Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 43
MINNINGAR
Elsku bróðir. Það er erfitt að
sætta sig við, að þú skulir allt í einu
vera kallaður frá okkur, en það er
eitthvað sem enginn ræður við því
þinn tími er bara kominn. Þú ætl-
aðir að koma í hina árlegu heimsókn
þína til okkar núna í júní. Guð hefur
ákveðið að láta þig gera eitthvað
annað í staðinn.
Það var alltaf tilhlökkun hér á
heimilinu þegar von var á þér í
heimsókn. Litlu frændsystkini þín
hlökkuðu alltaf til að hitta þig, því
þau höfðu svo gaman af að glettast
við þig. Þú varst líka alltaf svo stríð-
inn og mikill prakkari í þér við þau.
Ein litla ömmustelpan kallaði þig
LEIFUR
EINARSSON
✝ Leifur Einarssonfæddist á Geit-
hellum í Álftafirði
22. desember 1955.
Hann lést á heimili
sínu í Svöluhrauni 19
í Hafnarfirði mánu-
daginn 23. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Laufey
Karlsdóttir, f. 24.3.
1912, d. 4.6. 1994, og
Einar Jóhannsson, f.
28.4. 1906, d. 24.5.
1975. Þau bjuggu all-
an sinn búskap á
Geithellum. Leifur
var yngstur af níu systkinum og
þau eru í aldursröð: Helga, 14.6.
1931; Vilborg, f. 1.9. 1932; Þor-
móður, f. 27.9. 1934, d. 24.1. 2002;
Ólafur, f. 18.10. 1935; Jóhann, f.
30.7. 1937; Þorkell, f. 15.5. 1939,
d. 24.6. 1940; Kristín, f. 10.8. 1942;
og Hjörtur Karl, f. 17.7. 1953.
Útför Leifs verður gerð frá
Hofskirkju í Álftafirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
alltaf „strákinn hennar
ömmu“. Ógleymanleg-
ar eru þær stundir
sem við áttum saman
þegar ég kom í heim-
sókn til þín og reyndi
ég alltaf að koma við
hjá þér þegar ég fór til
Reykjavíkur. Þú áttir
þinn sérstaka sess í
hjarta mínu, elsku
bróðir.
Við fórum oft með
þig í smá ferðalög þeg-
ar þú varst hérna hjá
okkur, enda þótti þér
gaman að fara í bíl.
Okkur er sérstaklega minnisstætt
þegar við fórum í fjöruferðina og þú
settist niður innan um allar kríurn-
ar og varst ekkert að fárast yfir því
að þær flögruðu allt í kringum þig.
Og svo var bara margt annað
skemmtilegt sem við gerðum sam-
an, sem við munum geyma með
minningunum um þig.
Þú áttir þitt sæti hjá okkur í eld-
húsinu og eins í stofunni og það
mátti helst enginn sitja þar nema
þú. Þú varst ekkert sérlega ánægð-
ur á svipinn þegar frændi þinn sat í
sófanum síðast þegar þú komst í
heimsókn. Svo þegar hann stóð upp,
varstu fljótur að setjast og það sást
alveg hvað þú hugsaðir: „Hvað ert
þú að gera í mínu sæti?“
Það var erfið ákvörðun fyrir for-
eldra okkar að þurfa að láta þig
fara, tíu ára gamlan, í burtu frá sér
vegna fötlunar þinnar. En þau vildu
að þú fengir alla þá bestu þjónustu
sem völ var á. Þú fórst fyrst á Kópa-
vogshælið og varst lengst af á deild
10a, en undanfarin tvö og hálft ár
eða svo á sambýli í Svöluhrauni 19 í
Hafnarfirði. Viljum við þakka öllu
því góða fólki sem hugsað hefur um
þig gegnum tíðina fyrir alla þá alúð
og umhyggju sem það veitti þér.
En nú er komið að leiðarlokum,
kæri bróðir, og ég veit að foreldrar,
bræður, ömmur og afar taka vel á
móti þér. Þín verður sárt saknað, en
minningin um góðan dreng mun lifa
í hjörtum okkar allra.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín systir
Kristín.
Elsku Leifur. Þegar ég frétti að
þú værir farinn þá brá mér mikið,
en þegar ég sá þig síðast var ég á
næturvakt í Svöluhrauninu og þeg-
ar ég sagði góða nótt við þig þegar
þú loksins sofnaðir þá nótt datt mér
aldrei í hug að það yrði í síðasta
skiptið sem við hittumst.
Við áttum margar góðar stundir
saman bæði fyrir austan og sunnan,
þær voru nú samt stundum bæði
auðveldar og erfiðar en þrátt fyrir
að þær hefðu líka verið erfiðar þá
myndi ég aldrei vilja samt skipta á
þeim út fyrir góðar af því að allar
voru þær einstakar. Samskipti okk-
ar voru mjög sérstök en þú sýndir
mér það alltaf þegar þú varst fúll
við mig en þú varst alltaf fljótur að
taka mig í sátt í skiptum fyrir langa
bíltúra, sund eða skemmtilegu ferð-
irnar okkar austur. Ferðirnar voru
alveg sérstakar og fengum við alltaf
gott veður og þá sérstaklega í fyrri
ferðinni, ég man það svo vel þegar
við keyrðum suður í 26 stiga hita en
það var svo heitt í bílnum að við vor-
um alltaf að stoppa til að fara út að
viðra okkur en þrátt fyrir hitann
varst þú brosandi allan hringinn all-
an tímann sem við vorum að keyra
þetta en þú vast samt ekki bara
brosandi þennan dag heldur alla
daga. Seinni ferðin okkar var nokk-
uð erfiðari þegar þú veiktist pínu og
við þurftum að vera á hjúkrunar-
heimilinu í einn og hálfan sólarhring
á Höfn en þér leiddist það sko ekki
en þú lést dekra við þig eins og þú
gast.
Ég gæti skrifað svo margt um
ferðir okkar og samskipti, hvað þau
voru góð og einstök, en þú gafst
mér margar góðar gjafir og kenndir
mér margt og þá sérstaklega að
maður á ekki að taka lífinu sem
sjálfsögðum hlut. En allra stærsta
gjöfin sem þú gafst mér og öllum í
kringum þig var kærleikurinn og
ástin sem þú áttir alltaf nóg af og
sýndir það á hverjum degi. Það var
líka eitthvað í fari þínu að þegar
maður var nálægt þér þá varð allt
svo rólegt og gott, það var aldrei
neitt stress í kringum þig, bara ró
og næði.
Þú áttir auðvitað þínar stundir
þegar litli púkinn kom upp í þér.
Það var yndislegt hvað þú gast þá
hlegið þegar þú varst búinn að
brjóta nokkra diska eða henda disk-
unum þínum í gólfið, en það þurfti
oft lítið til að gleðja litla hjartað
þitt.
Það var skrítið að mæta núna í
vinnuna síðasta mánudag, það var
eitthvað svo tómlegt en auðvitað var
ástæðan sú að þú, litli engillinn okk-
ar og sólargeisli, varst farinn. Þú
verður samt aldrei alfarinn úr
hjörtum okkar sem þekktum þig, þú
áttir alltaf smá pláss í öllum hjört-
um sem hittu þig enda er margs að
minnast.
Sumir segja að þegar einn engill
yfirgefur jörðina þá fæðist annar
einhvers staðar í heiminum, því trúi
ég alveg og er ég alveg viss um að
það hafi gerst þegar þú fórst enda
veitir ekki af að hafa þennan kær-
leik sem þú hafðir í heiminum.
En það er víst komið að kveðju-
stund hjá okkur, þú átt stóran hluta
í hjarta mér og sá hluti verður alltaf
varðveittur, hvar sem ég fer og hvar
sem ég verð.
Elsku Leifur, ég vil bara þakka
þér fyrir þessa frábæru tíma sem
við áttum saman. Ég bið að heilsa
öllum þarna í hinni veröldinni sem
tóku á móti þér, ég veit að núna líð-
ur þér vel og átt góðar stundir.
Nú strýkur vár um heimlandsvøll
við lýkkutámi millum fjøll;
nú fánar fonn og grasið grør,
nu vaknar aftur heimlandsjørð.
Hoyr vestanlot og veingjasús
og vakurt flytifuglabrús,
nú tjaldur, lógv við lát og gleim
úr suðurlondum venda heim.
Og vársins fuglaparadís
við frøi syngur Harrans prís
og lovar lívsins Guði hátt,
hvørs skaparverk er ævigt gott.
Eg við vil syngja gleðisong
sum fuglur yvir vársins ong
og takka Guði manga ferð
mær loyvi gav at liva her.
(Þýð. T. N. Djurhus)
Nú strýkur vor um völl og dal
svo vökna brár í fjallasal.
Nú lifna grös um laut og börð
sjálft lífið vekur freðna jörð.
Heyr farfuglanna kvæðaklið,
er kría, tjaldur bregða við,
með gleðiraust og söngvaseim
úr suðurlöndum snúa heim.
Sú fagra fuglaparadís
hún flytur Guði lof og prís
og syngur ljóð um líf og vor
svo léttir yfir hverri skor.
Og fagna má sem fugl í söng
við ferðalok í jarðarþröng
sá er þú leiddir langan veg.
Ó, lífsins Guð, þig tigna ég.
(Þýð. Kristján Valur Ing.)
Með kærri kveðju.
Þín vinkona,
Snjólaug.
Í dag kveð ég
Mæsu, eina af fáum
eftirlifandi vinkonum
móður minnar. Þær
bjuggu báðar í Hellu-
sundinu nr. 3 og 6.
Móðir mín Aðalheiður Knudsen, f.
1910, en Mæsa tæpum tveimur ár-
um yngri. Báðar áttu þær eldri
systur, mamma Fríðu og Mæsa
Helgu. Þær voru saman í skát-
unum og á ég fullt af skemmti-
legum myndum úr ferðalögum
þeirra og útilegum. Ég var ekki
gömul, þegar ég fór með mömmu í
heimsóknir á Hrefnugötuna og ófá-
ar voru þær veislur og kaffiboð,
sem við vorum í hjá Mæsu og ljúf-
lingnum Þórarni Benedikz, mann-
inum hennar, sem féll frá svo alltof
fljótt. Drengirnir þeirra Ágúst og
Þórarinn veittu þeim mikla ham-
ingju, afburðanámsmenn og gleði-
gjafar. Eins var með öll hin systk-
inabörnin, hún bar mikla umhyggju
fyrir þeim og fjölskyldum þeirra.
Mæsa var sérlega skemmtileg,
hafði einstaka frásagnarhæfileika
MARÍA ÁGÚSTA
BENEDIKZ
✝ María ÁgústaBenedikz fæddist
í Reykjavík 26. ágúst
1912. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Sóltúni 20. maí síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá
Fossvogskapellu 27.
maí.
og dillandi hlátur og
öllum leið vel nálægt
henni. Hún átti stóran
fallegan garð og bjó til
allskonar sultur og
góðgæti, sem hún
snaraði á borðið,
svona um leið og hún
gekk framhjá. Hún
var mikill bridgespil-
ari og spilaði árum
saman við gamlar vin-
konur sínar.
Eftir að ég fluttist
til Vestmannaeyja árið
1961 kom ég oft við á
Hrefnugötunni, þegar
ég var á ferðinni og fylgdist hún
vel með fjölskyldu minni. Einu
sinni kom hún m.a.s. í heimsókn til
Eyja ásamt móður minni og áttum
við hér nokkra skemmtilega daga í
blíðskaparveðri. Seinni árin varð
sambandið strjálla og síðustu 2–3
árin hef ég aðeins haft spurnir af
líðan hennar. Ég á ekki von á að
yngra fólkið í fjölskyldunni hafi
hugmynd um hvaða eldri kona er
að rifja upp þessa löngu liðnu tíð,
en eitt er víst að þetta voru dýrð-
ardagar og ómetanlegar eru minn-
ingarnar um Mæsu og allt það
merkilega og skemmtilega fólk,
sem henni tengdist. Við hér í Eyj-
um sendum sonum hennar og öll-
um aðstandendum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Hólmfríður Ólafsdóttir.
✝ Marteinn Guð-jónsson fæddist í
Vestmannaeyjum 7.
maí 1924. Hann lést
30. maí síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Guðjóns P.
Valdasonar frá
Steinum undir Eyja-
fjöllum, f. 4. október
1893, d. 17. ágúst
1989, og Guðbjargar
Þorsteinsdóttur frá
Rauðhálsi í Mýrdal,
f. 29. júlí 1895, d. 8.
janúar 1991. Al-
systkini Marteins
voru þrjú, Þorsteinn, f. 17. júlí
1922, Þorsteina Bergrós, f. 24.
júlí 1927 og Ósk, f. 5. nóvember
1931. Hálfsystkini Marteins,
honum samfeðra, voru þrjú,
Bergur Elías, f. 10. júní 1913,
Ragnhildur Sigríður, f. 28. maí
1915 og Klara, f. 30. júlí 1916.
Ósk er sú eina sem lifir af þeim
systkinum.
Sambýliskona Marteins er
Kristín Einarsdóttir, f. 4. maí
1923. Sonur þeirra
er Tryggvi, f. 12.
ágúst 1944, kvænt-
ur Grétu Steindórs-
dóttur, f. 15. desem-
ber 1948. Börn
þeirra eru tvö: a)
Margrét Kristín, f.
7. september 1976,
maður hennar Bald-
ur Eiðsson, dóttir
þeirra Bríet Auður,
f. 13. maí 2000. b)
Steindór, er, f. 29.
júlí 1978, unnusta
Sigrún Ingþórsdótt-
ir.
Marteinn stundaði sjómennsku
í allmörg ár, hann vann einnig
við netagerð. Marteinn þjálfaði
knattspyrnu hjá íþróttafélaginu
Tý um tíma, starfaði hjá íþrótta-
miðstöð Vestmannaeyja, auk
þess að hann sinnti ýmsum öðr-
um störfum. Hann var virkur fé-
lagi í Golfklúbbi Vestmannaeyja.
Útför Marteins verður gerð
frá Landakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Okkur langar í örfáum orðum að
minnast Marteins þjálfara. Leiðir
okkar stúlknanna og Marteins lágu
saman þegar hann tók að þjálfa
okkur í knattspyrnu hjá Knatt-
spyrnufélaginu Tý. Marteinn var
okkur alltaf góður, umbar alla vit-
leysuna í okkur, uppátækjasömum
unglingsstúlkum. Hann fór með
okkur í okkar fyrstu keppnisferðir á
fastalandið, þar sem innanhússmót-
in á Skaganum standa upp úr. Það
hefðu margir gefist upp eftir fyrstu
ferðina okkar, en Marteinn hafði
trú á okkur og hélt ótrauður áfram.
Okkur þótti mjög vænt um Mar-
tein. Eitt sinn vildum við sýna það í
verki. Við höfðum fengið þær upp-
lýsingar að Marteinn ætti 65 ára af-
mæli og létum af því tilefni grafa í
fallegt gullúr afmælisár og kveðju
frá okkur. Afhentum við honum svo
úrið á afmælisdaginn. Hann þakk-
aði innilega fyrir sig, en svo fréttum
við nokkru seinna að við hefðum
verið heldur fljótar á okkur því
nokkur ár voru enn í þetta stór-
afmæli. Með þessum fátæklegu orð-
um langar okkur að þakka Marteini
hans óeigingjarna starf í þágu
kvennaknattspyrnu í Vestmanna-
eyjum.
Marteinn, þú verður alltaf hluti af
unglingsárum okkar. Fjölskyldu
Marteins sendum við samúðar-
kveðju.
Með fótboltakveðju
Týsstelpurnar.
Góður félagi og vinur, Marteinn
Guðjónsson, er fallinn frá, 81 árs að
aldri. Marteinn var starfsmaður í
netaverkstæði okkar um nær
tveggja áratuga skeið. Hann var
góður, vandvirkur og umfram allt
fær netamaður og færari maður í
togveiðarfærum var vandfundinn.
Auk þess var Marteinn góður félagi
sem gott var að vera í návist við.
Ekki skemmdi sameiginlegt
áhugamál þorra starfsmanna Nets
ehf, golfið, sem oft var aðalumræðu-
efnið á vinnustaðnum. Árlega var
haldið sérstakt golfmót meðal
starfsmanna netaverkstæðisins og
þar var Marteinn heldur betur á
heimavelli enda einn öflugasti fé-
lagsmaður Golfklúbbs Vestmanna-
eyja. Síðustu starfsárum sínum
varði Marteinn í Íþróttamiðstöðinni,
en 1999 verður hann fyrir áfalli og
dvaldi hann á Hraunbúðum þar til
hann lést þann 30. maí s.l. Að leið-
arlokum viljum við þakka Marteini
enn og aftur fyrir frábærar stundir
sem við áttum með honum bæði í
starfi og leik.
Við sendum þér Kristín mín og
öðrum aðstandendum okkar dýpstu
samúðarkveðjur og megi algóður
Guð styrkja ykkur og vernda í sorg
ykkar.
Hvíl þú í friði. F.h. starfsmanna
og eigenda Nets ehf
Hallgrímur Júlíusson.
MARTEINN
GUÐJÓNSSON
Morgunblaðið birtir minningargreinar
alla útgáfudagana.
Skilafrestur Ef birta á minningargrein
á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu-
degi eða þriðjudegi). Ef útför hefur
farið fram eða grein berst ekki innan
hins tiltekna skilafrests er ekki unnt
að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áður en
skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir for-
máli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar
um hvar og hvenær sá, sem fjallað er
um, fæddist, hvar og hvenær hann
lést, um foreldra hans, systkini, maka
og börn og loks hvaðan útförin fer
fram og klukkan hvað athöfnin hefst.
Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í minningargreinunum.
Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynn-
ingu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um
annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt
að senda hana á myndamóttöku:
pix@mbl.is og láta umsjónarmenn
minningargreina vita.
Minningar-
greinar