Morgunblaðið - 28.04.2005, Side 46

Morgunblaðið - 28.04.2005, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ið sín í svo stórum stíl, svo mikil vöxtum og ofhlaðin hljómflúri. Á það t.d. við hið fallega „Mín móð- ir“ sem virkaði mun betur í ein- faldari útgáfu á Eivöru. En svo eru það hin sem taka algjörum stakkaskiptum og springa hrein- lega út, þurftu greinilega á þess- um aukakrafti að halda. Bestu dæmin um það eru upphafslögin tvö; „Nú brennur tú í mær“ og „Rósufarið“, sem voru satt að segja ekkert sérlega rismikil á Kráku-plötunni, en eru hér al- gjörlega mögnuð í tilkomumiklum stórsveitaútsetningum sem minna á það sem meistarar stemmning- arinnar, kvikmyndahöfundarnir og útsetjararnir John Barry og Lalo Schifrin, gerðu manna best. Einn- ig koma hin gullfallegu „Om jag vågar“ og „Må solen alltid skina“ af Eivøru, ofsalega vel út sem tregafullar djassballöður; verða að nýjum og jafnvel enn áheyrilegri lögum. Það er einkar fróðlegt að heyra hina ótrúlega fjölhæfu Eivøru ÞAÐ má með sanni segja að Eivør Pálsdóttir sé leitandi tónlist- arkona. Hver plata sem hún gefur út er gerólík hinni fyrri og það er hrein un- un að fá að fylgjast með henni þreifa sig áfram um víðar lendur og næra einstaka hæfileika sína. Og framtakssöm er hún með afbrigðum og djörf. Fyrir jólin síð- ustu gaf hún út fína þjóðlaga- skotna plötu þar sem hún naut að- stoðar Kanadamannsins Bills Bournes og nú hefur hún gefið út plötu þar sem hún nýtur fulltingis Stórsveitar danska ríkisútvarpsins – hvorki meira né minna. Og til að gera langa sögu stutta þá gengur samstarfið að mestu leyti upp, einkum fyrir tilstuðlan Eivarar og ótrúlegrar söngraddar hennar og túlkunar. Stórsveitin leikur svo auðvitað á als oddi enda vart við öðru að búast því þar er fagmaður á hverju hljóðfæri. Lögin eru öll eftir Eivøru – utan nokkurra nettra forspila sem sam- in voru af Peter Jensen. Nær öll hafa komið út áður, flest af tveim- ur síðustu plötum hennar Eivør og Krákan. Þetta eru upp til hópa frábær lög, tilfinningaþrungnir ástaróðar samdir í alþýðlegri hefð, sem virðist eiga afar vel við Ei- vøru. Þegar saman koma svona sterk lög eftir hana kemur svo mjög skýrt í ljós hversu hæfur lagahöfundur hún er orðin, en það virðist svolítið gleymast í umræð- inni um það hversu góður túlkandi hún er. Ég hef sagt það áður og geri enn; hún þarf að gefa sér tóm til að rækta þennan hæfileika sinn, því þar felast töfrarnir fyrst og fremst, er hún túlkar sínar eigin tilfinningar, sína eigin hugsanir og reynslu. Eins og við mátti búast þá er samstarf Eivarar og Stórsveit- arinnar dönsku af djössuðum toga. Oft tekst vel til við að gæða lögin þessu nýja lífi, en ekki alltaf. Sum laga hennar eru hreinilega of við- kvæm og innileg til að þau fái not- spreyta sig á djasssöngnum með svo góðum árangri. Þá eru Garba- rek-legar tilraunir hennar með að tvinna saman djassinn – í þessu tilfelli stórsveitardjassinn – og þjóðlagastílinn sinn allrar athygli verðar, sbr. djössuðustu lög plöt- unnar „Lær með guð at liva“ og „Jeg vil mig herren love“, bræð- ingur sem hefðu örugglega fengið liðna meistara tilraunamennsk- unnar, Miles Davis og hans líka, til að klæja bæði í fingur og varir. Ekki verður heldur hjá komist að geta smekklegra og vel út- færðra umbúða, sem bera vott um þau vönduðu vinnubrögð sem höfð voru að leiðarljósi hér í hvívetna. Á heildina litið gengur þessi djarfa tilraun, þessi framandi sam- runi Eivarar og stórsveitarinnar, upp í flestum megindráttum; þökk sé frambærilegum lagasmíðum, glæsilegri spilamennsku, djörfum útsetningum og framúrskarandi túlkun Eivarar Pálsdóttur. Morgunblaðið/Þorkell „Það er einkar fróðlegt að heyra hina ótrúlega fjölhæfu Eivøru spreyta sig á djasssöngnum með svo góðum árangri,“ segir í umsögn um plötu Eivarar og Stórsveitar danska ríkisútvarpsins, Tröllabundin. Í stórum stíl TÓNLIST Íslenskar hljómplötur Samstarfsverkefni Eivarar Pálsdóttur og Stórsveit danska ríkisútvarpsins. Sveitin var skipuð 22 spilurum og lék undir stjórn Jesper Riis lög eftir Eivøru. Peter Jensen samdi þrjár prelúdur. Upptökur fóru fram hjá danska ríkisútvarpinu í mars 2004 og janúar 2005. Upptökum stjórnuðu Nikolaj Bentzon og Eivør Páls- dóttir. Útgefendur 12 Tónar, Cope Records og DR. Danish Radio Big Band & Eivør Pálsdóttir – Tröllabundin  Skarphéðinn Guðmundsson TÖKUR á hinni vinsælu framhalds- mynd Sjóræningja Karíbahafsins: Bölvun Svörtu perlunnar hafa valdið usla á eyjunni Dominica í Karíbahaf- inu. Charles Williams, höfuð Carib- ættbálksins, sem í eru alls um 3.500 manns, hefur hvatt fólk sitt til að sniðganga myndina því hún sýni for- feður þeirra ranglega sem mann- ætur. Senan sem um ræðir gerist um miðja myndina þegar persóna Johnny Depp, sjóræninginn Jack Sparrow, er látinn stikna yfir eldi. Williams hafði frá upphafi verið mótfallin því að myndin yrði tekin á eyjunni en félst á það af tillitssemi við ættfólk sitt sem leyst betur á það og fékk enda hlutverk í myndinni fyrir um 6 þúsund kr. á dag. Disney hefur sent frá sér yfirlýs- ingu vegna þessa. „Sjóræningjar Karíbahafsins: Dauðs manns kista er ævintýramynd full af gríni, róm- antík og ímynduðum atriðum úr hugarheimi handritshöfundanna. Við getum ekki gefið neitt upp um söguþráðinn en getum sagt að þær eyjar og ættbálkar sem koma fram í myndinni eru skálduð og felst í því engin tilvísun í ákveðinn hóp fólks.“ Myndin er sú fyrri af tveimur framhaldsmyndum sem verið er að kvikmynda samhliða í Karíbahafinu. Dauðs manns kista verður frumsýnd sumarið 2006 og búast má við því að þriðja myndin, sem enn hefur ekki hlotið nafn, verði sýnd árið 2007. Kvikmyndir | Tökur á framhaldsmynd Sjóræningja Karíbahafsins valda usla Grallarinn Jack Sparrow (Johnny Depp) verður léttsteiktur í framhalds- myndinni um sjóræningja Karíbahafsins, Dauðs manns kista. Ósætti um mannætusenu Leikkonurnarog vinkon- urnar Jennifer Aniston og Courtney Cox standa saman í gegnum súrt og sætt. Síðan að sambandsslit Aniston og Brad Pitt urðu opinber hefur Cox verið sem klettur í lífi leikkonunnar og það eina sem hefur haldið henni gangandi að sögn vina þeirra. Aniston hefur hug á að kaupa hús við hliðina á vinkonu sinni til að geta verið sem næst henni á þessum erfiðu tímum. Það verður því ekki langt fyrir þær að nálgast hvor aðra ef eitthvað bjátar á.    Poppdrottn-ingin Ma- donna hefur tek- ið að sér hlutverk í nýrri teiknimynd um Stígvélaða kött- inn. Myndin er byggð á persónu úr myndinni Shrek 2 en þar fór Antonio Band- eras á kostum sem Stígvélaði kött- urinn. Madonna hreifst mjög af leik Banderas í þeirri mynd og þessi nýja reynsla er, að sögn vinar söngkonunnar, kærkomið tæki- færi. Söngkonan er ekki óvön að stíga af sviðinu og reyna fyrir sér í öðru en söng. Barnabækur hennar hafa slegið í gegn og nú stendur einnig til að gera mynd byggða á bókinni Enska rósin. Þar mun hún einnig ljá persónu bókarinnar rödd sína. Fólk folk@mbl.is Heimsfrumsýnd 29. apríl Heimsfrumsýnd 29. apríl Miðasala opnar kl. 15.003 FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR! Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! f r i til r ! a a r r llv kj tryllir frá s rav ! WWW.BORGARBIO.IS Sýnd kl. 8 og 10. 30 B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 5.50 Síðustu sýn. Sýnd kl. 5.30 Magnaður spennutryllir T H E INTERPRETER Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS A FILM BY LOIS LETERRIER HÖRKU SPENNUMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA FEMME NIKITA Hann var alinn upp sem skepna og þjálfaður til að berjast. Nú þarf hann að berjast fyrir lífi sínu! Sýnd kl. 10 B.I 16 ÁRA FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR!I Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! kl. 6 og 8 B.I 16 ÁRA. Síðustu sýn. Sýnd kl. 10.15. bi. 16 ára Nýjasta meistaraverk Woody Allen Gagnrýnendur eru sammála um að þetta sé hans besta mynd í mörg ár. Mynd sem engin sannur kvikmyndaáhugamaður má missa af! Sýnd kl. 4 og 6. m. ísl tali Sýnd kl. 4 og 6. m. ensku tali Will Smith er Sýnd kl. 8 og 10.30.  ÓÖH DV Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. kl. 5.45, og 10.20. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20  HL MBL M.J. Kvikmyndir.com  B.B. Sjáðu Popptíví  VINSÆLASTA MYNDIN Í USA UM HELGINA EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.