Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
KRISTJÁN Eggertsson leiðir hina dansk-
íslensku hljómsveit, Delicia Mini sem hefur
verið að gera það gott í Danaveldi undanfarið;
nafn hljómsveitarinnar ku vera dregið af nafni
á orgeli sem Kristján keypti í Tékklandi fyrir
nokkrum árum. Fyrsta breiðskífa Delicia
Mini, Skuggi, kom út í Danmörku skömmu
fyrir seinustu jól á vegum Morningside Re-
cords. Platan hlaut ágætis viðtökur gagnrýn-
enda í Danmörku, var meðal annars valin af
Danmarks Radio, ein af tíu bestu plötum síð-
asta árs og lög af henni hafa verið valin lög
vikunnar á dönskum útvarpsstöðvum. Krist-
ján hefur búið í Danmörku síðastliðin tíu ár en
auk þess að fást þar við tónlist lauk hann arki-
tektanámi og vinnur nú sem arkitekt þar í
landi.
„Ég er nýfluttur til Íslands og verð hérna
tímabundið að vinna sem arkitekt. Það hefði
verið gaman að spila líka en því miður gátum
við ekki komið því við strax. Í næstu viku spil-
um við þrenna tónleika í Danmörku og svo för-
um við í þriggja til fjögurra vikna túr um Dan-
mörku og þá væri gaman að geta endað túrinn
hérna á Íslandi. Og þá helst að það hitti á Ice-
land Airwaves.“
Kristján, sem einhverjir ættu að muna eftir
úr hljómsveitinni Noel Einsteiger sem gaf út
plötuna Heitur vindur hér um árið, lætur vel
af tónlistarlífinu í Danmörku:
„Við vorum svo heppnir að komast á mála
hjá Morningside Records sem er sjálfstætt
plötufyrirtæki og hefur fengið mikla athygli
upp á síðkastið. Tónlistarlífið var ekki upp á
marga fiska þegar ég kom fyrst til Danmerkur
en núna eru margar neðanjarðarhljómsveitir
að komast upp á yfirborðið.“
Útgáfuarmur 12 Tóna hefur tekið plötuna
til dreifingar á Íslandi og Kristján er að von-
um ánægður með það. „Þetta er alveg frá-
bært. Tók aðeins lengri tíma en ég hélt en ég
er mjög ánægður með að þetta hafi loksins
tekist.“
Kristján segir að hljómleikar hafi verið
fyrirhugaðir um næstu helgi á hinum gamal-
gróna tónleikastað, Rust í Kaupmannahöfn en
sökum skotbardaga sem átti sér stað á tón-
leikastaðnum um seinustu helgi var þeim
hljómleikum frestað. „Þetta virðist hins vegar
ætla að verða lán í óláni því líklega endum við
með að spila með Ske á Rust, þann 10. júní.
Kvöldið eftir spila svo báðar hljómsveitir á
tónlistarhátíðinni Spot í Árósum.
Plata Delicia Mini, Skuggi, er komin út á Ís-
landi og fæst í öllum betri hljómplötubúðum.
Delicia Mini í allri sinni dýrð. Kristján hinn íslenski er annar frá hægri.
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
Fyrst
tökum
við
Danmörku,
svo …
SLAVEK the Shit mun
vera lokaverkefni
Gríms Hákonarsonar
frá kvikmyndaskóla í
Prag og er korterslöng
hugleiðing um ást-
ardrauma á harla óróm-
antískum slóðum því
aðalpersónan er kló-
settvörðurinn Slavek
(Kulhavy). Ekki bætir
viðurnefnið „shit“ úr
skák.
Slavek karlinn á sér
samt sínar væntingar í ástamálum og þær
beinast einkum að kvenkyns kollegum hans
sem annast kvennakamrana við hliðina. Þær
eru ekkert upprifnar yfir hrifningu Slaveks
kúks, en einn góðan veðurdag birtist drauma-
prinsessan þegar ný kamarkona er ráðin til
starfa.
Það er greinilegt hvar Grímur er menntað-
ur, myndin gerist í gamalli austantjaldsborg
(Prag), nokkru eftir hrun kommúnismans og
persónurnar eru hreinræktuð fórnarlömb
staðháttanna. Yfir vötnunum svífur kunnug-
legur húmor úr myndum austur-evrópskra
kvikmyndagerðarmanna sem löngum voru út-
smognir við að skopast að sínum bágbornu að-
stæðum undir rós.
Það má á vissan hátt líta á Slavek sem
bautastein um ástandið, vestrænir siðir og
menning eru byrjuð að ógna titilpersónunni,
það hillir í sjálfvirka kamra sem eru ódýrari í
rekstri en neðanjarðarbyrgið hans Slaveks.
Ástamál starfsystkinanna Slaveks og hinnar
þýsku Claudiu (Huvkova), eru ljúfsár og fynd-
in. Hún fangaði nýfengið frelsi án landamæra
með kamarþrifum um meginlandið vítt og
breitt og það hefur nú fært hana til höfuð-
borgar Tékklands, vonandi í fangið á Slavek,
sem sannar að hann er ekki aðeins úrræðagóð-
ur hreinsitæknir heldur hugumstór hetja.
Kúkurinn Slavek er vel leikin og henni er vel
leikstýrt, hún er bráðsmellin og fersk blanda
af gömlum austantjaldsdraumum og kam-
armenningu og vestrænu frelsi með sínum
nuddpottum og sjálfhreinsináðhúsum.
Enginn veit hvað
átt hefur…
Persónurnar í Ég
missti næstum vitið,
eru hjón sem átt hafa í
sambúðarvanda. Hann
hefur getað veitt kon-
unni nánast allt en jafn-
framt beitt hana of-
beldi. En nú er karl
búinn að fara í e.k.
heilaaðgerð, liggur
heima í sófa með sára-
bindi um höfuðið: „Ég
missti næstum vitið,“ vælir hann, „og er orðinn
góður og blíður.“
Samt vill hún fara.
Þegar gamli fautinn kemur aftur upp á yfir-
borðið fellur allt í ljúfa löð.
Það þarf ekki að kafa djúpt eftir boðskapn-
um. „Þangað sækir klárinn sem hann er kvald-
astur,“ segir máltækið og leikstjórinn og hand-
ritshöfundurinn Bjargey kemur því snyrtilega
til skila með hjálp Kristjáns Franklín, sem
hittir á rétta tóninn, er bæði trúverðuglega
blíður á manninn og sannfærandi hrotti.
Ég missti næstum vitið tekst ágætlega sitt
ætlunarverk, að hæðast að tvískinnungi mann-
skepnunnar á fínpússaðan hátt með því að
tefla fram andstæðunum í eðli okkar. Stundum
virðist það glórulaus della að sýna á sér mjúku
hliðina.
Slavek, kallaður kúkur, er ástarþurfi og
tilheyrir deyjandi stétt klósettvarða.
Kamarmenning og
vestrænt frelsi
Sæbjörn Valdimarsson
KVIKMYNDIR
Tjarnarbíó – Reykjavík Shorts & Docs
Kúkurinn Slavek (Slavek the Shit)
Leikstjórn og handrit: Grímur Hákonarson. Leik-
endur: Valdimir Kulhavy, Zuzana Huvkova, Roman
Skoda. Kvikmyndataka: Mart Tamiel. Axman Prod-
uction. 15 mín. Ísland/Eistland/Tékkland. 2004.
Ég missti næstum vitið
Leikstjórn og handrit: Bjargey Ólafsdóttir. Leik-
endur: Kristján Franklín Magnús, Þuríður Vilhjálms-
dóttir. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson. Kvikmynda-
taka: Tuomo Huthi. Tröllakirkja/TCI Films 6 mín.
Ísland. 2005.
25.000 gestir
KOMIN Í BÍÓ
JENNIFER LOPEZ JANE FONDA
FRÁBÆR GRÍNMYND
FRÁ LEIKSTJÓRA
LEGALLY BLONDE
JENNIFER
LOPEZ
JANE
FONDA
Sýnd kl. 5.50 og 8
25.000 gestirá aðeins 10 dögum
MORGUNBLAÐIÐ
Fréttablaðið
SJ. blaðið
Kvikmyndir.com
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í
25.000 gestir
kl. 5.20, 8 og 10.45 B.I 10 ÁRA
Sýnd kl. 10.10
Skráðu þig á bíó.is
kl. 4, 7 og 10
Sýnd kl. 4, 5, 7, 8, 10 og 11 B.I 10 ÁRA
Sýnd kl. 4 m. ísl tali
HL mbl l
Sýnd kl.5 og 8 B.I 16 ÁRA
Fréttablaðið
MORGUNBLAÐIÐ
SJ. blaðið
Miðasala opnar kl. 15.30
Kvikmyndir.com
25.000 gestirá aðeins 10 dögum
FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRA
LEGALLY BLONDE
JENNIFER
LOPEZ
JANE
FONDA
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í
DIARY OF A MAD
BLACK WOMAN
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
KINGDOM
OF HEAVEN
Þ.Þ FBL „svalasta mynd ársins
T.V kvikmyndir. is
Blóðug, brútal og brilliant!
Forsýnd kl. 11 B.I 16 ÁRA
Sin city forsýnd á morgun laugardag klukkan 10
tryggðu þér miða í tíma, miðasalan opnar klukkan 6 í dag