Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 53 DAGBÓK Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 13–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, fótaað- gerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14–14.45 söng- stund, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist spiluð í kvöld, föstudag kl 20.30, í Gjábakka. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Ferð á vegum FEBK á Rangárvelli og Njáluslóðir föstudag- inn 10. júní. Farið frá Gjábakka kl. 09.00 og Gullsmára kl. 09.15. Ekinn Landvegur að Galtalæk, Hraunteig, Þingskálum, Gunnarssteinn, Keldur. Matur að Hlíðarenda/ Hvolsvelli – ek- inn Fljótshlíðarhringur, Oddi. Skrán- ingarlistar í félagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Ferð um Vestfirði 1.–6. júlí, dagsferð um Rangárvelli, Njáluslóðir, 9. júní. Skráning á skrifstofu félagsins í síma 588 2111. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Þjóðhátíð í Gullsmára. Það stendur til að vera með grillveislu í Gullsmára í hádeginu 16. júní. Þeir sem hafa áhuga á að vera með vinsamlegast skrái sig fyrir 6. júní á töflu eða í síma 564 5260. Harmonikkuspil og dans á eftir. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Garðaberg er opið frá 12.30 til 16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar án leiðsagn- ar. Kl. 10.30 létt ganga um nágrenn- ið. Frá hádegi spilasalur opinn. Kvennahlaup ÍSÍ laugard. 11. júní. Lagt af stað frá Gerðubergi kl. 11. Skráning hafin á staðnum og í síma 575 7720. Furugerði 1 | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun. Kl. 14 sagan, kaffi kl. 15. Furugerði 1 | Kl. 9 aðstoð við böðun, kl. 14 sagan, kaffiveitingar kl. 15. Hraunbær 105 | Kl. 9 baðþjónusta, útskurður, hárgreiðsla, fótaaðgerð, kl. 10 pútt, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 bókabíll, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.30. Brids kl. 13. Seldir miðar í Hvalfjarðarferðina kl. 13–16. Hvassaleiti 56–58 | Böðun virka daga fyrir hádegi. Hádegisverður. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Betri stofa og Listasmiðja kl. 9–16. Frjáls handa- vinna og myndlist. Gönuhlaup kl. 9.30. Brids kl. 13.30. Skráning í hópa og námskeið fyrir haustönn. Hár- greiðslustofa kl. 9–12 sími 568 3139. Upplýsingar í síma 568 3132. Norðurbrún 1, | Kl. 9 opin hárgreiðlu- stofa, kl. 9–12 myndlist, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7 | Kl 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 handavinna. Kl. 11.45–12.45 hádegis- verður. Kl. 13:30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs, kl. 14.30– 16.00 dansað í kaffitímanum við lagaval Sigvalda, gott með kaffinu . Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, leikfimi kl. 10.00, hárgreiðsla, fótaaðgerðir og böðun, bingó kl. 13.30. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins, samkoma kl. 20.00. Ræðum. Glenn Kaiser. Lof- gjörðin er í höndum Glenn Kaiser Band. Allir velkomnir. www.filo.is. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Listahátíð í Reykjavík Dagskráin í dag Ýmir kl. 20:00 Tónleikar með Garth Knox víóluleikara og víóluleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Ís- lands verða á Listahátíð í samvinnu við Víólufélag Íslands. Á tónleikunum verða m.a. frumflutt ný verk eftir Daníel Bjarna- son, Hafliða Hallgrímsson og Garth Knox. Tónleikarnir eru hluti af fjögurra daga al- þjóðlegri víóluráðstefnu sem Víólufélag Ís- lands stendur fyrir dagana 2. til 5. júní. Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar 1. - 16. júní Kl. 19.30 Opnunarkvöld Gamla bókasafnsins við Mjósund. Gamla bókasafnið mun eins og fyrri ár taka virkan þátt í Björt- um dögum og hefst dagskrá þar með Jazzkvöldi. Fram koma Kristjana Stefánsdóttir, Stór- sveit tónlistarskóla Hafnar- fjarðar, Djangó band, Norton, FÍH-samspil og UHU. Kl. 20:00 Opnun sýningar KFL group í Gamla Kaupfélagshús- inu, Strandgötu 28. Sýningin stendur til 23. júní og er opið alla daga frá 14-18. Aðgangur ókeypis. Kl. 20:00 Móðir mín Dóttir mín. Nýtt íslenskt leikverk. Bjartir dagar TÓNLISTARSKÓLI Borgarfjarðar útskrifar tvo söng- nemendur með áttunda stig nú í vor. Það eru Ásdís Har- aldsdóttir sópran og Auðbjörg Agnes Gunnarsdóttir mezzósópran. Tónleikarnir verða í Salnum Kópavogi í dag kl. 18:00. Ásdís Haraldsdóttir stundaði söngnám við Tónlistar- skóla Borgarfjarðar frá árinu 2000 og hefur Dagrún Hjartardóttir verið kennari hennar frá upphafi, að undanskildum einum vetri er Dagný Jónsdóttir kenndi henni. Ásdís hefur tekið þátt í söngnámskeiðum hjá Mar- iu Teresu Uribe og Paul Farrington. Hún syngur með Kammerkór Vesturlands auk þess sem hún hefur sungið einsöng við ýmis tækifæri. Auðbjörg Agnes Gunnarsdóttir stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík hjá Sigrúnu Andrésdóttur og við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem söngkennari hennar var Sieglinde Kahman. Haustið 2002 hóf Agnes söngnám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar þar sem Dag- rún Hjartardóttir hefur verið kennari hennar. Hún syng- ur með Kammerkór Vesturlands og hefur sungið ein- söng við ýmis tækifæri. Meðleikari á tónleikunum er Zsuzsanna Budai. Auðbjörg Agnes Gunnarsdóttir og Ásdís Haraldsdóttir. Útskriftartónleikar Ásdísar og Auðbjargar haldnir í Salnum ÁSTÞÓR Jóhannsson opnar sýn- ingu á vatnslitamyndum í Norska húsinu Stykkishólmi á morgun kl. 15. Ástþór er grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands. Hann hefur unnið við hönn- un og hugmyndavinnu í tengslum við ímyndar- og markaðsstarf ým- issa fyrirtækja undanfarna tvo áratugi. Ástþór býr á Snæfellsnesi og starfar þar sem bóndi og sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður. Hann var formaður Félags Ís- lenskra teiknara á árunum 1999 – 2004. Verkin á sýningunni í Norska húsinu eru unnin á síðustu tveimur árum. Sýningin heitir „Horfnir veður- vitar.“ Þar verða sýnd 40 verk sem unnin eru upp úr lýsingum á for- ystufénaði úr safni Ásgeirs Jóns- sonar frá Gottorp. Á opnunardag- inn leikur Sigurður Halldórsson sellóleikari verk eftir íslensk tón- skáld. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11.00 til 17.00, á opnunartíma Norska hússins og stendur sýning- in til 26. júní nk. „Horfnir veðurvitar“ Nákvæmni. Norður ♠Á53 ♥ÁD ♦ÁK8642 ♣62 Vestur Austur ♠84 ♠KD97 ♥G9863 ♥7542 ♦D953 ♦G ♣43 ♣Á1098 Suður ♠G1062 ♥K10 ♦107 ♣KDG75 Suður verður sagnhafi í þremur gröndum og fær út smátt hjarta. Hvernig er best að spila? Markmið sagnhafa er að samnýta sem best möguleikana í láglitunum. Hann þarf alltaf minnst einn slag á lauf, svo það virðist rökrétt byrjun að taka fyrsta slaginn á hjartaás (til að eiga innkomu á kónginn heima) og spila laufi á kóng. Ef vestur á laufás og drepur, verður laufið að falla 3-3, en ef austur er með laufásinn getur sagnhafi snúið sér að tíglinum og tryggt sér þar fimm slagi þegar lit- urinn brotnar 3-2. Þetta er góð áætlun, en ekki alveg nógu nákvæm. Betra er að taka á tígulásinn í öðrum slag og henda tí- unni undir ef austur fylgir með drottn- ingu, gosa eða níu. Spila svo laufi á kóng og tígli að blindum með því hug- arfari að yfirdrepa sjöuna með áttu ef vestur dúkkar. Eins og legan er fer spilið fer niður ef sagnhafi „gleymir“ að leggja niður tígulásinn í öðrum slag. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Í KVÖLD kl. 20 verður mikið um að vera í Gamla Kaupfélagshúsinu í Hafnarfirði en þar opnar sýning í tengslum við Bjarta daga sem standa yfir í Hafnarfirði. Að sögn Jóhönnu Helgu Þorkels- dóttur, sem er með verk á sýning- unni, er áhersla lögð á gleði, sumar og fjölbreytileika hjá listamönn- unum sem taka þátt. Þeir eru á öll- um aldri og koma alls staðar að en Jóhanna Helga segir að hugmyndin að sýningunni hafi kviknað hjá Ólöfu Björgu Björnsdóttur sem titl- uð er kaupfélagsstýra hjá hópnum. Hópurinn, sem kallar sig KFL Group, er stór og alls sýna 27 lista- menn verk sín á sýningunni. Þar verða til dæmis málverk, skúlptúr- verk, gjörningar og fleira. „Hópur- inn ætlar sér að búa til eins konar nýtt kaupfélag í gamla kaupfélag- inu,“ segir Jóhanna Helga um sýn- inguna. Auk myndlistar verða á boðstól- um hljómsveitirnar Glampar og Úlpa. Lúðrasveit Hafnarfjarðar tekur á móti gestum og dansararnir Valgerður Rúnarsdóttir og Halla Ólafsdóttir sýna spunadansverk. Listamenn sem sýna verk sín kalla sig KFL Group og eru: Ólöf Björg Björnsdóttir kaupfélags- stýra, Margrét M. Norðdahl, Jó- hanna Helga Þorkelsdóttir, Kolbrá Bragadóttir, Kristín Helga Kára- dóttir, Helga Óskarsdóttir, Hlín Gylfadóttir, Guðmundur Thorodd- sen, Halla Dögg Sigurðardóttir, Þórunn Inga Gísladóttir, Karen Ósk Sigurðardóttir, Baldur Geir Bragason, Þuríður Sigurðardóttir, Elín Anna Þórisdóttir, Elísabet Ólka Guðmundsdóttir, Guðbjörg Hákonardóttir, Röðull Reyr Kára- son, Hulda Vilhjálmsdóttir, Hlað- gerður Íris Björnsdóttir, Maria El- isabeth Wechner, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Hafsteinn Michael, Mó- eiður Helgadóttir, Egill Ingibergs- son, Halldór Hrafn, Ásdís Spanó og Arndís Gísladóttir. KFL group sýnir í Gamla Kaup- félagshúsinu Strandgötu 28. Hafn- arfirði 3. - 23. júní. Opið alla daga 14-18. Aðgangur ókeypis. Hluti af KFL Group við undirbúning sýningarinnar. KFL Group opnar sýningu í Gamla Kaupfélagshúsinu 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. O-O Bg7 5. He1 e5 6. Bxc6 dxc6 7. d3 De7 8. a3 Rf6 9. b4 Rd7 10. Rbd2 O-O 11. Rc4 Rb6 12. Re3 Hd8 13. Bd2 Ra4 14. De2 b5 15. g4 cxb4 16. axb4 c5 17. Kh1 cxb4 18. Hg1 Rc3 19. Df1 Kh8 20. Rf5 gxf5 21. gxf5 Bb7 22. Rg5 Staðan kom upp á armenska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu í Erevan. Tigran Kotanjian (2443) hafði svart gegn Beniamin Galstian (2448). 22... Rxe4! 23. dxe4 Hxd2 24. Dh3 h6 25. Dh5 Hxf2 svartur hefur nú gjörunnið tafl. 26. Ha6 f6 27. Hg3 fxg5 28. Hxh6+ Kg8 29. Kg1 Hxc2 30. Kf1 Hc1+ 31. Ke2 Hac8 32. f6 H8c2+ 33. Kf3 Hf1+ og hvítur gafst upp. Landsmótið í skólaskák hefst í dag í Varmalandsskóla í Borgarfirði. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á vefsíðunni www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.