Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN S terkar vísbendingar um skipulagða glæpa- starfsemi.“ Þannig hljóðaði fyrirsögn í frétt í Morgunblaðinu sem birtist 19. maí síðastliðinn. Tilefni fréttarinnar var að fjögur ungmenni, sem síðan kom í ljós að voru frá Kína, höfðu tveimur dögum fyrr, 17. maí, verið stöðv- uð af lögreglu á Keflavíkurflug- velli en þau reyndust bera ólög- leg vegabréf. Um var að ræða þrjár stúlkur á aldrinum 19 til 21 árs og 24 ára pilt. Fylgdarmaður ungmennanna, sem grunaður er um að hafa ætlað að koma þeim ólöglega til Bandaríkjanna, hef- ur nú verið dæmdur í hálfs árs fangelsi. Óvíst er um afdrif kín- versku unglinganna.Við fáum reglulega fréttir af fólki sem stöðvað er með ólögleg skilríki í Leifsstöð, en sögu hvers og eins fáum við yfirleitt ekki að heyra. Ekki er ólíklegt að kínversku ungmennin hafi verið ginnt til fararinnar vestur á bóginn með fölskum loforðum um gull og græna skóga í Orlando – en þangað var för þeirra heitið. Þeim hefur ef til vill verið talin trú um að með því að yfirgefa heimaland sitt tækist þeim að brjótast út úr fátækt og vonleysi og komast til efna á nýjum stað. Daginn sem unglingarnir frá Kína rákust á múra frelsisins á Íslandi, var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, stadd- ur í opinberri heimsókn í heima- landi þeirra og skoðaði annars konar múr – Kínamúrinn sögu- fræga. Eins og víða hefur komið fram kepptust íslenskir við- skiptamenn um að fá að fylgja forsetanum til Kína og þangað hélt meira en 200 manna við- skiptasendinefnd. Undanfarið höfum við meðal annars getað lesið í fjölmiðlum um stærstu samningana sem tókust í Kína- förinni. Minna hefur borið á um- fjöllun um það sem réttast er að nefna „skuggahliðar“ íslenska viðskiptaævintýrisins í Kína. Þó kom fram í frétt Morgunblaðsins meðan á heimsókninni stóð að fiskvinnslufólk sem starfar þar hjá íslenska fyrirtækinu Sjóvík fær á bilinu 120–150 dollara í mánaðarlaun fyrir 10 tíma vinnu, sex daga vikunnar. Þetta sam- svarar um 8–10 þúsund íslensk- um krónum. Þá var fjallað um launamálin í samantekt frétta- mannsins Arnars Páls Hauks- sonar sem sýnd var í Kastljósi sjónvarpsins á þriðjudag. Þar staðfesti Ellert Vigfússon, fram- kvæmdastjóri Sjóvíkur, í samtali við fréttamann, að það borgaði sig að eiga viðskipti í Kína því þar væru launin lág. „Já, já, það er vegna þess að launin eru lág. Það er alveg ljóst að við stopp- um ekki þessa þróun. Þessi þró- un var byrjuð áður en að við byrjuðum hér. Og, það eina sem við getum gert er að taka þátt í henni. Og nýta okkur hana,“ sagði Ellert. Ellert bætti við að fiskvinnslukonurnar sem ynnu hjá fyrirtæki hans í Kína væru að safna peningum og vildu vinna mikið. „Þannig að þetta er svona verbúðarstemning,“ sagði hann. Fréttamaður ræddi einnig um launamál kínverska verkafólks- ins við forseta Íslands. „Er ekki verið að greiða þessum fisk- vinnslukonum allt of lág laun?“ spurði hann. Ekki stóð á svari Ólafs Ragnars: „Jú, í sjálfu sér getum við hugsað það þannig. En fólkið sem hér er að vinna fengi ekki betri laun annars staðar. Ástæða fyrir því að það sækist eftir að vinna hér er að það eru greidd hér sæmileg laun á kínverska vísu,“ sagði forset- inn. Hann sagði meðal annars að ef menn létu það stoppa sig væru þeir kannski að neita þátt- töku í þessum kínverska mark- aði. Af ummælum framkvæmda- stjórans og forsetans má ráða að við eigum þann eina kost að fylgja straumnum í Kína. Við lif- um á tímum einstaklingshyggju og kapítalisma, sem er köld skepna og hugsar ekki um fólk, heldur æðir áfram í leit að ódýr- ustu framleiðslukostunum hverju sinni. Íslendingar eru trúir markaðshugsjóninni og bera því enga ábyrgð á kjörum verkafólksins sem þrælar fyrir íslensku fyrirtækin í Kína, hvort sem það er í fiskvinnslu eða skó- gerð. Mikið vill meira og við er- um enn nokkrum sætum frá því að geta talist ríkasta þjóð heims. Hvort Kínaförin leiðir til þess að það markmið náist er óvíst. En Arnar Páll Hauksson, hafði í Kastljósinu eftir Dorrit Mouss- aieff forsetafrú, að hún vildi helst að Kínaheimsóknin skilaði það miklum viðskiptum að allar konur á Íslandi hefðu ráð á að kaupa demanta. Það er eflaust rétt sem fram kom hjá Ólafi Ragnari í Kast- ljósinu, að verkafólkið sem vinn- ur hjá íslensku fyrirtækjunum í Kína fengi ekki betri laun ann- ars staðar, það er að segja hjá öðrum vinnuveitendum í Kína. Það gæti hins vegar fengið betri laun á Íslandi og raunar víðast hvar í hinum vestræna heimi – ef því væri leyft að koma hingað og reyna fyrir sér. Það er varla annað en bágt ástand heima fyr- ir sem fær fólk á borð við kín- versku ungmennin, sem rætt var um að ofan, til þess að leggja land undir fót með ólögleg skil- ríki, í von um skárri framtíð- armöguleika. En við höfum lítinn tíma til þess að staldra við og velta því fyrir okkur hversu ósanngjarnt það er, að Vestur- lönd ein fái að njóta þess frelsis sem hnattvæðingin svonefnda hefur í för með sér. Við erum nefnilega svo upptekin við að halda áfram að skara sem mest- an eld að eigin köku. Múrar eru víða Daginn sem unglingarnir frá Kína rák- ust á múra frelsisins á Íslandi var Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, staddur í opinberri heimsókn í heima- landi þeirra og skoðaði annars konar múr – Kínamúrinn sögufræga. VIÐHORF Elva Björk Sverrisdóttir elva@mbl.is NÁMSFLOKKAR Reykjavíkur hafa starfað um sextíu og sex ára skeið. Löngum hafa þeir verið fyrsti viðkomustaður þeirra sem eru að koma sér aftur í nám eftir að hafa einhverra ástæða vegna hrökklast úr hefðbundnu námi. Á síðari árum hafa Námsflokkarnir orðið miðstöð íslensku- kennslu fyrir útlend- inga. Þar hafa nýir Ís- lendingar getað orðið sér úti um þá íslensku- kennslu sem löggjaf- inn gerir að skilyrði fyrir búsetu þeirra. Í áralöngu starfi hefur námsefni verið þróað, byggt á þekkingu og góðri reynslu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það góða starf sem unnið hefur verið í Námsflokkunum og nægir í því efni að vísa til viðurkenningar sem for- seti Íslands veitti stofnuninni í fyrra. Að auki er hægt að vitna til viðurkenningarorða þeirra er borg- arstjóri fór um fyrrverandi for- stöðumann, Guðrúnu Halldórs- dóttur, er hún lét af störfum. Allir eru því sammála um að starf Náms- flokkanna er til fyrirmyndar og fjölda fólks til hagsbóta enda við- urkenningar sem þeir hafa fengið mýmargar. Flumbrugangur Það vekur því furðu að borgar- yfirvöld skuli hafa ákveðið að eyði- leggja einmitt þetta farsæla starf, nokkrum mánuðum eftir að Guðrún lætur af störfum. Í vor var tilkynnt um að til stæði að skipta Náms- flokkunum upp, dreifa starfi þeirra til annarra stofnana og einkafyrir- tækja. Að sundra stofnun sem stað- ið hefur sig jafnvel og raun ber vitni og dreifa starfi hennar ómark- visst um menntakerfið kann ekki góðri lukku að stýra. Til að bæta gráu ofan á svart virðast aðgerðir borgaryfirvalda einkennast af flumbrugangi. Jafnmikilvæg aðgerð og að leggja niður eina farsælustu stofnun borgarinnar þarfnast góðs undirbúnings í samvinnu við starfs- fólk hennar og ekki síst skjólstæð- inga. Því er ekki að heilsa hér. Ákvörðunin um að leggja Náms- flokkana niður hefur farið hljótt og litla umræðu fengið. Nemendur fengu tilkynningu um ákvörðunina nokkrum vikum fyrir skólaslit. Starfsfólki var tilkynnt með bréfi dags. þann 19. maí að rýma þyrfti húsnæði námsflokkanna fyrir 1. júní nk. Sú tilkynning hleypti öllu sumarstarfi Námsflokkanna í upp- nám og þurfti að grípa til ráðstaf- ana til að koma því fyrir, enda virð- ast þeir sem tóku ákvörðunina ekki hafa vitað af sumarstarfinu. Úrræða- og virðingarleysi Það sem verst er í þessu máli öllu er að ekki er búið að finna úrræði fyrir þá nemendur sem hingað til hafa sótt nám sitt í Námsflokka Reykjavíkur. Ljóst er að í Náms- flokkunum hefur farið fram við- kvæmt starf. Þeir sem hafa hrakist úr námi af einhverjum ástæðum þurfa sérstakar aðstæður er þeir ætla að takast á við námsefnið að nýju. Um þá útlendinga sem kjósa að setjast að hér á landi og mennta sig í íslensku gildir líka annað en um hefð- bundna nemendur. Stjórnvöld hafa löng- um lagt áherslu á ís- lenskukennslu fyrir nýja Íslendinga og hef- ur sú ráðstöfun að safna saman þekkingu og reynslu í þeim efn- um á einn stað, nk. þekkingarþorp, gefið góða raun. Það er ábyrgðar- leysi af borgaryfir- völdum að fara fram af jafnmiklu virðingarleysi fyrir stofnuninni, starfsmönnum og nemendum og raun ber vitni. Sú óheillaákvörðun að drita kennslu Námsflokkanna niður um kerfið er nógu slæm ein og sér. Að vera ekki búin að gera ráðstafanir um hvað verður um það góða starf sem þar var unnið er for- kastanlegt. Ekki liggur enn fyrir hvar eða hvort kennt verður í öllum þeim áföngum sem boðið var upp á. Fórnarlamb skipulagsbreytinga? Erfitt er að skilja hvað liggur að baki þessari óheillaákvörðun. Þó læðist að manni sá grunur að hús- næðismál Fræðslumiðstöðvar hafi eitthvað með það gera. Í yfirstand- andi skipulagsbreytingum í borgar- kerfinu á að koma upp einni mið- lægri miðstöð fræðsluamála í borg- inni og hefur verið horft til gamla Miðbæjarskólans, þar sem Náms- flokkarnir eru í dag, í þeim efnum. Það skýtur skökku við að eyðileggja eina miðlæga starfsemi til að koma annarri upp. Námsflokkar Reykja- víkur mega ekki verða fórnarlamb skipulagsbreytinga. Hin raunveru- legu fórnarlömb þessarar ákvörð- unar eru hins vegar nemendurnir sem í góðri trú vildu skrá sig í áframhaldandi nám nk. haust en var tilkynnt að allt starf væri í upp- námi og óvissu. Borgaryfirvöld eiga fyrst og fremst að hugsa um al- menna borgara í ákvörðunum sín- um. Þeim má ekki sópa til hliðar fyrir borgarstofnanir. Þar að auki rímar starfsemi Námsflokka Reykjavíkur mjög vel við þá stefnu Reykjavíkurlistans að efla menn- ingarstarfsemi í miðbænum. Þar stunda á fjórða þúsund nemendur nám árlega í húsnæði sem reist var sem skólahúsnæði seint á 19. öld- inni. Kennsla stendur til tíu á kvöldin og lífga Námsflokkarnir þannig upp á miðbæjarlífið án þess að vera tengdir krám eða skemmti- stöðum. Það að breyta húsnæðinu í borgarskrifstofu og færa menning- arlífið úr miðbænum vinnur því klárlega gegn yfirlýstri stefnu Reykjavíkurlistans. Ég skora á borgaryfirvöld að af- stýra þessu slysi. Leyfa því að lifa sem vel gengur og nýta þetta sögu- fræga hús sem tugþúsundir núlif- andi borgarbúa hafa stundað nám í fyrir sitt upprunalega hlutverk – menntastofnun. Borgaryfirvöld bregðast Námsflokkunum Kolbeinn Óttarsson Proppé fjallar um Námsflokkana ’Að vera ekki búin aðgera ráðstafanir um hvað verður um það góða starf sem þar var unnið er forkastanlegt.‘ Kolbeinn Óttarsson Proppé Höfundur er varaborgarfulltrúi R-listans. HAUSTIÐ 2001 ákvað ég undir- ritaður að innritast í háskólanám með vinnu í við- skiptafræði við Há- skólann í Reykjavík, í þeim tilgangi að bæta við mig þekkingu sem gæti nýst í mínum rekstri. Um áramótin síðustu útskrifaðist ég svo með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræðum, en það sem ennþá meira máli skiptir er að ég er í allt annarri stöðu til að reka mitt fyrir- tæki með góðum árangri en áður var. Sem dæmi má nefna að eftir námið veit ég miklu betur hvað end- urskoðandinn minn er að gera, ég skil árs- reikninginn og ég þekki mikilvægi sjóðsstreymisyfirlita og uppruna handbærs fjár í rekstri. Enn- fremur veit ég hvernig á að kanna þarfir við- skiptavinarins og hvernig hann hugsar, og ég veit hvers vegna aug- lýsingar virka og virka ekki. Þá hef- ur viðskiptafræðinámið hjálpað mér að ákvarða hvernig samsetning eig- infjárhlutfalls hentar mínum rekstri, hverjar eru skattalegar skyldur mínar gagnvart yfirvöldum, hvers vegna það borgar sig að gera rekstraráætlun fyrir reksturinn, og ég skil mikilvægi góðrar birgðastýr- ingar í rekstrinum. Svo fátt eitt sé nefnt. Annað sem námið við Háskólann í Reykjavík hefur kennt mér er að sumir hlutir eru ekki endilega dýrir þótt þeir kosti mikla peninga. Þetta er allt spurningin um það hvort maður fái það sem maður borgar fyrir og hvort það skili sér til baka inn í það sem maður starfar við. Viðskiptafræðinámið í Háskólanum í Reykja- vík byrjaði strax á meðan á því stóð að skila sér til baka inn í minn rekstur og á eftir að gera það um ókomna framtíð. Því mæli ég með þessu námi fyrir alla sem eru í rekstri en hafa ekki viðskiptafræði- menntun. Það er bæði hagnýtt fyrir núverandi eigendur eða stjórn- endur í fyrirtækjum sem og þá sem vilja í framtíðinni stofna eigið fyr- irtæki. Hvað gerði háskólanám með vinnu fyrir mig? Valdimar Aðalsteinsson fjallar um háskólanám Valdimar Aðalsteinsson ’… mæli égmeð þessu námi fyrir alla sem eru í rekstri en hafa ekki við- skiptafræði- menntun.‘ Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Dýralands sem rekur þrjár gæludýraverslanir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.