Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 39 MINNINGAR Efst í minningunni um hana Ossu var hláturinn. Hann yfirtók frásögn hennar um smávægilegustu hluti sem sögugáfa hennar gerði að tindr- andi perlum á bandi, svo náttúru- legar, hverja og eina sérstaka og óvenjulega í laginu, en allar skínandi. Og það var sama þó upphafið á sögum hennar væri grátbroslegt, jafnvel harmrænt, þá var söguefnið á endanum baðað í ljósi hlýju hennar og gleði yfir lífinu Blessuð manneskjan, sagði hún að lokum. Þessvegna hef ég munað hana þennan tíma sem við höfum ekki mæst, glaða og glæsilega eins og hún vildi alltaf vera og var oftast. Hún var skartkona með gjafmilda lund sem veitti manni alltaf part í æv- intýrinu sem manni þótti umlykja hana. Og samt var hún að tala bara við ungling, piltkorn, barn. Víst var það að líf hennar var ekki alltaf glaður dagur. Amstur hennar heima við og í viðskiptum hefur vís- ast oft verið angursamt og erfitt. Mótlætið faðmaði hana oft hörðum tökum, strax á unglingsárum, en henni var svo tamt að líta daginn bjartan og þannig verður minning hennar geymd: björt og litfögur, gæskufull með brosandi svip og hlátri. Páll Baldvin Baldvinsson. Það er mikil gæfa að eiga góða frænku að sem hægt er að leita til eða bara að vita af í næsta nágrenni. Það fannst mér sérstaklega þegar ég var ung og óhörðnuð móðir og eiginkona og vissi ekkert í minn haus. Ossa frænka var samnefnari fyrir allar frænkur eins og þær gerast bestar. Við systurdætur hennar með litlu börnin vorum alltaf margsinnis vel- komnar til hennar og þar lærðum við að slá upp veislu af engu tilefni, segja sögur og hlæja mikið. Við höfðum líka ótakmarkaðan aðgang að fata- skápnum hennar og glöðust varð hún þegar við fórum með hálfan fataskáp- inn og skartgripaskrínið heim með okkur til að velja það sem okkur hentaði, henni fannst gaman að hafa okkur fínar. Ég vil þakka frænku minni fyrir allar þær stundir sem við áttum sam- an, allt það sem hún gaf mér og mín- um, alla gleðina og hlýjuna sem ein- kenndi hana og henni veittist svo auðvelt að miðla til annarra. Hvíl í friði, elsku frænka. Guðný Helgadóttir. Ég man fyrst eftir Oddnýju Ingi- marsdóttur í júní 1940. Hún var þá að fara á héraðsmót í Ásbyrgi ásamt systrum sínum og fleira fólki frá Þórshöfn. Margir gistu heima í Efri- Hólum og skildu hesta sína eftir þar, en tóku bíl á samkomuna í Ásbyrgi. Meðal þeirra sem gistu voru Oddný og systur hennar Soffía, Dísa og Helga Bogga. Slegið var upp balli um kveldið og Jóhann bróðir spilaði á harmoniku og Guðrún systir á orgel. Þetta var afar fjörugt samkvæmi og systurnar frá Þórshöfn geisluðu af fjöri, glæsileik og gerðarþokka. Síðar átti ég eftir að kynnast öllum systr- unum og bræðrum þeirra frá Þórs- höfn meira og eins foreldrum þeirra, sem voru æskuvinir foreldra minna. Þetta fólk var allt hvert öðru betra, glæsilegra og skemmtilegra. Mest kynntist ég Oddnýju, sem í nokkur ár var gift Jóhanni, bróður mínum. Son- ur þeirra Ingimar hefir ávallt verið einn af uppáhaldsfrændum mínum og sérstakur vinur ásamt húsfreyju sinni og börnum þeirra. Þó að hjóna- band Oddnýjar og Jóhanns bróður stæði ekki lengi breytti það engu um vináttu mína og fólks míns við Odd- nýju og fjölskyldu hennar. Í hugum okkar verður hún ávallt sama góða og göfuga konan, sem öllum vildi lið- sinna og gleymdi sjálf aldrei þegnum drengskap. Blessuð sé minning hennar. Barði Friðriksson. Við erum stödd norður við heim- skautsbaug, nánar tiltekið á Þórs- höfn á Langanesi, árið er 1922; sól- stöður sumars eru í nánd, farfuglar hafa skilað sér frá suðlægum slóðum og lömb leika sér um grænan haga. Það var inn í þetta algleymi sinfón- íu vorsins sem þeim sæmdarhjónum Oddnýju Friðrikku Árnadóttur, söngstjóra og organista, og Ingimar Baldvinssyni, bónda og póst- og sím- stöðvarstjóra, fæðist lítil fríðleiks- stúlka, var vatni ausin og hlaut nafn móður sinnar, Oddný Friðrikka. Oddný var sjöunda barn í stórum og tápmiklum systkinahópi, átta systra og þriggja bræðra. Hún nýtur prýðilegs atlætis í föðurhúsum á stóru og gestkvæmu menningar- heimili þar sem gestrisni og hugul- semi ráða ríkjum við háa sem lága. Landsmálapólitíkin er rædd í þaula sem og bókmenntir, listir og önnur menningarleg málefni. Ríkulegt veganesti úr föðurhúsum fylgdi Oddnýju ævilangt, gjafmildi, góðvild og manngæska vörðuðu veg hennar hvar sem hún fór. Hún var manna fróðust um menn og málefni heimabyggðar og samtíðar sinnar og frásagnargáfan ríkuleg, en þó kímni- gáfan væri þar oft með í för, var hún allt í senn orðvör og umtalsfróm. Oddný var glæsileg í sjón og allri framgöngu en þó voru það fyrst og fremst húmorinn og hjartahlýjan sem gerðu það að verkum að fólk lað- aðist að henni og leið vel í návist hennar. Andstreymi tilverunnar tók hún með innri styrk og æðruleysi, áræðin og atorkusöm. Enda þótt glaðværð og skemmti- legheit einkenndu öll dagleg sam- skipti við Oddnýju var hún kona djúpra nótna, og rík af mannlegu innsæi greindi hún hverju sinni glöggt það hjarta er undir sló. Eft- irfarandi ljóðlínur Einars Benedikts- sonar voru hennar einkunnarorð: Dularlög semur stjarnastjórnin, með stranga dóma í eigin sök. Skammvinna ævi, þú verst í vök, þitt verðmæti gegnum lífið er fórnin. En til þess veit eilífðin alein rök. Nú sem Oddný hefur kvatt mann- lega tilvist og sofnað inn í þá vorald- arveröld er hún áður vaknaði til eru henni færðar hugheilar þakkir fyrir ótalmargar, ógleymanlegar ánægju- stundir. Ragna Sigrún Sveinsdóttir. Gengin er ein af sönnustu hefðar- frúm borgarinnar, Oddný Ingimars- dóttir fyrrverandi bóksali, Ossa eins og hún var jafnan kölluð. Ég var heimagangur heima hjá henni frá barnsaldri, enda Ragnheiður dóttir hennar mín kærasta vinkona. Þegar ég fjórtán ára steig mín fyrstu spor í alvöru vinnu var það í Bókabúð Hlíða, litlu holunni þar sem allt fékkst af nýjum og betri bókum og önnur hver húsmóðir í Hlíðahverfinu sótti þangað sinn vikuskammt af dönskum blöðum. Ég var orðin eldri þegar ég gerði mér grein fyrir hvílíkan dugnað og áræði Ossa sýndi í upphafi sjöunda áratugarins, þegar hún stóð frammi fyrir því að þurfa að framfleyta sér og fjórum börnum meðan Ásgeir Hjartarson, eiginmaður hennar, lá um langa hríð á Vífilsstaðaspítala. Hún skellti sér í að stofna þessa litlu verslun og það varð ekki aftur snúið með kaupskapinn, sem dugði henni fram á áttræðisaldur. Og þótt fátt væri jafn fjarri Ásgeiri og kaupskap- ur af öllu tagi, enda hann rólyndur fræðimaður að upplagi og starfi og mikill sósíalisti að lífsskoðun, dáðist hann alla tíð að atorku og fjöri konu sinnar og veitti henni bæði frjálsræði og stuðning sem fátíður hlýtur að hafa verið á þeirri tíð. Í rúma þrjá áratugi var verslunar- reksturinn hennar hálfa líf. Allar vaktir stóð Ossa glæsilega uppá- klædd á háum hælum hvað sem taut- aði og raulaði. Fyrr skyldi hún dauð liggja en láta sjá eitthvað annað til fótanna á sér. Í bókabúðunum, fyrst í Hlíðunum og svo í Glæsibæ, var jafn- an mest að gera við upphaf skólaárs og fyrir jól. Í jólaösinni var fjör og gaman. Oft varð ég vitni að renniríi af ekki bara viðskiptavinum, heldur andríkum félögum, glæsilegum aðdá- endum og vinum úr listaheiminum, sem litu inn til að flytja henni ljóð og heyra hana svara með öðru, deila með henni skemmtisögum og hlæja með henni – og þiggja eitt staup að launum bakatil. Ossa hafði sérstaka útgeislun. Ljós og falleg, fjörleg, skemmtileg og ákaflega fáguð. Fyrir okkur ungu stelpunum var hún drottning. Heim- ili hennar báru öll vott um ríkt feg- urðarskyn, listfengi og smekkvísi. Samt held ég að hún hafi aldrei litið á sig sem sérstaka húsmóður, og eitt er víst, henni fannst þrautleiðinlegt að elda. Hulduher vinkvenna sá samt alltaf um að hún hefði ávallt bakkelsi á borðum. Hún hafði einstaklega gaman af ungu fólki og var uppfull af áhuga á því hvað við, vinir barna hennar vorum að fást við. Við gátum á móti flett upp í henni með allt sem við vildum vita um listamenn þjóð- arinnar, allt vissi hún um leikhús og hafði allt séð, listmálararnir á hennar tíð höfðu margir verið vinir hennar og Ásgeirs eins og málverkasafnið gat verið til vitnis um og hún las flest sem út kom af bókum. Stelpan frá Þórshöfn á Langanesi sem undir niðri var haldin eftirsjá vegna lítillar skólagöngu, vissi svo sannanlega allt sem vert var að vita um íslenskt menningarlíf. Ossa hafði óendanlega gaman af fólki og kunni svo sannarlega þá list að laða það að sér. Í hennar huga var það að vera leiðinlegur og hirðulaus um andans líf eina raunverulega syndin sem fólk gat drýgt. Ekkert snobb fyrir veraldlegu ríkidæmi fannst í henni og hún átti vini af öllum þjóðfélagsstigum. Sæi hún gullið í fólki, var það hennar. Stemmnings- manneskja var eitt þeirra orða sem hún notaði oft til að lýsa fólki sem henni líkaði best. Fólk sem gat sýnt inn í kvikuna og opinberað þrár sín- ar, fólk sem gat lyft andanum í hæðir og hlegið sig máttlaust þess á milli – þannig fólki mátti fyrirgefa allt. Þannig var Ossa sjálf. Undir niðri viðkvæm og stundum brothætt, en líka sterk og stór, þrátt fyrir storma og áföll. Eitt töfrabragð kunni Ossa sem ég hef öfundað hana af. Hún, sem var því alvön að sækja frumsýningar bæjarins í sérsaumuðum galakjólum með ómetanlega skartgripi og jafn- vel minkaslá yfir axlirnar – hún gat líka farið á lélegustu útsölur bæjar- ins og grafið í tuskustampana sem geymdu eftirleguflíkur af útsölum margra síðustu ára – og galdurinn gerðist. Með því að taka upp fald og skipta um tölur og beita einhverjum öðrum dularfullum brögðum var komin ný flík sem hefði getað verið frá bestu tískuhúsum. Margar skemmtilegustu minningar mínar um Ossu eru um það þegar við ungu konurnar mönuðum hana upp í tísku- sýningar, sem gerðist oft, og fengum sjálfar að máta. Hattar og skór, pels- ar og kjólar, allt var dregið fram úr skápum og við lékum okkur eins og smástelpur. Hlógum þangað til tárin láku og æfðum okkur í drottningar- stælum. Hún kenndi. Það er mikil eftirsjá að konu eins og Ossu og ómælt ríkidæmi að hafa þekkt hana. Nú fer hún umlukt friði og fegurð í andríkið hinumegin. Börnum hennar og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Hildur Jónsdóttir. Ég kallaði þær alltaf Krondömurn- ar, vinkonur móður minnar, sem höfðu unnið með henni á skrifstofu Kron á fimmta áratug síðustu aldar, og voru vanar að koma reglulega saman á heimilum hver annarrar. Nú hefur enn ein úr þessum hópi yfirgef- ið þetta jarðlíf, hvíldinni fegin, Oddný Ingimarsdóttir. Þar sem hún var önnur af þeim tveimur í þessum hóp, sem voru skyldar móður minni, þá mynduðust sterkari tengsl milli þeirra, og ég kynntist þeim betur en öðrum í hópnum. Þetta var annars einstaklega skemmtilegur hópur, sem kunni að njóta kvöldstundanna yfir hlöðnum veitingaborðum, góðu spjalli og góðum minningum frá Kronárunum. Þegar ég eltist og fór að kynnast þessum vinkvennahópi betur, þá komst ég að raun um, hversu sam- valdar vinkonurnar voru í alla staði, böndin sterk milli þeirra og tryggðin einstök. Oddný eða Ossa, eins og hún var ævinlega kölluð af ættingjum og vin- um, vakti strax athygli mína, enda var auðséð hversu vel hún naut sín í þessum hópi og var vinsæl. Hún hafði líka frá svo mörgu að segja og fann yfirleitt alltaf eitthvað spaugilegt til að krydda frásögn sína með. Hún var kaupkona, sem gat komið sér nokkuð vel, þegar þurfti að velja afmælisgjafir eða gjafir af öðrum til- efnum, og var sjálfgefið, að hún var látin velja gjöfina, enda hafði hún ein- staklega góðan smekk, eins og vöru- úrval verslananna bar líka vott um. Ég kom oft að heimsækja Ossu í gjafavöruverslunina, sem hún rak í Kirkjustrætinu, sérstaklega eftir að móðir mín lést, og mætti þar þá alltaf sömu ljúfmennskunni og hún hafði sýnt mér í heimsóknum þeirra vin- kvennanna á bernskuheimili mitt. Ég fékk líka að njóta vináttu hennar og frændsemi við móður mína, enda leyndi sér ekki, hvað Ossa hafði hald- ið mikið upp á hana. Við gátum talað saman um alla heima og geima, og svokallað kynslóðabil var ekki til. Henni varð tíðrætt um fjölskyldu sína og ættingja, sem skiptu hana miklu máli. Suma þeirra hitti ég í búðinni hjá henni, og þá þótti henni sjálfsagt að kynna mig fyrir þeim. Þegar ég nú kveð þessa frænd- konu mína hinstu kveðju, koma upp margar góðar minningar, sem ég þakka Guði fyrir, um leið og ég bið henni allrar blessunar þar, sem hún er nú, með kæru þakklæti fyrir góða og skemmtilega viðkynningu. Að- standendum hennar öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning mætrar konu. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Látin er í hárri elli frænka mín Helga Sveinsdóttir, fv. sím- stöðvarstj. í Vík. Mér fannst hún vera eins og móðursystir mín, en mamma og hún voru bræðradætur. Fyrstu minningar mínar um hana eru frá því ég var barn en Helga bjó í næsta húsi, sem var gamla sím- stöðin í Vík. Þegar soðinn var fýll heima kom Helga í heimsókn og hreinsaði upp alla afganga og hafði að því er mér fannst ótrúlega góða lyst á fyllunni, sem ég borðaði ekki. Minnisstæð er mér úr bernsku ferð í berjamó með Helgu og mömmu en þá urðum við villtar í Landbrotshólunum því það skall á þoka svo Síðufjöllin sáust ekki. Mamma vildi halda í aðra átt en Helga í hina, en mamma fékk á end- anum að ráða hvert farið var, enda fædd og uppalin í Landbrotinu. Komum við svo að beitarhúsum frá bænum Tungu en þá kannaðist mamma við sig, vorum við þá mikið fegnar og stutt að halda til frænd- fólks okkar í Ásgarði þar sem gist var. Helga var símstöðvarstjóri í Vík, fyrst á gömlu símstöðinni, á þeim tíma var ekki kominn sími í öll hús í nágrenninu og þurfti Helga því að sækja fólk í símann, stundum kom hún við heima í þessum ferðum. Oft þreytt á spurningaflóði í nágranna- konunum þegar verið var að sækja manninn í síma, t.d. man ég eftir þessari setningu: „Hver er að spyrja um hann og hvað vill hann HELGA SVEINSDÓTTIR ✝ Helga Sveins-dóttir fæddist í Vík í Mýrdal 10. mars 1916. Hún lést á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík að morgni 11. maí síðastliðins og var útför hennar gerð frá Víkurkirkju 21. maí. eða hún honum?“ Svo hnussaði í Helgu. Sýslufulltrúinn í Vík, sem var mikill kúltúr- maður, var heimilisvin- ur á bernskuheimili mínu. Einhverju sinni er hann var þar stadd- ur kom þessi gullna setning sem oft var eftir höfð: „Kemur ekki póst- & símamála- stjóri á reiðhjóli, í hvít- um hnéháum ullar- sokkum.“ Þetta var auðvitað Helga frænka mín, sem gekk eftir þetta undir nafninu póst- & síma- málastjóri hjá kunningjunum. Þegar nýja símstöðin var tekin í notkun ’67 var Helga ekki ánægð að yfirgefa gamla staðinn og gömlu ná- grannana því hún var vinur vina sinna og ákaflega greiðvikin. Hún sætti sig þó fljótt við nýja staðinn og ekki síst nýja nágranna, sem reyndust henni vel, en hún hélt allt- af tryggð við sína gömlu nágranna. Mín fyrsta utanlandsferð og mannsins mín var með Helgu og Guðnýju dóttur hennar til Írlands. Helga naut þess vel að sýna Bjössa krárnar en þetta var um 1980 og ekki hægt að fá bjór hér á landi. Svo þegar við fórum í skoðunarferðir út á land var ávallt fyllt á ferðapelana sem voru pínulitlar vínflöskur. Það var mjög skemmtilegt að hafa Helgu sem ferðafélaga í þessari ferð. Það var alveg sérstaklega gaman að bjóða Helgu í mat, það þurfti ekki að vera neinn veislumatur, þær Guðný voru stundum boðnar í mat til okkar sem var þá oft súrmatur eða „úrgangur“ eins og það var stundum kallað sem á borðum var. En oft kom hjá Helgu: „Ég fæ hvergi eins góðan súrmat og hjá honum Bjössa.“ Þetta fannst nú sumun hér ótrúlegt, en hún naut þess að borða t.d. súrmat og ekki síst soðnar kartöflur sem Bjössi ræktaði. Svo tilheyrði að drekka Bjössakaffi fyrir matinn. Helga frænka var friðsemdarmanneskja sem sýndi sig best þegar beðið var einu sinni eftir matnum á Ránar- brautinni. Við Guðný dóttir hennar fórum að ræða hreppsmálin og vor- um ekki á sama máli, frekar en vant er. Þá gekk svo yfir Helgu að hún sagði: „Ég held að ég fari nú bara heim.“ Helga var mikill blómaræktandi eftir að hún kom á nýju símstöðina, hún hafði það sem maður kallar græna fingur. Einhverju sinni er hún kom úr utanlandsferð, ég held frá Austurríki, færði hún mér fræ af tré sem hún setti í pott og upp spratt falleg planta á meðan hún var vökvuð, en Helga hafði það sem reglu þegar hún kom í heimsókn til mín að stinga puttunum ofan í blómapottana og svo kom: „Er þetta ekki of þurrt?“ Þegar synir okkar voru litlir þótti þeim gaman að veiða fiska í Gróf- aránni eða Víkuránni. Við foreldr- arnir vorum ekki spennt að borða þessa veiði og var því alltaf farið með aflann á símstöðina til Helgu, sem tók þessum matargjöfum með miklu þakklæti, hvað sem við þær var svo gert, en af þessu fengu þær mæðgur nafngiftina „alæturnar“ á símstöðinni. Eitt sem tilheyrði jólaundirbún- ingi á Ránarbrautinni var þegar Helga kom einhvern sunnudag fyrir jól að pússa silfrið, en silfrið var að- allega jólaskeiðar sem ég fékk í jóla- gjöf frá þeim eftir að ég byrjaði að búa. Þegar leið að jólum kom oft hjá Helgu: „Hvenær á ég að koma og pússa silfrið?“ Eitt var það sem tilheyrði jólum á mínu heimili, en það var að fá Helgu og Guðnýju í kaffi á aðfangadags- kvöld, fannst mér miður þegar hún á efri árum greindist með sykursýki og gat því ekki notið þess að smakka á sætum jólakökum hjá mér. Við Bjössi viljum svo að lokum þakka frænku minni samfylgdina á liðnum árum. Guðnýju dóttur hennar og systk- inum Helgu sem á lífi eru vottum við samúð. Kolbrún (Kolla frænka).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.