Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 47 VW Golf árg.'96, ek. 135 þús. V. 315 þús. Tilboðsverð kr. 315.000. Listaverð kr. 389.000. Sk. 09/06. 3ja dyra, 5 gíra. Guðjón, sími 661 9660. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bílaþjónusta Bryngljái á bílinn! Endist árum saman - verndar lakkið - auðveldar þrif. Mössun - blettun - alþrif - djúp- hreinsun. Yfir 20 ára reynsla! Litla Bónstöðin, Skemmu- vegi 22, sími 564 6415. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, nýr, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Tjaldvagnar Raclet tjaldvagnar. Vorum að fá hina vinsælu Raclet tjaldvagna til sölu, frábært verð. Upplýsingar hjá Víkurverki í síma 557 7720 og www.vikurverk.is. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga 12-16. Mótorhjól Honda CBR900RR, árgerð 2000 Verð 900.000. Ekið 30.000 (vél 11.000) með kraftpústi. Nýlega yf- irfarið og í toppstandi. Ný keðja og tannhjól. Mjög fallegt hjól. Verð 900 þús. staðgrafsláttur. Sími 869 0316. Bílar aukahlutir Grand Cherokee VARAHLUTIR Er að rífa Grand Laredo 1995. Passar í '93-'98, góð sjsk, felgur og flest annað. Sími 896 5120. Varahlutir Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Grand Vitara '00, Kia Sportage '02, Pajero V6 92', Terr- ano II '99, Cherokee '93, Nissan P/up '93, Vitara '89-'97, Patrol '95, Impreza '97, Legacy '90-'94, Isuzu pickup '91 o.fl. Renault Laguna 1.8 Nýskr. 07/02, ek. 56 þ. km, stein- grár, álfelgur, geislaspilari, spoil- er o.fl. Verð 1.490.000 þús. Kíktu á nýja stóra bílasölusvæðið við Klettháls. Þar eru margar bílasölur, mörg hundruð bílar, þar erum við… sjáumst! Heimsbílar, Kletthálsi 11a, 110 Rvík, sími 567 4000. www.heimsbilar.is Ford Explorer Executive, 09/ 1996, 4000cc 6cyl, sjálfskiptur, blásanseraður, ýmsir aukahlutir, dráttarkrókur, góð 31' dekk, ek. aðeins 95 þkm. Einstaklega vel meðfarinn og fallegur bíll. Nýskoðaður. Verð 1.100 þús. Sími 820 5289. MMC (Mitsubishi), árg. '96, ek. 168 þús. km, L300 Mínibus, 8 manna, dísel, á álfelgum til sölu. Aukadekk á felgum. Upplýsingar í símum 894 3127 og 896 3127. Smáauglýsingar • augl@mbl.is Gerðu góð kaup! Vel með farinn Chevrolet Astro árgerð '99, 8 manna, 4.3 l, 190 h., leður, krókur o.m.fl. Góður staðgreiðsluafsl. Uppl. í síma 840 3425. FRÉTTIR KVENNASKÓLANUM í Reykjavík var nýlega slitið í 131. sinn við há- tíðlega athöfn í Hallgrímskirkju að viðstöddu fjölmenni. Brautskráðir voru 99 stúdentar að þessu sinni. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Ingunn Gyða Hrafnkelsdóttir, nemandi á náttúrufræðibraut, en hún útskrifaðist með einkunnina 9,50. Dúx skólans á bekkjarprófi var Hrafnhildur Birgisdóttir, nem- andi í 2. bekk á náttúrufræðibraut, með einkunnina 9,9 og jafnar eigið skólamet á bekkjarprófi. Brottfall í skólanum var 3% í vetur. Verðlaun voru afhent fyrir góðan námsárangur í ýmsum greinum á stúdentsprófi. Auk fleiri verðlauna hlaut Hrönn Guðmundsdóttir Stúd- entspennann 2005 úr verðlauna- sjóði dr. Guðrúnar P. Helgadóttur fyrir bestu stúdentsritgerðina. Að- alverðlaun skólans, verðlaun úr Minningarsjóði frú Þóru Melsteð, stofnanda Kvennaskólans í Reykja- vík, fyrir hæstu meðaleinkunn og besta heildarárangur á stúdents- prófi 2005, hlaut Ingunn Gyða Hrafnkelsdóttir. Hún hlaut einnig, auk annarra viðurkenninga, verð- laun Efnafræðifélagsins fyrir fram- úrskarandi árangur í efnafræði. Kór Kvennaskólans söng við at- höfnina og Ingunn Gyða Hrafnkels- dóttir nýstúdent söng einsöng. Emma Björg Eyjólfsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta. Við útskriftina voru fulltrúar 60 ára, 55 ára og 20 ára útskriftarnemenda auk 50 ára útskriftarárgangsins en fyrir hans hönd flutti Helga Guð- mundsdóttir ávarp. Skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík FRAMHALDSSKÓLANUM á Húsavík var slitið við há- tíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju á dögunum. Að þessu sinni útskrifuðust 19 stúdentar, einn nemandi lauk námi af viðskiptabraut, tveir af almennri braut og sjö af almennri braut – endur-menntun. Þá voru kvaddir þrír erlendir skiptinemar sem dvalið hafa á Húsavík í vetur og stundað nám við skólann. Margvíslegar viðurkenningar voru veittar að venju fyrir góðan námsárangur. Viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi fékk Helga Ragn- arsdóttir en vegin meðaleinkunn hennar var 8,25 og lauk Helga stúdentsprófi á þremur árum. Morgunblaðið/Hafþór Útskriftarhópurinn með Guðmundi Birki Þorkelssyni, skólameistara FSH. Brautskráning frá FSH ÖKUMENN þurfa að aka hægar, taka sér tíma til að spenna beltin og fullorðnum hjólreiðamönnum er bent á að höfuð þeirra er viðkvæm- asti hluti líkamans, líka eftir að full- orðinsaldri er náð. Þetta eru í stuttu máli skilaboð Jóns S. Ólasonar yf- irlögregluþjóns á Akranesi til bæj- arbúa. Að undanförnu hefur lögregl- an þar beint athygli sinni sérstaklega að hraðakstri og notkun öryggisbúnaðar í umferðinni. Um 30 ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur og næstum jafn- margir fyrir að nota ekki öryggis- belti, bæði ökumenn og farþegar. Lögregla mun halda áfram að sporna við hraðakstri með auknu eftirliti. Jón segir að öryggisbelt- anotkun í bænum sé ekki viðunandi og virðist margir haldnir þeim rang- hugmyndum að slys verði bara á ákveðnum stöðum og við ákveðnar aðstæður og þá þannig að einhverjir aðrir en þeir sjálfir lendi í þeim, seg- ir í tilkynningunni. Algengar afsak- anir fyrir að nota ekki öryggisbelti voru t.d.: „Ég var bara að skjótast út í búð“ eða „ég ætlaði nú ekkert langt“. Telur Jón óskiljanlegt með öllu að fólk skuli spara sér nokkrar sekúndur við að setja á sig beltið og leggja með því líf og heilsu að veði. Börnum gert að leiða hjólin heim Jón segir að því miður beri of mik- ið á því að börn hjóli án hjálma og að þau noti ekki hjálma og hlífar við notkun línuskauta. Mikilvægi þessa búnaðar eigi að vera ljós auk þess sem það sé bundið í lög að börn und- ir 15 ára aldri skuli nota hjálma. Lögreglan á Akranesi hefur haft af- skipti af 30 hjálmlausum börnum undanfarna daga. Börnunum hefur verið gert að leiða hjólin heim og foreldrunum er sent bréf þar sem nauðsyn öryggisbúnaðar er brýnd fyrir þeim. Jón segir að það megi á hinn bóginn velta því fyrir sér hvort fyrirmyndirnar, þ.e. fullorðna fólkið, þurfi að taka sér tak því sumir virð- ist beinlínis halda að það sé skylda að hætta að nota hjálm þegar 15 ára aldri er náð. Yfirlögregluþjónninn á Akranesi brýnir öryggi fyrir bæjarbúum Óskiljanlegt að sleppa öryggisbeltunum ÍSLENDINGAR eru ekki þekktir fyrir að bera tilfinningar sínar á torg, en það býðst þeim einmitt að gera á morgun. Tilfinn- ingatorg verður haldið í garði veitingastaðarins Hressó við Aust- urstræti kl. 14-18 og eru allir vel- komnir. Elísabet Jökulsdóttir tekur á móti gestum, sem býðst að viðra tilfinningar sínar í gamni eða al- vöru. Hún segir fólk vera forvitið um fyrirbærið og að aðsókn hafi aukist smám saman. Tilfinn- ingatorgið á að vera skemmtilegt og gestir þurfa ekki að undirbúa ræður, engin ritskoðun er og það má alveg grínast. Nýlega fór hópur Íslendinga til Jemen og hélt þar vel heppnað til- finningatorg. Elísabet hvetur fólk til að koma við á morgun. Hún segir að ef maður deili tilfinn- ingum sínum margfaldist þær og að um leið og maður gefi eitthvað af sér fái maður það til baka. Tilfinningatorg á Hressó STJÓRN Sambands ungra fram- sóknarmanna, SUF, sendi frá sér ályktun þar sem varað er við hug- myndum um afnám vaxtabóta- kerfisins. „Vaxtabæturnar eru eitt besta tæki sem hið opinbera hefur kom- ið á til að hjálpa einstaklingum til að koma sér þaki yfir höfuðið og dregur þar með úr útgjöldum til húsaleigubóta til lengri tíma litið. Fjöldi ungs fólks hefur stofnað til skulda og tekið vaxtabótakerfið með í reikninginn við sínar ákvarðanir og er því afar mik- ilvægt að ekki sé hreyft um of við kerfinu og ekki kemur til greina að leggja það niður,“ segir í ályktuninni. SUF telur að draga eigi úr tekjutengingu kerfisins til að draga úr jaðarskattaáhrifum, enda sé ungt fólk sem er að koma sér þaki yfir höfuðið oft með þó- nokkrar tekjur en að sama skapi mikil útgjöld vegna námslána, húsnæðislána og annarra fjárfest- inga sem nauðsynlegar séu í nú- tíma þjóðfélagi. Þá telja ungir framsóknarmenn að lækka megi eignaþröskuld kerfisins á móti, enda sé tilgangur kerfisins að hjálpa fólki í fyrstu skrefum íbúðakaupa meðan eignir þess séu litlar. SUF varar við af- námi vaxtabóta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.