Morgunblaðið - 10.06.2005, Page 8

Morgunblaðið - 10.06.2005, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný og nákvæmarireglugerð um ut-anvegaakstur tek- ur gildi í dag, föstudag. Meðal nýjunga er að í reglugerðinni er skilgreint hvað telst vera vegur og settar eru takmarkanir á umferð hrossa á hálendinu. Eldri reglugerð þótti ónákvæm og varð réttar- óvissa á þessu sviði til þess að allnokkur mál ákæru- valdsins vegna utanvega- aksturs voru ýmist felld niður eða þeim vísað frá dómi. Nýja reglugerðin gildir á landinu öllu, hvort sem um er að ræða eignarland, þjóðlendu eða afrétt. „Varanlegur vegur“ Ein af nýjungunum í reglugerð- inni er að í henni er skilgreint hvað telst vera vegur. Samkvæmt reglu- gerðinni telst vegur vera „varan- legur vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað er að staðaldri til umferðar“. Í eldri reglugerð var allur akstur utan vega og merktra slóða „þar sem náttúruspjöll geta af hlotist“ bann- aður og töldu sumir að þetta þýddi að utanvegaakstur væri leyfilegur ef engin spjöll hlytust af. Í nýju reglugerðinni er ekki settur sambærilegur fyrirvari. Þar segir einfaldlega: „Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega í náttúru Íslands“. Þó er heimilt að aka vélknúnum öku- tækjum á jöklum og snævi þakinni og frosinni jörð svo framarlega sem ekki skapast hætta á náttúru- spjöllum. Þá er heimilt vegna land- búnaðarstarfa að aka utan vega á ræktuðu landi. Einnig er heimilt að aka utan vega á landi utan miðhálendisins, sem sérstaklega er nýtt sem land- búnaðarland, ef ekki hljótast af því náttúruspjöll. Þá er heimilt „ef nauðsyn krefur“ að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna starfa við landgræðslustörf, línulagnir, vegagerð, björgunarstörf, land- búnað o.þ.h. enda sé ekki hægt að framkvæma viðkomandi störf á annan hátt. Sérstaka aðgát skuli sýna í slíkum tilfellum. Samkvæmt eldri reglugerð var kveðið á um að í ofangreindum til- fellum skyldi haft samráð við Nátt- úruvernd ríkisins sem gæti sett fyrirvara um leiðaval og tækjabún- að. Jafnframt átti að tilkynna um aksturinn fyrirfram til sýslumanns eða lögreglustjóra. Engin slík ákvæði eru í nýju reglugerðinni. Heimilt er að aka torfærutækj- um á svæðum sem hafa verið sam- þykkt fyrir akstursíþróttir. Reiðmenn fylgi reiðstígum Í reglugerðinni er fjallað um umferð ríðandi manna og rekstur hrossa og mun þetta vera í fyrsta skipti sem slík ákvæði eru sett í reglugerð. Þar segir m.a. að þegar farið sé ríðandi um landið skuli fylgja skipulögðum reiðstígum „eins og kostur er.“ Á ferð um há- lendið og önnur lítt gróin svæði skuli menn hafa tiltækt nægjan- legt aðflutt fóður fyrir hrossin. Þegar farið sé eftir gömlum þjóð- leiðum sem markaðar eru í landið skuli eigi teyma fleiri hross en svo að þau rúmist innan slóðar, eða reka hrossin þannig að þau myndi lest. Bannað sé að reka hrossastóð yfir gróið land þannig að náttúru- spjöll hljótist af eða hætta sé á þeim. Einnig er bætt við ákvæði um að þegar farið er um landið á reiðhjól- um skuli fylgja vegum og skipu- lögðum reiðhjólastígum eins og kostur er svo ekki hljótist af nátt- úruspjöll. Umhverfisstofnun er fal- ið að hafa eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar. Heimilt er að setja frekari takmarkanir á umferð á friðlýstum svæðum. Mikilvægasti þátturinn Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra sagði nýlega á málþingi um utanvegaakstur að kortlagning vega og slóða á há- lendinu væri mikilvægasti þáttur- inn í því að koma í veg fyrir utan- vegaakstur og lagði áherslu á að þessari vinnu yrði lokið sem allra fyrst. Hún sagði að þegar lægju fyrir GPS-hnit fyrir 90–95% vega og slóða á hálendinu sem að mati ráðuneytisins væru um 99% af þeim vegum og slóðum sem væri eðlilegt að væru opnir fyrir al- mennri umferð. Brýnast væri að taka afstöðu til þessara slóða. Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndarsviðs hjá Um- hverfisstofnun, sat í starfshópnum sem var skipaður af þáverandi um- hverfisráðherra, Siv Friðleifsdótt- ur, til að gera tillögur um hvaða vegir og slóðar í óbyggðum skyldu teljast til vega. Í skýrslu hópsins segir að verkefnið muni taka um tvö ár, þ.e. því verði lokið árið 2007 í stað sumarsins 2005 eins og stefnt var að í upphafi. Aðspurður hvort hægt sé að ljúka þessari vinnu fyrr, sagði Árni að það væri vissu- lega hægt ef meira fjármagn feng- ist til þess. Með nægjanlegu fjár- magni mætti ljúka starfinu á mun skemmri tíma, jafnvel innan árs. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að kortagerð, samráð við hagsmuna- aðila og útgáfa 100.000 korta kosti um 18 milljónir. Fréttaskýring | Ný reglugerð um utanvegaakstur gengur í gildi í dag Vegir verða skilgreindir Umhverfisráðherra leggur áherslu á að vinnunni verði lokið sem fyrst Ný reglugerð komin um utanvegaakstur. Kort yfir leyfilega vegi hugsanlega til eftir tvö ár  Í umræðu um utanvegaakstur hefur komið fram að ekki eru all- ir sammála um hvað telst vera vegur. Í fyrra setti umhverfis- ráðuneytið af stað vinnu við að búa til kort yfir alla vegi og slóða á hálendinu og víðar utan alfara- leiða sem leyfilegt er að aka. Ekki tókst að klára kortið á til- settum tíma og miðað við núver- andi vinnuhraða er gert ráð fyrir að því ljúki eftir tvö ár. Fáist meira fjármagn má ljúka verk- inu fyrr. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is VEIÐI er hafin á Arnarvatnsheiði nyrðri en að sunnanverðu hefst veið- in ekki fyrr en 15. júní, eða um miðja næstu viku. Engu að síður hafa veiðimenn stolist á heiðina að sunn- anverðu og um helgina voru tveir gómaðir og kærðir við Arnarvatn litla. Aflinn, sem var þónokkur og fallegur, að sögn votnogveidi.is, var gerður upptækur en veiðarfærum fengu mennirnir að halda. Að sögn Sigurðar Sigmundssonar, sem veiddi í Arnarvatni stóra og ná- lægum vötnum þegar veiðin hófst að norðanverðu, náðu menn þokka- legum afla í kulda og rysjóttu veðri. „Menn fengu svona fjóra til sex fiska og marga fallega,“ sagði Sig- urður. Hann sagði flugu þegar hafa verið tekna að klekjast út og fisk- arnir hefðu fallið fyrir klassískum kúlupúpum. Þá hafi öðrum gengið vel með spúninn. Við Arnarvatn stóra er gott hús sem tekur 25–30 manns og hafði Sig- urður eftir veiðivörðum, að það væri hátt í fullbókað á næstu vikum. 47 á tveimur tímum Mjög góð urriðaveiði hefur verið í Meðalfellsvatni upp á síðkastið. Að sögn Hermanns Ingólfssonar, ferða- þjónustubónda í Kaffi Kjós, hafa veiðimenn sem þekkja vel á vatnið verið að taka marga fiska á stuttum tíma. Gjarnan veiða menn þá af bát- um. Sagði hann sögu af félögum sem fóru út með tvær flugustangir og tóku 47 fiska á um tveimur tímum. Nokkuð væri af smáfiski í aflanum en innan um góðir fiskar; sá stærsti í vor hefði vegið fimm pund. „Héðan fer enginn með öngulinn í rassinum," sagði hann. Páll Björgvinsson, sem gerði garðinn frægan með handknattleiks- liði Víkings, veiðir talsvert í vatninu. „Ég náði um daginn tuttugu silung- um á hálfum öðrum tíma,“ sagði Páll í samtali við blaðamann. „Svo er lax- inn farinn að sýna sig. Hann hefur verið að bylta sér síðustu daga.“ Páll hefur oft veitt vel af laxi í vatninu, frá tveimur og upp í 15 á sumri. Laxveiðin hefst í Kjósinni í dag og eru veiðimenn spenntir, enda hefur talsvert sést af laxi á neðstu svæðum Laxár auk Bugðu. Þá hefst veiði í Þverá og Kjarrá á sunnudag. Góð veiði í Vatnsdal Góð veiði hefur verið á silungs- veiðisvæði Vatnsdalsár að undan- förnu. Sjóbleikjan hefur verið að gefa sig niðri við Ós og á Branda- nesjunum báðum en staðbundin bleikja uppi í Vatnsdalnum. Á sil- ungasvæðinu er veitt á tíu stangir og dvelja veiðimenn í Steinkoti, veiði- húsi austan við Flóðið. Allnokkrar endurbætur fóru fram á húsinu í vet- ur, m.a. bætt stórlega við veröndina. Margir hafa fengið ágæta veiði fyrir landi þjóðgarðsins á Þingvöll- um að undanförnu. Morgunblaðið var að veiðum í Vatnskoti um síðustu helgi og veiddi vel og fékk m.a. nokkrar rígvænar bleikjur. Heita mátti að veiðimaður væri á hverju nesi og Pallurinn var þéttskipaður. Aflabrögð manna voru misjöfn eins og gefur að skilja en vanir veiðimenn fengu ágæta veiði en sumir kvörtuðu undan því að fátt væri um stærri bleikjur í aflanum. Stórir í Noregi Mikið hefur veiðst af stórlaxi í Mið-Noregi en laxveiðin hófst þar um mánaðamótin og segir Aften- posten byrjunina vera eina þá bestu frá árinu 2001 sem var metár. Sem dæmi um laxveiðina á þess- um slóðum má nefna að holl sem hóf veiðar í Gaulá í Firðafylki í Mið- Noregi fékk sjö stórlaxa á fyrstu þremur og hálfum klukkutímunum, sá stærsti var 33 pund, tveir voru 31 pund og tveir 26 pund. STANGVEIÐI Mjög gott í Meðalfellsvatni Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Snorri og Margrét Lilja Hrafnkels- börn með ágæta veiði á Arnar- vatnsheiðinni. Sá stærsti úr Meðalfellsvatni í sumar: fimm punda urriði. veidar@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær mann í 4 mánaða skil- orðsbundið fangelsi og til 14,7 millj- ón króna sektar fyrir að skila ekki virðisaukaskattsskýrslum og skatt- skýrslum og færa ekki bókhald, þegar hann stundaði sjálfstæðan at- vinnurekstur á árunum 1998 og 1999. Þá stóð hann ekki skil á inn- heimtum virðisaukaskatti og öðr- um sköttum á þessu tímabili. Vanskil á virðisaukaskatti námu um 3,2 milljónum króna. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa vantalið skattstofna sína um 10 milljónir króna og komið sér undan greiðslu útsvars, tekjuskatts og sérstaks tekjuskatts að fjárhæð 4,3 milljónir. Þá lét hann undir höfuð leggjast að færa bókhald og gera ársreikninga. Dæmdur til að greiða 14,7 milljóna sekt TÆPLEGA þrítugur karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla tæp- lega 227 grömmum af kókaíni hing- að til lands um miðjan desember síðastliðinn, en hann var handtek- inn með efnin á Keflavíkurflugvelli. Hann var einnig sakfelldur fyrir að vera með tvö grömm af kókaíni undir höndum við húsleit tæpum mánuði síðar. Hann játaði bæði brotin og var auk fangelsisvistar- innar dæmdur til þess að greiða all- an sakar- og málskostnað, rúmar 400 þúsund krónur. 12 mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl UNGIR ökumenn geta sótt um að fá ökurita í bíla sína hjá Vátrygging- arfélagi Íslands, en í sumar býður fé- lagið 20 ökumönnum undir tvítugu sem eiga eigin bíl að hafa slíkt tæki í bílum sínum í þeim tilgangi að safna upplýsingum um ökulag ungra öku- manna í forvarnarskyni. „Tilgangurinn með þessu er að at- huga hvernig ungir ökumenn keyra að sumarlagi. Þetta er hópur sem hefur oft á tíðum valdið miklu tjóni. Okkur langar til þess að fá upplýs- ingar um það hvar og hvernig ógæti- legur akstur fer fram, og geta þá nýtt þær upplýsingar í umferðar- fræðslu og á umferðarfundum okkar fyrir unga ökumenn,“ segir Ásgeir Baldurs, forstöðumaður hjá VÍS. Ökuritarnir senda sjálfvirkt upp- lýsingar úr innbyggðum GSM-síma til gagnabanka stjórnstöðvar fram- leiðanda tækisins, m.a. um aksturs- leið, ökuhraða og aksturslag. Þannig má sjá af upplýsingunum þegar ekið er yfir hámarkshraða, gefið snöggt í, hemlað harkalega eða farið glanna- lega í beygjur. Viðameiri könnun framundan Eftir að ökuritarnir hafa verið í bílunum í þrjá mánuði fer dómnefnd yfir niðurstöðurnar og fær sá öku- maður sem þykir hafa ekið best ferð í ökuskóla BMW. Allir ökumennirnir fá auk þess afslátt af ábyrgðartrygg- ingum bílanna í eitt ár. Hægt er að skrá sig á vef VÍS, www.vis.is. Ásgeir segir það á hreinu að í þessari tilraun verði þessar upplýs- ingar ekki notaðar til annars en að læra um aksturshegðun ungmenna, og verði upplýsingarnar ekki raktar til einstaklinga nema þegar athugað er hver bar sigur úr býtum í þessari innbyrðis keppni ökumannanna 20. Ásgeir segir að þessi tilraun með notkun ökurita sé eins konar for- könnun áður en farið verður í viða- meiri könnun, í samstarfi við vísinda- stofnanir, þar sem fleiri ökumenn verða fengnir til þess að hafa ökurita í bílum sínum. Spurður hvort þetta sé undanfari þess að ökumönnum verði boðið að hafa slík tæki í bílum sínum til þess að fá lægri iðgjöld af segir Ásgeir ómögulegt að segja til um það á þessu stigi. Eins og fram hefur komið eru öku- ritar af þessari gerð þegar í notkun í hundruðum bíla í eigu fyrirtækja og stofnana, og setur Persónuvernd sig ekki upp á móti þeim ef ökumenn eru upplýstir og gefa samþykki. Kanna aksturslag ungra ökumanna Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Ökuritinn er á stærð við lítinn far- síma, og sendir reglulega upplýs- ingar um ökulag bifreiðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.