Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 1
Stórsveitir á
ferð og flugi
Hvar verða helstu hljómsveitirnar
um verslunarmannahelgina? | 56
Bílar og Íþróttir í dag
Bílar | Aldrei meira framboð mótorhjóla Lexus RX400h
tvinnjeppa reynsluekið Íþróttir | Sigurs krafist í báðum
leikjum Forkeppni í handboltanum fyrir ÓL 2008?
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
2
3
7
4
Við réttum þér
hjálparhönd
við bílakaup
Hafðu samband í síma
440 4400 eða kynntu
þér málið á glitnir.is.
Haag. AFP. AP. | Hollensk stjórnvöld ætla að færa
stefnu sína í málefnum Evrópusambandsins
(ESB) nær vilja almennings í landinu, að því er
fram kom í umræðum í hollenska þinginu í gær.
Rætt var um áhrif og afleiðingar niðurstöðu þjóð-
aratkvæðagreiðslu Hollendinga í fyrradag þar
sem þeir felldu stjórnarskrársáttmála ESB með
afgerandi hætti, og sagði Jan Peter Balkenende,
forsætisráðherra landsins, að ríkisstjórn sín virti
ákvörðun þjóðarinnar að fullu og myndi koma
skilaboðum fólksins áleiðis til Brussel. Þau væru
að það ætti „ekki alltaf að gera meira og fara
lengra“ heldur að „færa Evrópu nær almenningi
[...] hafa færri stóryrði uppi og ekki stíga fleiri
skref fyrr en stuðningur fæst fyrir þeim“.
„Hættulegt“ og „heimskulegt“
að leiða hjá sér niðurstöðuna
Frá því að Frakkar felldu stjórnarskrána í þjóð-
aratkvæðgreiðslu á sunnudag og Hollendingar svo
þremur dögum síðar, hefur ríkt mikil óvissa innan
ESB um næstu skref enda verða öll 25 aðildarríki
þess að staðfesta stjórnarskrána til að hún taki
gildi. Æðstu ráðamenn ESB hafa hvatt aðildarrík-
in til að fara að engu óðslega og leggja áherslu á að
staðfestingaferlinu skuli haldið áfram.
Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, fór í
gær til neyðarfundar við Jean-Claude Juncker,
forsætisráðherra Lúxemborgar, sem gegnir nú
forsæti innan ESB, og sagði eftir þann fund að
menn skyldu forðast fálmkennd viðbrögð við nið-
urstöðunni í Frakklandi og Hollandi.
Þá sagði Göran Persson, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, í viðtali við sænska fjölmiðla í gær, að það
yrði bæði „hættulegt“ og „heimskulegt“ af aðild-
arríkjum ESB að leiða hjá sér niðurstöðuna í
Frakklandi og Hollandi.
ESB nálgist
almenning
Neyðarviðræður | 18
„HÚSIN eru nánast eins og þegar
þau voru yfirgefin í júníbyrjun
1362,“ segir Bjarni F. Einarsson
fornleifafræðingur sem hefur
ásamt fleirum grafið upp bæj-
arstæði skammt frá Fagurhóls-
mýri á Suðausturlandi að und-
anförnu.
Bærinn sem grafinn hefur verið
upp hét Bær og var búið þar fram
á 14. öld þegar bæjarstæðið fór
undir gos úr Öræfajökli, nánar til-
tekið í júníbyrjun árið 1362. Sögur
gengu lengi um að Bær lægi graf-
inn undir vikurlaginu og árið 1918
fannst meðal annars kvarnarsteinn
á svæðinu sem talið er að hafi verið
úr bænum. Fyrir nokkrum árum
fór leitin að bænum á fullt og voru
gerðar jarðsjármælingar árið 2001
og prufuholur grafnar ári seinna. Í
fyrra hreinsaði hópur manna vikur
ofan af bæjarstæðinu og tók þá að
móta fyrir útlínum húsanna en í
vor hefur verið hreinsað út úr hús-
unum. Bæjarstæðið er afar heil-
legt, að sögn Bjarna og segir hann
mjög sjaldgæft að sjá tæplega 650
ára gamlan bæ í svo góðu ástandi.
Á Bæ var hlaða, fjós, stofa, skáli
og tvö búr og einnig var þar lítið
hlaðið rými, sem líkist brunni.
Bjarni segir tilgátu sína vera þá að
hvalspiki hafi verið hent í rýmið og
lýsið látið leka úr, en frárennslis-
ræsi liggur úr brunninum.
Fornleifafélag Öræfa var stofnað
fyrir nokkrum árum og stefnt er á
að gera Bæ að ferðamannastað.
Bjarni segir að Íslendingum gefist
þannig tækifæri til að fá innsýn í líf
landa sinna frá árinu 1362. | 4
Morgunblaðið/RAX
Nánast eins og í júní 1362
Heillegt bæjarstæði frá 14. öld finnst skammt frá Fagurhólsmýri
ÞÝSKA byggingavöruverslana-
keðjan Bauhaus, sem á og rekur
um 180 lágvöruverðsverslanir á
meginlandi Evrópu og á Norður-
löndunum á nú í samningaviðræð-
um við Urriðaholt ehf. um kaup á
landi í eigu félagins í Garðabæ, þar
sem Bauhaus áformar að reisa og
reka stórverslun. Þetta staðfesti
Jón Pálmi Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Urriðaholts ehf., í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Urriðaholt ehf. er að meirihluta í
eigu Oddfellow-reglunnar á Ís-
landi.
„Urriðaholt hefur að undan-
förnu átt í samningaviðræðum við
Bauhaus,“ sagði Jón Pálmi, „en það
eru ákveðin atriði sem snúa að
skipulagi landsins, sem eru ófrá-
gengin, þannig að meira er í raun
og veru ekki að segja af þessum
viðræðum að sinni.“
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er nú beðið staðfestingar
umhverfisráðherra á aðalskipulagi
svæðisins.
Morgunblaðið greindi frá því á
forsíðu blaðsins hinn 23. febrúar
sl. að Bauhaus áformaði að opna
nýja stórverslun í Kópavogi, um
mitt næsta ár, nánar tiltekið á
svæði Linda IV, en samningar um
lóðamál runnu út í sandinn
skömmu síðar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins stefna forsvarsmenn Bau-
haus-keðjunnar að því að reisa og
reka stórverslun í landi Urriða-
holts í Garðabæ, og verði verslunin
um12 þúsund fermetra bygging.
Verslunin kæmi til með að rísa í
næsta nágrenni við nýja stórversl-
un IKEA. IKEA hefur þegar sam-
ið um kaup á landi við Urriðaholt
ehf. Forsvarsmenn IKEA áforma
að opna sína verslun um mánaða-
mótin ágúst september 2006.
Bauhaus rekur verslanir sínar
samkvæmt hugsuninni DIY (Do It
Yourself) eða „Gerðu það sjálf/ur“
og tekst þannig að halda vöruverði
í lágmarki. Bauhaus lýsir verslun-
um sínum þannig, að þar fáist allt
til húsbygginga og heimilisins, að
undanskildum húsgögnum.
Bauhaus mun ráðgera, takist
samningar við Urriðaholt, að opna
nýja stórverslun í Garðabænum
haustið 2006 á sama tíma og
IKEA.
Bauhaus í viðræðum
við Urriðaholt um lóð
eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
Ísraelsmenn slepptu um 400 palestínskum föng-
um úr haldi í gær, í samræmi við samkomulag
leiðtoga þjóðanna um vopnahlé. Fangarnir voru
fluttir með rútum á heimaslóðir sínar þar sem
vandamenn og vinir tóku fagnandi á móti þeim.
Reuters
Föngum sleppt
STOFNAÐ 1913 148. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is