Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 33 EINS og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið fer fjölgandi þeim börnum og unglingum sem greinst hafa með athyglisbrest og ofvirkni hérlendis. Skv. niðurstöð- um rannsókna beggja vegna Atl- antshafsins eru um 3–5% barna í hverjum árgangi sem uppfylla þessi greiningarviðmið. Miðað er við að í hverjum árgangi á Íslandi séu um 4.000 börn. Í hverjum árgangi eru því um 200 börn sem uppfylla þessi grein- ingarviðmið og ef við miðum við alla tíu bekki grunnskólans þá eru þetta um 2.000 börn og unglingar á grunnskólaaldri hér- lendis. Að meðaltali er því hægt að áætla að í hverjum bekk séu um 1–2 börn með at- hyglisbrest og of- virkni. Málefnið snertir því hagsmuni að minnsta kosti 2.000 fjölskyldna hérlendis. Athyglisbrestur með ofvirkni er hegðunartruflun sem kemur yfir- leitt snemma fram eða fyrir sjö ára aldur og getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félags- lega aðlögun. Þessi taugaröskun er algerlega óháð greind. Erlenda greiningarheitið er ADHD (Atten- tion Deficit Hyperactivity Dis- order) eða athyglisbrestur með of- virkni. Orsakir athyglisbrests og ofvirkni Orsakir athyglisbrests og of- virkni eru líffræðilegar og því er ekki um að kenna umhverfisþátt- um, t.d. slöku uppeldi eða óheppi- legum kennsluaðferðum. Rann- sóknir benda til að truflun í boð- efnakerfi heila á stöðum sem gegna mikilvægu hlutverki í stjórn hegðunar valdi þessari taugarösk- un. Erfðir gegna mikilvægu hlut- verki því í fjölskyldum og ættum þeirra sem greinst hafa með at- hyglisbrest og ofvirkni eru fleiri með þessi einkenni en almennt gerist. Athyglisbrestur og ofvirkni getur einnig komið fram í tengsl- um við sjúkdóma eða slys, t.d. höf- uðáverka eða áföll á meðgöngu, og hún fylgir oft öðrum þroskatrufl- unum. Venjulegar uppeldisaðferðir duga skammt Venjulegar uppeldisaðferðir duga skammt í fjölskyldum barna með athyglisbrest og ofvirkni og foreldrar þessara barna sækja sér- stök fræðslunámskeið og þjálfunarnámskeið til að geta bet- ur skilið hvað það er sem veldur þessari taugaröskun og hvernig þarf að haga uppeldinu til að geta mætt þörfum barnsins/unglingsins og stuðla að aðlögun þess í dag- legu lífi og starfi fjölskyldunnar. Uppeldi barna og unglinga með athyglisbrest og ofvirkni er oft krefjandi og reynir því töluvert á bæði foreldra og aðra, t.d. kenn- ara. Góð sjálfsímynd er forsenda velgengni og því er lykilatriði að stuðla að því að börnin/ ungling- arnir bíði ekki stöðuga ósigra í daglegu lífi. Börn og unglingar læra ekki af skömmum og nei- kvæðu viðmóti. Slíkt brýtur niður sjálfsmyndina og eykur hættu á kvíða og depurð. Mikilvægt er að leita eftir sterkum hliðum en ekki að einblína á veikleika. Börn og unglingar með athyglisbrest og of- virkni þurfa skýra ramma í upp- eldinu, fáar en einfaldar reglur og ótvíræð og einföld fyrirmæli sem fylgt er eftir. Fyrst og fremst þarf þó jákvætt viðmót, hrós og viður- kenningu fyrir það sem vel er gert. Skilningur á eðli ofvirkni og sam- vinna þeirra sem umgangast barn- ið eða unglinginn, hvort sem það er heima eða utan heimilis, í skóla eða leikskóla eða í tómstundastarfi, er forsenda þess að hægt sé að takast á við vandann og skapa þeim og fjölskyldum þeirra gott líf. Athyglisbrestur og ofvirkni er ekki skilgreint sem fötlun á Ís- landi, þess vegna er tilviljanakennt hvaða þjónusta er í boði þegar barn fær þessa greiningu. For- eldrar þurfa að sækja um og ganga á eftir því að fá nauðsynlega þjónustu og í því getur falist mikil vinna. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið gætir enn skilningsleysis á afleiðingum at- hyglisbrests og ofvirkni meðal al- mennings, fagstétta og jafnvel sér- fræðinga. Víða hefur aukin fræðsla meðal fagstétta skilað sér í bættri þjónustu í leik- skólanum og grunn- skólanum, hjá fé- lagsþjónustu sveitar- félaga og hjá heil- brigðisstéttum, engu að síður verður að segja eins og er að þjónustan er enn sem komið er tilviljana- kennd og háð áhuga, þekkingu og við- horfum viðkomandi starfsmanna. Þótt ótrúlegt megi virðast finnast enn fagaðilar og sérfræðingar sem ekki viðurkenna athyglisbrest og of- virkni sem raunverulega tauga- röskun þrátt fyrir að niðurstöður rannsókna hafi sýnt fram á að hún er ótvíræð og hún hefur alvarleg áhrif á líf þeirra sem á annað borð uppfylla greiningarviðmið. Raunveruleikinn Fyrir þá sem ekki þekkja til at- hyglisbrests og ofvirkni af eigin raun sem foreldrar getur reynst erfitt að skilja raunveruleika fjöl- skyldna þessara barna og ung- linga. Einkennin geta verið mis- jafnlega alvarleg, allt frá því að vera eingöngu athyglisbrestur sem fyrst og fremst háir barninu/ unglingnum námslega og allt í það að fela í sér jafnframt svo mikla ofvirkni og hegðunarerfiðleika að heilu hillusamstæðurnar lenda í gólfinu í einu skapofsakastinu, eða að breyta þarf heimilinu í smíða- verkstæði til að hafa ofan af fyrir barninu/unglingnum. Samskiptin á heimilinu geta auðveldlega komist í vítahring og heimilið, sem á að vera griðastaður fjölskyldumeð- lima, verður vettvangur átaka um heimalærdóm og aðrar daglegar athafnir. Heimanámið krefst leið- sagnar foreldra allt upp í efstu bekki grunnskólans, suma daga getur það gengið fljótt, en aðra daga skilar þriggja tíma vinna þremur línum í vinnubókina. Í efstu bekkjum grunnskólans þyng- ist námið og foreldrar þurfa e.t.v. að sætta sig við að unglingurinn stendur ekki undir þeim kröfum sem skólinn gerir til hans og sam- ræmdu prófin geta endað með ósköpum. Mjög fá úrræði bíða þessara einstaklinga sem því miður eiga brokkgenga framtíð fyrir sér á framhaldsskólastiginu og ef ekki tekst að finna skóla eða vinnu við hæfi er hætt við að aðgerðaleysi, tölvufíkn, þunglyndi og vímuefna- vandi steðji að þessu unga fólki. Afleiðingar athyglisbrests og ofvirkni Ekki aðeins veldur þessi tauga- röskun barninu erfiðleikum í námi vegna skorts á einbeitingu, heldur eiga þau jafnframt erfitt með að skipuleggja tíma sinn, nám og at- hafnir, fyrirmæli kennara eða for- eldra fara framhjá þeim, þau eru með skert vinnsluminni og eiga því erfitt með það nám sem reynir á minnið, þau gleyma jafnframt hvað ætlast er til af þeim í daglegri um- gengni, þau týna og gleyma náms- gögnum, fatnaði og hlutum. Þau eiga erfitt uppdráttar félagslega og töluvert er um félagslega einangr- un í þessum hópi, sem m.a. stafar af því að þau kunna ekki að lesa í félagslegar aðstæður. Þau eru fleiri í hópi bæði þolenda og ger- enda í eineltismálum. Hvatvísin veldur því að þau hugsa ekki áður en þau tala eða framkvæma, sem kemur þeim í alls kyns vandræði auk þess sem það skapar slysa- hættu. Svefntruflanir er eitt birt- ingarform þessarar taugaröskunar. Ýmsir fylgikvillar sem fylgja þess- ari röskun eru t.d. kvíði og þung- lyndi, mótþrói, námserfiðleikar, hegðunarerfiðleikar og hætta er á að sjálfsmyndin beri skaða af stöð- ugum ósigrum í lífsbaráttunni. Sum börn/unglingar og fullorðnir sem greinast með athyglisbrest eru ekki ofvirk, stundum getur fylgt þessari röskun vanvirkni. Sjá nánar á vefsíðu ADHD- samtak- anna www.adhd.is. Eftirfylgnirannsóknir Athyglisbrestur með ofvirkni er ekki minniháttar röskun. Athygl- isbrestur með ofvirkni getur valdið þeim sem hann hafa skelfilegum vandkvæðum. Klínískar eftir- fylgni-rannsóknir sýna að fólk sem þjáist af athyglisbresti með of- virkni er miklu líklegra en aðrir til að falla frá námi (32–40%), mjög fáir ljúka framhaldsnámi (5–10%), þessi hópur á fáa eða enga vini (50–70%), stendur sig lakar en hann gæti gert í vinnu (70–80%), sýnir andfélagslega hegðun (40– 50%) og notar frekar en aðrir tóbak eða ólöglega vímugjafa. Þar að auki eru meiri líkur á að þegar börn með athyglisbrest með of- virkni komast á unglingsaldur eignist þau börn of ung(40%), fái kynsjúkdóma (16%), aki of hratt eða lendi oft í umferðarslysum, þjáist af þunglyndi (20–30%) eða verði fyrir persónuleikaröskun (18–25%) á fullorðinsárum en sam- anburðarhópur. Þau stefna sér einnig í aðrar hættur eða missa að öðru leyti tök á lífi sínu á ótal aðra vegu. Þessi dapurlega upptalning er blákaldur veruleiki einstaklinga sem kljást við þessa umræddu taugaröskun. Sjá nánar á vefsíðu ADHD-samtakanna sameiginlega álitsgerð, svokallaðan „konsensus“, sem er undirritaður af fjölda sér- fræðinga beggja vegna Atlants- hafsins. Meðferðarleiðir Athyglisbrestur og ofvirkni er ekki sjúkdómur og því er útilokað að lækna hann. Sem betur fer eru þó vel þekktar leiðir til að draga úr einkennum hans og halda þeim í skefjum þannig að þau valdi ekki alvarlegri félagslegri og hugrænni röskun. Meðferð þarf að byggjast á læknisfræðilegri, sálfræðilegri og uppeldis- og kennslufræðilegri íhlutun ásamt hegðunarmótandi aðferðum. Meðferðin byggist á:  þjálfun í heppilegum uppeldis- aðferðum  lyfjameðferð  viðeigandi kennsluaðferðum  fræðslu um athyglisbrest og of- virkni Bestur árangur næst með sam- þættri meðferð sem þarf að hefjast sem fyrst. Framtíðarhorfur Áður fyrr var talið að ofvirkni hyrfi með aldrinum en rannsóknir hafa sýnt að svo er ekki. Nýjar er- lendar fylgikannanir sýna að 50– 70% þeirra sem greinast með of- virkni í bernsku eru enn með ein- kenni á fullorðinsárum. Hvernig þeim vegnar á fullorðinsárunum er mjög háð viðeigandi meðferð á yngri árum og hversu snemma hún fékkst. Þættir eins og greind, al- varleiki einkenna og félagsleg staða skipta einnig máli. Viss hætta er á að hluti hópsins leiðist út í andfélagslega hegðun og vímuefnaneyslu á unglingsárum fá- ist ekki rétt meðferð. Fjölmiðlaumfjöllun Fjölgun barna og unglinga sem fengið hafa greininguna athygl- isbrestur með eða án ofvirkni er staðreynd. Á sama tíma er einnig um að ræða fjölgun astma- og ofnæmistilfella og fjölgun ein- hverfutilfella meðal barna og ung- linga. Ekki er ljóst hvað veldur aukningu á þessum sjúkdómum og þroskafrávikum. Hér getur verið um að ræða flókið samspil alla vega heilsufars- og umhverfisþátta, sem við eigum eftir að fá meiri skilning á eftir því sem rann- sóknum fleygir fram á komandi ár- um og áratugum. En staðan sem stendur er á þann veg að engum dettur í hug að amast við for- eldrum sem gefa astmaveiku barni lyf og engum dettur í hug að kenna foreldrum um einhverfu- ástand barnsins. En þegar kemur að börnum og unglingum með at- hyglisbrest og ofvirkni, sem eins og áður segir er hegðunartruflun, þá er skuldinni skellt á foreldrana, þeir hljóta að vera vanhæfir um að setja börnunum mörk og aga þau, og foreldrarnir eru auk þess for- dæmdir fyrir að fara að læknisráði og beita viðurkenndum meðferð- arleiðum sem m.a. fela í sér notk- un lyfja. Þeir kostir sem foreldrarnir standa frammi fyrir eru; annars vegar að fara að læknisráði og gefa barninu lyf ásamt því að leita sér ráðgjafar og sækja námskeið um uppeldisaðferðir, en hinn kosturinn sem foreldrarnir standa frammi fyrir, þ.e. að leita sér ráð- gjafar og sækja námskeið um upp- eldisaðferðir og sleppa lyfjagjöf- inni, getur einnig haft afdrifaríkar afleiðingar og er ekki síður erfiður valkostur. Lyfin geta vissulega haft aukaverkanir en lyfjalausa leiðin getur einnig haft aukaverk- anir sem felast í því að barnið/ unglingurinn fer í gegnum grunn- skólann og hætta er á að hann fari meira og minna á mis við náms- efnið vegna athyglisbrests- og of- virknieinkenna, auk þess sem jafn- framt er hætta á að barnið/ungl- ingurinn eigi erfitt uppdráttar félagslega. Sem sagt síðari valkost- urinn getur haft þær afleiðingar að barnið/unglingurinn fari halloka bæði námslega og félagslega. Staða foreldra barna/unglinga með athyglisbrest og ofvirkni er ekki öfundsverð, það sér hver sá sem les þessa grein á enda. Fjölskyldur barna/unglinga með athyglisbrest og ofvirkni þurfa á því að halda að umræðan í samfélaginu sé fyrst og fremst upplýst og málefnaleg í þeirra garð. Ennfremur skal þess getið að eins og gildir um aðra heilbrigðis- þjónustu er alltaf ákveðinn fjöldi fólks sem leitar eftir úrlausnum í heildrænum meðferðarleiðum, en ekki gefst svigrúm til að gera því skil hér sem snýr að umræddri taugaröskun. Þrátt fyrir langt mál er hér eng- an veginn tæmandi lýsing á raun- veruleika og öllu sem viðkemur málefnum fjölskyldna barna og unglinga með athyglisbrest og ofvirkni. Ekkert hefur verið minnst á systkini þessara barna, en þau eru hinn hljóði minnihluti sem líður fyrir ástandið, því börn/unglingar með athyglisbrest og ofvirkni hafa þá tilhneigingu að kalla á alla athygli foreldranna. Hætta er á því að systkinin fái ekki þá athygli sem þau þurfa á að halda nema foreldri taki sér tak og sjái til þess að enginn gleymist. Að lokum megum við ekki gleyma því að þrátt fyrir flókna taugaröskun og mikla erfiðleika sem henni fylgja fjallar þessi um- ræða um einstaklinga á öllum aldri sem hver er með sínu sniði og hver hefur sínar vonir og væntingar um farsælt og gott líf. Við þurfum að minna okkur á að „aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Athyglisbrest og ofvirkni fylgja líka styrkleikar, þessi börn, unglingar og fullorðnir eru upp til hópa hugmyndaríkt, kraftmikið og skemmtilegt fólk sem þarf á skilningi og stuðningi umhverfisins að halda til að rata á rétta hillu í lífinu. Athyglisbrestur, ofvirkni og rítalín Eftir Ingibjörgu Karlsdóttur ’Athyglisbrestur og of-virkni er ekki skilgreint sem fötlun á Íslandi, þess vegna er tilvilj- anakennt hvaða þjón- usta er í boði …‘ Ingibjörg Karlsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi og formaður ADHD samtakanna (áður Foreldrafélag misþroska barna). A hafði nýlandað 50 tonnum sem eiga að duga fjögurra daga vinnslu. „Þetta er fyrsta fiskvinnsluhúsið á Vest- rðum í 20 ár sem er að vinna karfa,“ segir ynur. „Það hefur verið stöðug vinna þótt kkrir dagar hafi fallið niður vegna aflaleysis. úsinu er einnig unnin ýsa og lausfryst þorsk- k svo dæmi séu tekin.“ Hlynur segist vona í lengstu lög að Bílddæl- gur leggi ekki upp laupana og bendir á að lok- beinaverksmiðju Bílddælings muni bitna yrmilega á nágrannabyggðunum á Patreks- ði og Tálknafirði. Þær njóta góðs af því að ta losnað við fiskúrganginn hjá nágrann- um en óheimilt er að fleygja eða urða slíkan gang. Allt verður að fara vinnslu. „Gefum kur að verksmiðjunni verði lokað, þá geta enn ekki komið frá sér úrganginum nema að yra hann til Ísafjarðar eða Bolungarvíkur eð miklum tilkostnaði í stað þess að losna við nn hér. Það er því kostur að hafa verksmiðj- a í gangi.“ Hlynur er þeirrar skoðunar að á Bíldudal sé kið um að vera í atvinnulífinu og mun meira m en margur haldi, þar með taldir for- ðamenn Vesturbyggðar. „Ég held að þeir viti s ekki hvað er í gangi hér á Bíldudal,“ segir nn. „Ég held að þeir verði að bera sig eftir í,“ svarar hann þegar spurt er hvort Bílddæl- gar hafi gert miklar tilraunir til að vekja at- gli sveitarstjórnarmanna á atvinnumálunum. Það sem heimafólk hugsar þessa dagana er að hafi vakað fyrir stjórnendum Bílddælings eð því að hefja rekstur fyrirtækisins með ótalausum togara þegar ekki þarf að velta ngi fyrir sér mikilvægi þess að koma hráefni landi. Eina skýringin sem giskað hefur verið ér á staðnum er sú að fjársterkir aðilar á bak fyrirtækið gætu leigt kvóta eða keypt hrá- ni á mörkuðum. Nú hafi komið í ljós að þessir ilar voru alls ekki fjársterkir. Víkingur Gunnarsson, afleysingafram- æmdastjóri Bílddælings, bendir á að Hall- ímur BA hafi fiskað vel og hráefnisöflun hafi rið stöðug auk þess sem vinnslan í húsinu sé m margt sérstök. Hann segir að menn hafi bú- við því að fá byggðakvóta og þar með stuðn- g við að efla atvinnulífið á staðnum. Úr þessu ekki mikill möguleiki á byggðakvóta. „En ð hefði hjálpað okkur mikið. Það var sem ld vatnsgusa að fá hann ekki.“ Víkingur segir Bíldudal þó eiga mikla mögu- ka til framtíðar litið. Æ fleiri hafi farið út í amleiðslu á ferskum fiski og héðan sé vel ægt að afhenda ferskfisk, jafnvel á Breiða- rðarferjuna. Bættar samgöngur á landi hafi a gjörbreytt stöðu mála. zana Turek frá Póllandi, starfsmaður hjá lddælingi, hefur búið á Bíldudal í átta ár. nnuveitanda staðarins dofin“ n halda í vonina um að úr numiðlun Vestfjarða býst við leysi í 226 manna samfélagi. i@mbl.is gn- hann rfa fram á veginn og leggja sitt af mörkum til atvinnuuppbyggingar á staðnum. Morgunblaðið/Ómar g Jón Hákon Ágústsson fyrir framan hót- élagið sem þeir stefna á að opna fyrir hátíð- r sem hefst 23. júní, eftir 3 vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.