Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 55
MENNING
Það logar í ofnunum og bráðiðgler er hönduglega með-höndlað í Gler í Bergvík,
glerverkstæðinu á Kjalarnesi þar
sem Sigrún Einarsdóttir ræður
ríkjum. Þegar blaðamaður Morg-
unblaðsins lítur inn er hún ásamt
bandarískum nema að móta ilm-
vatnsflöskur byggðar á skúlptúr
Gerðar Helgadóttur myndhöggv-
ara, sem ætlaðar eru til sölu í safni
kenndu við Gerði í Kópavogi. Gler-
kúla er brædd, teygð og blásin,
stungið í form og húðuð með fín-
möluðu gleri, þar logar í ofnum og
á gasbrúsum og er heitt inni, margt
í gangi og rífandi stemmning.
Vinnu af þessu tagi gefst gestum
og gangandi tækifæri til að sjá um
helgar í sumar, þegar verkstæðið í
Bergvík verður opið almenningi til
áhorfs.
Sigrún stofnaði Gler í Bergvíkárið 1982 ásamt manni sínum
heitnum, Sören Staunsager Larsen,
sem lést í bílslysi fyrir rúmum
tveimur árum. Þrátt fyrir fráfall
hans hefur Sigrún haldið verkstæð-
inu opnu og hefur meira en nóg að
gera. „Við vorum með opið verk-
stæði til að byrja með, þannig að
fólk gat komið og séð hvernig hlut-
irnir urðu til og keypt af okkur
hluti. Við minnkuðum það smám
saman og hættum því alveg í kring
um 1990, en nú er ég að reyna að
finna nýjar brautir fyrir verk-
stæðið og sé fyrir mér að það verði
margt í gangi í sumar sem fólki
gæti þótt áhugavert að sjá,“ segir
Sigrún þegar hún tekur sér hlé frá
glerofnunum.
Það verða sem sagt nokkrir nem-
ar á verkstæði Sigrúnar í sumar;
auk hins bandaríska sem að sögn
hefur blásið gler frá tólf ára aldri
og er mjög fær kemur danskt par
og tvær íslenskar konur, sem ætla
að vinna á verkstæðinu. „Krakk-
arnir eru í einskonar starfsnámi og
fá að nota ofninn fyrir sín eigin
verkefni um helgar. Þá gefst mér
tækifæri til að rabba við gesti á
meðan og útskýra hvað er að ger-
ast,“ segir hún.
Í Kaupmannahöfn er nýlokið sýn-ingu á verkum Sigrúnar, Sör-
ens og Ólafar Einarsdóttur, text-
íllistakonu og systur Sigrúnar, sem
vakti mikla athygli. Hún bar heitið
Gler Þræðir og var opnuð 18. mars
síðastliðinn í Kunstindustrimuseet.
„Sýningin var byggð á samnefndri
sýningu sem við settum upp í Lista-
safni ASÍ árið 2002, en sú sýning
var haldin í tilefni 20 ára starfs-
afmælis glerverkstæðis okkar Sig-
rúnar og Sörens,“ útskýrir Ólöf.
Þar áður hafði sýningin verið sett
upp í einu virtasta glersafni heims,
Glassmuseet Ebeltoft, og segir Sig-
rún það hafa verið mikinn heiður
að sýna á þessum tveimur stöðum.
Sýningin inniheldur tvö verk
sem þremenningarnir Sigrún, Ólöf
og Sören gerðu í sameiningu, en
einnig verk þeirra systra, bæði
unnin í samvinnu og sitt í hvoru
lagi, auk verka sem Sigrún og Sör-
en útfærðu í sameiningu. Hefur
sýningin vakið það mikla athygli að
hún hlaut þriggja opna umfjöllun í
vetrarhefti Neues Glass, sem er eitt
virtasta glerlistatímarit heims.
Aukinheldur prýðir annað verk-
anna sem þær Sigrún og Ólöf unnu
ásamt Sören forsíðu þess.
En hvernig skyldi gler og textílfara saman? Að mati bæði
Ólafar og Sigrúnar eiga þessi tvö
ólíku efni, gler og hrosshár, sem
Ólöf notar mikið í verkum sínum
um þessar mundir, mjög vel saman.
„Þetta er mjög spennandi blanda,“
segir hún. „Þarna mætist mjúkt og
hart, og það eru þær andstæður
sem mér finnst svo áhugaverðar.“
Sigrún segir samvinnuna við
Ólöfu mjög skemmtilega, enda
virðist þær veita hvor annari inn-
blástur á víxl. „Við mætumst á
miðri leið, og berum mikla virðingu
fyrir hvor annarri sem listakonum.
Báðar höfum við mikla þekkingu á
möguleikum þeirra efna sem við
vinnum með og samvinnan er óg-
urlega skemmtileg,“ segir hún og
bætir við að ýmislegt sé í bígerð í
framtíð þessara tveggja lista-
kvenna. Þangað til fleiri fréttir
berast er upplagt að skella sér upp
í Bergvík og upplifa stemmninguna
á glerverkstæði Sigrúnar um helg-
ar í sumar.
Sumaropnun í Bergvík
’Glerkúla er brædd,teygð og blásin, stungið
í form og húðuð með fín-
möluðu gleri, þar logar í
ofnum og á gasbrúsum
og er heitt inni, margt í
gangi og rífandi
stemmning. ‘
AF LISTUM
Inga María Leifsdóttir
Morgunblaðið/Inga María Leifsdóttir
Sigrún, Ólöf og bandarískur gler-
listanemi á verkstæðinu Gler í
Bergvík. Gestum gefst tækifæri til
að fylgjast með vinnunni þar um
helgar í sumar.
ingamaria@mbl.is
Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson
Verk Sigrúnar, Ólafar og Sörens, sem er á forsíðu vetrarheftis Neues Glas.
STÚTUNGASAGA hefur reynst
vinsæl hjá leikfélögum landsins síð-
an leikritið var samið af Hugleik-
urum og frumsýnt hjá þeim í
Reykjavík árið 1993. Verkið snýr
upp á Íslendingasögurnar svo um
munar, gerir grín að hetjum, köpp-
um og hjónabandssamningum þann-
ig að öll tímamörk sögunnar eru
þurrkuð út og ekkert er heilagt.
Verkið fjallar í mjög grófum drátt-
um um nokkrar fjölskyldur og
tengsl þeirra; biskupinn kemur við
sögu, svo og Noregskonungur og
-drottning en það tekur bara sólar-
hring að skreppa til Noregs og heim
aftur. Brandarar fljúga og orðaleik-
irnir eru óteljandi. Nokkuð flókinn
söguþráðurinn gengur vel upp og
tónlistin er afar vel samin, svo og
söngtextarnir. Fyrrnefndum aðal-
atriðum varðandi sögn verksins
skila ungmennafélögin þrjú í Flóan-
um alveg prýðilega undir stjórn Sig-
urgeirs Hilmar Friðþjófssonar.
Það er gott og gaman að sjá félög
taka sig saman til þess að æfa stór-
ar leiksýningar eins og hér er gert.
Það er í rauninni furðulegt að hægt
sé að setja upp svo mannmarga sýn-
ingu á hinu litla sviði Félagsheim-
ilisins og ekki hægt að neita því að
hún nyti sín betur þar sem plássið
væri meira. En eins og áður sagði
er sýningin skemmtileg; í henni er
snerpa og leikritið fær að mestu að
njóta sín eins og það er skrifað, með
áherslu á orðaleiki og brandara. Þó
var ekki gott að sjá allt of langar
myrkvanir milli sumra atriðanna því
þær hægðu mikið á sýningunni sem
ég sá. Einnig var synd hve upphafs-
söngurinn var illa æfður og stað-
setning leikaranna nokkuð furðuleg
þar. Þriðji ókosturinn var lítilvæg-
ari en sleppt var afar skemmtilegu
mannlýsingaatriði þar sem orða-
leikir höfunda njóta sín vel.
Nokkrir leikarar voru afar góðir í
hlutverkum sínum en eins og oft er
með leikhópa sem setja sjaldan upp
var mikið af óreyndu fólki á sviðinu.
Stefán Geirsson og Fanney Ólafs-
dóttir sem léku hjónin Harald og
Ólöfu á Höfuðbóli voru bæði mjög
örugg og fjarska fyndin í hlut-
verkum sínum; Stefán var mjög
höfðinglegur og rómantískur í ást
sinni á drottningunni og Fanney var
eins og sniðin í skáldkonuna sem
skrifar fornbókmenntirnar á fágæt
kálfskinn um leið og þær gerast.
Stefán Ólafsson var feikna góður
sem blómadrengurinn væmni, Atli á
Höfuðbóli, og Rúnar Hjálmarsson
átti góða spretti sem Haki vígamað-
ur. Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir
sýndi rétta kyrrð, þrátt fyrir ungan
aldur, sem Þuríður axarskaft, fjöl-
kunnug hannyrðakona og vopna-
smiður og leikstjórinn Sigurgeir
Hilmar var fyndinn sem hinn
þreytti Noregskonungur, pirraður á
matgræðgi Íslendinga og skálda-
hjali sem gekk í augun á drottning-
unni.
Sem innlegg í menningar- og
vorhátíðina Fjör í Flóanum má leik-
hópur ungmennafélaganna vel við
una með sýninguna sína sem lætur
áhorfendur hlæja sig máttlausa að
ólíkindalátum og leik með menning-
ararfinn.
Fyndið leikrit í Flóanum
LEIKLIST
Ungmennafélögin Baldur, Vaka
og Samhygð
Höfundar: Ármann Guðmundsson, Hjör-
dís Hjartardóttir, Sævar Sigurgeirsson og
Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri: Sigurgeir
Hilmar Friðþjófsson.
Sýning í Þjórsárveri, 30. maí 2005
Stútungasaga
Hrund Ólafsdóttir
NIGHT moth er sólóverk fyrir
kvendansara. Í því fylgjast áhorf-
endur með konu sem leitast við að
skapa eigið auðkenni í ókunnum
heimi. Leit hennar ber hana á
óþekktar slóðir þar sem hún tekst
á við sjálfa sig og sitt nánasta um-
hverfi. Þar sem tæknibúnaður skil-
aði sér ekki til landsins var ekki
hægt að sýna verkið í sinni upp-
runalegu mynd, það var því til-
brigði við verkið sem áhorfendur
fengu að sjá. Höfundurinn dansaði
sjálf í verkinu. Hún hreyfði sig í
naumri rauðri lýsingu. Þegar þess-
um kafla lauk blöstu við hlið-
arsviðs háir ryðrauðir flekar. Lýs-
ingin var með línurasta sem
teiknaði sig á andlit og líkama
dansarans. Stróp lýsing ýkti ein-
tóna hreyfingar hennar enn frek-
ar. Síbreytileg tölvugrafík þakti
vegginn uppsviðs. Tölvuleikja-
tónlist ómaði undir dansinum og
var sem fjarlægur niður. Erfitt var
að sjá dansarann í upphafi verks-
ins þar sem lýsingin var of dauf.
Upphafskaflinn gerði sig því illa.
Verkið var meira myndverk en
dansverk. Grafíkin yfirtók dansinn
sem koðnaði niður í annars athygl-
isverðri og mikilfenglegri umgjörð-
inni. Það er vonandi að síðar gefist
tækifæri til að sjá verkið eins og
það var samið í upphafi.
Rofin einsemd
Rofin einsemd fjallar um óvænt-
ar breytingar í lífi fjögurra karl-
manna. Þeir tengjast ekki en eru
farþegar í lífi hver annars. Þeir
þvælast um, ýta við og vefja sig
um hver annan og senda hreyf-
ingaferli á milli sín án þess að vera
meðvitaðir um það. Verkið er kóm-
ískt og hreyfingarnar skemmtilega
minimalískar. Í því eru athygl-
isverðar kóreógrafískar fléttur.
Minnisstæður er sólódans með
höfuð og mjaðmahnykk undir ar-
abískum tónum. Einnig máttleys-
istilbrigði þar sem dansari heldur
á púða tilbúinn að grípa dans-
félaga sinn sem ráfar um sviðið.
Flétturnar í verkinu voru sam-
settar á snjallan máta og minntu
félagarnir á Bakkabræður í klaufa-
skap sínum. Lopinn var engu að
síður teygður óþarflega og end-
irinn endaslepptur. Að öðru leyti
var Rofin einsemd ágætis skemmt-
un.
Danslist
að hætti
Tékka
Lilja Ívarsdóttir
DANSLIST
Listahátíð í Reykjavík
Borgarleikhúsið
Night moth
Danshöfundur, dansari og búningahöf-
undur: Petra Hauerová. Ljósahönnun: Jirí
Málek. Tónlist og hljóðhönnun: David
Vrbík. Sviðsmynd og tölvulífgun: Vladimír
518.
Mi non sabir (Rofin einsemd)
Eftir Karine Ponties. Dansarar. Radek
Macák, Pierre Nadaud, Rostislav Srom,
Jaro Vinarský. Ljósahönnun: Florence
Richard. Tónlist: Dominique Pauwels.