Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 22
Ljósmynd/Arnaldur
Í vísindatjaldinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
er hér í vísindatjaldinu ásamt nokkrum nemendum Langholtsskóla.
Laugardalur | Verkefninu Vísindin
snerta þig var hleypt af stokkunum í
í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í
gær. Efnt verður til fjölda viðburða í
sumar og haust af því tilefni en
markmiðið er að vekja almenning,
einkum ungt fólk, til meðvitundar
um hlut vísinda í lífi fólks og hvetja
ungmenni til að velta fyrir sér vís-
indum og rannsóknum sem framtíð-
arstarfi.
Að sögn Páls Vilhjálmssonar,
sviðsstjóra upplýsinga- og útgáfu-
sviðs Rannsóknamiðstöðvar Íslands,
verða fjölmargir viðburðir á dagskrá
tengdir verkefninu, s.s. ritgerða- og
stuttmyndasamkeppni, nærmyndir
verða dregnar upp af vísindamönn-
um í fjölmiðlum og boðið verður upp
á námskeið í bílskúrsgervigreind í
samstarfi við Háskólann í Reykjavík.
Orðið „bílskúrsgervigreind“ vísar
hér til þess að heimilistölvur eru not-
aðar til að vinna verkefni á sviði
gervigreindar í stað flókins tækja-
búnaðar.
Að verkefninu standa Rannís, auk
Háskólans í Reykjavík, Háskóla Ís-
lands, Fjölskyldu- og húsdýragarðs-
ins og fleiri aðila. Hægt er að nálgast
allar nánari upplýsingar um verk-
efnið á vefslóðinni: www.vis-
indi2005.is.
Vísindin í Húsdýragarðinum
22 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
SUÐURNES
Helguvík | Hitaveita Suðurnesja hef-
ur sótt um leyfi til iðnaðarráðuneyt-
isins til að rannsaka möguleika á
virkjun jarðgufu á þremur háhita-
svæðum í nágrenni Krýsuvíkur. Er
það gert vegna undirbúnings fyrir-
tækisins vegna orkuöflunar fyrir
hugsanlegt álver Norðuráls í Helgu-
vík. Könnun Norðuráls á Helguvík
miðast við byggingu álvers með allt
að 200 til 250 þúsund tonna fram-
leiðslugetu á ári en talið er að raf-
magn sem unnt er að framleiða úr
jarðgufu á Reykjanesskaganum geti
dugað til að knýja mun stærri verk-
smiðju.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar
bauð sveitarstjórnarmönnum á Suð-
urnesjum, nokkrum embættismönn-
um bæjarins, þingmönnum Suður-
kjördæmis, stjórnendum Hitaveitu
Suðurnesja, verkalýðsforingjum og
fleirum í kynnisferð á Grundartanga
og á Akranes. Þar kynntu stjórnend-
ur Norðuráls starfsemi fyrirtækisins
og hugmyndir um álver á Suðurnesj-
um og bæjarstjórinn á Akranesi
sagði frá áhrifum stóriðju á sam-
félagið. Ferðin var að sjálfsögðu far-
in í framhaldi af samningi Norðuráls,
Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suður-
nesja um könnun á möguleikum á
rekstri álvers í Helguvík.
Næg orka á
Reykjanesskaganum
Fram kom hjá Ragnari Guð-
mundssyni, framkvæmdastjóra fjár-
mála- og stjórnunarsviðs Norðuráls,
að aðstæður hefðu verið kannaðar
lauslega á fjórum stöðum vegna stað-
setningar álvers á Suðvesturlandi.
Höfnin í Grindavík væri of lítil og
hentaði ekki fyrir stóriðju og of dýrt
væri að stækka höfnina í Þorlákshöfn
til þessara nota. Ragnar sagði að
Keilisnes á Vatnsleysuströnd gæti
komið til greina en þar ætti eftir að
byggja stórskipahöfn sem væri dýr
framkvæmd. Hins vegar væri hægt
að nota Helguvíkurhöfn til að taka
við 60 þúsund lesta skipum án mikilla
breytinga.
Talið er að unnt sé að afla nægi-
legrar orku fyrir álverið í Helguvík
með gufuaflsvirkjunum á Reykjanes-
skaganum. Ragnar benti á að í
Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls
og jarðvarma kæmi fram að hugsan-
lega væru möguleikar á sex gufuafls-
virkjunum á Reykjanesi sem samtals
gæfu yfir 5000 gígavattstundir af raf-
orku á ári auk stækkunar virkjunar-
innar í Svartsengi. Myndi orkan
duga fyrir 350 þúsund tonna álver en
hugmyndir eru uppi um 200 til 250
þúsund tonna álver í Helguvík.
Hitaveita Suðurnesja er að byggja
100 megavatta virkjun á Reykjanesi
og hefur rannsóknarleyfi á Trölla-
dyngjusvæðinu. Hitaveitan og Orku-
veita Reykjavíkur sóttu sameigin-
lega um leyfi til iðnaðarráðuneytisins
til rannsókna í Brennisteinsfjöllum.
Umhverfisráðuneytið lagðist gegn
slíku leyfi en niðurstaða er ekki feng-
in í málið. Nú hefur Hitaveitan sótt
um rannsóknarleyfi fyrir þremur
virkjunum á háhitasvæðum í ná-
grenni Krýsuvíkur, þ.e. í Seltúni,
Sandfelli og Austurengjum. Gert er
ráð fyrir því að hver þessara virkjana
verði af svipaðri stærð og væntanleg
Reykjanesvirkjun. Tiltölulega stutt
er á milli svæðanna og er því hugs-
anlegt að hagkvæmt yrði að byggja
eina stóra virkjun og leiða þangað
gufuna frá hinum háhitasvæðunum.
Ragnar Guðmundsson taldi að það
ætti að vera hagkvæmt að nýta
orkuna á Reykjanesi fyrir álver í
Helguvík. Flutningsleiðir væru
stuttar. En hann bætti því við að
einnig gæti verið skynsamlegt að
leita samstarfs við fleiri orkuseljend-
ur, Landsvirkjun og Orkuveitu
Reykjavíkur. Hitaveita Suðurnesja
stendur í sinni mestu framkvæmd,
Reykjanesvirkjun, og ef hún hyggst
ráðast í fjórar til fimm slíkar virkj-
anir til viðbótar verður eflaust að
auka verulega hlutafé fyrirtækisins,
til að halda eðlilegu eiginfjárhlutfalli
og skapa traust lánastofnana. Eða
taka upp samvinnu við önnur orku-
fyrirtæki um þessi verkefni.
Erfitt getur verið að byggja há-
spennulínu frá aðveitustöðinni á Fitj-
um í Njarðvík að Helguvík vegna
þrengsla milli íbúðarbyggðar og
flugvallar og í samtali við Morgun-
blaðið segist Júlíus Jónsson, forstjóri
Hitaveitu Suðurnesja, gefa sér að
leggja verði línuna í jörðu eða sjó
þessa leið sem hann skýtur á að sé
nálægt fimm kílómetrum að lengd.
Segir hann að það sé vissulega mjög
dýrt. Hitaveitan hefur hafið viðræð-
ur við Landsnet um flutning raf-
magnsins frá hugsanlegum virkjun-
um.
Norðurál er nú að kanna umhverf-
isáhrif álvers við Helguvík. Ragnar
sýndi sveitarstjórnarmönnunum
mynd af þynningarsvæði mengunar-
efna ef 460 tonna álverið yrði flutt í
heilu lagi úr Straumsvík og sett niður
rétt norðan við Helguvíkurhöfn. Þótt
álverið yrði nálægt byggð í Keflavík
myndi mengunin ekki ná þangað,
samkvæmt því dæmi. Miðast það að
sjálfsögðu við aðstæður í Hafnarfirði
og tók Ragnar fram að þynningar-
svæðið réðist af veðri og vindum á
þeim stað sem álveri yrði valinn stað-
ur. Heyrðist þá frá einum fundar-
manni að loksins myndi rokið á Suð-
urnesjum koma sér vel.
Tryggja þarf umhverfismálin
Fram kom hjá stjórnendum Norð-
uráls að reynslan frá Grundartanga
sýndi að álver gæti farið ágætlega
saman við aðra iðnstarfsemi sem fyr-
irhuguð er í Helguvík enda þyrfti
slíkt stórfyrirtæki margs konar þjón-
ustu sem keypt væri af verktökum.
Suðurnesjamenn skoðuðu álver Norðuráls á Grundartanga og kynntu sér reynslu Akurnesinga
HS sækir um leyfi til
rannsókna í Krýsuvík
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Í álverinu Norðurál stefnir að því að fjölga konum í starfsmannahópnum
upp í 25%. Hér eru sex Suðurnesjakonur í heimsókn í álverinu fyrr í vik-
unni, f.v. Guðbjörg Jóhannsdóttir, Hjördís Árnadóttir, Sigríður Jóna Jó-
hannesdóttir, Björk Guðjónsdóttir og Sveindís Valdimarsdóttir.
I% !
&
#
0
.
+'
*
/
*
.
*
! " !"
" # 0
'
'%
.
1
+
&'!( #!
2 ' 1
!
$
%
$
#
$
$1
4
&
#
% &
$ $ ' '
: . %
! 0
' 3
! "
'#
!
( )(%*
)*$% +
"
$$, - $
Hafnarfjörður | Ratleikur Hafnarfjarðar hefur hafið
göngu sína 10. sumarið í röð. Ratleikurinn er útivist-
arleikur sem gengur út á að finna ratleiksspjöld með
hjálp ratleikskorts og frekari vísbendinga. Ratleiks-
kortið er ókeypis og er hægt að nálgast það í Þjón-
ustuveri Hafnarfjarðar, á sundstöðum á höfuðborgar-
svæðinu og víðar.
Á spjöldunum eru bókstafir og tölustafir og sýna
þátttakendur fram á að þeir hafi fundið viðkomandi
spjald með því að skrifa stafi inn á lausnarblað sem
fylgir kortinu. Í ratleiknum er nú í fyrsta sinn boðið upp
á nokkra styrkleikaflokka: Léttfeta, Göngugarp og
Þrautakóng, allt eftir fjölda spjalda sem þátttakendur
leita að.
Þegar þátttakendur í ratleiknum hafa fundið tiltekinn
fjölda spjalda miðað við styrkleikaflokk skal lausnablaði
skilað til Þjónustuvers Hafnarfjarðar, Strandgötu 6. Öll
lausnarblöð þurfa að hafa borist 19. september nk.
Þema leiksins í ár eru hellar, skútar og fylgsni.
Upphafsmaður leiksins hér á landi er Pétur Sigurðs-
son útivistarkappi sem kynntist svipuðum leik í Noregi.
Í tilkynningu frá forsvarsmönnum Hafnarfjarðarbæjar
segir að ekki þurfi í þessum leik að keppa við tímann og
því sé tilvalið að krydda gönguferðir fjölskyldunnar með
þátttöku í leiknum.
Jónatan Garðarsson hefur tekið saman fróðleiksmola
sem tengjast felustöðum ratleiksspjaldanna og einnig
eru á kortinu í ár fimm númeraðar gönguleiðir.
Hellar og fylgsni þema sumarsins
Grafarvogur | Íþróttafélagið Fjölnir stóð fyrir Fjölnisdögum í vikunni þeg-
ar krökkum úr fjórða og fimmta bekk grunnskóla var boðið að koma og
prófa ýmsar íþróttir hjá félaginu. Dagarnir fóru fram í Egilshöll og
Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi og var boðið upp á að kynnast íþróttum
eins og körfubolta, handbolta, karate, tae kwon do, tennis, sundi, fótbolta,
frjálsíþróttum og fimleikum.
Þessi ungi verðandi Fjölnismaður spreytti sig á tvíránni með dyggri að-
stoð fimleikastúlku úr Fjölni. Ekki var annað að sjá en að einbeitnin skini
úr augum hans þegar hann undirbjó stökkið.
Tvíráin prófuð
Morgunblaðið/Eyþór