þegar
haft er í huga að með þessum nýju
lögum á að skerpa enn frekar á
öryggishlutverki Ríkisútvarpsins í
almannavarnakerfi þjóðarinnar.
Þetta og ýmislegt annað hlýtur að
hafa áhrif á upphæð nefskattsins
þegar hann kemur til endanlegrar
ákvörðunar og álagningar eftir
þrjú ár. Og ekki má gleyma fjár-
festingum sem nema munu hundr-
uðum milljóna króna vegna nýs,
stafræns dreifikerfis, sem Rík-
isútvarpið stendur frammi fyrir á
allra næstu árum. Til að tryggja
farsæla lausn þess atriðis verður
væntanlega beitt ákvæði um við-
bótartekjur Ríkisútvarpsins sf.
samkvæmt frumvarpinu, en þar er
kveðið á um „aðrar tekjur sem Al-
þingi kann sérstaklega að ákveða“
til viðbótar aðaltekjustofnunum.
Um önnur atriði, sem verulega
horfa til bóta í frumvarpinu, vil ég
nefna að nú verður endi bundinn á
hina óeðlilegu sambúð Rík-
isútvarpsins og Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, sem skuldbatt
Ríkisútvarpið með lagaboði til að
leggja hljómsveitinni til rekstr-
arfé, um 120 milljónir króna sam-
kvæmt fjárlögum þessa árs. Þá
verður hlutverki útvarpsráðs lokið
og það lagt niður. Bein dag-
skrárafskipti slíks pólitískt kjörins
ráðs verða endanlega úr sögunni.
Afskiptin af dagskránni hafa
reyndar verið í minnsta lagi á síð-
ustu árum en hafa á öðrum tímum
verið mikil og teygt sig til smæstu
atriða eins og hvað einstakir dag-
skrárþættir í Sjónvarpinu ættu að
heita. Sú íhlutun var rökstudd
með tilvísun til ákvæðis núgild-
andi laga um Ríkisútvarpið, þar
sem segir: „Ákvarðanir útvarps-
ráðs um útvarpsefni eru end-
anlegar.“. Möguleikinn til að beita
þessu ákvæði óhóflega, ef ekki
misbeita því, hefur alltaf verið fyr-
ir hendi.
Skýr valdmörk nauðsynleg
Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar
opinberra aðila, þar á meðal full-
trúa menntamálaráðuneytis, fjár-
málaráðuneytis og ríkisendur-
skoðunar, um óljós valdmörk
útvarpsstjóra og útvarpsráðs, hef-
ur ekkert verið gert í því að taka
af allan vafa þar að lútandi fyrr en
nú í þessu frumvarpi. Lögum sam-
kvæmt hefur útvarpsráð haft
ákveðnu hlutverki að gegna við
ráðningar dagskrárstarfsmanna
Ríkisútvarpsins en það hefur síð-
an verið háð túlkunum og smekk,
utan stofnunar sem innan, hversu
þóknanleg þau afskipti hafa verið
metin í hvert eitt sinn. Sjálfstæði
útvarpsstjóra í þessu efni hefur
verið takmarkað. Það er staðfest í
skýringum og greinargerð með
frumvarpinu, þar sem tekið er
fram að nú verði sjálfstæði út-
varpsstjóra aukið frá því sem nú
er. Hann muni ráða aðra starfs-
menn Ríkisútvarpsins sf. án um-
sagnar eða tillagna annarra aðila
gagnstætt því sem nú er. Enn-
fremur er tekið fram, að breyt-
ingin í þessu efni sé einn þátt-
urinn í því að treysta sjálfstæði
Ríkisútvarpsins sf. Þessu aukna
sjálfstæði ber að fagna sér-
staklega.
En einmitt vegna þess að út-
varpsráð verður lagt niður og
sjálfstæði útvarpsstjóra verður
aukið vakna þó enn spurningar
um hið ritstjórnarlega forræði og
hversu samkvæmir sjálfum sér
lagasmiðirnir ætla að vera. Í skýr-
ingum með frumvarpinu segir
nefnilega, að það sé ekki talið
meðal verkefna stjórnar hins nýja
félags að hafa afskipti af dagskrá.
Þar segir: „Útvarpsstjóri er æðsti
yfirmaður dagskrárgerðar. Trygg-
ir þetta fyrirmæli ritstjórnarlegt
sjálfstæði Ríkisútvarpsins sf.“ Því
má spyrja, hvaða rök hnígi að því,
að í 9. gr. frumvarpsins um starfs-
svið stjórnar segir að stjórn fyr-
irtækisins eigi að setja reglur um
fréttaflutning og auglýsingar, þar
á meðal auglýsingatíma, „og gæta
þess að reglum sé fylgt“. Er ekki
þarna komið dagskrárlegt yfirvald
inn á vettvang hinnar rekstr-
arlegu framkvæmdastjórnar? Þar
með væri hættunni boðið heim og
hinu ritstjórnarlega sjálfstæði
teflt í tvísýnu.
Þegar á heildina er litið markar
þetta frumvarp ein markverðustu
tímamót til eflingar Ríkisútvarp-
inu í sögu þess. Það er ekki aðeins
æskilegt heldur bráðnauðsynlegt
og skiptir sköpum fyrir Ríkis-
útvarpið og framtíð þess.
r og úrbóta
’… fyrst og síðast eiganý lög um Ríkisútvarp-
ið auðvitað að innsigla
fjölbreytt þjónustu-
hlutverk þess við ís-
lenzkan almenning …‘
Höfundur er útvarpsstjóri
Ríkisútvarpsins.
HAGVÖXTUR verður nær 6% í
ár og svipaður á næsta ári. Eftir
það dregur úr hagvexti og meira
jafnvægi kemst á og er gert ráð
fyrir að á árinu 2007 verði hag-
vöxtur 2,4%. Þá stefnir í methalla
á viðskiptum við útlönd en gert er
ráð fyrir að hann verði 12% af
landsframleiðslu í ár og 11,4% á
næsta ári, árið 2006, en dregst
hratt saman eftir það, að því er
fram kemur í endurskoðaðri þjóð-
hagsspá efnahagsskrifstofu fjár-
málaráðuneytisins.
Fram kemur að sveigjanleiki og
alþjóðavæðing hagkerfisins ásamt
aðhaldi í hagstjórninni séu for-
sendur þess að stöðugleiki efna-
hagslífsins haldist á komandi ár-
um. Hagvöxtur nú byggist á
miklum þjóðarútgjöldum en muni
á næstu árum í auknum mæli
myndast vegna minni halla í utan-
ríkisviðskiptum. Spáð er að þjóð-
arútgjöld vaxi um 11,6% í ár og
um 3,8% á næsta ári, en muni á
árinu 2007 dragast saman um
5,1%. þar af muni einkaneysla
aukast um 7,6% í ár og 6,1% á
næsta ári og samneysla eykst um
2,6% í ár og 2,7% á næsta ári.
Nú er gert ráð fyrir nokkru
hærri verðbólgu í ár en í fyrri spá
í janúar. Fjármálaráðuneytið spá-
ir 3,9% hækkun vísitölu neyslu-
verðs milli áranna 2004 og 2005 og
er gert ráð fyrir að verð á fast-
eignamarkaði haldi áfram að
hækka en að það hægi á verð-
hækkunum eftir því sem líða tek-
ur á árið. Gert er ráð fyrir að
gengi krónunnar veikist smám
saman það sem eftir er ársins og
að sú þróun haldi áfram á næsta
ári. Það mun leiða til þess að
verðbólga hér verði 3,8% á næsta
ári sem er rétt undir efri þol-
mörkum verðbólgumarkmiðs
Seðlabanka Íslands, þar sem er-
lendur gjaldeyrir muni hækka um
5% í verði og kaupgjald á vinnu-
markaði um 5%.
Atvinnuleysi 2,2% árið 2006
Fram kemur að þrátt fyrir
þessa verðbólgu sé gert ráð fyrir
að kaupmáttur ráðstöfunartekna á
mann hækki um 2% í ár og 3% á
árinu 2006. Jafnframt því haldi at-
vinnuleysi áfram að lækka og
verði 2,2% af áætluðum mannafla
á vinnumarkaði að meðaltali á
næsta ári.
Fjármálaráðuneytið segir að
mikilvægt sé í þessu sambandi að
mæla hlutdeild erlends kostnaðar
vegna núverandi stóriðjufram-
kvæmda. Það sé nú áætlað 62% og
hlutfall erlends vinnuafls við
framkvæmdirnar sé áætlað 58% á
framkvæmdatímanum. „Þær
skipulagsbreytingar, sem gerðar
hafa verið á íslensku hagkerfi með
auknu frelsi í viðskiptum bæði
innanlands og erlendis, gera efna-
hagslífið betur í stakk búið til að
mæta og bregðast við tímabundnu
misvægi vegna viðskiptahalla og
verðbólguþrýstings,“ segir síðan.
Fjármálaráðuneytið bætir því
við að í ljósi þessarar auknu fram-
leiðsluspennu sé brýnt að bæði
ríki og sveitarfélög haldi aftur af
útgjöldum á þessu og næsta ári og
styrki þar með hagstjórnina.
Fjármálaráðuneytið spáir einn-
ig að stýrivextir Seðlabanka Ís-
lands fari í 9,5% í ár og fari síðan
lækkandi á næsta ári, en vextir
bankans hafa hækkað úr 5,3% fyr-
ir tólf mánuðum síðan í 9% eða
um 3,7 prósentustig.
Hvaða árabilið 2007–2010 snert-
ir spáir fjármálaráðuneytið því að
árlegur hagvöxtur verði á bilinu
2,5–3,0%. Miklu um það ráði að
álútflutningur muni aukast hratt
eftir að stóriðjuframkvæmdum
ljúki, innflutningur muni dragast
saman og opinberar framkvæmdir
aukast til að vega á móti sam-
drætti í kjölfar stóriðjufram-
kvæmda. Þannig muni útflutning-
ur áls aukast um tæp 30% árið
2006 og um tæp 60% árið 2007. Þá
muni einnig síðasti áfangi fyrir-
hugaðra skattalækkana koma til
framkvæmda árið 2007. Fyrirhug-
uð viðbótarstækkun Norðuráls ár-
ið 2007 og 2008 muni auka hag-
vöxt um 0,2% til viðbótar þau ár
og hagvöxtur muni aukast enn
meira verði af byggingu fyrirhug-
aðrar rafskautaverksmiðju í Kata-
nesi.
Fram kemur einnig að við-
skiptajöfnuðurinn var neikvæður
um 70 milljarða króna í fyrra sem
samsvarar 8% af landsframleiðslu
og að spáð er að hann verði nei-
kvæður um 12% í ár eða sem
svarar til 116 milljarða króna og
um svipaða upphæð á árinu 2006.
Á árinu 2007 dregur aftur úr hon-
um og verður þá hallinn tæpir 70
milljarðar króna. Meginskýringin
á viðskiptahallanum í fyrra var
halli á vöruskiptum við útlönd. Þó
útflutningur ykist um 20 milljarða
króna milli 2003 og 2004 jókst inn-
flutningur um tvöfalt meira eða 40
milljarða og hefur aldrei áður ver-
ið meiri að raunvirði.
Þá kemur fram að hrein staða
þjóðarbúsins við útlönd var nei-
kvæð um tæpa 700 milljarða
króna í lok síðasta árs og jókst
um 140 milljarða króna á árinu.
Erlendar skuldir jukust um 44%
fyrst og fremst vegna aukinnar
skuldsetningar banka og spari-
sjóða, en skuldir opinberra aðila
drógust saman um 3%.
Endurskoðuð þjóðhagsspá
Tæplega 6%
hagvöxtur í ár
og á næsta ári
Kaupmáttur ráðstöfunartekna
eykst um 2% í ár og 3% árið 2006
!
"
#
$ %
!" #$ %&
'
' '
(
(
(
(
(
( ( ( ( ( ( ( ( )%% $*+ &#,
%&
!" $%!&%'
!
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is