Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 20
Nýr og girnilegur uppskriftavefur á mbl.is Hráefni: 3 stk. greipaldin, rauð 1-2 stk. stjörnuávextir 10-12 stk. plómur 1 stk. mangó 1 askja rifsber 1 askja hindber 3-4 dl appelsínusafi 5-6 msk. sítrónumelissa Finndu uppáhalds uppskriftina þína á mbl.is Framandi ávaxtasalat (fyrir 4-6) Aðferð: Afhýðið greipaldin og skiptið í lauf. Skerið stjörnuávextina í sneiðar, plómurnar í báta og mangóið í sneiðar. Saxið sítrónu- melissuna og blandið öllu saman í skál. Hellið appelsínusafanum yfir. Setjið í kæli. Berið fram með ís eða eitt sér. Borgarnes | Þrír ungir og rösk- ir Borgnesingar voru að draga björg í bú í Höfðaholtinu í Borg- arnesi góðviðrisdag einn í vik- unni. Sigurður Aron Þor- steinsson, Hlynur Sævar Jónsson og Þorgeir Þor- steinsson hittu nágranna sem hafði verið á veiðum með sjó- stöng og fengið leyfi hans til að hirða eins marga þorska og þeir gátu borið. Drengirnir nánast fylltu þvottabalann og roguðust með aflann heim. Voru þeir nokkuð hróðugir með framtakið. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Duglegir að draga björg í bú Fiskur Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ónæði af völdum hunda | Skrifstofu Snæfellsbæjar hafa borist kvartanir og ábendingar vegna hunda í bæjarfélaginu. Mest er kvartað undan því að hundar gangi lausir, hundum sem valda vegfarendum og nágrönnum ónæði með gelti daga og nætur og að hundaeigendur þrífi ekki saur eftir hunda sína. Kemur þetta fram á vef Snæ- fellsbæjar. Þar er hundaeigendum vinsam- legast bent á að passa upp á hundana og hreisa upp eftir þá. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Ferðasumarið hafið | Sumarið er hafið hjá ferðaþjónum á Ströndum. Vefurinn strandir.is miðar upphaf ferðasumarsins við sumaropnun Galdrasýningarinnar á Hólmavík og Sauðfjársetursins í Sævangi. Þá hefur Café Riis opnað að nýju sem og upplýsingamiðstððin og tjaldsvæðið á Hólmavík. Loks getur vefurinn þess að sumar sé komið í opnunartíma sundlaug- arinnar á Hólmavík. Undirbúa tónleikaferð | Strengjasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Fiðlu- kammerhópar skólans halda vortónleika sína næstkomandi mánudag, kl. 19.30, í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavík- urkirkju. Tónleikarnir eru jafnframt liður í undirbúningi tónleikaferðar til Tékklands og fjáröflun í ferðasjóð. Tónleikaferðin stendur yfir dagana 9. til 16. júní. Haldnir verða nokkrir tónleikar, bæði skólatónleikar og opinberir tónleikar. Tónlistarskólinn í Kyjov er í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar varðandi ferðina og mun þjóðlaga-strengjasveit þess skóla koma að tónleikahaldi í ferðinni. Hópurinn mun einnig fara á sinfóníu- tónleika og taka sér ýmislegt fyrir hendur til að upplifa Tékkland og menningu þess. Mikið starf hefur verið unnið við undir bún- ing ferðarinnar og hafa allir lagst á eitt í því efni. Fjórir nemendur úr Flúðaskólafengu afhent verðlaun sín íteiknimyndasamkeppni vegna alþjóðlega skólamjólkurdagsins við at- höfn í grenndarskógi við Flúðir í fyrra- dag. Athöfnin var haldin í tengslum við skólaslitin og fóru nemendur skólans í skrúðgöngu með söng og hljóðfæraleik í skóginn. Krakkanir áttu fjórar af tíu bestu myndunum í keppninni, að mati dóm- nefndar, og fengu samtals 100 þúsund krónur í verðlaun sem runnu í bekkj- arsjóð. Hér eru börnin með fulltrúa Mjólk- ursamsölunnar og kennurum, f.v. Þór- mundur Smári Hilmarsson, Guðjón Örn Sigurðsson, Hafþór Ingi Ragnarsson og Maríanna Svansdóttir. Fyrir aftan þau standa Hildur Ósk Hallsteinsdóttir, Guð- jón Árnason, Sigríður Helga Olgeirs- dóttir og Þuríður Una Pétursdóttir. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Fengu verðlaun sín afhent Lárus Þórðarsonyrkir um árstíð-ina, vorið, með sínum hætti: Vakna blóm við bæjarvegg. Bændum gildnar vömbin. Hrafninn tínir tittlingsegg. Tófan étur lömbin. Davíð Hjálmar Haralds- son yrkir um vorbirtuna: Ríkir sól á himni há, horfið myrkur, flúin nótt. Iðju vora allir sjá, enginn gerir nokkuð ljótt. Í garðinum við göfug störf getum ekki fundið hlé. Munum samt ef magnast þörf míga bak við næsta tré. Björn Ingólfsson á Greni- vík leggur út af því: Út á kvöldin fljótur fer, fyrir því er vissa, ofursæll hann unir sér upp við tré að pissa. Snæbjörn í Hergilsey háði harða lífsbaráttu og orti: Ég hefi reynt í éljum nauða jafnvel meira en þér. Á landamerkjum lífs og dauða leikur enginn sér. Enn af vori pebl@mbl.is Reykjanes | Hitaveita Suðurnesja hf. hefur samið við Íslenska aðalverktaka hf. um borun á sjótökuholum við Reykjanesvirkjun sem nú er í byggingu. ÍAV hefur ekki áður tekið að sér jarð- borunarverkefni. Í febrúar var efnt til útboðs um borun á tíu holum til töku á ferskvatnsblönd- uðum sjó til öflunar kælivatns vegna Reykjanesvirkjunar. Að afloknu útboði var ákveðið að ganga til samninga við ÍAV en tvö tilboð bárust í verkið frá Jarðborunum og ÍAV. Tilboð ÍAV reyndist hagstæðara og er 91,5% af kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í ágúst 2005. Með samningi þessum er ÍAV að vinna að verkefni í jarðborunum í fyrsta sinn. Fram kemur í fréttatilkynningu að það er í takt við stefnu fyrirtækisins að sækja inn á nýjan markað og stuðla enn frekar að uppbyggingu fyrirtækisins og áframhaldandi vexti. ÍAV bora sjó- tökuholur á Reykjanesi Skagafjörður | Félag sem stofnað hefur verið um uppbyggingu atvinnulífs og önnur framfaramál í Skagafirði hlaut nafnið Skagafjarðarhraðlestin. Stofn- fundur félagsins var haldinn síðastliðið þriðjudagskvöld og var vel sóttur, að því er fram kemur á vefnum skagafjordur- .com. Meginmarkmið félagsins er að efla at- vinnulíf í Skagafirði á sem fjölbreytt- astan hátt. Frumkvæði kemur frá nokkr- um einstaklingum sem telja að efla eigi samstarf atvinnulífs og stjórnsýslunnar, þannig að efla megi sveitarfélög í Skaga- firði. Fyrsta verkefni félagsins er að vinna að því að virkjunarréttur í skag- firskum fallvötnum verði í höndum heimamanna og samþykkti fundurinn einróma þá tillögu undirbúningshópsins, að því er fram kemur á vefnum. Kosin var tíu manna stjórn. Hana skipa: Aðalsteinn Þorsteinsson, Ágúst Andrésson, Ásta Pálmadóttir, Gísli Sig- urðsson, Kristmundur Bjarnason, Sig- urpáll Aðalsteinsson, Viggó Jónsson, Vil- hjálmur Baldursson, Þórólfur Gíslason og Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Virkjanaréttur í hendur heimafólks ♦♦♦       Eintómar tíur | Freyja Rós Haralds- dóttir frá Haga á Barðaströnd náði þeim ár- angri að fá 10 í öllum vorprófum sínum, en hún var að ljúka öðru ári við Mennta- skólann á Laugarvatni. Var hún því með hæstu einkunn í skólanum þetta árið. Sagt er frá þessum árangri á vef Bæjarins besta. Aðspurð segist Freyja stundum eyða næst- um næstum engum tíma í heimanám en taka skorpu þegar líða fer að prófum.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.