Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GREINAR Sigríðar Daggar Auð- unsdóttur í Fréttablaðinu um sölu bankanna sýna mikilvægi þess að fjölmiðlar séu ekki háðir gríðarvaldi viðskiptablokka og stjórnmálaafla. Fákeppni á fjölmiðla- markaði í krafti synj- unarvalds forseta Ís- lands er áhyggjuefni nú sem fyrr. Nauðsyn- legt er að brugðið sé ljósi á samtímaatburði á þann veg, sem Sig- ríður Dögg gerir. Trú- verðugleiki skrifa af þessum toga byggist þó á því, að ekki sé lit- ið aðeins til einnar átt- ar heldur á málið í heild. Fjármálafyr- irtæki því sem eig- endur Fréttablaðsins eiga allt sitt undir má til dæmis ekki hlífa. Kaupþing, fjárhagslegur bakhjarl eigenda Fréttablaðsins, stóð að myndun S-hópsins. Halldór Ás- grímsson vissi um það en aug- ljóslega ekki Davíð Oddsson. Davíð verður ekki settur í sama ljós og Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, þegar rætt er um þessa vitneskju. Davíð taldi hag þjóðarinnar best borgið með því að selja Samson hópnum Landsbankann. Hann segir Björgólf Guðmundsson aldrei hafa hringt í sig sem ráðherra. Vissulega má gagnrýna, að Kjartan Gunn- arsson sé bankaráðsmaður á sama tíma og hann starfar sem fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, en sú gagnrýni fellur fljótt um sjálfa sig ef hún byggist aðeins á einhverjum af-því-bara rökum. Davíð Oddsson hafði engan fjár- hagslegan ávinning af því að selja Samson hópnum Landsbankann. Lykilatriði í allri þessari sögu um sölu ríkisbankanna er sú ákvörðun Samkeppn- isstofnunar að hafna áformum ríkisstjórn- arinnar um að sameina Búnaðarbanka og Landsbanka og selja þá saman. Hefur Sig- ríður Dögg rannsakað bakgrunn þeirrar ákvörðunar stofnunar- innar til hlítar? Var hún tekin í pólitísku tómarúmi? Fólk sem kýs ákveðinn flokk treystir því, að flokkshagsmunir og þjóðarhagsmunir fari saman og hin- ir seinni ráði, ef árekstur verður. Davíð Oddsson hefur hvað eftir annað sýnt, að hann lætur þjóð- arhagsmuni ráða ákvörðunum sín- um. Hafi hann brugðist því trausti með samruna Búnaðarbankans og Kaupsþings undir forystu S-hóps- ins, fær sú ásökun ekki staðist – hann vissi ekki um að þessi fjár- málaflétta væri á döfinni. Ef hann hefði vitað um hana, stangast fram- vinda mála á við allt annað, sem Davíð hefur gert opinberlega vegna Kaupþings. Þegar hann frétti af kaupauka forstjóranna strunsaði hann til dæmis í banka þeirra og fjarlægði sparifé sitt úr vörslu þeirra. Halldóri Ásgrímssyni er ekki vært í ríkisstjórninni á meðan þessi mál eru rannsökuð og Kjartan Gunnarsson á að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins. Fjölmiðlar, óháðir og ótengdir viðskiptaöflum og bönkum, eiga að upplýsa þjóðina um hið sanna í málinu. Ég vil hvetja Sigríði Dögg Auð- unsdóttur til þess að sýna þann styrk að draga upp alla myndina af ráninu á Búnaðarbankanum. Hún hefur blaðamannsheiður að verja og getur ekki látið heimildarmenn úr einni átt stýra penna sínum, til dæmis Eirík Jóhannesson, forstjóra OgVodafone, sem taldi sig eiga frama innan Landsbankans í vænd- um en endaði sem símstjóri í skjóli Kaupþings. Almenningur, nú stöndum við saman aftur! Jónína Benediktsdóttir fjallar um viðskiptablokkir ’Ég vil hvetja SigríðiDögg Auðunsdóttur til þess að sýna þann styrk að draga upp alla mynd- ina af ráninu á Bún- aðarbankanum.‘ Jónína Benediktsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri FIA. FYRIR skömmu skrifuðu for- svarsmenn Samskipa og Háskóla Íslands undir samn- ing sem felur það í sér að Samskip kosta í eitt ár stöðu kenn- ara í kvikmyndafræði við hugvísindadeild HÍ. Þar með gera Samskip hugvís- indadeild fært að hleypa þessari nýju námsgrein af stokk- unum á næsta há- skólaári. Sú ákvörðun Sam- skipa að taka þátt í uppbyggingu nýrrar námsbrautar við Háskóla Íslands markar tímamót, því að þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki styður með þessum hætti kennslu í hugvísindum. Ber að þakka þá framsýni sem stjórnendur Sam- skipa sýna með þessu en sú margþáttaða starfsemi – kennsla og rannsóknir – í menningar- og listgreinum, tungumálum, sögu og heimspeki, sem fram fer við hug- vísindadeild HÍ hefur mikið sam- félagslegt vægi og á ýmsa snerti- fleti við atvinnulífið sem vert er að rækta frekar. Kvikmyndin er það listform sem mest mótar heimsmynd Ís- lendinga nú á tímum, sér í lagi ungs fólks. Það skiptir því miklu fyrir íslenskt menningarlíf og sjálfsmynd Íslendinga hverskonar kvikmyndamenning myndast hér á landi til lengri tíma litið. Hún þarf að byggjast á fjölbreyti- legum tengslum við aðra menn- ingarheima, vitund um það sem gerist í skapandi sjónmenningu um heim allan og umræðu sem endurspeglar og eflir þá vitund. Markvisst nám í kvikmyndafræði á háskólastigi er nauðsynlegur liður í slíkri menningarmótun. Það er ekki nóg að eignast góða kvikmyndagerð- armenn, þótt það sé auðvitað mikilvægt. Kvikmyndamenning þrífst einnig á víð- sýnu kunnáttufólki sem fæst við rann- sóknir á kvikmyndum og miðlar þekkingu um þetta fjöl- breytilega tjáning- arform, sem birtist ekki einungis í bíó- myndinni, heldur í margskonar formum sem er ekki síst miðl- að í sjónvarpi, þ.m.t. sjónvarps- þáttaröðum, heimildamyndum og tónlistarmyndböndum. Með kennslu í kvikmyndinni sem frá- sagnarformi og sjónrænni miðlun skapast jafnframt mikilvæg tengsl við svið sem fyrir eru í hugvísindadeild, þ.e.a.s. bók- menntir og listfræði. Við undirritun samningsins nefndi Ólafur Ólafsson, stjórn- arformaður Samskipa, að sér væri ánægja að taka þátt í þessari „út- rás inn á við“ í íslenskt menning- arlíf. Á síðustu árum hafa ís- lensku útrásarfyrirtækin átt stóran þátt í því að bylta heims- mynd Íslendinga, ekki síst með því að færa okkur heim sanninn um það að okkur er ekkert ómögulegt. Nú er sem aldrei fyrr þörf fyrir vel menntaða Íslend- inga sem geta starfað á alþjóð- legum vettvangi, en eftir því sem tengsl Íslendinga við umheiminn fara vaxandi verður um leið sífellt mikilvægara að byggja upp þekk- ingu á menningu, tungumálum og siðvenjum erlendra þjóða. Jafn- framt er mikilvægt að huga að rótunum, því það hlýtur að skipta íslensku útrásarfyrirtækin höf- uðmáli að hér á heimavelli þeirri dafni blómlegt og sjálfstætt menningar- og menntalíf. Hugvís- indi eiga erindi við öll svið ís- lensks atvinnulífs. Atvinnulífið leitar nú í auknum mæli að fólki sem hefur vönduð vinnubrögð að leiðarljósi, er þjálfað í gagnrýnni og skapandi hugsun og hefur hæfileika til að nálgast og leysa ólík viðfangsefni. Æ fleiri fyr- irtæki gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt menningarlæsi er í samskiptum ólíkra menning- arheima. Það er von mín að samningur Samskipa og Háskóla Íslands sé fyrsta merki þess að frumkvöðlar í íslensku athafnalífi treysti fram- sækið menningarlíf á Íslandi með því að efla fræða- og rannsókn- arstarf við hugvísindadeild Há- skóla Íslands. Kvikmyndafræði við Háskóla Íslands hleypt af stokkunum Oddný G. Sverrisdóttir segir frá nýrri námsgrein við Háskóla Íslands ’Sú ákvörðun Samskipaað taka þátt í uppbygg- ingu nýrrar náms- brautar við Háskóla Ís- lands markar tímamót, því að þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fyr- irtæki styður með þess- um hætti kennslu í hug- vísindum.‘ Oddný G. Sverrisdóttir Höfundur er forseti hugvís- indadeildar Háskóla Íslands. ÉG ER að venjast fréttum af uppsögnum og fylgjandi góð- gerðarstarfsemi í sjávarpláss- um í kringum landið. Það læð- ist að mér sá illi grunur að þetta séu ekki endilega „selv- fölgeligheder“. Auðvitað er okkur öllum ljóst að hámarka þarf afrakstur fiskveiðistofn- anna, á sama hátt og bankanna, álveranna og ferðaþjónustunn- ar en verður sá afrakstur endi- lega talinn í krónum og aurum? Er ekki hugsanlegt að leggja einhverja aðra mælikvarða á auðlindina og ágóðann af henni? Víða um land var fólki treyst fyrir aðgangi að auðlindinni, í skjóli búsetu og með fulltingi vinnuaflsins á staðnum náði þetta fólk tangarhaldi á auð- lindinni, flestir héldu öllum til góðs. Hins vegar átti eftir að koma á daginn að afkoma ná- granna og sveitunga var þessu fólki laus í hendi. Þeir löbbuðu út úr plássinu með lífsbjörg þess í rassvasanum og seldu hæstbjóðanda eða leigðu, öllum væntanlega til hagsbóta. En, það er stórt EN í þessu sam- hengi. Á fólk sem býr við ná- lægð auðugra fiskimiða að vera vegið og léttvægt fundið í sjáv- arútvegsdæminu vegna þess að arðsemi per einingu er minni í þorpi en um borð í fljótandi frystihúsi? Það á sem sagt ekki að skipta neinu máli hvort þú eða fjölskylda þín hafið róið til fiskjar kynslóðum saman, fært fáránlegar fórnir og uppskorið dauðann úr skel. Hugtakið sæ- greifi er fíflalegt, en þegar horft er á afdrif smáþorpa í kringum landið verður það sorglegt. Íslendingar eða öllu heldur íslensk alþýða barðist öldum saman við óbilgjarna og hrokafulla yfirstétt, ekki danska, heldur íslenska. Ein- hvern veginn hélt maður að þeirri baráttu hefði linnt þegar við fengum stjórnarskrá og seinna fullveldi og sjálfstæði. Þetta er sennilega fjarstæða. Ég fæ ekki betur séð en að það sé alvarleg miðaldahagfræði að reikna það út að fólk búsett á Stöðvarfirði sé minna virði en hundrað Rússar eða Lettar um borð í ofurfrystitogara. Ef þú sem manneskja þrjóskast við búsetu í einhverri vík öldum saman við fiskveiðar, hvers vegna er réttur þinn til að nýta sameiginlegar auðlind- ir minni en annarra? Ég held að það sé erfðaréttur íbúa sjáv- arplássa hringinn í kringum landið að fá að veiða fisk sér til framfærslu. Ef ekki þá verður ekkert annað úrræði en að flytja málefni þessara byggða til landbúnaðarráðuneytisins og borga þeim svo sem tólf milljarða á ári fyrir að horfa á sjónvarp. Þetta er sá kostur sem bændum er boðinn og þeir tapa samt. Svo má náttúrlega laða að fjárfesta og flytja inn kínversk launakjör og fá kannski for- setaverðlaun fyrir ómakið. Kristófer Már Kristinsson Erfðaréttur eða hagkvæmni? Höfundur er háskólanemi. UNDANFARIÐ hafa ungir gáfumenn verið að ræða enn eitt nýuppgötvað samfélagsvandamál, sem sagt að það sé verið að svíkja hinar rausnarlegu örorkubætur út úr Tryggingastofnun ríkisins í stórum stíl vegna þess að það sé miklu þægilegri leið til fjáröflunar en að vera að leggja á sig að vinna. Mér brá. Kom af fjöllum. Hef aldrei orðið var við neitt af þessu tagi og finnst raunar að allir hliðri sér í lengstu lög við að sækja um ör- orkubætur, jafnvel allt of lengi. Þessi umræða hefur komið illa við ýmsa og þykir mörgum ör- yrkjum og öðrum bótaþegum sem verið sé að sneiða að því að þeir ættu nú að hrista af sér slenið og bjarga sér sjálfir eins og aðrir, sem þeir gætu vel, ef þeir nenntu. Þessi sleggjudómur er ósanngjarn og óheppilegur í alla staði. Er það ekki næg byrði að ganga ekki heill til skógar? Ber samfélaginu ekki samkvæmt viðtekinni velferðarstefnu nú- tímans sem við fylkjum okkur um, að lyfta undir með þeim sem hafa skerta starfsorku og minna mega sín á vinnumarkaði? Mér er kunn- ugt um mörg dæmi þess að sjúk- lingar sem eru bótaþegar vegna geðrænnar vanheilsu eða vand- kvæða eru meðal þeirra sem taka mjög nærri sér dólgslegar aðdrótt- anir um misnotkun opinberra bóta. Hvað gengur mönnum til að hrinda svona bulli úr vör? Er verið að sleikja sig upp við fjárveiting- arvaldið? Auðveldara kynni að vera að rifja upp dæmi þess að fólk hengslist hópum saman í vel- launuðum stöðum eða sé há- tekjufólk af öðrum sökum án þess að vinna ærlegt hand- tak nema síður sé, heldur en að ég geti minnst eins einasta dæmis um örorku- misnotkun af því tagi sem verið er að velta sér upp úr. En segjum nú svo að dylgjurnar kynnu að eiga við einhver rök að styðjast, en þá má um leið ekki gleyma því að slíkt ör- orkusukk eða bóta- bruðl er óhugsandi án dyggilegrar aðstoðar og fullrar ábyrgðar lækna. Í fyrsta lagi eru heiðarleg læknisvottorð algjört skilyrði örorkubóta og í öðru lagi starfa vandvirkir læknar hjá Tryggingastofnun ríkisins sem fara rækilega yfir hvert einasta slíkt mál, áður en ákvörðun um greiðslu bóta er tekin. Það er í verkahring Trygg- ingastofnunar að fylgjast með slíku og engin sýnileg ástæða er til vantrausts á henni í því efni. Vilj- um við, læknarnir sem skrifum vottorðin og kollegarnir sem meta þau, sitja þegjandi undir jafn ósmekklegum óhróðri um fúsk og fíflaskap og komið hefur fram? Heldur virðist sem á skorti áhyggjurnar vegna alls þess sem uppá vantar að fylgt sé eftir þeim réttlætis- og samstöðusjón- armiðum velferðar- og trygg- Vegið að vanheilum Magnús Skúlason fjallar um örorkubótaþega Magnús Skúlason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.