Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 41
MINNINGAR
ömmubörnin þín, Alexander, Guð-
mundur og Kristjana, hugsa til þín
með söknuð í hjarta, og þakka þér
fyrir allar þær góðu stundir sem þau
áttu með þér.
Megi góður Guð leiða þig og
vernda, því að þú ert fallegasti engill-
inn á himnum.
Þú fallega ljúfa kona,
með hárið þitt þykka,
og hjartað þitt hlýja,
brosið þitt bjarta,
og ást þína alla,
þú gafst okkur allt sem þú áttir,
þú gafst okkur meira en orð fá lýst,
þú gafst okkur líf þitt og eilífa ást,
þú gafst okkur lífið með þér.
Þín
Anna Þóra.
Elsku amma Ragna, núna þegar þú
ert farin þá hugsa ég til baka um allar
stundirnar sem við áttum saman. Ég
byrjaði ævi mína á því að búa hjá þér í
Álftamýrinni og þar var nú ýmislegt
brallað. Ég fór alltaf niður á næstu
hæð til hennar Möggu en hún lánaði
mér spólu og gaf mér nammi. Ég man
alltaf eftir því þegar ég velti stóra
kaktusnum þínum og hann datt ofan á
mig, ég leit út eins og kisa hefði klór-
að mig í framan. Þú varst alltaf svo
góð við mig og ég man eftir því að
einu sinni vorum við að hlusta á fón-
inn þinn og það var verið að tala um
fegurðarsamkeppni í innri fegurð. Ég
sagði við þig að þú ættir að taka þátt í
henni því að þú myndir sko örugglega
vinna, af því þú værir svo góð amma.
Mér fannst alltaf svo gaman þegar ég
átti að koma í pössun til þín. Stundum
fékk ég að sofa og þá vöktum við lengi
saman og horfðum á sjónvarpið.
Skemmtilegastar fannst þér myndir
með Bruce Willis. Mér fannst mjög
gaman að hafa lifað þessi ellefu ár
með þér, ég vildi að þau hefðu náð að
verða fleiri.
Elsku amma Ragna, ég á aldrei eft-
ir að gleyma þér. Þú átt alltaf stærsta
hlutann í hjarta mínu.
Guð geymi þig, elsku amma Ragna.
Þinn
Sindri Már.
Elsku amma mín. Núna ertu farin
og þín verður sárt saknað.
Takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig og þær stundir sem við höf-
um átt saman.
Ég mun ávallt elska þig.
Augun mín og augun þín,
ó, þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.
(Skáld-Rósa.)
Þín
Anna María.
Elsku amma Ragna mín.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eir.)
Þín
Silja Mist.
Nú er komið að kveðjustund okkar
á milli, elsku amma mín, nafna mín,
yndislegur vinur minn, mín sanna
hetja. Vinur minn vegna þess að þú
skildir allt svo vel, stóðst með mér í
blíðu og stríðu, og sýndir mér traust
og virðingu, gafst mér hvatningu og
ómældan kærleika. Hetja vegna
þrautseigju þinnar og dugnaðar, þess
sem ber þungar byrðar mikillar sorg-
ar. Elsku amma, það er erfitt til þess
að hugsa að ekki sé lengur hægt að
hringja í þig eða heimsækja, á nota-
lega heimilið þitt, þú varst svo stór
hluti af mínu lífi og er erfitt að hugsa
sér lífið án þín.
Ég er þakklát fyrir að þjáningum
þínum er lokið og að þú hefur fengið
hvíld, en söknuðurinn er mikill. Það
er svo margs að minnast og erfitt að
velja úr, stundirnar okkar eru svo
óteljandi margar og góðar. Mér eru
sérstaklega minnisstæðar allar heim-
sóknirnar sem þið afi glödduð okkur
með á Seljaveginum. Það var alltaf
svo gaman þegar þið komuð. Þið vor-
uð bæði svo hrifin af börnum og stelp-
urnar mínar hlupu alltaf upp í fangið
á ykkur þegar þær sáu ykkur. Það
voru aldrei spöruð hrósyrðin né
hvatningarorðin í þessum heimsókn-
um, þið afi létuð okkur alltaf finna að
við værum að gera réttu hlutina, og
treystum við ykkar mati fullkomlega,
því við litum svo upp til ykkar.
Mér eru einnig minnisstæðar allar
söngstundirnar okkar, amma mín, þú
hafðir svo góða söngrödd, við sungum
oft saman, með eða án útvarps, vorum
í miklu stuði og stundum steigst þú
nokkur dansspor með. Þú varst svo
létt í lund og hafðir mjög skemmti-
lega kímnigáfu. Við hlógum svo oft
saman og skemmtum okkur vel. Eitt
verð ég að minnast á hér, því það verð
ég ævinlega þakklát fyrir. Hvernig
þið afi tókuð á móti honum Gumma, í
fyrsta skipti sem ég kom með hann til
ykkar. Það voru yndislegar móttökur
og ég mun aldrei gleyma þeirri stund.
Þar mættu honum opnir armar, hlý
og falleg orð, og hann sannarlega boð-
inn velkominn. Svo mikil áhrif höfðu
þessar móttökur á hann, að hann
sagðist vilja eiga þig fyrir ömmu líka
og spurði hvort hann mætti kalla þig
ömmu. Ég man hvað þér þótti vænt
um þetta, amma mín, og þér fannst
sjálfsagt að þú værir amma hans líka.
Ég var svo stolt af ykkur afa, og
fannst þið hafa svo mikið að gefa.
Síðan hefur hann alltaf kallað þig
ömmu og þótt mjög vænt um þig. Þú
fékkst alltaf það besta fram í okkur.
Þér þótti jafnvænt um okkur bæði og
fyrir það erum við bæði þakklát. Það
var svo auðvelt að þykja vænt um þig,
elsku amma mín, þú gafst svo mikið af
sjálfri þér og deildir öllu með okkur,
gafst okkur svo stóra hlutdeild í þínu
lífi. Fyrir það er ég sannarlega þakk-
lát.
Ótaldar eru stundirnar sem við átt-
um saman við eldhúsborðið þitt,
spjallandi um heima og geima og líð-
andi stund, eða matarboðin ykkar afa
á sunnudögum, og allt dekrið og nota-
legheitin sem þeim fylgdu.
Þú varst stórglæsileg kona sem all-
ir tóku eftir, alltaf vel til höfð og
snyrtileg. Heimilið þitt hefur alla tíð
verið með eindæmum snyrtilegt og
hreint.
Það er ekkert skrítið að börnin þín
öll séu snyrtimenni! Þau þekkja ekk-
ert annað. Þú varst svo stolt af börn-
unum þínum og talaðir oft um hvað þú
værir heppin með þau öll og tengda-
börnin, enda allt sómafólk, duglegt og
hæfileikaríkt.
Elsku amma mín, það er erfitt að
minnast þín og horfa fram hjá þeim
nístandi sársauka og sorg sem var
lögð á þínar herðar frá unga aldri. Þú
misstir móður þína mjög ung og
ömmu þína stuttu á eftir. Þetta voru
persónur sem skipti þig öllu. En þetta
var ekki allt, enn meiri sársauki átti
eftir að fylgja í kjölfarið og sorg sem
fylgdi þér allt þitt líf. Það var þegar
þú misstir drengina þína, sem þú
elskaðir af öllu hjarta. Lifa með þann
sársauka í gegnum langt líf er krafta-
verk sem ekki er öllum gefið, aðeins
hetjum einum, og slík hetja ert þú.
Elsku amma mín.Ég vil þakka þér
fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og
allt sem þú varst mér í gegnum allt
mitt líf. Ég mun aldrei gleyma þér, þú
munt vera í mínu hjarta um aldur og
ævi.
Ég bið Guð að vaka yfir þér og gefa
okkur hinum styrk til að halda áfram
án þín. Takk fyrir allt, elsku amma
mín. Þín nafna
Ragna.
Elsku besta langamma. Takk fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir okkur, við
elskum þig og munum aldrei gleyma
þér. Við eigum eftir að sakna þín mik-
ið, því þú varst stór hluti af lífi okkar.
Þú varst ein af þeim bestu persónum
sem við höfum þekkt.
Þínar langömmustelpur
Erla Ósk, Anna Sif og
Svanhildur Ragna.
Elsku „amma“ mín. Ég er svo
þakklátur fyrir að hafa kynnst þér og
fyrir það sem þú varst mér. Í mínum
huga varst þú aldrei annað en amma
mín. Það er gott að vita að þú ert á
góðum stað núna og án allra þjáninga.
Ég mun ávallt sakna þín.
Þinn
Guðmundur.
Nú er Ragna móðursystir okkar
látin eftir langvinn og erfið veikindi.
Þrátt fyrir langar sjúkrahúslegur á
seinni árum bar hún sig vel, var með
fulla reisn, skýr og klár til hinstu
stundar en í lokin var hún hvíldinni
fegin.
Ragna var dóttir hjónanna Sigríð-
ar Kristínar Þorláksdóttur og
Ágústs Friðrikssonar járnsmíða-
meistara, yngst þriggja systra, en
elst var Ásta móðir okkar, þá Gíslína
Guðrún, alltaf kölluð Nína og loks
Ragna. Það voru einungis rúm þrjú
ár á milli elstu og yngstu systurinn-
ar. Þær fæddust allar á Njálsgötu 30
en seinna fluttist fjölskyldan að
Hverfisgötu 32 ásamt Ástríði móð-
urömmu þeirra. Þar ólust þær systur
upp næstu árin en voru aðeins 16, 18
og 19 ára þegar amma þeirra lést og
aðeins mánuði seinna dó móðir
þeirra langt fyrir aldur fram. Það var
þeim mikill missir og hafði djúpstæð
áhrif á líf þeirra.
Ragna frænka var einstaklega fal-
leg og fíngerð kona með létta lund,
fáguð í framkomu, söngelsk og
skemmtileg og það er með mikilli
hlýju sem við systur minnumst henn-
ar allt frá því að hún bjó með stórri
fjölskyldu sinni á Freyjugötunni. Það
var alltaf gott og notalegt að koma til
Rögnu og ævinlega tekið á móti okk-
ur með pönnukökum sem í þá daga
voru bakaðar á kolaeldavélinni.
Ragna hafði einstakt lag á börnum,
hún talaði við þau eins og fullorðið
fólk og börn löðuðust að henni. Hún
átti sjálf barnaláni að fagna, ól upp
sex börn og afkomendahópurinn er
orðinn stór.
Okkur systrum er líka minnisstætt
hve kettir hændust að henni og oft
var farið til fisksalans og beðið um
þunnildi í kattaveislu. Sjálf átti hún
ketti og kettir annarra komu gjarnan
í heimsókn.
Síðustu árin voru Rögnu erfið
vegna veikinda, hún gat þó búið að
mestu leyti ein í íbúð sinni til síðasta
dags með góðri umönnun og stuðn-
ingi barna sinna sem reyndust henni
einstaklega vel.
Með þessum fátæklegu orðum vilj-
um við systur kveðja frænku okkar.
Andlát Rögnu er móður okkar mikill
missir, en Nína systir þeirra giftist
ung til Bandaríkjanna og hefur búið
þar síðan.
Við sendum ástvinum Rögnu inni-
legar samúðarkveðjur og vitum að
þeir eiga dýrmætan sjóð minninga
um hana. Guð blessi Rögnu móður-
systur.
Hildur og Bryndís.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and-
lát og útför
ÁSTU STEINUNNAR GISSURARDÓTTUR
frá Litlu-Hildisey, Landeyjum,
áður til heimilis á
Tunguvegi 8,
Njarðvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheim-
ilisins Garðvangi, Garði.
Steinar Bjarnason, Sólveig Kristinsdóttir,
Nicolai Gissur Bjarnason, Svanhildur Einarsdóttir,
Hjördís Margrét Bjarnason, Helgi Jóhannsson,
Óskar Bjarnason, Guðbjörg Þóra Hjaltadóttir,
Skúli Bjarnason, Emilía Dröfn Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN AÐILS KRISTJÁNSSON
múrarameistari,
Bræðratungu 19,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstu-
daginn 3. júní kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknar-
félög.
Lovísa Hannesdóttir,
Unnur Sólveig Björnsdóttir,
Hannes Björnsson, Hafdís Ólafsdóttir,
Kristján Björnsson, Helga Haraldsdóttir,
Sigríður Björnsdóttir, Brynjar Guðmundsson,
Illugi Örn Björnsson, Fanný María Ágústsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar innilegustu þakkir færum við öllum
þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
GUÐRÍÐAR STEFANÍU
VILMUNDSDÓTTUR,
Hraunsvegi 17,
Njarðvík.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki hjúkrunardeildar í Víðihlíð og
sjúkradeildar HSS, Sigurði Árnasyni lækni og Friðbirni Sigurðssyni lækni.
Jón Þórðarson,
Marín Margrét Jónsdóttir, Óli Kristinn Hrafnsson,
Sigríður Dagbjört Jónsdóttir, Einar Ólafur Steinsson,
Rut Jónsdóttir, Ágúst Jóhann Gunnarsson
og barnabörn.
Þökkum samúð og vinarhug vegna andláts
ELÍNAR J. JÓNASDÓTTUR
kennara,
Sóltúni 2,
Reykjavík.
Jónas Finnbogason, Kristín Arnalds,
Edda Finnbogadóttir, Guðgeir Pedersen,
Matthías Axelsson,
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
KRISTJÁN BELLÓ GÍSLASON
fyrrv. leigubílstjóri,
Vogatungu 101,
Kópavogi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að
kvöldi þriðjudagsins 31. maí.
Halldóra Stefánsdóttir,
Vera Kristjánsdóttir,
Gísli Þ. Kristjánsson, Oddný S. Gestsdóttir,
Guðleif Kristjánsdóttir, Helgi H. Eiríksson,
Arnþrúður M. Kristjánsdóttir, Hafsteinn M. Guðmundsson,
Stefán R. Kristjánsson, Agla B. Róbertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs föður míns, tengdaföður
okkar, afa, fósturföður og bróður,
GYLFA ÁRNASONAR,
Árskógum 2,
sem lést 13. janúar sl.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar
fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Árni Stefán Gylfason.