Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 19
spurning um að viðhalda trausti almennings og að réttarkerfið haldi trúverðugleika. Engu skipti hvort Thorsson haldi áfram sem dómari eða setjist í Lagaráðið tímabundið í tvö ár eins og nú. „Þegar hann kemur til baka verð- ur vandamálið ennþá til staðar,“ segir Larsson. Hans Ihrman, saksóknari og talsmaður alþjóðlegra lögmanna- samtaka í Stokkhólmi, segir að forseti Hæstaréttar Svíþjóðar geti ekki sett vændiskaup í það samhengi sem nauðsynlegt er. Kaupendurnir séu órjúfanlegur hluti af skipulagðri kynlífsþjón- ustu sem velti miklum fjár- munum. Leif Thorsson var einn af þeim dómurum sem dæmdi í máli sem Ihrman sótti fyrir Hæstarétti fyr- ir nokkru. Þá var dómur undir- réttar mildaður yfir mönnum sem fluttu sex útlenskar konur til Sví- þjóðar og þvinguðu þær til að selja sig. Í þeim dómi kemur fram að þótt útlensku konurnar hefðu haft tvo viðskiptavini á dag, væri ekki litið á það sem skipu- lagða stórvægilega kynlífsþjón- ustu. Ihrman telur að skýringin sé komin í ljós; Leif Thorsson og fleiri dómarar við Hæstaréttinn líti ekki svo á að mansal og kaup á kynlífsþjónustu sé alvarlegt brot. Dómarar á námskeið? Ihrman og fleiri varpa nú fram þeirri spurningu hvort ekki sé kominn tími til að dómarar verði skyldaðir til að kynna sér betur löggjöfina um vændiskaup og skipulagt mansal. Lögregla og saksóknarar hafa farið í gegnum námskeið þess efnis og Ihrman og fleirum þykir sjálfsagt að dómarar geri það líka en þeir hafa sýnt lítinn áhuga hingað til, að því er fram kemur í Dagens Nyheter. Bo Svensson sér ekki ástæðu til að hann og starfsfélagar hans fimmtán setjist á skólabekk í þessu skyni. Hæstiréttur túlki jú lögin á hverjum tíma og hann lesi t.d. 450 dóma á ári. vændiskaup MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 19 ERLENT Beirút. AP. | Vel þekktur blaðamaður fórst af völdum bílsprengju í úthverfi Beirút, höfuðborgar Líbanons, í gærmorgun. Hinn látni, Samir Kass- ir, var eindreginn andstæðingur áhrifa Sýrlendinga í Líbanon og beitti sér opinberlega fyrir því að Sýrlendingar færu með her sinn úr landinu. Að sögn lögreglu dó Kassir sam- stundis í bílnum fyrir utan heimili sitt. Hann var dálkahöfundur á dag- blaðinu Al-Nahar þar sem hann skrifaði harðorða pistla þar sem hann gagnrýndi stjórn landsins sem er höll undir Sýrlendinga. Auk Kassirs lét einn vegfarandi lífið og kona, sem var farþegi í bíln- um, var flutt á sjúkrahús. Að sögn lögreglu hafði sprengj- unni verið komið fyrir undir öku- mannssætinu í bílnum og vó hún lík- lega hálft kíló. Kassir var af palestínsku bergi brotinn og líbanskt vegabréf hans var gert upptækt árið 2001 í því sem hann kallaði sjálfur „tilraun til að hræða mig“. Nágranni Kassirs segir sprengj- una hafa sprungið stuttu eftir að Kassir settist undir stýri á bíl sínum. Framkvæmdastjóri Al-Nahar segir morðið tengjast morðinu á Raf- ik Hariri 14. febrúar síðastliðinn. „Líbanskar öryggissveitir, sýr- lenska stjórnin og leifar hennar hér í Líbanon bera ábyrgð á glæpunum og hverjum dropa af blóði sem hefur verið úthellt.“ Morðið á Hariri vakti hörð við- brögð og sterk mótmæli gegn sýr- lensku herliði í Líbanon. Mótmælin urðu svo til þess að Sýrlendingar drógu herlið sitt til baka í apríl og bundu þannig enda á 29 ára hersetu í landinu. Sprengingin í gær átti sér stað í miðjum þingkosningum í landinu sem hófust 29. maí og standa fram til 19. júní. Morð í Beirút La Paz. AP. | Þúsundir mótmælenda notuðu vegartálma í höfuðborg Bóliv- íu í gær til að krefjast þess að stjórn- arskrá landsins verði endurrituð og að sveitarfélögin fái aukna sjálfstjórn. Mótmælendurnir, kotbændur, námsmenn, námamenn og fleiri hafa notað gangstéttarhellur og logandi hjólbarða til að loka umferð um að- altorg borgarinnar. Annars staðar notuðust menn við trjáboli og grjót- hnullunga til að loka vegum auk þess sem þeir köstuðu steinum í bíla sem óku framhjá. Mótmælin höfðu áhrif á flugumferð og var öllu flugi um borgina aflýst og allar almennar samgöngur lömuðust. Auk þess að krefjast breytinga á stjórnarskránni vilja mótmælendur fulla þjóðnýtingu gass og olíu í land- inu. Síðastliðinn þriðjudag varð að fresta löggjafarþingi í borginni vegna mótmælanna. Sextíu og fimm þing- menn komust í gegnum þvöguna með aðstoð lögreglu en minnst 79 þing- manna er krafist til að hægt sé að halda þingfundi. Víðs vegar um borgina beitti lög- regla táragasi og háþrýstislöngum til að dreifa mannfjöldanum sem þó hóp- aðist alltaf saman aftur. Síðan mótmælin hófust 16. maí síð- astliðinn hafa tugir þúsunda mótmæl- enda safnast saman á götum borgar- innar dag hvern. Ólga í La Paz Reuters Mótmælendur í Bólivíu ganga um höfuðborgina, La Paz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.