Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYND þýska listamannsins John Bocks, Skipholt, ásamt tengd- um verkum, sem sýnd eru í Kling og Bang galleríi á Listahátíð er af- rakstur samstarfs hans við að- standendur gallerísins sem er hóp- ur íslenskra myndlistarmanna. Ekki einungis leika hinir íslensku starfsbræður Bocks í myndinni því þeir hafa einnig unnið myndina og verkin sem henni fylgja í náinni samvinnu við listamanninn sem fer sjálfur með aðalhlutverk mynd- arinnar. Myndin er af ferðalangi, einskonar landkönnuði sem leggur í ýmis ævintýri og rannsóknir í landi elds og ísa hér uppi á fróni. Gervi hans og tæki eru frumstæð og heimagerð og minna á forna muni þrátt fyrir að þau séu gerð úr ódýru iðnaðarefni samtímans. Ferðabúnaður þessi, föt og tæki eru sýnd í efri sölum gallerísins í anda sögulegra minjasafna um liðna atburði þar sem hver smá- hlutur hefur varðveislugildi. Nátt- úra Íslands og fiskveiðimenning okkar verður absúrd umhverfi túr- istans eða öfugt og þar sem kunn- uglegar og kómískar mýtur eru notaðar, eins og ókunnur túristi í návígi við hina „sérstöku“ náttúru og menningu landsins. Ákveðin teg- und af fyndnum hallærisleika, sem algengur er núna í auglýsingum og öðru ljósvakaefni, er nýtt í mynd- inni þar sem landkönnuðurinn ein- lægi nálgast viðfangsefni sitt á næfan hátt. Myndin hefur heilmikið skemmtigildi og nær að gefa sanna tilfinningu fyrir því hversu varn- arlaus mannskepnan er gegnt hinni óvægnu náttúru þrátt fyrir vís- indalega viðleitnina og hugvits- samlegan útbúnaðinn. Kannski leynist í myndinni ádeila á karl- mennskuna og fánýti vísindahyggj- unnar þó að áherslan virðist vera sú að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og leika sér án allrar rit- skoðunar með einskonar barnslegu frelsi. Upp í hugann koma mynd- bandsverk í svipuðum anda eftir Heimi Björgúlfsson þar sem hann er að bjástra uppi á jökli og sprengja einhverjar vandræðalegar holur, eða gera tilraunir til að ganga á vatni í sérhönnuðum heimatilbúnum frauðplastsskóm sem hann sýndi einnig með mynd- bandinu. Þá hafa myndlistarmenn- irnir Helgi Hjaltalín og Pétur Örn Friðriksson undir merkjum Mark- miðs farið í könnunar- eða sport- leiðangra með heimatilbúin furðu- leg tæki þar sem þeir hafa gert fáránlegustu tilraunir með þau í náttúrunni, skrásett þetta í anda heimilda og sýnt á sýningum. John Bock og galleríistarnir eru þarna á svipuðum slóðum hvað varðar hug- mynd og efnistök og má segja að hópurinn hafi uppskorið árangur erfiðisins með mynd og sýningu sem svíkja ekki þá ævintýragjörnu og afþreyingarþyrstu, og með góð- um vilja geta þeir sem aðhyllast meiri alvöru fundið sér tilvist- arlegar, heimspekilegar og jafnvel trúarlegar vísanir í myndinni eða lesið hana sem ádeilu, boðskap eða hliðstæðu einhvers annars sann- leika eða fáránleika. Túristakómedía og nostalgía Morgunblaðið/Golli „Kannski leynist í myndinni ádeila á karlmennskuna og fánýti vísinda- hyggjunnar þó að áherslan virðist vera sú að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og leika sér án allrar ritskoðunar með einskonar barnslegu frelsi.“ MYNDLIST Listahátíð í Reykjavík Kling & Bang gallerí Laugavegi 23 Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14– 18. Sýningin stendur til 5. júní. John Bock „Skipholt“ Þóra Þórisdóttir KYRRÐIN og friðurinn við strönd- ina er freistandi athvarf og verður Finni Torfa Hjörleifssyni að yrk- isefni í bók hans Myndir úr víkinni. Þetta er lagleg lítil bók með myndskreytingar eftir Guðmund Sigurðsson. Ljóð- list Finns Torfa einkennist um- fram allt annað af látleysi og naum- hyggju. Í bókinni er sterk og kyrr- lát nátt- úruskynjun og er hún raunar kjarni bókarinnar. Í henni er svo sem ekki mikilla ann- arra tíðinda að leita nema ef vera mætti þeirrar lífsspeki sem slíkri náttúruskynjun fylgir eða þeirrar sögu sem býr í samlífi náttúru og manns. Skáldið hefur sest að í Englend- ingavík í Borgarfirði þar sem það unir sér með náttúrunni, hafinu, himninum, jörðinni, börnum að leik, mönnum sem rekast inn í víkina og smávinum fögrum, dýrum og urtum. Það má eiginlega segja að kvæðið Nýfundnaland sé eins konar yfirlýs- ing skáldsins og beri í sér kjarna bókarinnar. Þar notar Finnur Torfi sér margræðni orðsins að nema og segir að land verði ekki numið á skammri stundu: Að nema land er að læra að þekkja það una við það og unna því Stundum tekur það langa ævi Víkina hef ég gert að heimkynni mínu Á hverjum degi nem ég hér land líka þegar ég er víðs fjarri Gildi bókarinnar tengjast jafn- vægi náttúrunnar og tilfinningu fyr- ir því að það jafnvægi sé kjarni til- verunnar. Þetta er þess vegna bók í þeim anda að menn eigi að rækta garðinn sinn líkt og Birtingur Voltai- res. ,,Mér finnst svo gaman að vera ræktaður / og rækta mig“, segir á einum stað. ,,Ég nýt aðeins náttúr- unnar / og læt mér vel líka / þótt einn og einn geitungur / suði með“ segir í öðru kvæði. Þó að samfélagið kunni að skjótast inn í eitt og eitt kvæði gegnir það litlu hlutverki. Myndir úr víkinni er lítil, látlaus bók með laglegum kvæðum um sam- býlið við náttúruna. En fyrst og fremst er hún ástartjáning til ver- aldarinnar og lofsöngur um lífið. Að nema land BÆKUR Ljóð eftir Finn Torfa Hörleifsson, Uppheimar. 2005 – 41 bls. Myndir úr víkinni Finnur Torfi Hjörleifsson Skafti Þ. Halldórsson mbl.issmáauglýsingar Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is CIRKUS CIRKÖR 14.-17. JÚNÍ Sirkusinn sem allir tala um! Stóra svið BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Fö 3/6 kl 20, - UPPSELT, Lau 4/6 kl 20, Su 5/6 kl 20, Fi 9/6 kl 20, Fö 10/6 kl 20, - UPPSELT, Lau 11/6 kl 20, Þri 14/6 kl 20 Fi 16/6 kl 20 Aðeins 2 sýningarhelgar eftir KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Lau 4/6 kl 14 - UPPSELT, Su 5/6 kl 14 - UPPSELT, Su 12/6 kl 14, - UPPSELT, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, - UPPSELT, Su 26/6 kl 14 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR FRÁ SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar 25 tímar Dansleikhús/samkeppni LR og Íd í samstarfi við SPRON Fi 9/6 kl 20 - kr. 2.500 Einstakur viðburður loftkastalinn.is 552 3000☎ “Fyrir svona sýningu er bara hægt að hrópa HÚRRA!” Aðeins þessar sýningar - Tryggðu þér miða strax! H.Ó. Morgunblaðið • Föstudag 3/6 kl 20 LAUS SÆTI • Föstudag 10/6 kl 20 LAUS SÆTI • Sunnudag 12/6 kl 20 FM957 SÝNING UPPSELT Sunnudag 5. júní kl. 17 Seltjarnarneskirkju. Miðaverð: 1800 kr. (lífeyrisþ. 1500 kr.) www.kvennakor.is og WaldorfskólANS í lækjarbotnum NÁMSKEIÐ Í BOÐI Sirku irkörs C 13-16 ÁRA 12-16 JÚNÍ KL. 9:00 - 15:00 9-12 ÁRA 19-23 JÚNÍ KL. 9:00 - 15:00 SKRÁNING Í SÍMA 694 3399 (FRÁ 9 TIL 11) HÁMARK 10 Í HÓP LÍNUDANS, JOGGLING, LISTIR Í RÓLU LISTIR Á EINU HJÓLI O.FL. GARDBAER@SIMNET.IS WWW.CIRKOR.SE VERÐ: 15.000 Cirkus Cirkör sýnir 99% Unknown í Borgarleikhúsinu: 14/6, 15/6, 16/6 og 17/6 kl 20:00. Tilboð til nemenda í Sirkusskólanum. Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 H l jómsve i t i n U p p l y f t i n g í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.