Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 35 UMRÆÐAN Verið umhverfisvæn og finnið 3 svansmerki umhverfismerki Norð- urlanda sem leynast í Morgunblaðinu og á mbl.is dagana 23. maí-3. júní. Sendu okkur blaðsíðunúmerin úr Morgunblaðinu eða síðuheitið af mbl.is ásamt nafni og símanúmeri á netfangið broturdegi@ruv.is eða bara beint frá mbl.is. 1. __________________ 2. __________________ 3. __________________ Dregið verður úr innsendum lausnum daglega í þættinum Brot úr degi á Rás 2. Heppnir þátttakend- ur geta unnið USB minnislykil. Föstudaginn 3. júní verður dregið úr öllum innsend- um lausnum í beinni á Rás 2 um stórglæsilega og umhverfisvæna Fujitsu Siemens tölvu frá Tæknival. Umhverfisstofnun, Morgunblaðið og Rás 2 með um- hverfið á hreinu. ÞAÐ má með sönnu segja að blankir krakkar eru líka krakkar eins og fram kom hjá meðvituðum hópi ungra tónlistarmanna sem stóðu fyrir tónleikum til styrktar fátækum krökkum á Íslandi svo þau gætu farið í sumarbúðir sum- arið 2005. Tónleikar þessir voru haldnir á Rokk.is í Hellinum tón- listarþróunarmiðstöð Hólmaslóð 2 í Reykjavík s.l. sunnudag þar sem fjölmargar hljómsveitir komu fram og gáfu vinnu sína. Það ánægjulega við þetta framtak er að ágóði þessara tónleika mun renna til Fjölskylduhjálpar Ís- lands sem stendur árið um kring fyrir fjársöfnun til handa þeim börnum sem koma frá efnalitlum heimilum til að þau geti átt kost á að fara í vikutíma í sumarbúðir. Hafi þeir hjartans þakkir fyrir þetta frábæra framtak. Umræðan um raunverulega fá- tækt á Íslandi er alltaf að aukast og því verður fátæktin sem betur fer sýnilegri, svo hægt sé að vinna að mestu leyti bug á henni og hef- ur Fjölskylduhjálp Íslands notað hvert tækifæri sem gefst til að vekja athygli á þessum smán- arbletti sem er á okkar yndislega samfélagi. Viljum við sérstaklega þakka hr. Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra og hr. Árna Magnússyni félagsmálaráðherra fyrir góðan skilning á þessu mál- efni. Jón Ásgeir Jóhannesson veitti starfinu brautargengi Á árinu 2004 nutu 16.000 ein- staklingar aðstoðar með matvæli, fatnað og fl. hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir tilstuðlan fyrirtækja og almennings í landinu. Á skrá eru 900 fjölskyldur sem m.a. þurfa vikulega á aðstoð að halda, aðrar koma einu sinni í mánuði, og svo eru það fjölskyldur sem þurfa á tímabundinni aðstoð að halda sök- um ýmissa ófyrirséðra aðstæðna sem upp koma í lífi þeirra. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, ákvað síðla sumars 2003 að Hagkaup mundu styrkja starfið með því að greiða húsaleigu næstu þrjú árin til Reykjavíkurborgar sem á húsnæðið í Eskihlíð 2–4 þar sem starfsemin fer fram. Með hjálp Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugi varð Fjölskylduhjálp Ís- lands að veruleika. Án skilnings- ríkra fjölmiðla hefði ekki verið hægt að hjálpa svo stórum hópi einstaklinga sem raun ber vitni. Þeir fjölmiðlar sem sýndu starfi Fjölskylduhjálpar Íslands mikinn skilning eru: Morgunblaðið, Fréttablaðið og Viðskiptablaðið sem gáfu allar prentaðar auglýs- ingar. Útvarp Saga og Skjár Einn styrktu starfið með miklum mynd- ugleika í formi leikinna auglýsinga og skjáauglýsinga. Án ykkar allra væri starf Fjölskylduhjálpar Ís- lands árið um kring mun minna. Opinbert bókhald íslenskra hjálparsamtaka Það er mjög mikilvægt að bók- hald hjálparsamtaka á Íslandi sé gert opinbert þannig að gefendur geti séð hversu mikið af gjafafé fer í laun til stjórnenda og hversu mikið skilar sér til þeirra sem minna mega sín. Því hefur verið fleygt að hjá stórum hjálp- arsamtökum á Íslandi fari allt að 70% af gjafafé í launagreiðslur og flugferðir fyrir stjórnendur og starfsmenn en aðeins 30% til þurfandi. Ljótt er ef satt er. Þá er nú betur heima setið en af stað farið. Ef menn hafa það í huga þá eru til hjálparsamtök með nokkra framkvæmdastjóra, sviðstjóra, upplýsingafulltrúa, fjármálastjóra, verkefnisstjóra og svona mætti lengi upp telja. Hver silkihúfan of- an á annarri. Þá eru til hjálp- arsamtök sem sitja á stórum sjóð- um sem ekki má snerta en voru í upphafi hugsaðir í þágu þeirra sem minna mega sín. Hjálp- arsamtök eiga að vera stöðugt á jaðrinum því stórir sjóðir eru geta orðið að illkynja meinvörpum inn- an veggja þeirra og skapað ótrú- lega mannvonsku, úlfúð og ill- deilur. Hjálparsamtök eiga að tryggja það að þau eigi fyrir ár- legum föstum kostnaði en alls um- fram það eiga þeir fjölmörgu sem minna mega sín að njóta. Fjöl- miðlar og almenningur ættu að gefa sér tíma og athuga þessi mál með því að skoða fylgiskjöl í bók- haldi hjá íslenskum hjálpar- samtökum. Slíkt er öllum hjálp- arsamtökum hollt. Hér leggur Fjölskylduhjálp Ís- lands í annað sinn bókhald sitt fyrir sjónir landsmanna. Innkoma samtakanna var 4.977.335 og gjöldin voru 4.168.016 krónur. Morgunblaðið styrkti starfið með auglýsingum að upphæð kr. 2.431.301.00. Sendibílakostnaður var 248.200.00 árið 2004 því hjá mörg- um fyrirtækjum þarf Fjöl- skylduhjálp Íslands að sækja vörur vikulega sem til starfsins eru gefnar sem skýrir þann kostn- að. Hægt var að styrkja 30 börn til tómstunda sumarið 2004. Annað í rekstrar- reikningi skýrir sig sjálft Nú er verið að safna fjármunum til handa börnum frá efnalitlum heimilum því blankir krakkar eru líka krakkar. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning Fjölskylduhjálpar Íslands kt. 660903-2590 101-26-66090 í Landsbanka Íslands. Starf Fjölskylduhjálpar Íslands stendur allt árið um kring og er tekið á móti gjöfum alla þriðju- daga og úthlutun fer fram sömu daga. Frá og með 1. júní verður breyting á móttöku á gjöfum og úthlutun sem hér segir. Tekið verður á móti gjöfum, þ.e. mat- vælum, fatnaði, notuðum eldhús- tækjum (brauðristum, kaffivélum o.fl.) alla miðvikudaga frá kl. 13 til 17. Úthlutun fer fram sömu daga, þ.e. alla miðvikudaga frá kl. 15 til 17. Sjálfboðaliðar taka ekki sum- arfrí frá störfum fyrir Fjöl- skylduhjálp Íslands. Fjöl- skylduhjálp Íslands aðstoðar einstaklinga óháð búsetu og kyni. Blankir krakkar eru líka krakkar Starfskonur hjá Fjölskyldu- hjálp Íslands kynna bókhald yfir starfsemi Fjölskylduhjálp- ar Íslands árið 2004 ’Nú er verið að safnafjármunum til handa börnum frá efnalitlum heimilum því blankir krakkar eru líka krakkar.‘ Höfundar eru starfskonur Fjölskylduhjálpar Íslands. Hjálparkonur Fjölskylduhjálpar Íslands. Frá vinstri: Emelía Rego, Guðrún Magnúsdóttir, Guðbjörg Pétursdóttir gjaldkeri, Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður, Margrét Margrétardóttir, Steinunn Margrétardóttir, Ragna Rósants og Anna Björgvinsdóttir. Á myndina vantar Önnu Auðunsdóttur og Ingibjörgu Arelíusardóttur. Rekstrarreikningur ársins 2004 2004 2003 Tekjur: Skýr: Peningagjafir........................... 1 Kr. 1.752.756 66.775 Peningastyrkur........................ 2 Kr. 250.000 Flóamarkaður.......................... Kr. 43.341 Auglýsinastyrkur..................... Kr. 2.431.301 Gjafabréf, íþróttaskór.............. Kr. 199.500 Gjafabréf, íþróttanámskeið...... Kr. 300.000 Vaxtatekjur.............................. Kr. 477 Samtals: Kr. 4.977.375 66.775 Gjöld: Kjöt og kjúklingar..................... Kr. 542.067 Sumarbúðir, dvalarkostnaður.. Kr. 335.330 Kostnaður við sendibílaakstur Kr. 248.200 Símakostnaður........................ Kr. 101.065 Auglýsingakostnaður............... Kr. 2.431.301 Styrkur til skjólstæðings......... Kr. 10.000 Gjafabréf á íþróttaskó.............. Kr. 199.500 Gjafabréf á íþróttanámskeið.... Kr. 300.000 Þjónustugjöld banka............... Kr. 506 Fjármagnstekjuskattur............ Kr. 47 Samtals: Kr. 4.168.016 0 Tekjur umfram gjöld Kr. 809.359 66.775 ÍSLENSKA lýðveldið er orðið að óhreinum leikvangi kauphall- arbraskara og markaðsmanna. Það er ófögur sviðsmynd sem blasir við og hún er örugglega langt undir þeim væntingum sem þjóðin gerði sér um framtíðina hinn 17. júní 1944. Stefnan um velferð hinna mörgu hefur breyst í stefnuna fyrir velferð hinna fáu, sem hafa sumir hverjir auðgast gífurlega að undanförnu. Sú auðg- un hefur að langmestu leyti orðið á kostnað almennings og eðlilegr- ar samfélagslegrar uppbyggingar, sérstaklega á landsbyggðinni. Meðan fúlgur fjár eru fluttar á færiböndum auðvaldsins úr landi, svelta atvinnugreinar innanlands og verkþekking sem tekið hefur áratugi að þróa fer víða for- görðum. Ísland er orðið að Group- þjóðfélagi, þar sem útrás er töfraorðið að notkun fjármagns, en landsbyggðin er víðast hvar lögð í einelti afræktar og sinnu- leysis. Stjórnvöld sofa undir draum- hyggju Púritanans í Babylon og verða senn að nátttröllum. For- ustusauðir þings og þjóðar kepp- ast við að lofsyngja þá fjárfesta sem eru að flytja fé sitt til landa sem eru á nýlendustigi hvað launakjör og mannréttindi snertir. Af hverju eru þessir menn að fjár- festa við slíkar aðstæður? Það er eitt svar við því, eitt svar sem þjónar sannleikanum! Menn eru að leitast við að græða á eymdarkjörum fólks, sem lifir við aðstæður sem enginn á Ís- landi liti við í dag. Þeir sem slíkt gera eru fullir af anda Cecil Rhod- es og hans líka. Útrásarmenn eru ekki að byggja neitt upp fyrir Ís- land og íslensk stjórnmálaforusta mun finna það fyrr en síðar. Það er verið að gefa skít í þá fé- lagslegu uppbyggingu sem hér hefur verið talinn hornsteinn vel- megunar. Menn eru að segja, að það sé ekki lengur hægt að fjár- festa á Íslandi, Íslendingar séu komnir með allt of há laun! Og þegar ekki er lengur eins auðvelt og það var, að arðræna al- menning á Íslandi, þá vilja menn fara annað og níðast á fólki þar. Svo er verið að hrósa slíkum mönnum og það af leiðandi mönn- um þjóðarinnar! Íslenskt þjóðlífssvið er að verða afskræming þeirra fögru hugsjóna sem menn lögðu upp með á lýð- veldisárinu góða. Draumurinn um hina hvítu friðarey norðursins hef- ur breyst í martröð, þar sem Mammonshyggjan fer hamförum. Og enn er verið að taka eigur fólksins og „selja“ þær gæðingum og gulldrengjum á pólitískum veislukjörum. Það á jafnvel að selja almenningi það sem almenn- ings er, svo mikil er vitleysan orð- in hjá tvíburastjórninni. Það er skiljanlegt að fjöldi fólks sé búinn að missa alla trú á ráða- mönnum framkvæmdavalds og löggjafarvalds, en nú hef ég einnig orðið þess var, að svo er líka að verða með trú manna á réttlæti dómsvaldsins. Hún er að fjara út. Burt með Group-geðveikina og höldum áfram veginn í réttum anda – þeim anda sem réði á Þing- völlum 1944, þegar samhuga þjóð lifði enn í þessu landi. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Group-þjóðfélagið! Frá Rúnari Kristjánssyni BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ❖ Opið virka daga 10-18 ❖ Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Föt fyrir allar konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.