Morgunblaðið - 10.06.2005, Side 11

Morgunblaðið - 10.06.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 11 FRÉTTIR Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Opið alla virka daga í sumar frá kl. 13-17 og um helgar frá kl. 13-18. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals „Andlit Þjórsdæla“ – áhugaverð sýning um mannlífið í Þjórsárdal í 1100 ár. Blöndustöð í Húnaþingi Þorir þú 200 metra niður í jörðina? Hvað verður í göngum Blöndustöðvar í sumar? Magnaður viðkomustaður. Skelltu þér í bíltúr um helgina og skoðaðu áhugaverðar sýningar og virkjanir – við höfum heitt á könnunni. M IX A • fí t • 5 0 7 3 6 Sumarið er okkar tími! Tilvalið að líta inn & Kvennahlaupið er á morgun Yfirskrift hlaupsins í ár er „Áfram stelpur!“ en tilgangurinn er sá að vekja athygli á hversu mikilvægt er fyrir konur, og þá ekki síst ungar stúlkur, að eiga sér heilbrigðar og sterkar fyrirmyndir. Hjá ÍSÍ kemur fram að karlar séu ekki síður mik- ilvægur hluti af hlaupinu og sjái m.a. um framkvæmd, verðlaunaafhend- ingar og hvatningu á hliðarlínunni. Þátttökugjald í hlaupinu er kr. 1.000 og er innifalinn bolur og verð- launapeningur. Í Garðabæ er hlaup- ið venjulega fjölmennast en þar verður hlaupið frá Garðatorgi kl. 14. Hlaupið hefst kl. 11 í Mosfellsbæ og á Akureyri. Fyrsta Kvennahlaupið í ár var haldið um síðustu helgi í Eþí- ópíu. KVENNAHLAUP ÍSÍ fer fram á hátt í 100 stöðum á landinu á morgun en einnig er hlaupið í ýmsum löndum nær og fjær. Kvennahlaupið er fjöl- mennasti íþróttaviðburður sem hald- inn er á Íslandi en árlega taka um 18.000 konur á öllum aldri þátt í því. ÍSÍ greinir frá því að um 55% ís- lenskra kvenna á aldrinum 16–75 ára hafi tekið þátt í hlaupinu samkvæmt nýlegri Gallup-könnun. Allar konur eru hvattar til að taka þátt í hlaupinu og er lögð áhersla á að hver og ein hlaupi á eigin forsend- um og óháð aldri og líkamlegri getu. Meginmarkmið Kvennahlaupsins eru að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og heilsueflingar. Í ár var öldrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu boðið að halda sitt eigið hlaup, að því er segir í fréttatilkynningu frá ÍSÍ. Þrír staðir tóku áskoruninni og ætla konur á Hrafnistu – DAS í Reykjavík og í Hafnarfirði að taka forskot á sæluna og spretta úr spori kl. 13 í dag, föstu- daginn 10. júní. Í Seljahlíð hefst hlaupið hins vegar kl. 11 á laugar- daginn og munu þá að minnsta kosti 50 konur taka þátt. Elsti þátttakand- inn í Seljahlíð verður 99 ára. Á Garðatorgi í Garðabæ hefst hlaupið kl. 14 en kl. 11 í Mosfellsbæ og á Akureyri. Upplýsingar um aðra hlaupastaði, tíma, vegalengdir og forsölu er að finna á vef Sjóvár (www.sjova.is). HÓPUR íbúa á Álftanesi hefur síð- ustu daga gengist fyrir söfnun und- irskrifta til að skora á skipulags- yfirvöld Álftaness að efna til samkeppni meðal arkitekta um skipulag miðbæjar Álftaness. Í frétt frá undirbúningshópi segir að eina tillagan sem meirihluti bæj- arstjórnar hafi kynnt sé frá arki- tektastofunni Batteríinu „sem íbú- ar telja vera í andstöðu við ímynd Álftaness sem fámennt, friðsælt og náttúruvænt sveitarfélag.“ Þá kemur fram í frétt hópsins að undirtektir hafi verið mjög góðar. Af 620 heimilum í bænum hafi hús- ráðendur verið heima á 430 og skrifuðu fulltrúar 340 heimila und- ir áskorunina. Áskorunin er svohljóðandi: „Við undirritaðir Álftnesingar viljum að efnt verði til arkitekta- samkeppni um skipulag miðbæjar- svæðisins á Álftanesi. Við viljum að hafa nokkra kosti til að fjalla um á sérstöku íbúaþingi. Við erum óánægð með þá tillögu sem kynnt hefur verið, með þjón- ustugötu umlukta þriggja hæða húsum á báða vegu, sem jafnframt á að vera aðkomuleið að skóla og íþróttahúsi. Við viljum miðsvæði sem fellur að landkostum á Álftanesi og hæfir hugmyndum okkar um „sveit í bæ“.“ Morgunblaðið/Árni Torfason Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, lengst til hægri, afhendir Gunnari V. Gíslasyni, bæjar- og skipulagsstjóra Álftaness, og Erlu Guðjónsdóttur, formanni skipulagsnefndar, undirskriftalista íbúanna. Vilja samkeppni um skipu- lag miðbæjar Álftaness „ÞESSI niðurstaða er vonbrigði fyrir umhverfisráðu- neytið,“ sagði Sig- ríður Anna Þórðar- dóttir umhverfisráðherra í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Hins vegar ber á það að líta að þetta mál fell- ur á algjöru forms- atriði. Það er byggt á því að leyfi fyrir fyrri framkvæmd, það er að segja framkvæmd Reyð- aráls, lá ekki fyrir áður en þessi fram- kvæmd [Alcoa] fékk leyfi. Þess vegna er niðurstaðan sú að það skuli fara fram nýtt mat á um- hverfisáhrifum. Það er hins veg- ar ekki verið að fjalla neitt um það efnislega í þessum dómi hvort sú framkvæmd, sem er í gangi, hafi umtalsverð umhverf- isáhrif. Það er einnig athygl- isvert að Hæstiréttur reisir nið- urstöðu sína ekki á sömu röksemdum og Héraðsdómur not- aði í sinni dómsniðurstöðu. Það eru önnur rök sem Hæstiréttur fellir sinn dóm á.“ Sigríður Anna segir ljóst að farið verði í nýtt mat á umhverf- isáhrifum vegna álvers Alcoa í Reyðarfirði. Nýtt umhverfismat myndi fara fram samkvæmt gild- andi reglum og með lögboðnum frestum. Hún kvaðst ekki geta sagt fyrir um nú hvenær nýju umhverfismati vegna álvers Al- coa lyki. En þýðir þetta að fram- kvæmda- og starfsleyfi Alcoa séu fallin úr gildi? „Nei, ég tel að það þýði það ekki. Við höfum farið yfir það með lögfræðingum. Dómurinn fjallar ekkert um það. Niður- staðan fjallar ekki um að starfs- leyfi sé fallið úr gildi. Ég tel að þetta hafi ekki áhrif á fram- kvæmdir. Sú var í raun einnig niðurstaða héraðsdóms, þrátt fyr- ir að hann byggði niðurstöðu sína á öðrum rökum.“ Umhverfisráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu í gærkvöldi. Þar segir að með dómi Hæsta- réttar í gær í máli nr. 20/2005 vegna álvers í Reyðarfirði sé fjallað um tvær ákvarðanir um- hverfisráðherra. Önn- ur hafi verið ógilt en hin staðfest. Leyfin eru í gildi „Með dómnum er ógiltur úrskurður um- hverfisráðherra frá 15. apríl 2003 um að nýtt mat á umhverfis- áhrifum álversins þurfi ekki að fara fram og mun um- hverfismat því fara fram lögum samkvæmt. Forsendur dómsins eru þær að ekki hafi verið búið að gefa út starfsleyfi vegna upphaflegra áætlana um byggingu álvers Reyðaráls í Reyðarfirði, sem fyrra umhverfismat fjallaði um. Í dómnum er ekki fjallað um um- hverfisáhrif álversins eða mat Skipulagsstofnunar, sem ráð- herra staðfesti í úrskurði sínum, á því hvort þau væru umtalsverð eins og gert var í dómi héraðs- dóms. Niðurstaða dómsins byggist hins vegar á því að ekki hafi ver- ið uppfyllt formskilyrði til að fara eftir ákvæði 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum um það hvort framkvæmd skuli háð um- hverfismati og því hafi nýtt um- hverfismat þurft að fara fram. Ákvörðun umhverfisráðherra frá 14. júlí 2003, um að vísa frá kæru Hjörleifs Guttormssonar vegna útgáfu starfsleyfis Um- hverfisstofnunar fyrir álver í Reyðarfirði, var staðfest í Hæsta- rétti. Taldist hann ekki hafa sýnt fram á að hann ætti einstaklegra og verulegra hagsmuna að gæta um byggingu álversins og því ætti hann ekki aðild að málinu. Í dómnum er ekki fjallað um gildi þeirra leyfa sem veitt hafa verið fyrir framkvæmdinni en fyrir liggja ýmis leyfi stjórn- valda, eins og starfsleyfi Um- hverfisstofnunar. Leyfin eru því í gildi.“ Sigríður Anna Þórðardóttir Dómurinn hef- ur ekki áhrif á framkvæmdir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.