Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 51 DAGBÓK Árvissir sumardjasstónleikar veitinga-hússins Jómfrúrinnar í Lækjargötueiga 10 ára afmæli í sumar. Fyrstutónleikar sumarsins fara fram á Jóm- frúrtorginu aftan við veitingahúsið næstkom- andi laugardag á milli kl. 16 og 18. Eins og áð- ur verður hægt að ganga að tónleikunum vísum á sama tíma alla laugardaga í sumar. Tónleikarnir eru öllum opnir og er aðgangur ókeypis. Sigurður Flosason, tónlistarmaður, hefur haldið utan um tónleikana fyrir Jakob Jakobsson veitingamann á Jómfrúnni síðast- liðin 9 sumur. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið búast við að hugmyndin að tón- leikaröðinni ætti rætur að rekja til Danmerk- ur. „Jakob er menntaður í Danmörku. Ég býst við að hann hafi tekið með sér hugmyndina þaðan. Danir eru duglegir að efna til uppá- koma utanhúss. Við reynum í lengstu lög að vera með tónleikana á torginu fyrir aftan veit- ingahúsið. Hljómsveitin er í skjóli undir tjaldi til að verja hljóðfærin og tónleikagestir klæða sig eftir veðri. Sumir hafa jafnvel brugðið um sig teppi þegar kólnar í veðri. Sjaldnast hefur því þurft að flytja tónleikana inn í hús þó sá kostur sé að sjálfsögðu fyrir hendi og stundum notaður.“ Sigurður segir að Íslendingar sýni tónleik- unum mikinn áhuga. „Fólk er yfirleitt byrjað að spyrjast fyrir um tónleikana löngu áður en tónleikaröðin hefst í sumarbyrjun. Við þurfum heldur ekki að kvarta yfir aðsókninni því að hún hefur verið mjög góð í gegnum tíðina. Svo er gaman að segja frá því að tónleikana sækir fólk á öllum aldri - allt frá börnum í barnavögnum upp í gamalmenni í hjólastólum. Þessir tónleikar hafa veitt lífi í miðbæinn,“ segir Sigurður og minnir á að ekki sæki aðeins Íslendingar tónleikana. „Ferðamenn hafa runn- ið á hljóðið og oft verið stór hluti áheyrend- anna.“ Sigurður vill ekki nefna ákveðna tónlistar- menn sumarsins sérstaklega. En að vanda haldi fjölbreytt flóra íslenskra og erlendra djasstónlistarmanna af ólíkum kynslóðum og mismunandi stílbrigðum uppi góðri stemmn- ingu á Jómfrúrtorginu í sumar eins og fyrri sumur. Hann ætlar sjálfur að ríða á vaðið með kvartett sinn næstkomandi laugardag. Sigurður leikur á altósaxófón en með honum leika Eyþór Gunnarsson á píanó, Róbert Þórhallsson á bassa og Erik Qvick á trommur, m.a. verða leikin lög af geislaplötu Sigurðar, „Leiðin heim“, en hún er nýlega komin út. Tónleikar í tónleikaröðinni verða kynntir sérstaklega í hverri viku í fjölmiðlum. Tónlist | Sumardjass á Jómfrúnni 10 ára í sumar Hleypir lífi í miðbæinn  Sigurður Flosason tónlistarmaður er fæddur þann 22. janúar árið 1964 í Reykjavík. Sigurður varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1983. Sigurður lauk BA- gráðu í tónlist frá In- diana University árið 1986. Hann lauk MA- gráðu frá sama skóla árið 1988. Sigurður er giftur Vilborgu Önnu Björns- dóttur og eiga þau þrjú börn. Þrengsli og óþægindi í flugvélum VIÐ hjónin erum í þeim hópi eldri borgara sem ferðast mikið og kom- um við frá Krít 23. maí með flugvél Icelandair. Í þeirri ferð varð mikið klúður þegar sætanúmer, sem út- hlutað var við brottför, giltu ekki og úr varð mikil mismunun í sætaút- hlutun. Nú viljum við koma því á framfæri hvers vegna sæti í svona ferðum (þ.e. pakkaferðum) eru mismunandi. Þau eru misstór, bil á milli sæta mis- jafnt og þar af leiðandi misþægileg (eða óþægileg). Staðreyndin er að allir borga það sama, ungir sem gamlir, og eiga því rétt á að öll sæti séu sæmilega rúmgóð. Þetta er mál sem við skorum á eldri borgara og aðra viðkomandi að taka upp við Icelandair með okkur. Það er búið að viðgangast of lengi að fólk búi við þrengsli og óþægindi í ferðum félagsins og nefnum við sér- staklega þær ferðir sem bjóðast eldra fólki. Með kveðju, 141130-3589. Bíllyklar týndust BÍLLYKLAR á leðurkippu með stóru A týndust nýlega. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 823 6519. Keli er týndur í Breiðholti HANN Keli hefur ekki komið heim síðan laugardaginn 28. maí. Hann er ekki með ól en er eyrnamerktur. Hann er gulbröndóttur og nokkuð stór, með smá skarð í öðru eyranu. Hans er saknað frá Skriðustekk 18 í Breiðholti. Þeir sem hafa orðið varir við Kela eða vita um hann vinsam- lega hafi samband við Þröst í síma 856 5161. Týri er týndur TÝRI hvarf frá sum- arhúsi í nágrenni Hellu fyrir nokkru. Hann er frekar lítill, svartur með hvíta bringu og hvítar lappir með brúnu í, lafandi eyru og hringaða rófu. Hann er með háls- band með merki, sem á stendur K-693 og bæjarmerki Kópavogs. Þeir sem kynnu að hafa orðið hans varir eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 895 0200. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Árnaðheilla dagbók@mbl.is 80 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 5.júní n.k. verður Hjörleifur Guðnason frá Oddsstöðum, Vest- mannaeyjum, 80 ára. Af því tilefni taka hann og eiginkona hans, Inga Hall- dórsdóttir, á móti gestum í Akoges- húsinu Vestmannaeyjum þann dag frá kl. 17-21. Hjörleifur afþakkar blóm og gjafir, en bendir fólki á að baukur verð- ur á staðnum til styrktar Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, öldrunardeild. 60 ÁRA afmæli. Á morgun, 4. júní,er sextugur Sæmundur Krist- jánsson, Álfhólsvegi 43a, Kópavogi. Hann tekur á móti gestum á afmælis- daginn kl. 15-18 á Hótel Loftleiðum, Blómasal. 50 ÁRA afmæli. Fimmtugur er ídag, 3. júní, Hermann Ottós- son, framkvæmdastjóri hjá Útflutn- ingsráði Íslands, Mánabraut 9, Kópa- vogi. Hann er að heiman í dag. NÝ og endurbætt Jöklasýning, ÍS-land, verður opnuð á Höfn í Hornafirði í dag. Af því tilefni verður móttaka í Nýheimum á Höfn kl. 14:00. Um klukkustund síðar opnar Halldór Ásgrímsson, forsætisráð- herra sýninguna. „Björn G. Björnsson hannaði sýninguna og innleiddi margar nýjungar og róttækar breytingar á skipulagi hennar. Markmiðið er að gera sýningu á heimsmælikvarða og draga sérstöðu Suðausturlands fram á lif- andi, fróðlegan og skemmtilegan hátt,“ segir í fréttatilkynningu. Á morgun verður opið hús í ÍS-landi, nýrri jöklasýningu frá kl. 13 – 21. Aðgang- ur er ókeypis þann dag og allir velkomnir. Jöklasýning á Höfn SÝNINGUNNI Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja á Árbæjarsafni lýkur sunnudag- inn 5. júní. „Sýningin er far- andsýning sex myndlist- armanna sem allir vinna jafnframt á minjasöfnum. Þeir tengja list og minjar saman með því að vinna verk með hliðsjón af safngrip. Ýmist er safngripurinn sýndur með listaverkinu eða sem hluti af verkinu,“ segir í kynningu. Op- ið er á Árbæjarsafni frá kl. 10– 17. Sýningu lýkur                      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.