Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 23 MINNSTAÐUR Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, sagði frá reynslu Akurnesinga af uppbyggingu stóriðju á Grundar- tanga og taldi hana almennt góða. Nefndi að fjölgað hefði um 700 manns á Akranesi á síðustu átta til níu árum. Gísli sagði að sveitarfé- lagaskipan hefði verið Þrándur í Götu framþróunar á svæðinu þar sem stóriðjan væri staðsett í fámenn- um sveitarfélögum sem ekki væru nógu öflug til að veita stórum vinnu- stöðum þjónustu og ekki hefði verið hljómgrunnur fyrir sameiningu við Akranes. Vakti hann athygli sveitar- stjórnarmanna á Suðurnesjum á þessu og sagði að þeir myndu einnig þurfa að fara í gegnum þá umræðu hvernig ætti að skipta tekjum af fast- eignasköttunum sem stóriðjufyrir- tæki greiddi. Nauðsynlegt væri að tryggja að þær skiptust á einhvern skynsamlegan hátt á svæðið í heild. Á kynningunni voru fulltrúar frá öll- um fimm sveitarfélögunum á Suður- nesjum en eins og fram hefur komið er mikil andstaða við sameiningu meðal sveitarstjórnarmanna í þeim bæjum sem lagt er til að sameinist Reykjanesbæ. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, spurði mikið út í um- hverfismálin sem hann sagðist hafa áhyggjur af. „Álverið yrði nærri íbúðarbyggð og við viljum tryggja að staðsetning þess leiði ekki til meng- unar,“ sagði Árni í samtali við Morg- unblaðið. Hann sagði að ýmislegt hefði skýrst á kynningunni varðandi umhverfismál og fleira. Orðið hefði bylting í mengunarvörnum álvera. Hann sagðist þó þurfa frekari upp- lýsingar, meðal annars um það hvort tækniframfarir gæfu kost á að líta í náinni framtíð á álver eins og hver önnur stór iðnfyrirtæki í þessu sam- bandi. „Mér sýnist að við séum sífellt að nálgast það,“ segir Árni. Árni segir að miklir möguleikar séu á uppbyggingu atvinnufyrir- tækja við Helguvík. Því sé mikilvægt að halda öllum slíkum möguleikum opnum þótt hugmyndin um álver sé til skoðunar. Kveðst hann ekki sjá annað en að álver geti haft jákvæð áhrif á aðra starfsemi. Bolungarvík | Sýslumennirnir í Bolungarvík, á Ísa- firði, Hólmavík, Patreksfirði og í Búðardal sem jafnframt eru lögreglustjórar hver á sínum stað gengu frá samkomulagi um samstarf og sameig- inleg verkefni á árlegum samráðsfundi sem að þessu sinni var haldinn í Bolungarvík. Sameiginleg verkefni embættanna hafa einkum lotið að umferðareftirliti yfir sumarmánuðina og gæslu í kringum stærri dansleiki og samkomur á svæðinu. Einnig hefur á síðustu árum verið sérstök um- fjöllun um stöðu fíkniefnamála á svæðinu og á landsvísu en fundinn að þessu sinni sótti lögreglu- maður frá fíkniefnadeild ríkislögreglustjóra. Á fundinum var gengið frá formlegu samkomu- lagi um þetta samstarf. Í því er kveðið á um að markmið með samstarfinu sé að stuðla að sem bestri samvinnu lögregluliðanna með það að mark- miði að efla löggæslu og tollgæslu á svæðinu sem kostur er, vinna að sem bestri nýtingu mannafla, fjármuna og tækja, og leita eftir sem mestri sam- ræmingu í meðferð mála á svæðinu. Einnig er í samkomulaginu gert ráð fyrir að lögð verði drög að sérstöku samstarfi um verkefna- bundna löggæslu, það er að lögregluliðin skipu- leggi og vinni í sameiningu að fyrir fram ákveðnum verkefnum, öðrum en hefðbundnum samstarfs- verkefnum. Samkomulag um samstarf við ýmis löggæsluverkefni Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Uppstilling Vestfirskir lögreglustjórar og lögreglumenn funduðu í Bolungarvík. LANDIÐ Grindavík | Grindvískir sjómenn er heiti ljósmyndasýningar sem Krist- inn Benediktsson ljósmyndari opn- ar í Saltfisksetrinu í Grindavík í dag. Sýningin er haldin í tengslum við sjómannadagshátíðina Sjóarann síkáta og stendur til 20. júní. Á sýningunni verða myndir sem Kristinn tók á síðustu áratugum síðustu aldar úti á sjó og í landi, þær fyrstu 1976. Einnig verða myndir frá fiskverkun í landi. Kem- ur fram hversu miklar breytingar hafa orðið, jafnt til sjós og lands. Kristinn er fæddur í Hafnarfirði árið 1948. Hann lærði ljósmyndun og starfaði sem ljósmyndari við Morgunblaðið og víðar. Hann bjó í mörg ár í Grindavík og starfaði þar sem sjómaður og verkstjóri við salt- fiskverkun og var um tíma frétta- ritari Morgunblaðsins á staðnum. Undanfarin ár hefur Kristinn, auk annars, skrifað greinar og tekið myndir og ritstýrt blöðum. Kristinn sýnir Grindvíska sjómenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.