Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 18
AÐ minnsta kosti 31 maður fórst í níu aðskildum árásum í norðurhluta Íraks í gær. Í Tuz Khurmatu féllu tólf þegar sprengja sprakk við veitingastað þar sem lífverðir aðstoðarforsætis- ráðherra Íraks sátu að snæðingi. Klukkustund síðar sprakk bíl- sprengja í Kirkuk sem banaði fjög- urra ára barni og særði ellefu. Í borginni Mosul var tveimur mótorhjólasprengjum beint að nýrri öryggissveit Íraka. Þar létu fimm manns lífið og þrettán særðust. Norður af Bagdad sprakk bíl- sprengja sem banaði háttsettum íröskum embættismanni og þremur lífvörðum hans. Auk þess féllu fimm aðrir í skot- árásum og fjögurra manna fjöl- skylda fórst er sprengja sprakk við vegkant þar sem fjölskyldan ók hjá. 47 látnir í flóðum í Kína Að minnsta kosti 47 manns hafa beðið bana í árstíðabundnum flóðum í Kína undanfarna daga, að því er kínverskir fjölmiðlar greindu frá í gær. 50 manna er saknað. Um 100.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Hunan-héraði í Mið-Kína. Mikið björgunarstarf stendur yfir en óttast er að tala lát- inna muni hækka. Á myndinni sjást íbúar bæjarins Nanning, sunnarlega í Kína, bjarga bifreið úr vatnavöxtunum þar. Lífstíðarfangelsi fyrir morð á opinberum ráðgjafa Ítalskur dómstóll dæmdi í gær fimm liðsmenn Rauðu herdeildanna í lífstíðarfangelsi fyrir að bana verkalýðsráðgjafanum Marco Biagi 19. mars 2002. Biagi var einn af höfundum til- lagna um breytingar á ítalskri vinnulöggjöf. Rauðu herdeildirnar, sem aðhyllast marxisma, lýstu morðinu á hendur sér í 26 síðna yf- irlýsingu sem birt var á Netinu. Þar sagði að Biagi hefði verið „líflátinn“ fyrir þátt sinn sem helsti málsvari breytinga á vinnulöggjöfinni sem miðuðu því að reyra launþega í fjötra „arðráns og kúgunar“. Annan rekur embættismann Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á mið- vikudag upp einum af helstu emb- ættismönnum sínum, Joseph Steph- anides. Ástæðan er „alvarlegt mis- ferli“ í meðferð samninga varð- andi áætlun SÞ um sölu Íraka á olíu í skiptum fyrir matvæli á árunum 1996- 2003. Stephani- des fékk fréttirn- ar í fyrradag og var þegar vikið úr starfi. Hann er þar með fyrsti starfsmaður SÞ sem er sagt upp vegna málsins. Talsmaður Kofi Annans sagði í gær að Stephanides væri ekki sak- aður um glæpsamlegt atferli, hér væri um að ræða vanrækslu í starfi. Stephanides er sakaður um að hafa hagrætt samningum þannig að þeir greiddu fyrir bresku fyrirtæki þannig að áætlunin um olíu fyrir matvæli yrði fyrirtækinu ábatasöm. Stephanides neitar ásökununum en hann hefur tvo mánuði til að áfrýja brottrekstrinum. 31 látinn í röð árása í Írak AP Joseph Stephanides 18 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LETTNESKA þingið lagði í gær blessun sína yfir stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins (ESB), aðeins degi eftir að hollenskir kjósendur höfnuðu stjórnarskránni með afgerandi hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var þar í landi. Þar með hafa tíu af tuttugu og fimm aðild- arríkjum ESB staðfest sáttmálann. Óvíst er hins vegar um afdrif hans eftir niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar í Hollandi því áður höfðu Frakkar einnig hafnað stjórnarskránni í atkvæða- greiðslu. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, flaug til Lúxemborgar í gær til neyðarfundar við Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra lands- ins, vegna niðurstöðunnar í Frakklandi og Hol- landi en Lúxemborg situr nú í forsæti ESB. Ríkir hálfgert upplausnarástand innan vébanda ESB vegna þeirrar stöðu sem nú er komin upp en öll aðildarríki ESB verða að staðfesta stjórn- arskrána eigi hún að ganga í gildi. Er ljóst að úrslitin í Frakklandi og Hollandi gætu í raun þýtt að stjórnarskráin sé úr sög- unni. Þessu vilja forsvarsmenn ESB þó ekki gang- ast við, a.m.k. ekki strax. „Þetta er hættuleg staða,“ sagði Juncker þó á miðvikudagskvöld eftir að úrslitin í Hollandi voru ljós. Sagði fréttamaður BBC, William Horsley, að Juncker hefði virst algerlega miður sín vegna úrslitanna og fréttaskýrendur í Brussel sögðu embættis- menn hjá ESB daufa í dálkinn. Þingheimur í Lettlandi lét hins vegar engan bilbug á sér finna og hélt sínu striki í gær, sam- þykkti stjórnarskrána með 71 atkvæði gegn 5. „Ótti setti strik í reikninginn í þjóðaratkvæða- greiðslunum í bæði Frakklandi og Hollandi,“ sagði Artis Pabriks, utanríkisráðherra Lett- lands, eftir atkvæðagreiðsluna í lettneska þinginu. „Við erum laus undan öllum ótta. Stjórnarskráin mun auka tækifæri okkar. Með því að segja já í dag viljum við senda öðrum ESB-ríkjum skilaboð um að þau geti lært af okkur,“ sagði hann. Hætt við þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi? Ekki er nauðsynlegt fyrir ráðamenn í ESB- ríkjunum að leggja stjórnarskrána í dóm kjós- enda í þjóðaratkvæðagreiðslu, nóg er að þjóð- þing landa samþykki hana líkt og gert var í Lettlandi. Í Frakklandi og í Hollandi var hins vegar ráðist í þjóðaratkvæðagreiðslur og þær eru ráðgerðar í fleiri löndum. 55% Frakka höfnuðu stjórnarskránni í kosn- ingum á sunnudag og á miðvikudag sögðu 61,6% hollenskra kjósenda einnig nei. Er sú niðurstaða mjög afgerandi þar sem kjörsókn var góð í Hol- landi, mun betri en spáð hafði verið, um 62%. Bretland tekur við forystu í ESB um næstu mánaðamót en þarlend yfirvöld hafa áður til- kynnt að þau hygðust halda þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrána á næsta ári. Þykja úrslitin í Hollandi hins vegar vekja upp spurn- ingar um það hvort af þeirri atkvæðagreiðslu verði nokkurn tímann, en sem kunnugt er hafa Bretar verið mjög á báðum áttum um Evrópu- samrunann og tóku m.a. ekki upp evruna, sam- eiginlegan gjaldmiðil ESB. Höfðu breskir miðlar eftir ónafngreindum embættismönnum í gær að Jack Straw utanrík- isráðherra myndi tilkynna breska þinginu eftir helgi að því yrði skotið á frest að leggja fram lagafrumvarpið sem þarf að hljóta samþykki til að hægt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, virtist vera að bregðast við þess- um fréttum frá Bretlandi þegar hann fór fram á það við leiðtoga ESB-ríkjanna í gær að þeir forðuðust allar „einhliða“ ákvarðanir um fram- haldið fram yfir leiðtogafund ESB sem ráðgerð- ur er í Brussel eftir tvær vikur. Sagði Barroso að menn ættu að vera varkárir í yfirlýsingum fram yfir fundinn í Brussel en þar verður rætt hvað til bragðs skuli taka. „Við stöndum frammi fyrir alvarlegum vanda en við verðum að halda áfram starfi okkar,“ hafði Barroso sagt í fyrra- kvöld. Kenna stjórnmálastéttinni um Hollenskir fjölmiðlar voru á einu máli um það í gær að við stjórnmálamenn landsins væri að sakast þegar skýringa væri leitað á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar á miðvikudag. „Úr- slitin sýna að það er mikið ósamræmi á milli þess sem stjórnmálaelítan sem hér ræður ríkj- um telur gott fyrir Holland og þess sem er efst í huga almennings sjálfs,“ sagði í leiðara við- skiptablaðsins Financieele Dagblad. „Úrslitin sýna þá gjá sem er milli kjósenda og stjórnmálastéttarinnar og eins og hún birtist í þessum kosninganiðurstöðum þá er hún vægast sagt djúp,“ sagði Trouw, kristilegt blað á vinstri vængnum. Sagði blaðið að úrslitin fælu ekki að- eins í sér höfnun stjórnarskrár ESB, „þau eru líka vendipunktur fyrir lýðræðið í landinu“. Neyðarviðræður um fram- tíð stjórnarskrárinnar Lettneska þingið samþykkti stjórnarskrána, degi eftir að hollenskir kjósendur höfnuðu henni með afgerandi hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu Reuters Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, ræðir við fréttamenn í Brussel í gær. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Gautaborg. Morgunblaðið. | Miklar umræður eru nú um hæfi dómara við Hæstarétt Svíþjóðar eftir að einn þeirra, Leif Thorsson, hefur verið fundinn sekur um vænd- iskaup en þarf ekki að láta af störfum. Forseti Hæstaréttarins, Bo Svensson, hefur opinberlega lýst andstöðu sinni við sænsku vændislöggjöfina sem er frá- brugðin löggjöf annarra landa að því leyti að hún fellir sök á kaup- anda vændis en ekki seljanda. Þessi sýn dómara á gildandi lög- gjöf er talin veikja stöðu Hæsta- réttarins til muna. Það var 31. mars sl. sem fyrst fréttist að hæstaréttardómari væri grunaður um vændiskaup. Í símanúmerabók ungs manns, sem rændi mann á fertugsaldri og sagði ástæðuna vera að sá síð- arnefndi skuldaði honum peninga, fannst m.a. nafn hæstaréttardóm- arans sem síðar viðurkenndi brot gegn lögum um bann við kaup á kynlífsþjónustu. Eftir að grunur féll á dómarann var hann leystur tímabundið frá störfum. Verður ríkisstjórn til ráðgjafar Thorsson var ekki ákærður en var gert að greiða sekt upp á 42.250 sænskar krónur eða um 400 þúsund íslenskar. Ákvörðun um hvort Thorsson fengi að halda dómarastöðu sinni var vísað til ríkislögmanns sem komst að því að brot hans væri ekki svo alvar- legt að hann þyrfti að láta af störfum. Thorsson óskaði sjálfur eftir því að starfa við Lagaráðið tímabundið í tvö ár frá og með næsta hausti og var það sam- þykkt. Lagaráðið er m.a. ráðgef- andi fyrir ríkisstjórnina við nýjar lagasetningar. Ríkislögmaður komst að því að brot Thorsson væri ekki næg ástæða fyrir því að svipta hann dómarastöðu en leggur áherslu á að brotlegt athæfi hjá dómara verði að líta alvarlegum augum þar sem þeir séu fyrirmyndir annarra. Ef um hefði verið að ræða endurtekin brot hefði úr- skurðurinn orðið annar, að því er fram kemur í Svenska Dagbladet. Dómarinn og tvítugi maðurinn komust í samband á Netinu og ákváðu að hittast. Ungi maðurinn hefur sagt við yfirheyrslur að hann hafi verið illa stæður og lif- að á lágum tekjum móður sinnar og ekki séð sér annað fært en að selja sig, að því er fram kemur í Svenska Dagbladet. Hann og dómarinn hittust fimm sinnum og fékk ungi maðurinn borgað fyrir hvert skipti. Dómarinn við- urkennir að hafa hitt manninn og borgað honum en ekki fyrir kyn- lífsþjónustu, heldur vegna þess að hann hafi verið peningaþurfi. Bo Svensson, forseti sænska hæstaréttarins, sagði í samtali við Dagens Nyheter að vændiskaup Leif Thorsson hefðu gefið honum „góða innsýn í efnið“ sem væri kostur í þessu starfi. Svensson sagði einnig að í dómarastarfinu væru margir ekkjumenn sem ættu erfitt með að lifa kynlífi og því næst vitnaði hann í ljóð eftir Gustaf Fröding þar sem að- alpersónan sér sig knúna til að kaupa vændi. Ummælin vöktu hörð viðbrögð hjá lesendum Dag- ens Nyheter og aðrir fjölmiðlar hafa einnig vitnað til þeirra. Margir hafa hvatt til afsagnar Bo Svensson. Hann hefur síðan sagst sjá mjög eftir ummælunum. „Það virðist ekki bara vera Leif Thorsson sem hefur aðra sýn [á lögin um kaup á kynlífsþjónustu] heldur dómarar almennt. Maður veltir fyrir sér hvaða afstöðu þeir hafa til annarra laga,“ segir Ing- er Segelström, Evrópuþingmaður jafnaðarmanna og fyrrverandi formaður kvennadeildar flokks- ins, í samtali við Svenska Dag- bladet. Spurning um trúverðugleika Að mati sænska Dómarafélags- ins ætti Leif Thorsson að segja af sér en 80% af starfandi dómurum í Svíþjóð eru í félaginu. Formað- ur félagsins, Rolf G. Larsson, segir við Aftonbladet að þetta sé Hæstaréttardómari sekur um Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@telia.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.