Morgunblaðið - 03.06.2005, Síða 54

Morgunblaðið - 03.06.2005, Síða 54
54 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYND þýska listamannsins John Bocks, Skipholt, ásamt tengd- um verkum, sem sýnd eru í Kling og Bang galleríi á Listahátíð er af- rakstur samstarfs hans við að- standendur gallerísins sem er hóp- ur íslenskra myndlistarmanna. Ekki einungis leika hinir íslensku starfsbræður Bocks í myndinni því þeir hafa einnig unnið myndina og verkin sem henni fylgja í náinni samvinnu við listamanninn sem fer sjálfur með aðalhlutverk mynd- arinnar. Myndin er af ferðalangi, einskonar landkönnuði sem leggur í ýmis ævintýri og rannsóknir í landi elds og ísa hér uppi á fróni. Gervi hans og tæki eru frumstæð og heimagerð og minna á forna muni þrátt fyrir að þau séu gerð úr ódýru iðnaðarefni samtímans. Ferðabúnaður þessi, föt og tæki eru sýnd í efri sölum gallerísins í anda sögulegra minjasafna um liðna atburði þar sem hver smá- hlutur hefur varðveislugildi. Nátt- úra Íslands og fiskveiðimenning okkar verður absúrd umhverfi túr- istans eða öfugt og þar sem kunn- uglegar og kómískar mýtur eru notaðar, eins og ókunnur túristi í návígi við hina „sérstöku“ náttúru og menningu landsins. Ákveðin teg- und af fyndnum hallærisleika, sem algengur er núna í auglýsingum og öðru ljósvakaefni, er nýtt í mynd- inni þar sem landkönnuðurinn ein- lægi nálgast viðfangsefni sitt á næfan hátt. Myndin hefur heilmikið skemmtigildi og nær að gefa sanna tilfinningu fyrir því hversu varn- arlaus mannskepnan er gegnt hinni óvægnu náttúru þrátt fyrir vís- indalega viðleitnina og hugvits- samlegan útbúnaðinn. Kannski leynist í myndinni ádeila á karl- mennskuna og fánýti vísindahyggj- unnar þó að áherslan virðist vera sú að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og leika sér án allrar rit- skoðunar með einskonar barnslegu frelsi. Upp í hugann koma mynd- bandsverk í svipuðum anda eftir Heimi Björgúlfsson þar sem hann er að bjástra uppi á jökli og sprengja einhverjar vandræðalegar holur, eða gera tilraunir til að ganga á vatni í sérhönnuðum heimatilbúnum frauðplastsskóm sem hann sýndi einnig með mynd- bandinu. Þá hafa myndlistarmenn- irnir Helgi Hjaltalín og Pétur Örn Friðriksson undir merkjum Mark- miðs farið í könnunar- eða sport- leiðangra með heimatilbúin furðu- leg tæki þar sem þeir hafa gert fáránlegustu tilraunir með þau í náttúrunni, skrásett þetta í anda heimilda og sýnt á sýningum. John Bock og galleríistarnir eru þarna á svipuðum slóðum hvað varðar hug- mynd og efnistök og má segja að hópurinn hafi uppskorið árangur erfiðisins með mynd og sýningu sem svíkja ekki þá ævintýragjörnu og afþreyingarþyrstu, og með góð- um vilja geta þeir sem aðhyllast meiri alvöru fundið sér tilvist- arlegar, heimspekilegar og jafnvel trúarlegar vísanir í myndinni eða lesið hana sem ádeilu, boðskap eða hliðstæðu einhvers annars sann- leika eða fáránleika. Túristakómedía og nostalgía Morgunblaðið/Golli „Kannski leynist í myndinni ádeila á karlmennskuna og fánýti vísinda- hyggjunnar þó að áherslan virðist vera sú að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og leika sér án allrar ritskoðunar með einskonar barnslegu frelsi.“ MYNDLIST Listahátíð í Reykjavík Kling & Bang gallerí Laugavegi 23 Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14– 18. Sýningin stendur til 5. júní. John Bock „Skipholt“ Þóra Þórisdóttir KYRRÐIN og friðurinn við strönd- ina er freistandi athvarf og verður Finni Torfa Hjörleifssyni að yrk- isefni í bók hans Myndir úr víkinni. Þetta er lagleg lítil bók með myndskreytingar eftir Guðmund Sigurðsson. Ljóð- list Finns Torfa einkennist um- fram allt annað af látleysi og naum- hyggju. Í bókinni er sterk og kyrr- lát nátt- úruskynjun og er hún raunar kjarni bókarinnar. Í henni er svo sem ekki mikilla ann- arra tíðinda að leita nema ef vera mætti þeirrar lífsspeki sem slíkri náttúruskynjun fylgir eða þeirrar sögu sem býr í samlífi náttúru og manns. Skáldið hefur sest að í Englend- ingavík í Borgarfirði þar sem það unir sér með náttúrunni, hafinu, himninum, jörðinni, börnum að leik, mönnum sem rekast inn í víkina og smávinum fögrum, dýrum og urtum. Það má eiginlega segja að kvæðið Nýfundnaland sé eins konar yfirlýs- ing skáldsins og beri í sér kjarna bókarinnar. Þar notar Finnur Torfi sér margræðni orðsins að nema og segir að land verði ekki numið á skammri stundu: Að nema land er að læra að þekkja það una við það og unna því Stundum tekur það langa ævi Víkina hef ég gert að heimkynni mínu Á hverjum degi nem ég hér land líka þegar ég er víðs fjarri Gildi bókarinnar tengjast jafn- vægi náttúrunnar og tilfinningu fyr- ir því að það jafnvægi sé kjarni til- verunnar. Þetta er þess vegna bók í þeim anda að menn eigi að rækta garðinn sinn líkt og Birtingur Voltai- res. ,,Mér finnst svo gaman að vera ræktaður / og rækta mig“, segir á einum stað. ,,Ég nýt aðeins náttúr- unnar / og læt mér vel líka / þótt einn og einn geitungur / suði með“ segir í öðru kvæði. Þó að samfélagið kunni að skjótast inn í eitt og eitt kvæði gegnir það litlu hlutverki. Myndir úr víkinni er lítil, látlaus bók með laglegum kvæðum um sam- býlið við náttúruna. En fyrst og fremst er hún ástartjáning til ver- aldarinnar og lofsöngur um lífið. Að nema land BÆKUR Ljóð eftir Finn Torfa Hörleifsson, Uppheimar. 2005 – 41 bls. Myndir úr víkinni Finnur Torfi Hjörleifsson Skafti Þ. Halldórsson mbl.issmáauglýsingar Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is CIRKUS CIRKÖR 14.-17. JÚNÍ Sirkusinn sem allir tala um! Stóra svið BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Fö 3/6 kl 20, - UPPSELT, Lau 4/6 kl 20, Su 5/6 kl 20, Fi 9/6 kl 20, Fö 10/6 kl 20, - UPPSELT, Lau 11/6 kl 20, Þri 14/6 kl 20 Fi 16/6 kl 20 Aðeins 2 sýningarhelgar eftir KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Lau 4/6 kl 14 - UPPSELT, Su 5/6 kl 14 - UPPSELT, Su 12/6 kl 14, - UPPSELT, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, - UPPSELT, Su 26/6 kl 14 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR FRÁ SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar 25 tímar Dansleikhús/samkeppni LR og Íd í samstarfi við SPRON Fi 9/6 kl 20 - kr. 2.500 Einstakur viðburður loftkastalinn.is 552 3000☎ “Fyrir svona sýningu er bara hægt að hrópa HÚRRA!” Aðeins þessar sýningar - Tryggðu þér miða strax! H.Ó. Morgunblaðið • Föstudag 3/6 kl 20 LAUS SÆTI • Föstudag 10/6 kl 20 LAUS SÆTI • Sunnudag 12/6 kl 20 FM957 SÝNING UPPSELT Sunnudag 5. júní kl. 17 Seltjarnarneskirkju. Miðaverð: 1800 kr. (lífeyrisþ. 1500 kr.) www.kvennakor.is og WaldorfskólANS í lækjarbotnum NÁMSKEIÐ Í BOÐI Sirku irkörs C 13-16 ÁRA 12-16 JÚNÍ KL. 9:00 - 15:00 9-12 ÁRA 19-23 JÚNÍ KL. 9:00 - 15:00 SKRÁNING Í SÍMA 694 3399 (FRÁ 9 TIL 11) HÁMARK 10 Í HÓP LÍNUDANS, JOGGLING, LISTIR Í RÓLU LISTIR Á EINU HJÓLI O.FL. GARDBAER@SIMNET.IS WWW.CIRKOR.SE VERÐ: 15.000 Cirkus Cirkör sýnir 99% Unknown í Borgarleikhúsinu: 14/6, 15/6, 16/6 og 17/6 kl 20:00. Tilboð til nemenda í Sirkusskólanum. Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 H l jómsve i t i n U p p l y f t i n g í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.