Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR „MEÐ þessu hefjum við í raun verk sem lengi hefur verið í umræðunni á Akur- eyri, byggingu menningar- húss,“ sagði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Ak- ureyri. Hann og Sigurður Hallgrímsson, arkitekt hjá Arkþing, undirrituðu á Amtsbókasafninu hönnun- arsamning um húsnæði menningarhúss og tónlist- arskóla á Akureyri. Húsið verður í miðbænum, á upp- fyllingu við Torfunef, við gatnamót Strandgötu og Glerárgötu. Samningur um byggingu hússins milli ríkis og bæjar var undirritaður í apríl 2003 og var í kjölfarið efnt til samkeppni um hönnun hússins. Dóm- nefnd skilaði niðurstöðum í ágúst í fyrra og hafði þá komist að þeirri nið- urstöðu að raða verðlaunatillögum í annað og þriðja sæti þar sem veiting fyrstu verðlauna felur í sér skuld- bindingu um framkvæmdir á grund- velli hennar. Dómnefnd beindi þeim tilmælum til byggingarnefndar húss- ins að ganga til samninga við höfunda tillögu sem varð í öðru sæti, tillögu frá Arkþingi. Í október síðastliðnum var ákveðið að staldra aðeins við og huga betur að forsendum málsins og var bygging- arnefnd falið að nýta tímann til að huga betur að kostnaði við bygg- inguna og rekstri hússins. „Þetta hlé sem varð á ferli þessa máls hefur orð- ið til þess að nú er búið að bæta við starfsemina, Tónlistarskólinn mun fá þar inni, verða á þriðju hæð hússins og það er mitt mat að það muni auka mjög lífið í húsinu og efla þá starfsemi sem fyrir verður,“ sagði Kristján Þór. Bæjarstjóri sagði að með undirrit- un samningsins væri vinna hafin, en strax verður hafist handa við hönnun hússins. Gert er ráð fyrir að útboð framkvæmda fari fram í byrjun næsta árs og stefnt að því að nýtt menningarhús verði tilbúið til notk- unar fyrir árslok 2007. Kostnaður er áætlaður um 1370 milljónir króna. Hönnunarsamningur vegna bygg- ingar menningarhúss undirritaður Verkefnið sett af stað með formlegum hætti Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Morgunblaðið/Kristján Undirskrift Sigurður Hallgrímsson frá Ark- þingi og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri skrifuðu undir hönnunarsamning vegna byggingar menningarhúss. AKUREYRI NEMENDUR Brekkuskóla, í 1. til 5. bekk sem stundað hafa nám sitt í gamla Barnaskóla Akureyrar kvöddu húsið með táknrænum hætti í gærmorgun, en framkvæmdir hafa staðið yf- ir við byggingu nýs skóla- húsnæðis við gamla Gagnfræða- skóla Akureyrar og þangað flyst skólahaldið. Hringt var út með formlegum hætti, gengið um ganga með forláta bjöllu og nemendur röð- uðu sér upp við tröppur heim að húsinu að gömlum sið. Skóla- söngurinn, Rís vor skóli, var sunginn og að því búnu tókust nemendur í hendur, gengu hringinn í kringum skólann og „föðmuðu“ hann. Þá var gengið fylktu liði með fánabera í far- arbroddi að nýjum húsakynn- um. Karl Erlendsson skólastjóri Brekkuskóla sagði húsið vera 75 ára gamalt, byggt árið 1930, en það var Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins sem teikn- aði það. Upphaflega var gert ráð fyrir að það yrði nokkru stærra, en væntanlega hafa lítil auraráð valdið því að það varð nokkru minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Árið 1947 var byggt við húsið, norðan og aust- an megin. Húsnæðið hefur um árabil ekki þótt uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til nú- tímaskólahúsnæðis. Karl nefndi að um 6000 nemendur hefðu að líkindum gengið í Barnaskóla Akureyrar og nú hin síðari ár Brekkuskóla um tíðina. Flestir ættu góðar minningar um skóla- göngu sína þar, „og ég vona að þið eigið líka góðar minningar um veru ykkar hér,“ sagði hann við nemendur sína áður en haldið var upp að nýja skóla- húsnæðinu. Barnaskólahúsið hefur þó langt í frá lokið sínu hlutverki, næsta haust flytjast þangað m.a. Menntasmiðjan og hand- verks- og tómstundamiðstöðin Punkturinn auka nokkurra fé- lagasamtaka. Nemendur kvöddu Barnaskóla Akureyrar Skólinn faðmaður Morgunblaðið/Kristján Söngur Nemendur og starfsfólk Brekkuskóla kvöddu gamla hús- næði Barnaskóla Akureyrar með því að syngja skólasönginn á lóð skólans. Morgunblaðið/Kristján Bjölluhljómur Ágúst Jak- obsson, aðstoðarskólastjóri Brekkuskóla, hringir út úr tíma í síðasta skipti í húsnæði gamla Barnaskóla Akureyrar. AUSTURLAND Egilsstaðir | Þjóðleik- húsið bauð Austfirðing- um upp á söngdagskrá úr sýningunni Edith Piaf í vikunni. Tvær sýningar voru í Valaskjálf fyrir fullu húsi og heilluðust gestir af túlkun Bryn- hildar Guðjónsdóttur á Edith Piaf, einhverri ógleymanlegustu rödd síðustu aldar, en fyrir hana hlaut Brynhildur Grímuna – Íslensku leik- listarverðlaunin sem besta leikkona í aðalhlut- verki. Sýning Þjóðleik- hússins á Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson hefur gengið fyrir fullu húsi undanfarið og virðist ekkert lát á vinsældum hennar. „Mér finnst það vera skylda okkar að sýna landsbyggðinni það sem við er- um að gera í Þjóðleikhúsinu“ sagði Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er stór og viðamikil sýning og ekki var hægt að fara með hana í heild sinni. Um er að ræða konsertuppfærslu og rjómann af því sem er í sýningunni. Við töldum að þetta gæti orðið skemmtileg kvöld- stund fyrir Austfirðinga. Þetta er mjög dýrt fyrir okkur og þarf verulega góða aðsókn og að fólk taki vel í þetta til að við höldum þessu áfram.“ Brynhildur Guðjónsdóttir segir frábært að fara með sýninguna austur. Að- spurð um hvort hún sé búin að koma tónlist Piaf aftur í tísku á Íslandi segist hún vona það. „Það gleður mig svo hvað þetta gleður aðra. Það er alveg sama hvaða aldurshópur er að hlusta, hvort ég er að flytja þessa músík á Hrafnistu fyrir samtíðarfólk Edith Piaf og eldra, unglinga, eða skemmtilegt fólk á bör- um klukkan sex á laugardagsmorgni, tónlistin heillar alla og það er það sem er svo brjálæðislega skemmtilegt.“ Flytjendur auk Brynhildar voru leikarinn Baldur Trausti Hreinsson, sem var sögumaður og rakti helstu viðburði í sögu Piaf, og tónlistarmennirnir Jó- hann G. Jóhannsson, Birgir Bragason, Hjörleifur Valsson, Jóel Pálsson og Tatu Kantomaa. Þjóðleikhússtjóri hyggst auka sýningahald á landsbyggðinni Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Lífsharmur og leikgleði Brynhildur Guðjóns- dóttir tjáir margbrotið lífshlaup Edith Piaf í Valaskjálf með eftirminnilegum hætti. Söngvar Edit Piaf á Austurlandi Fáskrúðsfjörður | Undanfarna daga hafa staðið yfir Vordagar í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Að þessu sinni var unnið með þema um náttúru landsins. Nemendum var skipt í hópa og í hverjum hóp voru börn frá 1. -10. bekk. Farið var í fjallgöngur, fjöruferðir, gróður rannsakaður, skordýragildrum komið upp, veðurathuganir gerðar og einnig ýmsar tilraunir með vatn. Þá var haldin íþróttakeppni nem- enda og starfsfólks og grillað að því loknu. Unnin voru margvísleg verk- efni úr afrakstri náttúrunnar, t.d. búnar til kerlingar og karlar úr því sem fannst í fjörunni og gerðar gróðurmyndir. Morgunblaðið/Albert Kemp Viða að sér þekkingu Nemendur við Grunnskólann á Fáskrúðsfirði unnu ýmis rannsóknarverkefni tengd náttúru Íslands. Nefinu stungið í náttúruna 150 til Hafnar | Alþjóðleg ráðstefna um rannsóknir á náttúrufari hafs og strandar, öryggi sjófarenda og mann- virki á ströndinni hefst á Höfn n.k. sunnudag. Búast má við um að 150 manns frá 30 löndum muni koma til ráð- stefnunnar, sem haldin verð- ur í Nýheimum. Að henni standa Hornafjarðarbær, Siglingastofnun Íslands, Há- skóli Íslands og samgöngu- ráðuneytið. Ritstjórar er- lendra fagtímarita á sviði strandrannsókna taka þátt í ráðstefnunni, sem verður undir faglegri umsjón Sigl- ingastofnunar Íslands. Meðal þess efnis sem íslenskir fræðimenn munu leggja áherslu á eru rannsóknir við suðurströnd Íslands, s.s. rannsóknir á ferjulægi við Bakkafjöru, strandrofi við Vík í Mýrdal og við Jökulsá á Breiðamerkursandi og hönn- un sjóvarnagarða. Áherslan verður lögð á að kynna hönn- un og byggingu brimvarn- argarða, einkum bermu- garða, bæði hér heima og erlendis.    Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Erlend áhrif | Í dag hefst landsbyggðarráðstefna Sagn- fræðingafélags Íslands, Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Minja- safns Austurlands og heima- manna á Austurlandi haldin á Eiðum. Þema ráðstefnunnar er erlend áhrif á Austurlandi. Ráðstefnan er öllum opin, að- gangseyrir er 500 krónur hvern dag og eru kaffiveitingar innifaldar. Hún stendur fram á sunnudag. Nánari upplýsingar má finna á vefnum soguslodir.hi.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.