Morgunblaðið - 28.04.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 28.04.2005, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIR nokkru hófu Sjá ehf. og Öryrkjabandalag Íslands samstarf um vottun á aðgengi heimasíðna. Var gengið út frá alþjóðlegum staðli sem hefur verið notaður um nokkurt skeið. Auk þess var þróaður sérstakur spurningarlisti sem tengdist íslenskum að- stæðum og fleiri fötl- unum en getið er um í áður nefndum staðli. Var myndaður hópur einstaklinga úr hópi blindra, heyrnarlausra, lesblindra, þroska- heftra og daufblindra og ýmsum atriðum bætt við staðalinn í samræmi við svör þátt- takenda. Markmið samstarfs Öryrkja- bandalagsins og Sjá ehf. er að stuðla að bættu aðgengi fatlaðra að heima- síðum. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að bætt aðgengi fatlaðra þýðir um leið bætt aðgengi annarra. Í desember síðastliðnum var fyrsta heimasíðan vottuð og reið Ís- landsbanki fyrstur á vaðið. Á vegum bankans var unnið mikið starf að að- gengismálum og netbanki Íslands- banka sérstaklega hannaður með að- gengi í huga. Tölvumenn bankans voru í nánu samstarfi við erlenda framleiðendur hugbúnaðar fyrir blinda og sjónskerta og komu með ýmsar hugmyndir um breytingar og úrbætur hugbúnaðarins til þess að svara betur kröfum notenda. Úr þessu urðu farsælar framfarir sem nýtast bæði notendum og veitendum þjónustunnar. Næstur í röðinni til þess að hljóta vottun varð vefur Strætó. Reykja- nesbær er hinn þriðji sem hlýtur vottun fyrir aðgengilegan vef. Rétt er að taka fram að Stjórn- arráð Íslands gekk á undan með góðu fordæmi og er vefur ráðuneyt- anna að mestu leyti aðgengilegur. Einnig hefur Morgunblaðið lagt ríka áherslu á aðgengi að vef sínum og er eina fyrirtækið sem Öryrkjabanda- lag Íslands hefur veitt viðurkenn- ingu. Sker vefur Morgunblaðsins sig úr vefjum annarra fjölmiðla hér á landi. En hvað felst í aðgengi að heima- síðum? Aðgengið felst í því að efni á heimasíðum sé sett fram með skýr- um og markvissum hætti. Myndir sem notaðar eru sem tenglar skulu jafnan vera með texta sem lýsir þeim og er um leið krækja sem hægt er að smella á. Þannig veit blindur notandi að hér er um mynd að ræða og hvað er á myndinni. Um leið veit hann að þetta er krækja á ákveðna slóð. Í framtíðinni verða vefir þannig úr garði gerðir að heyrnarlausir geti einnig nýtt sér þá í ríkara mæli en nú. Verður þá táknmáls- viðmót sett inn á vefina þannig að heyrnar- lausir geti lesið upplýs- ingar á sínu eigin tungumáli. Nú sækjast stofnanir og fyrirtæki eftir því að ná til sem flestra með auglýsingum sínum og þjónustu. Þannig hefur nú almenningur aðgang að hvers kyns upplýsingum á vegum fyr- irtækja, stofnana, samtaka og sveit- arfélaga. Hver sá er býður fram þjónustu sína á vefnum, ætti að hafa í huga að upplýsingarnar séu aðgengi- legar öllum en ekki einungis sumum. Það ætti að gilda jafnt um opinberar stofnanir sem einkaaðila. Fyrir nokkru þurfti Öryrkja- bandalag Íslands að skipuleggja kvöldverð fyrir erlendan hóp. Und- irritaður hringdi á veitingastað nokk- urn til þess að leita eftir upplýsingum um matseðil. Var honum bent á vef veitingastaðarins. Þegar vefurinn var skoðaður kom í ljós að þar voru einungis myndir af matseðlinum, enginn texti. Undirritaður leitaði því á vef Hótels Holts. Þótt sá vefur sé ekki að öllu leyti til fyrirmyndar um aðgengi tókst þó að finna matseðil og varð því Holtið fyrir valinu. Svona hljóta neytendur að hugsa og á það jafnt við um þjónustu fyr- irtækja sem sveitarfélaga. Aðgengi- legar upplýsingar um þjónustu sveit- arfélaga hljóta að laða almenning til samstarfs við sveitarstjórnir og auka gagnkvæm samskipti. Aðgengilegum vefsíðum hér á landi fjölgar nú óðum. Íslensk stjórn- völd hafa sett sér það mark að auka aðgengi að upplýsingum og eru fatl- aðir sérstaklega teknir þar sem dæmi. Aðgengi allra að hvers kyns upplýsingum ætti að verða hugsjón Íslendinga sem vilja og ætla sér að verða í fremstu röð á þessu sviði á meðal þjóða heims. Þeim sem þurfa á sérhæfðum tölvubúnaði að halda fjölgar nú óðum. Þegar aldurinn fær- ist yfir skerðast gjarnan sjón og heyrn. Flestir landsmenn hafa nú að- gang að tölvum og þeir, sem daprast sýn, vilja halda áfram að nýta sér kosti tölvuvæðingarinnar. Í mark- aðssamfélagi nútímans komast stjórnvöld og fyrirtæki ekki hjá því að líta til þessa hóps sem vaxandi fjölda viðskiptavina. Þeir, sem þjóna ekki hagsmunum hans, hljóta því að verða undir í samkeppninni. Aðgengi er því eitt af lykilatriðum velgengni þjónustu einkafyrirtækja og opin- berra stofnana. Vottun á aðgengi vefsíðna Arnþór Helgason fjallar um aðgengi fatlaðra að vefsíðum ’Markmið samstarfsÖryrkjabandalagsins og Sjá ehf. er að stuðla að bættu aðgengi fatlaðra að vefsíðum.‘ Arnþór Helgason Höfundur er framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. ÞANNIG hljóðaði fyrirsögn á grein í Mogganum fyrripartinn í febrúar. Í þessari grein ræðir Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir við Þorkel Helgason um raforkuöflun og raforkumál. Telst svona spurning vera réttmæt þegar um fleiri valkosti er vissulega að ræða, þótt aðrir séu ekki eins hag- kvæmir sem stendur? Vindorkuna þekkir hvert manns- barn í landinu, allt frá blíðasta and- vara til ofsaroks. Þótt vindurinn sé ekki viðvarandi er hægt að nýta hann í samspili við uppistöðulón virkjana, á þann hátt að minnka vatnsrennslið í gegnum raforkuverin þegar vindur blæs. Þannig má ætla að hægt væri að halda vatnshæð lón- anna í fullri hæð allt árið svo losna mætti við leirfok úr þurrum lón- stæðum. Þannig mætti einnig hugsa sér samspil sjávarfalla og uppistöðu- lóna. Leirfokið er alvörumál sem taka verður á. Síðan væri hugsanlegur kostur að taka meira afl út úr þeim virkjunum sem hafa lón á bak við sig, svo fram- arlega sem aðrennslisgöng og fall- pípur leyfa. Vísindamenn hafa spáð hlýnun á norðurhveli jarðar nú um nokkurt skeið og margir ætla að áhrifa sé þegar farið að gæta í þá veru. Ef sú verður raunin erum við í vondum málum hvað Kára- hnjúkalónið varðar. Alvarlegar blikur Við aukna leysingu þrýstist vatnið undir jökulinn og hann tekur að lyft- ast og skríða fram eins og risaýtu- tönn sem engu eirir. Þá er hætt við að lónstæðið verði ekki lengi að fyll- ast. Með vaxandi aurburði í lónið fer ekki hjá því að nota verður mikið vatn til skolunar jarðefna í gegnum botnrásina. Í slíkum tilfellum gætu vindorkuverin nýst þannig að meira vatni mætti fórna til hreinsunar í gegnum botnrásina. Þessi hreins- unarmál gætu orðið svo alvarleg að við neyddumst jafnvel til að ná í vatn til Jökulsár á Fjöllum vegna skuld- bindinga við Fjarðarál. Að fá aur í leiðiskóflur og vatnshjól er háalvar- legt mál því núningsslitið á slit- flötum vex með öðru veldi af fallhæð- inni. Staðsetning vindorkuvera er mik- ið nákvæmnisverk sem krefst mik- illa vindmælinga víða um land, þar sem tillit verður að taka til sjón- mengunar og hagkvæmni í flutningi orkunnar. Á veturna er orkan alla- jafna verðmætust og þótt stillur ríki oft á þeim árstíma yfir landinu getur víða verið töluverður kuldapúðrandi, einkanlega þar sem og þegar kalt loft streymir ofan af hálendinu niður á lægri svæði. Á sumrin mætti hugsa sér að nýta innlagnir, þ.e. þekkt haf- golusvæði. Af tvennu illu Betra er að nýta tímabundið hvert ár skolunarvatn frá Jökulsá á Fjöllum, þó um þjóðgarðsvatn sé að ræða. Upp geta komið svo alvarleg vanda- mál að ekki verði komist hjá því að brjóta lög og reglur. Vatnið má nýta þegar fáir sakna þess eða kannski öngvir. Það er betri kostur en að gera Langasjó að einu jökullóninu enn, því sú viðbótarorka sem með því fæst frá Þjórsársvæðinu tryggir ekki orkuna frá Fljótsdalsvirkjun. Að ásælast sífellt nýjar, ósnortnar öræfaperlur til að nýta og leggja undir raforkuver hlýtur að jaðra við helgispjöll. Síðustu áratugi hafa orð- ið ótrúlegar tækniframfarir á flest- um sviðum og hugarfarsbreyting al- mennings hefur fylgt hratt í kjölfarið. Hverjum dytti t.d. í hug að virkja Skeiðsfoss og sökkva Stíflu í Fljótum í dag? Refurinn helgar sér land með því að hlandmerkja sér það en aðrir fara bara öðruvísi að. GESTUR GUÐMUNDSSON, Melabraut 7, Blönduósi. Jarðvarmi eða vatnsafl? Frá Gesti Guðmundssyni BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ var ánægju- legt að lesa grein Dags B. Eggerts- sonar, borgarfulltrúa, í Morgunblaðinu í gær um formanns- kjörið í Samfylking- unni. Þar upplýsir hann t.d. um að það gæti gerst að hann léti slag standa og slæist í lið með okkur vinstri mönnum við að byggja upp öfluga og sameinaða stjórn- málahreyfingu. Það er ánægjulegt. Það er orðið langt síðan Dagur lýsti því fyrst yfir að hann gæti hugsað sér að koma til liðs við okk- ur jafnaðarmenn. Segja má að Dagur hafi verið upp undir mannsaldur á leiðinni til okkar jafn- aðarmanna og er þetta ánægjuleg þró- un og gott að sjá að hann nálgast markið. Það var ánægjulegt fyrir 15 árum, fyrir 10 árum, fyrir 5 ár- um og er auðvitað enn þá ánægju- legt. Það er alltaf jafn ánægjulegt að Dagur skuli vera á leiðinni í slaginn fyrir stórum jafnaðar- mannaflokki. Líka núna þegar hann er að nálgast miðjan aldur. Stóru skrefin voru stigin fyrir nokkrum árum, t.d. með tilurð Samfylkingarinnar. Meðal annars á stofn- undi hennar þann 5. maí árið 2000. Við sem vorum á stofnfund- inum gleymum því aldrei. Það voru sögu- legir dagar og mörk- uðu þáttaskil í þróun mála á vinstri bakk- anum. Síðan þá hefur gengið á ýmsu og okk- ur tekist ágætlega til. Við erum á réttri leið með núverandi for- ystu. Ég vona hinsvegar að sú ánægjulega þró- un sem lýsti af grein Dags haldi áfram og hann komi til liðs við hreyfinguna. Hann er hjartanlega velkom- inn. Það er alltaf pláss fyrir góða menn. Ánægjuleg þróun Björgvin G. Sigurðsson svarar grein Dags B. Eggertssonar Björgvin G. Sigurðsson ’Dagur hefurupp undir mannsaldur verið á leiðinni til okkar jafn- aðarmanna og er það ánægju- leg þróun …‘ Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. ALLT frá upphafi skólastarfs árið 1961 hafa börn í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði þurft að sækja leikfimi fjarri skóla. Ýmist í íþrótta- húsið við Strandgötu sem sum sækja gang- andi eða í íþróttahúsið við Kaplakrika með rútubifreið. Til lengri tíma er þetta ástand óæskilegt og er nú tímabært að gera þar bragarbót á. Framkvæmdum við færslu Reykjanes- brautar upp fyrir kirkjugarð Hafnfirð- inga er nú að mestu lokið. Glæsilegt um- ferðarmannvirki er risið sem tengir íbúa- byggð Áslands og Set- bergs við miðbæ Hafn- arfjarðar. Þessi framkvæmd er til fyr- irmyndar og sýnir að hægt er að leysa á vandaðan hátt teng- ingu milli byggða- kjarna. Þegar breyt- ingarnar á svæðinu eru skoðaðar sést að mikið landsvæði hefur myndast milli nýju brautarinnar og byggðar í Kinnum og að Öldugötu. Þetta svæði gefur marga möguleika til að leysa hús- næðiseklu og auka útisvæði Öldu- túnsskóla. Tillögur hafa verið um að Kirkjugarðar Hafnarfjarðar fái svæðið að mestu en hugmynd mín er að skólalóð Öldutúnsskóla verði stækkuð í þessa átt og hluti af svæð- inu verði nýttur fyrir ungu kynslóð- ina sem er að vaxa úr grasi. Svæðið sem á gildandi skipulagi er merkt fyrirhuguðum leikskóla verði tengt lóð Öldutúnsskóla fyrir ofan efsta fjölbýlishúsið við Öldugötu. Undanfarin ár hefur þeirri skoðun vaxið fylgi að starfsemi grunnskóla og leikskóla eigi að tengjast meira og aukin samvinna verði milli þess- ara skólastiga. Í framtíðinni má bú- ast við að leikskólar verði hluti af skólakerfinu og með það í huga þarf tímanlega að huga að breytingum á skipulagi. Oft hefur verið of litlu svæði úthlutað til skólabygginga. Við búum hér við þau gæði og for- réttindi að hafa mikið landsvæði til ráðstöfunar og kosti þess eigum við að nýta m.a. til að huga vel að að- stöðu fyrir menntastofnanir í fram- tíðinni. Þær þurfa að hafa möguleika til að vaxa og þróast eftir þörfum á hverjum tíma. Það gerist of oft að ráðast þarf í mun kostnaðarsamari framkvæmdir en ella hefði þurft vegna skorts á fyrirhyggju í upphafi. Það þarf ekki að nýta öll opin svæði með byggingum og malbiki, opin svæði eru gæði sem við eigum að meta og nýta fyrir börn jafnt sem fullorðna. Þau eiga að vera hluti af því umhverfi sem við búum í og börn fái tækifæri á að kynnast og þrosk- ast í. Það er ljóst að Öldutúnsskóli þarf á meira landrými að halda til að upp- fylla þær skyldur sem til hans eru gerðar. Við eigum að nýta þetta tækifæri til að huga að þeirri að- stöðu sem við viljum búa börnum okkar. Með þeim möguleika að færa Öldugötu til norðurs og breyta hringtorginu sem tengir Öldugötu og Kaldárselsveg myndast stórt samfellt svæði sem tengst gæti núverandi skólalóð. Þar mætti reisa byggingu sem hýsti íþróttasal auk þess að leysa önnur húsnæðismál skólans eins og skort á stofum fyrir handmennt og betra bókasafni með góðri lesaðstöðu. Í dag er lítil aðstaða fyrir nemendur til að borða í skólanum miðað við kröfur til heilsdags- skóla og mætti gera hana betri. Aðstaða fyrir sam- komur og sýningar svo sem leiklist og tónlist er mjög lítil og þarf að bæta. Sérdeild fyrir eldri grunnskólanema í Hafnarfirði er rekin í Öldutúnsskóla og fjöldi barna þar og ásókn í deildina kallar nú þegar á aukið húsnæði. Að lokum má benda á að útiaðstöðu, leiksvæði, lóð og aðkomu að skól- anum má verulega bæta. Ég legg því til að bæjaryfirvöld standi fyrir hugmyndasamkeppni um til- lögur að nýtingu á þessu svæði fyrir byggingu á íþróttahúsi ásamt ann- arri aðstöðu sem foreldrar, kennarar og skólastjórn í Öldutúnsskóla telja nauðsynlega miðað við lög og kröfur um skólahald. Einnig að leitað verði eftir því hvernig hægt er að tengja leikskóla og grunnskólann saman bæði hvað varðar húsnæði og fag- lega samvinnu. Ennfremur þarf að huga að þeirri framtíðarsýn að tón- listarskóli verði rekinn innan veggja skólans. Það er nauðsynlegt að leita eftir nýjum aðferðum og þróa þær sem fyrir eru til að geta tekið fram- förum. Nú er tækifæri, nýtum það. Íþróttahús við Öldutúnsskóla Árni Sv. Mathiesen leggur fram tillögu um að lóð Öldutúnsskóla verði stækkuð Árni Sv. Mathiesen ’Tillögur hafaverið um að Kirkjugarðar Hafnarfjarðar fái svæðið að mestu en hug- mynd mín er að skólalóð Öldu- túnsskóla verði stækkuð í þessa átt …‘ Höfundur er varaformaður foreldrafélags Öldutúnsskóla. ❖ Opið virka daga 10-18 ❖ Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Föt fyrir allar konur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.