Morgunblaðið - 28.04.2005, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÓSKÖP var hann Guðmundur
Andri Thorsson úrillur í pistli sínum í
Fréttablaðinu um daginn. Kannski
ekki nema von því skáldið var vakið
upp úr draumheimi sínum hvar hann
naut samvista við kis-
ur, ánamaðka og tón-
snillinginn Magnús
Einarsson í útvarpinu.
Það sem vakti kappann
var auglýsing Umferð-
arstofu þar sem óð
kerling æpti á sam-
ferðamenn sína. Æ,
það var synd, en þessi
auglýsing hafði þó
strax þau áhrif að
skáldið tók til starfa og
skrifaði skondinn pistil
um þreytu sína á aug-
lýsingum Umferð-
arstofu. Auglýsingin
vakti viðbrögð skálds-
ins líkt og þessar aug-
lýsingar hafa vakið
sterk viðbrögð í sam-
félaginu, en til þess er
einmitt leikurinn gerð-
ur.
Auglýsingar Um-
ferðarstofu eru sér-
staklega hannaðar til
að vekja fólk. Vekja
það til árvekni í um-
ferðinni, vekja það til
vitundar um afleið-
ingar hraðaksturs,
vekja það til ábyrgðar.
Ef þær gera það er
mikið unnið. Það er
ekki lítið í húfi; líf, framtíð fjölda
fólks. Það þarf sterkar auglýsingar
til að hafa áhrif á hegðun fólks. Guð-
mundur Andri er í þessu tilfelli utan
markhóps sem eru örlög okkar
margra sem erum á miðjum aldri,
þessum auglýsingum er beint að ung-
um ökumönnum. Blóðið rennur jú
hraðast í þeim og erfiðara að kenna
gömlum hundum að keyra.
Árangurinn af hræðsluáróðri þeg-
ar fá á fólk til að láta af ósiðum er
margsannaður.
Þegar breyta á hegðun dugir ekk-
ert; elsku mamma, viltu hægja á þér-
væl. Rannsóknir sýna að ungt fólk
hefur brugðist við þeim aukna áróðri
sem Umferðarstofa hefur haft uppi
undanfarna mánuði. Fólk staðfestir
að hegðun þess hafi breyst til hins
betra og slysatölur styðja það. Meng-
unin sem hefur stafað af þessum aug-
lýsingum, eins og Guðmundur orðar
það, hefur „mengað“ hugi fjölda ungs
fólks svo mikið að það er ábyrgara og
lendir síður í slysum.
Mér fannst sem auglýsingamanni
listræn leiðsögn skáldsins í greininni
merkileg. Hugmyndin um að auglýs-
ingarnar veki hópsektarkennd með
þjóðinni er einkar athyglisverð. Hún
bendir til þess að Íslendingar hafi
eitthvað á samviskunni í umferðinni.
Það er einmitt styrkur auglýsing-
arinnar þar sem sýn barnsins, líkt og
í Nýju fötum keisarans, afhjúpar
blindu hinna fullorðnu. Við höfum öll
sem keyrum bölvað kallinum með
hattinn og unga kraftidjótinu og öll-
um hefur okkur sjálfum verið blótað
þegar við þurftum aðeins að flýta
okkur eða vorum annars hugar á ljós-
um. Við erum sek og við finnum það
þegar við hlæjum að litla stráknum í
auglýsingunni sótbölva, að það erum
við sem erum skotspónninn. Pirr-
ingur og frekja eru landlæg í umferð-
inni og við eigum að taka það til okk-
ar sem við eigum skilið, hvert og eitt.
Það er nú það sem er svo gott við þá
auglýsingu.
En það stórkostlega við auglýs-
inguna Hægðu á þér, sem er harm-
ræn minning allra þeirra sem hafa
látið lífið vegna hraðaksturs, eru Vís-
ur Vatnsenda-Rósu. Treginn og
söknuðurinn í ljóðinu nær beint til
hjartans þegar á veginum birtast
andlit horfinna ástmanna, horfinna
barna, horfinna mæðra, horfinna
feðra. Þessi auglýsing er ein sú sterk-
asta sem gerð hefur verið á Hvíta
húsinu. Hún snertir strengi í brjóst-
um fólks er það skynjar samhengið á
milli ljóðs, lags, myndar og skilaboða.
Frábær auglýsing þar sem Vísum
Vatnsenda-Rósu er fullur sómi sýnd-
ur. Mér kom því nokkuð á óvart að
Guðmundi Andra þætti notkun á vís-
unum svo ósmekkleg að jaðraði við
landráð! Stór orð frá skáldi sem er
183 cm.
Engir landráðamenn viljum við
auglýsingamenn vera
og því er brýnt að
menningargæslumenn
gefi út hvað af þjóð-
ararfinum má nota í
auglýsingum og hvað
ekki. Í þessi ár sem ég
hef verið í bransanum
hefur verið unnið í máli
og myndum með alla
helstu dýrgripi þjóð-
arinnar. Íslendingasög-
urnar, verk Halldórs
Laxness, Passíusálm-
ana, Jónas og Jón Sig.,
afbrotalistinn er langur.
Við höfum reynt að fara
vel með þetta en það er
auðvitað smekksatriði
hvort það hefur tekist.
Það er erfitt að eiga í
stöðugum samskiptum
við þjóðina og mega
ekki vitna til menningar
hennar. Því er afar
brýnt að fá úr því skorið
hvenær um landráð er
að ræða. Kannski er
hreinlegast að skipta
þjóðararfinum í tvennt.
Hámenningu sem skáld
og listamenn mega nota
í sín verk og lágmenn-
ingu sem auglýs-
ingafólk, hönnuðir og
aðrir iðnaðarlistamenn mega nota í
sínum verkum. Við verðum að gera
allt sem í okkar valdi stendur til að
koma í veg fyrir að þetta fari úr
böndunum og hér vaði uppi landráða-
menning.
Það er ekki oft sem umræður fara
fram um kosti og galla auglýsinga,
sem er merkilegt í ljósi þess hversu
fyrirferðarmiklar þær eru í lífi okkar
allra. Ekki dettur mér í hug að verja
allt sem gert er í auglýsingum, þar er
að finna allt frá argasta bulli yfir í
tæra snilld. En góðir hlutir eiga að
njóta sannmælis.
Guðmundur Andri hefur áður
skrifað um auglýsingar í pistlum sín-
um og stundum af þónokkru viti, sem
er óvenjulegt í ljósi þess hve umræða
um auglýsingar er einhæf og kreddu-
bundin – en það er nú önnur saga.
Landráðamenning
Sverrir Björnsson skrifar um
auglýsingar Umferðarstofu og
svarar pistli Guðmundar Andra
Thorssonar í Fréttablaðinu
Sverrir Björnsson
’AuglýsingarUmferðarstofu
eru sérstaklega
hannaðar til að
vekja fólk.
Vekja það til ár-
vekni í umferð-
inni, vekja það
til vitundar um
afleiðingar
hraðaksturs …‘
Höfundur er auglýsingagerðarmaður
á Hvíta húsinu.
ÞAÐ ER von að spurt sé. Lægstu
áætlanir um kostnað við Vest-
mannaeyjagöng virðast því miður
miðast við bestu aðstæður sem
þekkjast í útlöndum í alveg óskyldu
bergi við það sem við
vitum að er undir
Eyjasundi, þar er við
sunnlenska grágrýtið
að eiga.
Við verðum að gera
okkur grein fyrir að öll
jarðgöng á Íslandi eru
grafin í norðlenska blá-
grýtið, þar með talin
Hvalfjarðargöngin.
Sunnlenska grágrýtið
er okkar besta náma
fyrir vatnsból vegna
þess hve ungt það er
og galopið fyrir vatns-
rennsli. Það nægir að benda á
Svartsengi, Straumsvík og ekki síst
Gvendarbrunna. Samkvæmt nýjustu
rannsóknum hefur komið í ljós að
vatnið í Gvendarbrunnum er komið
frá Bláfjallasvæðinu þvert á
sprungustefnuna, sem er norðaustur
upp í Hengilssvæðið. Mér virðist að í
öllu umtali um jarðgöng til Vest-
mannaeyja frá Landeyjum sé aldrei
minnst á aðalatriðið: Er hægt að
grafa göngin?
Í starfi mínu við stjórn Jarðbor-
ana ríkisins í aldarfjórðung hef ég
ekki komist hjá því að læra dálítið
um íslenska bergið.
Sunnlenska grágrýtið hefur
reynst okkur alls staðar hið besta
vatnsból, sem ég þekki. Það hefur
sýnt sig, að hvar sem við borum í
hraunið fáum við vatn. Á mótum
hraunlaganna. Þegar hraun rennur
frá gígnum má segja að það sé eins
og belti á jarðýtu. Efsti hluti hrauns-
ins kólnar hratt og storknar í mjög
grófu og sprungnu lagi, en miðja
hraunsins rennur sem vökvi og fleyt-
ir storknuðu yfirborðinu áfram þar
til það hrynur fram af brúninni og
leggst undir hraunið og myndar
gróft lag, sem bráðið hraunið leggst
svo yfir. Þetta sást mjög vel í
Heimaeyjargosinu.
Þannig myndast á milli hraunsins
alltaf gróft lag sem hleypir auðveld-
lega vatni í gegn þótt miðja hrauns-
ins sé mjög þétt og hleypi litlu eða
engu vatni í gegn. Með tímanum,
milljónum ára, þéttast þessi hrauna-
mót.
Þessi þétting hefur gerst í basalt-
lögunum á Norður- og Austurlandi
en ekki ennþá í sunnlenska berginu.
Hér er um að ræða aldursmun sem
nemur milljónum ára. Öll jarðgöng á
Íslandi eru í norðlenska gamla blá-
grýtinu en samt hefur vatnsleki í
berginu oft valdið töfum og erfið-
leikum, nú síðast í göngunum fyrir
nýjustu virkjunina fyr-
ir austan.
Vatnsleysuströnd er
ekki lengur réttnefni,
þar fæst alls staðar
vatn ef borað er niður
að sjávarmáli.
Við skulum gera
okkur grein fyrir að
Vestmannaeyjar og allt
Suðurland austur að
Vatnajökli er á sunn-
lenska basaltsvæðinu,
boranir á Heimaey
sýna það. Það er því
engin ástæða til annars
en gera ráð fyrir að á milli lands og
Eyja séu öll hraunamót hriplek. Ég
leyfi mér því að efast um að hægt sé
að grafa göngin. Hér þýðir engin
óskhyggja, þótt bergið væri ekki
sprungið lóðrétt er það galopið á öll-
um hraunamótum og mundi kosta
offjár að reyna að þétta þann leka.
Munum að vinnan færi fram á nærri
100 metra dýpi undir opnu hafi allt
að tíu km frá þurru landi.
Ég trúi því ekki að nokkur verk-
taki, sem þekkir aðstæður, geri
bindandi tilboð á sama verði og fyrir
jarðgöng í eldgömlu bergi í útlönd-
um í gegnum fjöll á þurru landi. Þær
áætlanir sem ekki gera ráð fyrir
leku bergi eru ekki pappírsins virði.
Það hlýtur að vera algjör nauðsyn
að gera sér strax grein fyrir hvernig
á að halda göngunum þurrum á með-
an á verkinu stendur, bæði vegna
leka úr berginu og vegna sprungu,
sem gæti opnast í jarðskjálfta, þetta
er virkt jarðskjálftasvæði. Þarna
gæti orðið stórslys. Hvernig á að
koma í veg fyrir að göngin fyllist af
sjó á stuttum tíma?
Einhverjum gamansömum
náunga datt í hug að best væri að
bora göngin í gegnum eitthvert
hentugt fjall fyrir norðan og flytja
þau svo til Eyja. Lægstu áætlanir
um kostnað virðast því miður vera
miðaðar við þessa aðferð við borun,
en flutningskostnaður er ekki inni-
falinn í verðinu!
Í alvöru talað. Hættum að hugsa
um jarðgöng til Eyja næstu milljón
árin að minnsta kosti. Það tekur
milljónir ára að þétta bergið og það
gæti þá verið minni hætta á jarð-
skjálftum eða eldgosi. Hver veit?
Jarðgöng til Vestmannaeyja
– Í gegnum hvaða fjall
Ísleifur Jónsson fjallar um jarð-
gangagerð til Vestmannaeyja ’Þær áætlanir sem ekkigera ráð fyrir leku bergi
eru ekki pappírsins
virði.‘
Ísleifur Jónsson
Höfundur er verkfræðingur.
ÞAÐ hefur ekki farið fram hjá
neinum sem fylgist með þjóðmálum
að nú er komið að formannskjöri í
Samfylkingunni. Í
framboði eru tveir
hæfileikaríkir fram-
bjóðendur sem báðir
hafa mikla reynslu á
hinu pólitíska sviði.
Það er hlutverk flokks-
bundins Samfylking-
arfólks að velja for-
mann með
póstkosningu í sam-
ræmi við lög flokksins
og enginn annar flokk-
ur á Íslandi viðhefur
svo lýðræðislega að-
ferð við val á fólki til
forystu.
Barátta formannsefnanna hefur að
mestu verið málefnaleg þó að ein-
stökum stuðningsmönnum hafi
kannski hlaupið heldur mikið kapp í
kinn í stuðningi sínum við sinn mann
eða konu og vonandi tekst að halda
baráttunni á málefnalegum nótum
allt til enda hennar. Ég verð að játa
að mér brá þegar ég sá í kvöld-
fréttum að farið hafði verið með lista
í grunnskóla og heill 10. bekkur
gengið í Samfylkinguna undir yf-
irskriftinni „Burt með Ingibjörgu
Sólrúnu“. Vonandi er þarna um ein-
angrað atvik að ræða og að slík smöl-
un á börnum hafi ekki viðgengist
víða, slík vinnubrögð eru
ekki til marks um virð-
ingu fyrir flokknum eða
metnað fyrir hans hönd.
Ingibjörg getur náð
flokknum lengra
Ég hef tekið ákvörð-
un um að kjósa Ingi-
björgu Sólrúnu Gísla-
dóttur sem næsta
formann Samfylking-
arinnar og tel að það
muni fleyta Samfylking-
unni lengra í næstu
kosningum ef hún verð-
ur formaður flokksins. Ég tel einnig
að reynsla hennar við að leiða farsælt
meirihlutastarf í Reykjavík muni
gagnast okkur vel þegar kemur að
því að taka við stjórnartaumunum
eftir næstu kosningar.
Andstæðingar flokksins eiga
ekki að ráða niðurstöðunni
Það hefur vakið athygli mína
hversu mjög andstæðingar Samfylk-
ingarinnar hafa hert áróðursstríð sitt
gegn Ingibjörgu eftir því sem for-
mannskjörið hefur nálgast og mér
hefur þótt nóg um hversu hart þeir
hafa gengið fram í þeim ásetningi
sínum að hafa áhrif á kjör sem ein-
ungis Samfylkingarfólk á að taka
þátt í. Við sem höfum kosningarétt í
þessu formannskjöri megum ekki
láta áróður andstæðinga okkar í póli-
tík rugla okkur í ríminu, heldur verð-
um að velja formann með framtíð-
arhagsmuni jafnaðarmanna í huga.
Starf Framtíðarhóps
er til fyrirmyndar
Ingibjörg Sólrún hefur leitt starf
Framtíðarhóps Samfylkingarinnar
og þar fer fram merkileg tilraun til að
sem flestir geti komið að stefnumót-
un flokksins til framtíðar. Það hefur
vakið athygli mína að þrátt fyrir að
hópurinn hafi minni tíma en áður var
ætlað til að klára sitt starf, vegna
flýtingar á landsfundi, þá hefur hún
ekki látið neinn bilbug á sér finna og
tekist að laða fram mikla og fram-
sækna vinnu hjá þeim flokksmönnum
sem að starfinu koma á þessu stigi
þannig að takast megi að standa við
þá ætlan að kynna áherslur til fram-
tíðar á landsfundinum í maí. Þrátt
fyrir að hafa unnið lengi í pólitík hef
ég ekki tekið þátt í eins opinni og lýð-
ræðislegri stefnumótun fyrr.
Ingibjörg framtíðarleiðtogi
jafnaðarmanna
Reynsla mín af samstarfi við Ingi-
björgu í vinnu Framtíðarhópsins hef-
ur enn styrkt mig í þeirri trú að í
henni fari framtíðarleiðtogi okkar
jafnaðarmanna. Ég tel að nú sé kom-
ið að því að gera hana aftur að því
forsætisráðherraefni sem hún áður
var, með því að gera hana að for-
manni Samfylkingarinnar. Að end-
ingu vil ég hvetja alla þá sem hafa
kosningarétt í formannskjörinu til að
nýta þann rétt sinn og vona að nið-
urstaðan verði sem eindregnust
þannig að nýkjörinn formaður hafi
sem mestan stuðning flokksmanna til
starfans.
Ingibjörgu Sólrúnu til forystu
Jón Gunnarsson fjallar um for-
mannskjör Samfylkingarinnar ’Veljum formannSamfylkingarinnar
með framtíðarhags-
muni flokksins að
leiðarljósi.‘
Jón Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður
Samfylkingar í Suðurkjördæmi.
Dr. Sigríður Halldórsdóttir:
Skerum upp herör gegn heimilis-
ofbeldi og kortleggjum þennan
falda glæp og ræðum vandamálið í
hel.
Svava Björnsdóttir: Til þess að
minnka kynferðisofbeldi þurfa
landsmenn að fyrirbyggja að það
gerist. Forvarnir gerast með
fræðslu almennings.
Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð-
isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir
allt, verið til fyrirmyndar og á að
vera það áfram.“
Pétur Steinn Guðmundsson:
„Þær hömlur sem settar eru á bíla-
leigur eru ekki í neinu samræmi
við áður gefnar yfirlýsingar fram-
kvæmdavaldsins, um að skapa
betra umhverfi fyrir bílaleig-
urnar.“
Guðmundur Hafsteinsson:
„Langbesti kosturinn í stöðunni er
að láta TR ganga inn í LHÍ og þar
verði höfuðstaður framhalds- og
háskólanáms í tónlist í landinu.“
Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein
af þeim sem heyrði ekki bankið
þegar vágesturinn kom í heim-
sókn.“
Vilhjálmur Eyþórsson: „For-
ystumennirnir eru undantekning-
arlítið menntamenn og af góðu
fólki komnir eins og allir þeir, sem
gerast fjöldamorðingjar af hug-
sjón. Afleiðingar þessarar auglýs-
ingar gætu því komið á óvart.“
Jakob Björnsson: „Mannkynið
þarf fremur á leiðsögn að halda í
þeirri list að þola góða daga en á
helvítisprédikunum á valdi óttans
eins og á galdrabrennuöldinni.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar