Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN Eggertsson leiðir hina dansk- íslensku hljómsveit, Delicia Mini sem hefur verið að gera það gott í Danaveldi undanfarið; nafn hljómsveitarinnar ku vera dregið af nafni á orgeli sem Kristján keypti í Tékklandi fyrir nokkrum árum. Fyrsta breiðskífa Delicia Mini, Skuggi, kom út í Danmörku skömmu fyrir seinustu jól á vegum Morningside Re- cords. Platan hlaut ágætis viðtökur gagnrýn- enda í Danmörku, var meðal annars valin af Danmarks Radio, ein af tíu bestu plötum síð- asta árs og lög af henni hafa verið valin lög vikunnar á dönskum útvarpsstöðvum. Krist- ján hefur búið í Danmörku síðastliðin tíu ár en auk þess að fást þar við tónlist lauk hann arki- tektanámi og vinnur nú sem arkitekt þar í landi. „Ég er nýfluttur til Íslands og verð hérna tímabundið að vinna sem arkitekt. Það hefði verið gaman að spila líka en því miður gátum við ekki komið því við strax. Í næstu viku spil- um við þrenna tónleika í Danmörku og svo för- um við í þriggja til fjögurra vikna túr um Dan- mörku og þá væri gaman að geta endað túrinn hérna á Íslandi. Og þá helst að það hitti á Ice- land Airwaves.“ Kristján, sem einhverjir ættu að muna eftir úr hljómsveitinni Noel Einsteiger sem gaf út plötuna Heitur vindur hér um árið, lætur vel af tónlistarlífinu í Danmörku: „Við vorum svo heppnir að komast á mála hjá Morningside Records sem er sjálfstætt plötufyrirtæki og hefur fengið mikla athygli upp á síðkastið. Tónlistarlífið var ekki upp á marga fiska þegar ég kom fyrst til Danmerkur en núna eru margar neðanjarðarhljómsveitir að komast upp á yfirborðið.“ Útgáfuarmur 12 Tóna hefur tekið plötuna til dreifingar á Íslandi og Kristján er að von- um ánægður með það. „Þetta er alveg frá- bært. Tók aðeins lengri tíma en ég hélt en ég er mjög ánægður með að þetta hafi loksins tekist.“ Kristján segir að hljómleikar hafi verið fyrirhugaðir um næstu helgi á hinum gamal- gróna tónleikastað, Rust í Kaupmannahöfn en sökum skotbardaga sem átti sér stað á tón- leikastaðnum um seinustu helgi var þeim hljómleikum frestað. „Þetta virðist hins vegar ætla að verða lán í óláni því líklega endum við með að spila með Ske á Rust, þann 10. júní. Kvöldið eftir spila svo báðar hljómsveitir á tónlistarhátíðinni Spot í Árósum. Plata Delicia Mini, Skuggi, er komin út á Ís- landi og fæst í öllum betri hljómplötubúðum. Delicia Mini í allri sinni dýrð. Kristján hinn íslenski er annar frá hægri. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Fyrst tökum við Danmörku, svo … SLAVEK the Shit mun vera lokaverkefni Gríms Hákonarsonar frá kvikmyndaskóla í Prag og er korterslöng hugleiðing um ást- ardrauma á harla óróm- antískum slóðum því aðalpersónan er kló- settvörðurinn Slavek (Kulhavy). Ekki bætir viðurnefnið „shit“ úr skák. Slavek karlinn á sér samt sínar væntingar í ástamálum og þær beinast einkum að kvenkyns kollegum hans sem annast kvennakamrana við hliðina. Þær eru ekkert upprifnar yfir hrifningu Slaveks kúks, en einn góðan veðurdag birtist drauma- prinsessan þegar ný kamarkona er ráðin til starfa. Það er greinilegt hvar Grímur er menntað- ur, myndin gerist í gamalli austantjaldsborg (Prag), nokkru eftir hrun kommúnismans og persónurnar eru hreinræktuð fórnarlömb staðháttanna. Yfir vötnunum svífur kunnug- legur húmor úr myndum austur-evrópskra kvikmyndagerðarmanna sem löngum voru út- smognir við að skopast að sínum bágbornu að- stæðum undir rós. Það má á vissan hátt líta á Slavek sem bautastein um ástandið, vestrænir siðir og menning eru byrjuð að ógna titilpersónunni, það hillir í sjálfvirka kamra sem eru ódýrari í rekstri en neðanjarðarbyrgið hans Slaveks. Ástamál starfsystkinanna Slaveks og hinnar þýsku Claudiu (Huvkova), eru ljúfsár og fynd- in. Hún fangaði nýfengið frelsi án landamæra með kamarþrifum um meginlandið vítt og breitt og það hefur nú fært hana til höfuð- borgar Tékklands, vonandi í fangið á Slavek, sem sannar að hann er ekki aðeins úrræðagóð- ur hreinsitæknir heldur hugumstór hetja. Kúkurinn Slavek er vel leikin og henni er vel leikstýrt, hún er bráðsmellin og fersk blanda af gömlum austantjaldsdraumum og kam- armenningu og vestrænu frelsi með sínum nuddpottum og sjálfhreinsináðhúsum. Enginn veit hvað átt hefur… Persónurnar í Ég missti næstum vitið, eru hjón sem átt hafa í sambúðarvanda. Hann hefur getað veitt kon- unni nánast allt en jafn- framt beitt hana of- beldi. En nú er karl búinn að fara í e.k. heilaaðgerð, liggur heima í sófa með sára- bindi um höfuðið: „Ég missti næstum vitið,“ vælir hann, „og er orðinn góður og blíður.“ Samt vill hún fara. Þegar gamli fautinn kemur aftur upp á yfir- borðið fellur allt í ljúfa löð. Það þarf ekki að kafa djúpt eftir boðskapn- um. „Þangað sækir klárinn sem hann er kvald- astur,“ segir máltækið og leikstjórinn og hand- ritshöfundurinn Bjargey kemur því snyrtilega til skila með hjálp Kristjáns Franklín, sem hittir á rétta tóninn, er bæði trúverðuglega blíður á manninn og sannfærandi hrotti. Ég missti næstum vitið tekst ágætlega sitt ætlunarverk, að hæðast að tvískinnungi mann- skepnunnar á fínpússaðan hátt með því að tefla fram andstæðunum í eðli okkar. Stundum virðist það glórulaus della að sýna á sér mjúku hliðina. Slavek, kallaður kúkur, er ástarþurfi og tilheyrir deyjandi stétt klósettvarða. Kamarmenning og vestrænt frelsi Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR Tjarnarbíó – Reykjavík Shorts & Docs Kúkurinn Slavek (Slavek the Shit)  Leikstjórn og handrit: Grímur Hákonarson. Leik- endur: Valdimir Kulhavy, Zuzana Huvkova, Roman Skoda. Kvikmyndataka: Mart Tamiel. Axman Prod- uction. 15 mín. Ísland/Eistland/Tékkland. 2004. Ég missti næstum vitið  Leikstjórn og handrit: Bjargey Ólafsdóttir. Leik- endur: Kristján Franklín Magnús, Þuríður Vilhjálms- dóttir. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson. Kvikmynda- taka: Tuomo Huthi. Tröllakirkja/TCI Films 6 mín. Ísland. 2005.       25.000 gestir KOMIN Í BÍÓ JENNIFER LOPEZ JANE FONDA FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDE JENNIFER LOPEZ JANE FONDA Sýnd kl. 5.50 og 8 25.000 gestirá aðeins 10 dögum MORGUNBLAÐIÐ Fréttablaðið  SJ. blaðið  Kvikmyndir.com  FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í   25.000 gestir kl. 5.20, 8 og 10.45 B.I 10 ÁRA Sýnd kl. 10.10 Skráðu þig á bíó.is kl. 4, 7 og 10 Sýnd kl. 4, 5, 7, 8, 10 og 11 B.I 10 ÁRA Sýnd kl. 4 m. ísl tali  HL mbl l Sýnd kl.5 og 8 B.I 16 ÁRA Fréttablaðið  MORGUNBLAÐIÐ SJ. blaðið  Miðasala opnar kl. 15.30 Kvikmyndir.com  25.000 gestirá aðeins 10 dögum FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDE JENNIFER LOPEZ JANE FONDA FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í DIARY OF A MAD BLACK WOMAN Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 KINGDOM OF HEAVEN  Þ.Þ FBL „svalasta mynd ársins T.V kvikmyndir. is Blóðug, brútal og brilliant! Forsýnd kl. 11 B.I 16 ÁRA Sin city forsýnd á morgun laugardag klukkan 10 tryggðu þér miða í tíma, miðasalan opnar klukkan 6 í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.