Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 31
UMRÆÐAN
Æ HÆRRI raddir heyrast þess
efnis að fólk flytjist til Íslands og
setjist hér að, aðlagist
ekki og safnist saman
á vissum svæðum hér í
Reykjavíkurborg. Gott
dæmi um þetta er
kannski Hverfisgatan
sem hefur verið upp-
nefnd Grjónagata.
Þetta er ekki jákvæð
þróun, að við Íslend-
ingar sjáum okkur hag
í því að uppnefna göt-
ur af þeirri ástæðu
einni að fólk frá vissri
heimsálfu skipi þar
meirihluta.
Ástæða einangrunar margra inn-
flytjenda er kannski einmitt for-
dómar okkar í garð þeirra, þannig
að þeim finnist þeir ekki vera vel-
komnir hérna. Jafnvel þótt sökin sé
þeirra sjálfra í sumum tilvikum veit
ég að við getum staðið okkur mun
betur.
Eitthvað hlýtur að vera hægt að
gera til að bæta ástandið svo fólk
aðlagist frekar, finnist það velkomið
hér á landi og læri mál okkar.
Ég legg til að eins konar pakki
verði útbúinn fyrir innflytjendur, án
endurgjalds, þannig að þegar þeir
koma til landsins með það í huga að
búa hér í lengri tíma
verði þeim tekið opn-
um örmum og einhver
ein manneskja, eins
konar stuðningsaðili,
fylgi þeim eftir í einn
eða tvo daga og tryggi
þeim vitneskju um
réttindi sín, upplýsi
um hvar finna megi
vissar stofnanir, versl-
anir, þjónustu og þess
háttar. Þá væri fólkið
komið með eins konar
ökuleyfi um Ísland og
sitt nánasta umhverfi.
Maður skellir sér ekki beint upp í
bíl 17 ára, án ökuprófs og keyrir af
stað, fyrst þarf að læra og svo er
maður tilbúinn í slaginn! Eftir
þessa fyrstu daga yrði stuðnings-
aðilinn til taks ef á þyrfti að halda,
yrði eins konar öryggisventill fyrir
fólkið.
Með þessu mætti leysa marg-
víslegan vanda. Fólk myndi síður
einangrast og byggi yfir aukinni
vitneskju um réttindi sín, það kæmi
t.d. ekki fyrir að stúlka færi í fóst-
ureyðingu vegna þess að hún teldi
sig ekki hafa efni á því að vera án
launa í einhverja mánuði. Já, þetta
gerðist … næstum, því hún vissi
ekki að það væri til eitthvað sem
héti barnabætur!
Tengsl milli einstaklinga, Íslend-
inga annars vegar og innflytjenda
hins vegar, gætu orðið grunnur að
góðri vináttu sem myndi í raun
opna dyr þeirra að landi og þjóð. Að
auki þætti innflytjendum þeir vel-
komnari hér á landi og lærðu ís-
lenskuna vafalítið betur og fyrr.
En hvernig er þetta framkvæm-
anlegt, hvar fást peningar fyrir
slíkri þjónustu og hver yrði tekju-
lindin?
Slík stofnun þyrfti hjálp frá ein-
hverjum, það er alveg á hreinu,
hvort heldur það væri frá ríkinu,
sveitarfélögunum, Rauða kross-
inum, frjálsum framlögum fyr-
irtækja eða einhverjum öðrum.
Ég legg til að þessu verkefni
verði hleypt af stokkunum af ríkinu.
Af hverju af ríkinu? Jú, til að gefa
tóninn í innflytjendastefnu og til að
vera Íslendingum góð fyrirmynd,
því hvernig getum við ætlast til að
Íslendingar séu góðir í garð inn-
flytjenda ef íslenska ríkið er það
ekki?
Það er okkur öllum í hag að hlúð
verði að innflytjendum sem mun
gera okkur að samheldnu fjölmenn-
ingarsamfélagi sem börn okkar
geta verið stolt af í framtíðinni.
Tökum nú höndum saman og
sýnum í verki hvers við erum
megnug. Tökum vel á móti gestum
okkar, því við ætlumst til hins sama
þegar við flytjum til annarra landa.
Stoltir Íslendingar á vit ævintýra
Jóhanna M. Oppong skrifar
um samskipti Íslendinga og
innflytjenda ’Tengsl milli einstak-linga, Íslendinga annars
vegar og innflytjenda
hins vegar, gætu orðið
grunnur að góðri vin-
áttu sem myndi í raun
opna dyr þeirra að
landi og þjóð.‘
Jóhanna M. Oppung
Höfundur er kjólaklæðskeri.
Sturla Kristjánsson: Bráðger
börn í búrum eða á afgirtu
svæði munu naumast sýna getu
sína í verki; þeim er það fyr-
irmunað og þau munu trúlega
aldrei ná þeim greindarþroska
sem líffræðileg hönnun þeirra
gaf fyrirheit um.
Kristján Guðmundsson: Því
miður eru umræddar reglur nr.
122/2004 sundurtættar af
óskýru orðalagi og í sumum til-
vikum óskiljanlegar.
Sigurjón Bjarnason gerir
grein fyrir og metur stöðu og
áhrif þeirra opinberu stofnana,
sem heyra undir samkeppn-
islög, hvern vanda þær eiga við
að glíma og leitar lausna á hon-
um.
Þorsteinn H. Gunnarsson:
Nauðsynlegt er að ræða þessi
mál með heildaryfirsýn og
dýpka umræðuna og ná um
þessi málefni sátt og með hags-
muni allra að leiðarljósi, bæði
núverandi bænda og fyrrver-
andi.
Dr. Sigríður Halldórsdóttir:
Skerum upp herör gegn heim-
ilisofbeldi og kortleggjum
þennan falda glæp og ræðum
vandamálið í hel.
Svava Björnsdóttir: Til þess
að minnka kynferðisofbeldi
þurfa landsmenn að fyrir-
byggja að það gerist. Forvarnir
gerast með fræðslu almenn-
ings.
Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð-
isþróun á Íslandi hefur, þrátt
fyrir allt, verið til fyrirmyndar
og á að vera það áfram.“
Pétur Steinn Guðmundsson:
„Þær hömlur sem settar eru á
bílaleigur eru ekki í neinu sam-
ræmi við áður gefnar yfirlýs-
ingar framkvæmdavaldsins,
um að skapa betra umhverfi
fyrir bílaleigurnar.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
ingakerfis nútíma samfélags til
þess að það þjóni tilgangi svo sem
vera ber. Tilfinnanlegastur er
skorturinn á pólitískum skilningi
og vilja til að gera bæði örorku- og
ellilífeyrisbætur mannsæmandi.
Þar er enn skorið við nögl svo at-
hyglisvert sem það er á þeim
miklu gósentímum sem nú ganga
yfir. Það er eins og flest annað
hljóti fremur náð fyrir augum
stjórnvalda. Varla endurspeglar
þetta vilja einnar ríkustu þjóðar í
heimi. Það er siðlaust að brjóta
niður sjálfsvirðingu og lífsgæði
manna með ófullnægjandi sjúkra-
bótum og svo dylgjum um mis-
notkun og frekju. Eða leti og
svindl. Fyrir utan örorku og ellilíf-
eyri þarf einnig að endurskoða
kvarða félagsþjónustunnar um úr-
bætur til þeirra sem af ýmsum
ástæðum valda ekki tilverunni í
lengri eða skemmri tíma.
Nær væri að taka á kjarna máls-
ins en að hampa geypi um ágang
og óheilindi hinna tekjulægstu.
Aukin nánasar- og smásálarskapur
í garð þeirra sem eru hjálparþurfi
mun ekki vera þjóðarvilji Íslend-
inga. Slíkt rekur fremur ættir til
þeirrar nýju haftastefnu í nafni
sparnaðar sem virðist hallær-
islegur fylgikvilli hinnar siðsjón-
döpru braskaðshyggju og prang-
trúarstefnu sem nú er boðuð.
Verum á varðbergi gegn vitleysu.
’Þessi sleggjudómur erósanngjarn og óheppi-
legur í alla staði.‘
Höfundur er geðlæknir.