Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ragna Ágústs-dóttir fæddist í Reykjavík 2. maí 1921. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Kristín Þorláksdóttir, f. 27. september 1899, d. 12. febrúar 1937, og Marel Ágúst Frið- riksson, f. 17. apríl 1896, d. 24. júlí 1985. Systur Rögnu eru: Ásta Bergmann, f. 1918, og Gíslína Guðrún, f. 1919. Ragna var í sambúð með Her- manni Stefáni Björgvinssyni, f. 1919, d. 2000. Þau slitu samvist- um. Börn Rögnu og Hermanns eru Björgvin, f. 1938, og Sigurð- ur, f. 1940, d. 1988. Ragna giftist Ívari Þórarins- syni, hljóðfærasmið, f. 1916, d. 1985. Þau skildu. Börn Rögnu og Ívars eru: 1) Anna Kristjana, f. 1942, maki Olgeir Erlendsson, f. 1942, þau eiga þrjú börn og átta barnabörn. 2) Jón, f. 1944, maki Erna Sigurðardóttir, f. 1948, d. 2005, þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. 3) Hilm- ar, f. 1946, maki Edda Kristinsdóttir, f. 1945, þau eiga þrjú börn, níu barnabörn og eitt barnabarnabarn. Ragna giftist Gunnari Friðrik Þorsteinssyni, verk- stjóra, f. 1925, d. 1992. Börn Rögnu og Gunnars eru: 1) Þorsteinn Eyþór, f. 1951, maki Rut Andersen, f. 1953, þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn. 2) Sig- ríður Kristín, f. 1953, maki Ingi- bergur Jón Georgsson, f. 1954, þau eiga þrjú börn og tvö barna- börn. 3) Ágúst, f. 1956, maki Ing- unn M. Hilmarsdóttir, f. 1961, þau eiga tvö börn, fyrir átti Ágúst einn son og tvö barna- börn. Ragna var lengst af húsmóðir. Eftir að börnin uxu úr grasi vann hún við ræstingar hjá Lands- banka Íslands í Austurstræti. Ragna verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þær eru margar góðar og hlýjar minningarnar sem koma upp í huga okkar þegar við minnumst Rögnu tengdamóður okkar. Hún var stór- glæsileg kona svo eftir var tekið, hugsaði alltaf um að vera vel til höfð og aldrei mátti varalitinn vanta. Hún hafði gaman af söng og í miklu uppá- haldi hjá henni var Haukur Morth- ens. Ragna hafði sérstakan neista, kunni að lifa lífinu og naut sín í góðra vina hópi. Börnunum okkar var hún góð amma, áhugasöm um þeirra hagi og nutu þau góðs af því. Hún lá ekki á liði sínu ef eitthvað bjátaði á og lét líka í sér heyra ef henni mislíkaði hlutirnir. Heimili hennar bar vott um snyrtimennsku og var hún höfðingi heim að sækja. Ragna bar veikindi sín ekki á torg og hélt reisn sinni til enda. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Elsku Ragna mín, við geymum all- ar góðu minningarnar um þig til að orna okkur við. Það er okkar gæfa að hafa átt svo góða og skilningsríka tengdamóður sem þig. Ástvinum öllum sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Edda, Rut og Inga. Elsku góða, yndislega amma mín. Nú hefurðu yfirgefið þetta jarðneska líf eftir löng og erfið veikindi. Það er svo ómetanlegt að hafa átt þig að í gegnum árin. Minningarnar streyma fram, ótal gleðistundir sem við áttum saman. Þú varst svo mikil hetja í öll- um þínum veikindum, hafðir þig aldr- ei í frammi, varst lítillát og hógvær. Hjartað búið að vera veikt lengi og með ólíkindum að það hafi í raun get- að starfað fram á þennan síðasta dag. Sjálfir læknarnir skildu eiginlega ekki hvernig þetta var hægt. En þrátt fyrir þessi veikindi var hjarta þitt allt- af hlýtt og stórt og geymdi mikinn kærleika, umhyggju og ást til allra þeirra sem þig þekktu. Það eru ekki margar ömmur sem hlaupa upp á 4. hæð án þess að blása úr nös, en það gerðir þú til margra ára áður en þú fluttir úr Álftamýrinni. Þú varst alltaf svo stolt af öllum afkomendum þín- um, börnunum, tengdabörnunum, barnabörnunum og barnabarnabörn- unum. Talaðir svo oft um hvað þú værir heppin að eiga svona mann- vænlega og góða fjölskyldu. Það var alltaf svo notalegt að hitta þig, stór faðmur tók á móti manni og koss fylgdi með. Þú sagðir mér eitt sinn að þú vissir að þegar fólkið þitt faðmaði þig væri það að segja þér að það elsk- aði þig og þú að segja að þú elskaðir það. Það sem einkenndi þig svo sterkt og hver manneskja tók eftir, var hversu ungleg, falleg og kærleiksrík þú alltaf varst. Þú hafðir þig alltaf til, fórst í falleg föt og settir á þig varalit og ilmvatn, það skipti ekki máli hvert þú varst að fara þú varst alltaf svo vel til höfð. Þú barst alls staðar af. Þú hafðir yndi af að dansa, hlusta á tón- list, kunnir ótal texta og söngst með öllum lögum í útvarpinu. Þú söngst og tjúttaðir í brúðkaupinu okkar Bjarka, ég sé mest eftir að hafa ekki beðið þig um að koma upp á svið og syngja með frænda Bjarka í míkrófóninn, gömlu lögin sem þú kunnir svo vel. Þú hafðir alltaf gaman af að spjalla og sagðir svo líflega og skemmtilega frá, létt- leiki og húmor einkenndi oftast sög- urnar þínar. Dillandi hlátur þinn smitaði svo auðveldlega fólk í kring- um þig. Þú áttir ekki alltaf sjö dagana sæla, elsku amma mín. Ég mun ekki telja upp hér allt sem þú hefur farið í gegn- um í lífinu og allt sem hefur verið gert á þinn hlut. Oft ansi óréttlátur mót- byr. Þú tókst lífinu eins og það birtist. Ákvaðst að berjast áfram og lést sjaldan bilbug á þér finna. Þú varst óspör á hrós þegar maður hafði náð einhverju markmiði eða árangri. Þú sást alltaf það góða í öllum, einblíndir ekki á neikvæða þætti. Við áttum margar yndislegar samverustundir þegar þú lást á hjartadeildinni, þú sagðir mér margar lífsreynslusögur þar og við gleymdum oft stað og stund. Mér þótti vænt um að sjá að þú, jafnvel sárkvalin, gast gleymt þér í sögunum um gamla daga og þá leið tíminn hratt. Þú talaðir oft um það hversu yndislegt starfsfólk spítal- anna væri og að þú fengir bestu umönnun sem völ væri á. Það sem ég svo heyrði líka var að þú værir einn besti sjúklingur sem læknar og starfsfólk spítalanna hefði kynnst. Það kemur ekki á óvart að heyra þetta og lýsir þínum innra manni svo vel. Ég veit að það hafa hlýir faðmar tekið á móti þér hjá Guði og að kvalir þínar eru horfnar. Ég sé þig eiginlega fyrir mér brosandi á léttum dans- skóm, í fallegum sumarkjól, fallega þykka hárið nýlagt, þú syngjandi. Ég geymi þessa mynd í huga mínum og þakka þér af öllu mínu hjarta fyrir all- ar yndislegu stundirnar sem við átt- um saman, elsku góða amma mín. Ég mun sannarlega sakna þín, en ég ylja mér við yndislegar minningar um þig. Bjarki sendir þér kveðju sína með þakklæti í huga, sem og Birkir Olgeir og Freyja Kristjana, langömmubörn- in sem þykir svo ósköp vænt um þig og hafa alltaf haldið mikið upp á þig. Megi Guð og góðar vættir vefja þig mjúkum örmum sínum á nýjum stað. Þín Erla Sigurfljóð. Elsku besta amma mín. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki hjá okkur lengur, en þú ert örugglega hvíldinni fegin, og afi Gunnar bíður örugglega eftir þér með opinn faðminn eins og hann var van- ur. Þú stóðst þig eins og hetja í öllum þínum veikindum, kvartaðir aldrei og þrátt fyrir að þér liði illa, var alltaf stutt í fallega brosið þitt, í augum okkar allra varst þú sannkölluð hetja. Alltaf beið okkar opinn faðmur og koss á kinn þegar við komum til þín, og þegar þú hafðir heilsu, bakaðir þú vöfflur með rjóma. Heimili þitt var fallegt og hreint, og þú varst alltaf fín og snyrtileg. Þú varst svo dugleg að muna nöfn- in á öllum langömmubörnunum þín- um og alltaf svo áhugasöm um allt sem gerðist í kringum þig. Það var svo notalegt að tala við þig, því að þú hlustaðir af áhuga og varst tilbúin að gefa góð ráð. Lífsgleði þín og styrkur var mikill, þrátt fyrir allt sem þú hefur gengið í gegnum á lífsleiðinni, amma mín. Þú varst alltaf svo stolt af öllum afkom- endum þínum og talaðir oft um hvað öll börnin, barnabörnin og lang- ömmubörnin væru falleg og vel gefin. Það er ekkert skrítið, þar sem þú, amma, með þína geislandi gleði, smit- andi hlátur, ást og kærleik hefur gefið okkur öllum margar fallegar og skemmtilegar minningar sem við aldrei gleymum. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þig að, elsku amma, því að þú hefur gefið okkur meira en orð fá lýst. Við söknum þín mjög mikið, en við vitum að þú ert í góðum höndum hjá Guði og í faðmi afa Gunnars. Stefán og lang- RAGNA ÁGÚSTSDÓTTIR LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Elskuleg móðir mín, amma okkar og lang- amma, GUÐNÝ BJARNADÓTTIR frá Gerðisstekk, Norðfirði, Lóurima 6, Selfossi, sem lést 25. maí sl., verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 4. júní kl. 13.30. Dóra María Aradóttir, Dagbjartur Ari Gunnarsson, Erla Traustadóttir, Guðný Esther Gunnarsdóttir, Ómar Björnsson, Ebba Guðlaug Gunnarsdóttir, Anna María Gunnarsdóttir, Össur Björnsson, Kolbrún Dóra Gunnarsdóttir, Øystein Bjarte Mo og langömmubörnin. Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, STEINUNNAR Þ. O. NIELSEN, Seljahlíð, Reykjavík. Sigríður C. Nielsen, Margrét St. Nielsen, Sveinn Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR INGI SIGURÐSSON, áður til heimilis að Víðivöllum 4, Selfossi, lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt 1. júní. Arnfríður Jónsdóttir, börn og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MINNA ELÍSA BANG, Aðalgötu 19 (gamla apótekinu), Sauðárkróki, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki sunnudaginn 22. maí sl., verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 4. júní. Athöfnin hefst kl. 14.00. Dætur, tengdasynir og barnabörn. Ástkær bróðir okkar, SIGURÐUR ÞORGRÍMSSON, Sóltúni 2, áður Langholtsvegi 150, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðviku- daginn 18. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Alúðarþakkir fær Kristófer Þorleifsson, læknir, og allir þeir, sem léttu Sigurði lífið, glöddu hann og sýndu hugulsemi, vinarþel og hlýju. Ólafur Þorgrímsson, Ingibjörg Þorgrímsdóttir og aðrir vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ELÍASAR GUNNARS ÞORBERGSSONAR, Kleppsvegi 134, áður bónda í Meiri-Hattardal. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 14G Landspítala við Hringbraut. Guðrún Jónsdóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.