Morgunblaðið - 03.06.2005, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 03.06.2005, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ NÚ ERU aðeins rúmir tveir mánuðir í versl- unarmannahelgina og eflaust eru margir þegar byrjaðir að skipuleggja þessa mestu skemmt- ana- og ferðahelgi ársins. Á síðustu árum hafa nokkrar hátíðir eins og Síldarævintýrið og Neistaflugið bæst í hóp vinsælustu hátíðanna en aðrar eins og Eldborg, Húnaver og Atlavík hafa að sama skapi helst úr lestinni – eins og gengur og gerist. Í svörtum fötum í Dalnum Þjóðhátíð í Eyjum verður með svipuðu sniði og undanfarin ár með Brekkusöng og brennu en þær hljómsveitir sem þegar eru bókaðar á hátíðina eru Skítamórall og Í svörtum fötum. Húkkaraballið verður einnig á sínum stað og á Tjarnarsviðinu munu Dans á rósum og Hálft í hvoru sjá um fjörið. Verð á hátíðina í ár er 9.900 kr. en 8.500 kr. í forsölu. Verð á sunnudeginum verður auglýst síð- ar. Börn yngri en 14 ára og ellilífeyrisþegar fá ókeypis aðgang. Sálin og Nýdönsk á Akureyri Það eru Vinir Akureyrar sem halda Fjöl- skylduhátíðina Ein með öllu og er þetta fimmta árið í röð sem hátíðin er haldin. Hún hefur fest sig í sessi sem stærsta útihátíð landsins en í fyrra sóttu um 16.000 gestir hátíðina. Boðið er upp á skemmtidagskrá í miðbæ Akureyrar alla helgina og þar munu meðal annarra Paparnir, Sálin hans Jóns míns, Nýdönsk og Sixties stíga á stokk. Vakin er athygli á því að aldurstakmark á tjaldsvæði er 18 ár, nema í fylgd forráðamanna. Abba og Hljómar Neistaflugið verður að sama skapi aftur í ár á Neskaupstað en þar hafa ýmsir skemmtikraft- ar eins og Gunni og Felix og leikarar úr Ávaxtakörfunni boðað komu sína. Hljómsveit- irnar Sálin hans Jóns míns og Papar troða einn- ig upp og svo mun hljómsveitin Kung Fu skemmta á unglingadansleik. Óhætt er að segja að Galtalækur stefni hátt þetta árið því dagskráin er svo sannarlega ekki af verri endanum. Fram koma Hljómar, Í svörtum fötum, Írafár, Spútnik, Abba-sýning, Hvanndalsbræður, Kai Robert, Gaur, Lada Sport, Búdrýgindi, Kata og Helen ásamt mörg- um unglingahljómsveitum en þeirra á meðal eru Pick up, Tony the pony, Apollo, Mammút, Tamlin, Svitabandið, Rákin og Royal Flush. Einnig verða barnadansleikir, popp- messa með séra Pálma, barnaböll og flug- eldasýningar. Börn 12 ára og yngri fá frítt inn. Unglingar 13, 14 og 15 ára eru á unglingagjaldi. Börn og unglingar undir 16 ára aldri eiga að sjálfsögðu að vera í fylgd með forráðamanni. Stuðmenn og Blonde Redhead Það vakti töluverða athygli í fyrra þegar ÍTR efndi til heljarinnar útihátíðar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem Stuðmenn komu, sáu og spiluðu fyrir 18.000 gesti garðsins. Í ár verður leikurinn endurtekinn en í stað Long John Baldry sem var Stuðmönnum til halds og trausts í fyrra, stígur annar leynigestur á stokk í ár. Nánar verður skýrt frá því síðar. Miðaverð er einungis 500 kr. Síldarævintýrið á Siglufirði verður aftur haldið með pompi og prakt en þar verða það einkum heimamenn sem sjá um að skemmta hátíðargestum. Frekari upplýsingar má sækja á www.siglo.is. Að lokum verður að minnast á Innipúkann sem verður haldinn í fjórða skiptið þetta árið. Innlendir og erlendir tónlistarmenn troða upp á hátíðinni og hefur bandaríska hljómsveitin Blonde Redhead boðað komu sína. Staðsetning Innipúkans verður tilkynnt síðar, sem og fullbúin dagskrá. Skemmtanir | Verslunarmannahelgin 2005 Helstu sveitir landsins á stóru hátíðunum Hitað upp fyrir Galtalæk. Morgunblaðið/Sigurgeir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Birgitt a og Ír afár le ika í G altalæ k um verslu narma nnahe lgina. Morgunblaðið/Eggert Þríeykið í Blonde Redhead mun spila á Innipúkanum næstkomandi verslunarmannahelgi. Ertu á leið í sveitina? Vertu þá viss um að þú fáir blaðið þitt ... meira fyrir áskrifendur Náðu í blaðið á þann sölustað sem þér hentar Þú færð blað dagsins á sölustöðum Morgunblaðsins gegn framvísun Fríþjónustumiðans Morgunblaðið bíður þín Við söfnum blaðinu fyrir þig á meðan þú ert í fríi og sendum til þín þegar þú kemur heim aftur Sendu vinum eða ættingjum Morgunblaðið Leyfðu öðrum að njóta þess að fá Morgunblaðið á meðan þú ert í fríi Fáðu Morgunblaðið sent Við sendum blaðið innpakkað og merkt á valda sumardvalarstaði innanlands Lestu Morgunblaðið á Netinu Morgunblaðið þitt er á mbl.is Nýttu þér eina af eftirfarandi leiðum: NÝTT Pantaðu Fríþjónustu Morgunblaðsins í síma 569 1122, askrift@mbl.is eða á mbl.is. Þjónustan er veitt að lágmarki tvo daga og hana þarf að panta fyrir klukkan 16 daginn áður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.