Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 31 UMRÆÐAN Æ HÆRRI raddir heyrast þess efnis að fólk flytjist til Íslands og setjist hér að, aðlagist ekki og safnist saman á vissum svæðum hér í Reykjavíkurborg. Gott dæmi um þetta er kannski Hverfisgatan sem hefur verið upp- nefnd Grjónagata. Þetta er ekki jákvæð þróun, að við Íslend- ingar sjáum okkur hag í því að uppnefna göt- ur af þeirri ástæðu einni að fólk frá vissri heimsálfu skipi þar meirihluta. Ástæða einangrunar margra inn- flytjenda er kannski einmitt for- dómar okkar í garð þeirra, þannig að þeim finnist þeir ekki vera vel- komnir hérna. Jafnvel þótt sökin sé þeirra sjálfra í sumum tilvikum veit ég að við getum staðið okkur mun betur. Eitthvað hlýtur að vera hægt að gera til að bæta ástandið svo fólk aðlagist frekar, finnist það velkomið hér á landi og læri mál okkar. Ég legg til að eins konar pakki verði útbúinn fyrir innflytjendur, án endurgjalds, þannig að þegar þeir koma til landsins með það í huga að búa hér í lengri tíma verði þeim tekið opn- um örmum og einhver ein manneskja, eins konar stuðningsaðili, fylgi þeim eftir í einn eða tvo daga og tryggi þeim vitneskju um réttindi sín, upplýsi um hvar finna megi vissar stofnanir, versl- anir, þjónustu og þess háttar. Þá væri fólkið komið með eins konar ökuleyfi um Ísland og sitt nánasta umhverfi. Maður skellir sér ekki beint upp í bíl 17 ára, án ökuprófs og keyrir af stað, fyrst þarf að læra og svo er maður tilbúinn í slaginn! Eftir þessa fyrstu daga yrði stuðnings- aðilinn til taks ef á þyrfti að halda, yrði eins konar öryggisventill fyrir fólkið. Með þessu mætti leysa marg- víslegan vanda. Fólk myndi síður einangrast og byggi yfir aukinni vitneskju um réttindi sín, það kæmi t.d. ekki fyrir að stúlka færi í fóst- ureyðingu vegna þess að hún teldi sig ekki hafa efni á því að vera án launa í einhverja mánuði. Já, þetta gerðist … næstum, því hún vissi ekki að það væri til eitthvað sem héti barnabætur! Tengsl milli einstaklinga, Íslend- inga annars vegar og innflytjenda hins vegar, gætu orðið grunnur að góðri vináttu sem myndi í raun opna dyr þeirra að landi og þjóð. Að auki þætti innflytjendum þeir vel- komnari hér á landi og lærðu ís- lenskuna vafalítið betur og fyrr. En hvernig er þetta framkvæm- anlegt, hvar fást peningar fyrir slíkri þjónustu og hver yrði tekju- lindin? Slík stofnun þyrfti hjálp frá ein- hverjum, það er alveg á hreinu, hvort heldur það væri frá ríkinu, sveitarfélögunum, Rauða kross- inum, frjálsum framlögum fyr- irtækja eða einhverjum öðrum. Ég legg til að þessu verkefni verði hleypt af stokkunum af ríkinu. Af hverju af ríkinu? Jú, til að gefa tóninn í innflytjendastefnu og til að vera Íslendingum góð fyrirmynd, því hvernig getum við ætlast til að Íslendingar séu góðir í garð inn- flytjenda ef íslenska ríkið er það ekki? Það er okkur öllum í hag að hlúð verði að innflytjendum sem mun gera okkur að samheldnu fjölmenn- ingarsamfélagi sem börn okkar geta verið stolt af í framtíðinni. Tökum nú höndum saman og sýnum í verki hvers við erum megnug. Tökum vel á móti gestum okkar, því við ætlumst til hins sama þegar við flytjum til annarra landa. Stoltir Íslendingar á vit ævintýra Jóhanna M. Oppong skrifar um samskipti Íslendinga og innflytjenda ’Tengsl milli einstak-linga, Íslendinga annars vegar og innflytjenda hins vegar, gætu orðið grunnur að góðri vin- áttu sem myndi í raun opna dyr þeirra að landi og þjóð.‘ Jóhanna M. Oppung Höfundur er kjólaklæðskeri. Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum til- vikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppn- islög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á hon- um. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hags- muni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrver- andi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heim- ilisofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrir- byggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almenn- ings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð- isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýs- ingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar ingakerfis nútíma samfélags til þess að það þjóni tilgangi svo sem vera ber. Tilfinnanlegastur er skorturinn á pólitískum skilningi og vilja til að gera bæði örorku- og ellilífeyrisbætur mannsæmandi. Þar er enn skorið við nögl svo at- hyglisvert sem það er á þeim miklu gósentímum sem nú ganga yfir. Það er eins og flest annað hljóti fremur náð fyrir augum stjórnvalda. Varla endurspeglar þetta vilja einnar ríkustu þjóðar í heimi. Það er siðlaust að brjóta niður sjálfsvirðingu og lífsgæði manna með ófullnægjandi sjúkra- bótum og svo dylgjum um mis- notkun og frekju. Eða leti og svindl. Fyrir utan örorku og ellilíf- eyri þarf einnig að endurskoða kvarða félagsþjónustunnar um úr- bætur til þeirra sem af ýmsum ástæðum valda ekki tilverunni í lengri eða skemmri tíma. Nær væri að taka á kjarna máls- ins en að hampa geypi um ágang og óheilindi hinna tekjulægstu. Aukin nánasar- og smásálarskapur í garð þeirra sem eru hjálparþurfi mun ekki vera þjóðarvilji Íslend- inga. Slíkt rekur fremur ættir til þeirrar nýju haftastefnu í nafni sparnaðar sem virðist hallær- islegur fylgikvilli hinnar siðsjón- döpru braskaðshyggju og prang- trúarstefnu sem nú er boðuð. Verum á varðbergi gegn vitleysu. ’Þessi sleggjudómur erósanngjarn og óheppi- legur í alla staði.‘ Höfundur er geðlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.