Morgunblaðið - 09.06.2005, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 09.06.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 39 MINNINGAR þér fyrir hversu góður afi þú varst mér, og vona að ég standi mig eins vel í því einn daginn. Þó ég geti ekki lengur faðmað þig að mér, kysst þig á kinnina eða haldið í þínar sterku hendur, þá þarf ég ekki nema að loka augunum og þar ertu kominn, bros- andi til mín. Við sungum það til ykkar ömmu fyrir nokkrum árum, ég og Erla, og ég segi það aftur; ,,Hvað svo sem ég geri, já og hvert svo sem ég fer, mun væntumþykja og ást frá ykkur ávallt fylgja mér.“ Elsku afi minn, ég býð þér góða nótt, og svo faðma ég og kyssi þig í kvöld, eftir að ég loka aug- unum. Arnar Ingi. Elsku afi minn, nú hefur þú yfir- gefið þennan heim. Við sáum öll í hvað stefndi, og þrátt fyrir sáran söknuð er ég þakklát fyrir það að þú fékkst loksins hvíldina þína. Góðar minningar hafa streymt til mín und- anfarna daga, ísgöngutúrar, sólböðin þín, hlýju hendurnar sem voru svo stórar og traustar og fallegt andlitið sem ljómaði alltaf þegar börn komu á svæðið, ein minningin hefur þó verið hvað sterkust. Það er minning af stelpuskotti sem horfði dolfallin á afa sinn raka sig á hverjum morgni á Víðivöllunum. Mér fannst hann sannarlega vera að framkvæma galdra og þegar afinn sá aðdáunina í augum litla skottsins var hann ekki lengi að skella svolítilli raksápu á mig, afhenda mér greiðu og lyfta mér að speglinum svo ég gæti verið partur af framkvæmd morgungald- ursins, rakað mig með afa, og mér fannst það stórkostlegt. Afi minn, ég gæti setið endalaust í sólinni og fylgst með þröstunum með þér, þú varðst alltaf brúnn við örlitla sól. Mér fannst það sérstaklega gaman þar sem ég erfði litarhaftið þitt og mér fannst það alltaf tengja okkur á vissan hátt. Elsku afi minn, ég vona að þú vitir hve mikils virði þú ert mér og munt vera mér um ókomna tíð og það er með stórum tárum sem ég óska þess að þú sért loksins kominn á betri stað, en jafnframt er ég þess fullviss að þú hefur ekki yfirgefið okkur alveg og ég skal aldrei gleyma þér, góðmennsku þinni, hlýju og fal- legu brosunum sem þú varst svo óspar á, sérstaklega þessa síðustu daga. Vertu sæll afi minn – í hinsta sinn. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Erla Hlín. Hann afi minn og nafni kvaddi þennan heim 1. júní síðastliðinn. Í sjálfu sér ekki óvænt, sáttur við lífið og hvíldinni feginn á 96. aldursári. Kvaddi í upphafi sumars sem var hans uppáhaldstími því ekkert var honum kærara en vorið þegar nátt- úran öll vaknar til lífsins og lömbin fæðast. Jaðrakaninn syngur honum og náttúrunni allri til dýrðar þessa dagana. Jaðrakaninn sem afi hermdi svo vel eftir og gerði lifandi og ógleymanlegan fyrir hvert barn með sögunni um manninn sem fuglinn gabbaði yfir lækinn með söng sínum „vadd útí“ „vaddu votu“ „viddu di“. Afi var náttúrubarn. Hvergi undi hann sér betur en úti í náttúrunni við góða veiðiá, í fjárhúsunum á sauð- burði eða úti í garðinum sínum á Víðivöllum. Hann valdi sér landbún- aðinn sem vinnuvettvang og sótti sér menntun í búvísindum á Hvanneyri og við Konunglega Dýralækna- og Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn. Það voru ekki margir sem leituðu sér slíkrar menntunar á þeim tíma. Það var skemmtileg upp- lifun fyrir okkur báða er ég fylgdi í fótspor hans rúmlega fjörutíu árum síðar með dýralæknanámi mínu við sama skóla. Hann átti þá enn gömlu námsbækurnar sínar sem við skoð- uðum saman og hann gaf mér. Afi var mjög fróður og áhugasam- ur um framfarir í búfjárrækt og jarð- yrkju. Hann átti sjálfur kindur og hesta framan af sinni starfsævi. Hann fylgdist náið með af áhuga og gleði þegar foreldrar mínir byggðu upp sinn búskap í Dalbæ af miklum myndarskap. Fréttir úr búskapnum, af gróðurfari og dýrahaldi voru æv- inlega ofarlega í hans huga þegar við hittumst. Tæp öld er langur mannsaldur og síðastliðin hundrað ár hafa verið tímar róttækustu þjóðfélagsbreyt- inga sem við Íslendingar höfum lifað. Afi tók virkan þátt í þessum umbylt- ingum, oftar en ekki í forystu, enda vandfundinn sá einstaklingur sem var duglegri og heiðarlegri, yfir- burðamaður og óragur að taka á sig ábyrgð og ný verkefni. Amma og afi voru frumbyggjar á Selfossi og tók afi virkan þátt í þeirri gríðarlegu uppbyggingu sem Selfoss og nágrenni gekk í gegnum um miðja síðustu öld. Fáa grunaði þá að Sel- foss, sem var lítið þorp við árbakka inni í landi, yrði einn af stærstu bæj- um Íslands og helsti landbúnaðar- þjónustubærinn. Afi var í framvarða- sveit bæði hjá Mjólkurbúi Flóa- manna og Kaupfélagi Árnesinga á miklum uppbyggingartímum þeirra fyrirtækja. Að fá að taka þátt í slíkri uppbyggingu og framþróun var afa mikilsvert og að fá að nýta þekkingu sína og reynslu til framfara fyrir aðra. Lífsskoðun samvinnumannsins um jöfnuð og samtakamátt fjöldans nýttist vel í þeirri uppbyggingu. Enda var hann fljótlega kallaður til starfa í hinu nýja sveitarfélagi þar sem hann vann lengi af ósérhlífni og metnaði fyrir samfélagið m.a. sem oddviti. Samvinnuhugsjónin var afa eðlis- læg, uppvöxtur í ungmennafélags- anda þar sem ræktun lýðs og lands var markmiðið og hver einstaklingur lagði sitt af mörkum til hagsældar fyrir heildina. Það var lífssýn hans í hnotskurn. Alltaf skyldi markið sett hátt og aldrei skyldi maður stefna að neinu nema því besta. Hann setti sjálfum sér há markmið og ætlaðist líka til að allir í kringum hann gerðu aldrei minna en það besta sem þeir gætu gert. Fyrir þetta naut hann virðingar, án efa stundum óttabland- innar. Við barnabörnin höfum stund- um rifjað það upp, með bros á vör, þegar við komum stolt með einkunn- irnar úr barnaskóla að sýna honum en þá var viðkvæðið „hvað var gefið hæst“? ef ekki voru eintómar tíur. Mér hefur oft verið hugsað til þess síðastliðna viku, hve mikið lán það er fyrir barn að fá að alast upp í nánu samneyti við afa sína og ömmur. Kynnast fortíðinni í samtölum og hlusta á sögur um aðstæður sem mótuðu þau en eru framandi í eyrum okkar sem yngri erum. Afi var afar barngóður svo lítil börn hændust að honum. Samverustundir með honum voru ígildi margra kennslustunda í náttúrufræðum, sögu lands og þjóð- ar, stjórnsýslu og svo mörgu, mörgu fleiru. Afi var gæfumaður í lífinu, var alla tíð nokkuð heilsuhraustur og hélt sínu ótrúlega minni og andlegu reisn fram til hinstu stundar. Hann og amma voru samrýmdir lífsförunaut- ar sem stóðu saman að öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Á erfiðleika- tímum, þegar foreldrar mínir létust af slysförum langt um aldur fram, þeirra elsta dóttir og tengdasonur, reyndust þau okkur systkinunum traustustu haldreipi. Einn af Íslands bestu sonum er nú fallinn frá og við sem stóðum honum næst og þekktum best eigum margar góðar minningar frá langri ævi hans. Elsku amma, megi góður guð styrkja þig og halda verndarhendi sinni yfir þér. Blessuð sé minning afa. Sigurður Ingi Jóhannsson. Nú ertu sofnaður elsku afi minn! Margs er að minnast og margt ber að þakka. Ég tel mig einstaklega lán- sama að hafa átt þig að alla mína æsku og alveg þar til nú. Þegar kveðjustundin er komin leita margar minningar á hugann og allar eru þær góðar. Afi minn var einstaklega virðulegur maður sem maður leit alla tíð upp til og hann hélt virðingunni fram á sinn dánardag. Hann var einnig alveg sérstaklega ljúfur og notalegur maður. Út á við virkaði hann ekki allra, en inni fyrir var risa- stórt og blítt hjarta sem hlýju hend- urnar hans og augun hans spegluðu svo vel. Hann kallaði hlutina alltaf sínum réttu nöfnum og mikið höfum við nú hlegið saman að því nú í seinni tíð, við sem þekktum hann svo vel og vissum að hann meinti ekki neitt illt með því. Mikið skemmtum við okkur á Snæfoksstöðum við skógrækt og alltaf lumaði amma á einhverju hollu og bragðgóðu nesti handa okkur. Ég finn enn lykt af raksápunni þinni þegar ég horfði á þig með aðdáun breyta sápunni í jólasveinaskegg áð- ur en þú skófst það vandlega af og settir svo old spice á kinnarnar á eft- ir og oftar en ekki fékk maður sápu- doppu á nefið eða kinnina svona að- eins til að vera með. Alltaf gastu hlegið jafnmikið að því þegar amma var að láta mig syngja ,,hann afi er furðu ungur enn,“ … sérstaklega þegar komið var að ,,examexíkana- hattinum“ í textanum. Já afi minn listinn er langur, en það er einmitt það sem gerir þetta svona ljúfsárt. Ég veit það vel að við eigum að gleðjast yfir því hvernig þú fékkst að fara. Það hlýtur að vera eftirsóknarvert að fá að lifa góðu lífi í 95 ár og halda skýrri hugsun alla leið til enda. Mér þykir ómetanlegt að hafa átt þig að og að hafa verið þeirr- ar gæfu aðnjótandi að leyfa börnun- um mínum að kynnast þér. Þau sakna þín sárt, enda átti afi Ingi stór- an sess í þeirra hjarta og þér munu þau aldrei gleyma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Ég kveð þig með söknuði og hlýju elsku hjartans afi minn og það gera einnig Jón Björn, Henrý Þór, Ragn- hildur Katla og Kolbeinn Ingi. Megi Guð vera með þér elsku amma mín. Þín dótturdóttir Ásta Huld. Elsku afi minn. Það er kvöld. Ég sit hér í stofunni og hugsa til þín. Lífið er svo merki- legt. Ófyrirsjáanlegt um flest nema endanleikann. Ég er þakklát forsjón- inni fyrir að hafa svona lengi fengið að eiga þig að. Ég er líka þakklát for- sjóninni fyrir að þú fékkst að sofna blítt, nú þegar þú varst tilbúinn til þess. 95 ár eru langur líftími og reynsluheimur þinn að sama skapi margbrotinn. Ég naut þess sem barn að fylgja þér eftir, dást að fallega hvíta hárinu þínu og greiða það. Fannst þú svo fallegur maður, úti- tekinn og hraustlegur, skoðana- sterkur en svo blíður. Naut reglu- festunnar sem þér fylgdi. Rakstur hvern morgun við baðvaskinn, skipu- lagður og nákvæmur, ilmur af Old Spice í kjölfarið. Morgunfréttir með morgunmatnum. Eftirmiðdagslúr ykkar ömmu, þar sem mitt starf var að passa síma og útidyr. Það var stolt lítil skotta sem fylgdi svo afa sínum í Kaupfélag Árnesinga og fékk súkku- laðidýr að launum fyrir síma- og Njóttu lífsins bestu blóma. Baðaðu í rósum sérhvert spor. Hlýddu á þíða unaðsóma. Elskaðu ljós og fagurt vor. Takk, elsku langafi, fyrir hvað þú varst alltaf góður við okkur. Takk fyrir allar heimsókn- irnar til okkar. Þær voru alltaf skemmtilegar. Við söknum þín mjög mikið. Hróðný, Björgvin Viðar og Elís Arnar. HINSTA KVEÐJA Elsku mamma mín, dóttir og systir, HARPA SKJALDARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 10. júní klukkan 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Drífa Sól Sveinsdóttir, Skjöldur Tómasson, Hulda Tómasína Skjaldardóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HALLGRÍMSSON, áður til heimils á Kleppsvegi 28, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 14. júní kl. 11.00. Jarðsett verður í Víkurkirkjugarði sama dag. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlega bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, sími 588 7555. Sigurgrímur Jónsson, Sigrún Scheving, Erlen Jónsdóttir, Matthías Gíslason, Elín Jóna Jónsdóttir, Gunnar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir færum við ykkur kæru vinir, fyrir samúðarkveðjur, blóm og allan hlýhug sem þið sýnduð okkur vegna andláts og út- farar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SESSELJU ÓLAFSDÓTTUR, Kirkjuvegi 6, Hvammstanga. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Hvammstanga. Baldur Ingvarsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Helga Ingvarsdóttir, Halldór Jóhannesson, Inga Ingvarsdóttir, Jón Þórðarson, ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg systir okkar og mágkona, JÓFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Staðarhrauni 3, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laug- ardaginn 11. júní kl. 11.00. Jón Ólafsson, Agnes Jónsdóttir, Pálína Ólafsdóttir, Ísleifur Harðaldsson, Gísli Örn Ólafsson, Njála Vidalín, Magnús Ólafsson, Ragnheiður Arngrímsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU MAGNÚSDÓTTUR frá Selhóli, Hellissandi. Erla Laxdal, Ársæll Ársælsson, Ágústa Rósa Þórisdóttir, Hjörvar Garðasson, Guðfinna Hjálmarsdóttir, Grímur Ingólfsson, Guðbjartur Ástþórsson, Sigríður Karlsdóttir, Jens Sigurbjörnsson, Þóra Sigurbjörnsdóttir, Jón Garðar Snæland, Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Ægir Þórðarson, Sigurpáll Sigurbjörnsson, Gréta H. Ebenesardóttir, Hans Bjarni Sigurbjörnsson, Sigríður Fjóla Jóhannsdóttir, Anna Birna Sigurbjörnsdóttir, Björn Halldórsson, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.