Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ A Lot Like Love kl. 6 - 8.15 og 10.30 Voksne Mennesker kl. 5.45 - 8 - 10.15 Crash kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16 The Hitchhiker´s Guide... kl. 5.45 - 8 og 10.15 The Jacket kl. 8 og 10.10 b.i. 16 The Motorcycle Diaries kl. 5.40 Debra Messing Dermot Mulroney i t l ROGER EBERT ELISHA CUTHBERT CHAD MICHAEL MURRAY BRIAN VAN HOLT PARIS HILTON JARED PADALECKI Sjóðheit og sláandi góð hrollvekja með hinni umdeildu djammstelpu, Paris Hilton, Elisha Cuthert úr Girl Next Door og 24 þáttunum og Chad Michael Murray úr One Tree Hill Þáttunum. Stranglega bönnuð innan 16 ára. j it l i ll j i i il j t l , i ilt , li t t i l t tt i l ill tt . t l i .  Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað ROLLING STONE RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU aston kutcher amanda peet Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annaðÍ r lífsi s e r í i re st ert Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafann, Paul Haggis (“Million Dollar Baby”). Sláandi og ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma. ROGER EBERT ROLLING STONE S.K. DV.  Capone XFM FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI ALHEIMSINS HEFST ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR Fyrsta stórmynd sumarsins  DV  MBL Er þetta ást? Er þetta vinátta eða er þetta hvort tveggja. Þetta er mynd sem þú og þín þurfið að sjá. F J Ö L S K Y L D U D A G A R 300 KR MIÐAVERÐ Á VALDAR Ó.H DV H.L MBL Ó.H.T RÁS 2  S.K. DV.  Capone XFM Frábær og léttleikandi rómantískgamanmynd með Debra Messing úr „Will &Grace“ þáttunum HLJÓMSVEITIN Singapore Sling heldur tónleika á Grand Rokk í kvöld. Tónleikarnir eru þeir síðustu áður en hljómsveitin leggur upp í ferð til Englands og Skandinavíu til að spila fyrir þarlenda tónlistaraðdá- endur. Hljómsveitin hefur gengið í gegnum nokkrar mannabreytingar undanfarið en sú hljómsveit sem stígur á stokk í kvöld er, að sögn Henriks Björnssonar söngvara og Sigurðar M. Finnssonar áslátt- ursleikara, sú sveit sem mun héðan af skipa Singapore Sling. Auk Hen- riks og Sigurðar eru í hljómsveitinni Einar Þór Kristjánsson gítarleikari, Ester Ásgeirsdóttir bassaleikari, Hákon Aðalsteinsson gítarleikari og Björn Viktorsson sem leikur á trommur. Á morgun heldur hljómsveitin til London og spilar á tvennum tón- leikum þar. Síðan heldur hún til Noregs þar sem hún tekur þátt í tón- listarhátíð áður en hún endar ferðina í Svíþjóð með tvennum tónleikum, í Ljungby og Stokkhólmi. Singapore Sling hefur þegar gefið út tvær hljómplötur, The Curse of Singapore Sling sem kom út sumarið 2002 og Life is Killing my Rocḱn Roll sem kom út í fyrra. Báðar plöt- urnar komu út hjá Stinky Records í Bandaríkjunum en hér á landi kom síðari platan út hjá Sheptone Re- cords sem er útgáfufyrirtæki hljóm- sveitarinnar sjálfrar. Í sumar hyggst hljómsveitin gefa út EP-plötu hér á landi og vínyl-smáskífu í kjölfarið í Bandaríkjunum. Vínyl-smáskífan verður væntanlega gefin út hjá fyr- irtækinu Committee to Keep Music Evil en þar stendur í brúnni Anton Newcombe nokkur, leiðtogi Brian Jonestown Massacre og persónu- legur vinur Singapore Sling. Með Singapore Sling í kvöld leika hljómsveitirnar Jeff Who?, Skakkamanage og Rass. Tónleikarn- ir hefjast klukkan 22.00. Tónlist | Singapore Sling á leið í tónleikaferðalag Endanleg liðsskipan komin Morgunblaðið/Jim Smart Singapore Sling ætlar að gefa út nýja EP-plötu í sumar. Höskuldur Ólafsson hoskuldur@mbl.is AÐSTANDENDUR Live 8- góðgerðartónleikanna hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir að bjóða ekki fleiri svörtum listamönnum að vera með. Réttindasamtökin Black Inform- ation Link hafa lýst því yfir að list- inn yfir þá sem koma munu fram á tónleikunum í Hyde Park í Lund- únum sé „hræðilega hvítur“ og að aðstandendur hafi valið svo gott sem einvörðungu hvíta listamenn. Mariah Carey er nær eini flytjand- inn þar sem flokka mætti sem fulltrúa litra lista- manna. Talsmenn Live 8- tónleikanna hafa vísað þessum ásökunum til föð- urhúsanna. Bob Geldof hafi þvert á móti boðið fjölmörgum svörtum og öðrum þeldökkum listamönnum að vera með en flestir þeirra hafi af- þakkað boðið vegna anna. Í Fíladelfíu í Bandaríkjunum koma fleiri svartir lista- menn fram, m.a. 50 Cent, Stevie Wonder og Jay-Z. Svarti tónlistarmað- urinn og rithöfundurinn Patrick Augustus segist sannfærður um að svartir tónlistarmenn hafi verið sniðgengnir þegar valið var á tónleikana í Hyde Park. „Stóri hvíti maðurinn virðist enn og einu sinni ætla að bjarga okkur,“ segir hann á heimasíðu Black Inform- ation Link. Honum þykir það miður vegna þess að svo margir listamenn hafi verið sniðgengnir, breskir, afr- ískir og frá Jamaíka, sem hafi látið sig málefni Afríku svo miklu varða. „Hvar eru allir reggílistamennirnir sem barist hafa fyrir jafnræði og sannleikanum öll þessi ár?“ Justin Onyeka, ritstjóri dagblaðsins New Nation, spyr sig og í viðtali við net- útgáfu BBC hvar vinsælir svartir listamenn á borð við Dizzie Rascal, Ms Dynamite, Jamelia og Beverley Knight séu. „Sama vandamálið var uppi fyrir 20 árum síðan, þegar svartir söngvarar fengu bara að syngja bakraddir hjá öðrum.“ Tals- menn Live 8 segja málið líka snúast um að listamennirnir sem komi fram verði að vera heimsfrægir, svo hægt verði að vekja eins mikla at- hygli á tónleikunum og söfnuninni fyrir Eþíópíu og mögulegt er. Sum- ir þessara svörtu listamanna í Bret- landi séu einfaldlega óþekktir í París og Róm. Tónlist | Listi þátttakenda í Live 8 gagnrýndur „Hræðilega hvítur“ Mariah Carey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.