Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
NÚ ERU aðeins rúmir tveir mánuðir í versl-
unarmannahelgina og eflaust eru margir þegar
byrjaðir að skipuleggja þessa mestu skemmt-
ana- og ferðahelgi ársins. Á síðustu árum hafa
nokkrar hátíðir eins og Síldarævintýrið og
Neistaflugið bæst í hóp vinsælustu hátíðanna
en aðrar eins og Eldborg, Húnaver og Atlavík
hafa að sama skapi helst úr lestinni – eins og
gengur og gerist.
Í svörtum fötum í Dalnum
Þjóðhátíð í Eyjum verður með svipuðu sniði
og undanfarin ár með Brekkusöng og brennu
en þær hljómsveitir sem þegar eru bókaðar á
hátíðina eru Skítamórall og Í svörtum fötum.
Húkkaraballið verður einnig á sínum stað og á
Tjarnarsviðinu munu Dans á rósum og Hálft í
hvoru sjá um fjörið. Verð á hátíðina í ár er
9.900 kr. en 8.500 kr. í forsölu.
Verð á sunnudeginum verður auglýst síð-
ar. Börn yngri en 14 ára og ellilífeyrisþegar fá
ókeypis aðgang.
Sálin og Nýdönsk á Akureyri
Það eru Vinir Akureyrar sem halda Fjöl-
skylduhátíðina Ein með öllu og er þetta fimmta
árið í röð sem hátíðin er haldin. Hún hefur fest
sig í sessi sem stærsta útihátíð landsins en í
fyrra sóttu um 16.000 gestir hátíðina. Boðið er
upp á skemmtidagskrá í miðbæ Akureyrar alla
helgina og þar munu meðal annarra
Paparnir, Sálin hans Jóns míns, Nýdönsk og
Sixties stíga á stokk.
Vakin er athygli á því að aldurstakmark á
tjaldsvæði er 18 ár, nema í fylgd forráðamanna.
Abba og Hljómar
Neistaflugið verður að sama skapi aftur í ár á
Neskaupstað en þar hafa ýmsir skemmtikraft-
ar eins og Gunni og Felix og leikarar úr
Ávaxtakörfunni boðað komu sína. Hljómsveit-
irnar Sálin hans Jóns míns og Papar troða einn-
ig upp og svo mun hljómsveitin Kung Fu
skemmta á unglingadansleik.
Óhætt er að segja að Galtalækur stefni hátt
þetta árið því dagskráin er svo sannarlega ekki
af verri endanum. Fram koma Hljómar, Í
svörtum fötum, Írafár, Spútnik, Abba-sýning,
Hvanndalsbræður, Kai Robert, Gaur, Lada
Sport, Búdrýgindi, Kata og Helen ásamt mörg-
um unglingahljómsveitum en þeirra á meðal
eru Pick up, Tony the pony, Apollo, Mammút,
Tamlin, Svitabandið, Rákin og Royal
Flush. Einnig verða barnadansleikir, popp-
messa með séra Pálma, barnaböll og flug-
eldasýningar.
Börn 12 ára og yngri fá frítt inn. Unglingar
13, 14 og 15 ára eru á unglingagjaldi. Börn og
unglingar undir 16 ára aldri eiga að sjálfsögðu
að vera í fylgd með forráðamanni.
Stuðmenn og Blonde Redhead
Það vakti töluverða athygli í fyrra þegar ÍTR
efndi til heljarinnar útihátíðar í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum þar sem Stuðmenn komu,
sáu og spiluðu fyrir 18.000 gesti garðsins. Í ár
verður leikurinn endurtekinn en í stað Long
John Baldry sem var Stuðmönnum til halds og
trausts í fyrra, stígur annar leynigestur á stokk
í ár. Nánar verður skýrt frá því síðar. Miðaverð
er einungis 500 kr.
Síldarævintýrið á Siglufirði verður aftur
haldið með pompi og prakt en þar verða það
einkum heimamenn sem sjá um að skemmta
hátíðargestum. Frekari upplýsingar má sækja
á www.siglo.is.
Að lokum verður að minnast á Innipúkann
sem verður haldinn í fjórða skiptið þetta árið.
Innlendir og erlendir tónlistarmenn troða upp
á hátíðinni og hefur bandaríska hljómsveitin
Blonde Redhead boðað komu sína. Staðsetning
Innipúkans verður tilkynnt síðar, sem og
fullbúin dagskrá.
Skemmtanir | Verslunarmannahelgin 2005
Helstu sveitir landsins á stóru hátíðunum
Hitað upp fyrir Galtalæk.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Birgitt
a og Ír
afár le
ika í G
altalæ
k um
verslu
narma
nnahe
lgina.
Morgunblaðið/Eggert
Þríeykið í Blonde Redhead mun spila á Innipúkanum næstkomandi verslunarmannahelgi.
Ertu á leið í sveitina?
Vertu þá viss um að þú fáir blaðið þitt
... meira fyrir áskrifendur
Náðu í blaðið á þann sölustað sem þér hentar
Þú færð blað dagsins á sölustöðum Morgunblaðsins
gegn framvísun Fríþjónustumiðans
Morgunblaðið bíður þín
Við söfnum blaðinu fyrir þig á meðan þú ert í fríi
og sendum til þín þegar þú kemur heim aftur
Sendu vinum eða ættingjum Morgunblaðið
Leyfðu öðrum að njóta þess að fá Morgunblaðið
á meðan þú ert í fríi
Fáðu Morgunblaðið sent
Við sendum blaðið innpakkað og merkt á valda
sumardvalarstaði innanlands
Lestu Morgunblaðið á Netinu
Morgunblaðið þitt er á mbl.is
Nýttu þér eina af eftirfarandi leiðum:
NÝTT
Pantaðu Fríþjónustu Morgunblaðsins
í síma 569 1122, askrift@mbl.is eða á mbl.is.
Þjónustan er veitt að lágmarki tvo daga og hana
þarf að panta fyrir klukkan 16 daginn áður.