Morgunblaðið - 10.06.2005, Síða 24

Morgunblaðið - 10.06.2005, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Krýsuvík | Lokið er girðingu beit- arhólfs fyrir sauðfé Grindvíkinga og fleiri fjáreigenda upp af Krýsu- vík og verður fyrsta fénu sleppt þar til beitar í dag. Með tilkomu beitarhólfsins, sem Vegagerðin kostar, verður allt sauðfé á Reykjanesskaganum í afmörkuðum beitarhólfum og um leið opnast mikið land til uppgræðslu og skóg- ræktar án þess að menn þurfi að hafa áhyggjur af beit. „Þetta eru tímamót,“ segir Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu ríkis- ins, sem hefur unnið að undirbún- ingi málsins í samvinnu við fulltrúa fjáreigenda, sveitarfélaga og Vega- gerðarinnar. Búið er að fjalla um fyrirkomu- lag beitar á Suðurnesjum í liðlega hálfa öld, eða allt frá fjárskiptum vegna mæðiveiki. Þá voru uppi raddir um að draga úr sauðfjár- rækt í Landnámi Ingólfs og koma öllu fénu fyrir í afmörkuðum beit- arhólfum. Andrés Arnalds segir að síðan hafi sveitarfélögin smám saman verið að koma sér upp beit- arhólfum og banna lausagöngu bú- fjár. Stórt skref var stigið á árinu 1974 þegar Landgræðslan í sam- vinnu við sveitarfélögin girti þvert yfir Reykjanesskagann, meðfram Grindavíkurvegi. Með því var allur ytri hluti skagans friðaður fyrir beit. Fyrir fimm árum var ákveðið að taka enn stærri skref og friða meg- inhluta Landnáms Ingólfs. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu beittu sér fyrir því í samstarfi við Vegagerðina að breyta legu svokallaðrar höfuðborgargirðingar. Girt var úr Kjósarskarði og niður af Grímarsfelli í Mosfellssveit, það- an að Suðurlandsvegi ofan Lækj- arbotna og til Hveragerðis. Sú girðing var framlengd á síðasta ári niður í Sog. „Þessi girðing friðar nú mjög stórt svæði og myndar auk þess beitarhólf fyrir aðliggj- andi sveitarfélög,“ segir Andrés. Eftir var að leysa mál á afmörk- uðum stöðum innan svæðisins. Síðastliðið haust var hafist handa við að útbúa beitarhólf í Sel- vogi og er vinna við það langt kom- in. Þá var samið um gerð beit- arhólfs fyrir ofan Krýsuvík. Það hólf verður tekið formlega í notkun í dag. Beitarhólfið í Krýsuvík er sam- starfsverkefni Vegagerðarinnar, Landgræðslu ríkisins, Grindavík- urbæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar og Vatnsleysustrandarhrepps. Vegagerðin greiðir kostnaðinn við girðinguna, sem er vel á annan tug milljóna, og losnar í staðinn við allt fé af Reykjanesbraut, Grindavík- urvegi, væntanlegum Suðurstrand- arvegi og fleiri vegum á Reykja- nesi. Segir Andrés að það sé miklu ódýrara að girða féð af en vegina. Beitarhólfið er um 6.500 hektarar að stærð, að sögn Andrésar, og ný girðing er um 28 kílómetrar að lengd. „Með þessum aðgerðum verður lausaganga búfjár loksins bönnuð í Landnámi Ingólfs, frá Reykja- nestá, að Kjósinni, Þingvallasveit, Grafningi og Ölfusá. Þetta eru tímamót. Nú er féð aflokað í sér- stökum beitarhólfum og allt annað land friðað fyrir beit. Þetta opnar um leið mikið landflæmi til upp- græðslu og skógræktar, án þess að fólk þurfi að hafa áhyggjur af beit,“ segir Andrés. Loks nefnir hann að nú sé hægt að taka upp hátt í 100 kílómetra af girðingum sem séu ónýtar eða þjóni ekki lengur hlutverki sínu. Andrés segir að þetta sé dýrt og mikið verkefni en mikilvægt sé að finna fjármagn til að vinna það fljótt enda sé hreinsun girðinganna umhverfismál í sjálfu sér. Unnið að uppgræðslu lands Nú lítur landgræðslufólk til þess að gróður nái að dafna betur í Landnámi Ingólfs. Andrés nefnir að meginhluti svæðisins hafi fyrr á öldum verið vaxinn birkiskógi sem nú sé að mestu horfinn. „Það er verðugt markmið að klæða aftur hluta þessa lands birkiskógi og jafnframt að taka á uppblæstri sem er mestur á Krýsuvíkursvæðinu.“ Andrés telur að þær leifar af birki- skógi sem eftir eru geti vaxið upp en það taki langan tíma. Þá segir hann að það uppgræðslustarf sem hafið er á Krýsuvíkursvæðinu lofi góðu. Sveitarfélögin á Suðurnesjum og Hafnarfjarðarbær hófu á síðasta ári átak til uppgræðslu í Krýsuvík, aðallega í beitarhólfunum. Þar er fyrir beitarhólf fyrir fé úr Hafn- arfirði, Garðabæ og af Álftanesi. Hluti af því landi sem lendir inn- an nýja beitarhólfsins er illa farinn af uppblæstri. Hluti þess var vel gróinn fyrr á árum. Nefnir Andrés að um 1960 hafi Geitahlíð verið lýst sem aldingarði yfir að líta og hvergi ógróinn blett að sjá. Geita- hlíð sé nú nakin. Landgræðslan setti það skilyrði fyrir beitarhólf- inu að gert yrði átak í uppgræðslu þess. „Sveitarfélögin sem eiga að- ild að þessum beitarhólfum hafa ákveðið að taka myndarlega á upp- græðslumálunum og á síðasta ári var hafist handa,“ segir Andrés og leggur áherslu á að gott samstarf sé nú við sauðfjárbændur og sveit- arfélögin sem komi að málinu. Í sumar verður dreift 150 tonn- um af áburði og fræi á illa farið land á Krýsuvíkursvæðinu, alls um 800 hektara, og samkvæmt áætlun Landgræðslunnar verður þessu starfi haldið áfram næstu árin. Meginhluta áburðarins er dreift í beitarhólfunum. Andrés segir að- spurður um ástæðuna, að þeir sem standi fyrir nýtingu beitarhólfanna greiði kostnaðinn. Hins vegar njóti illa farin svæði utan girðinganna góðs af átakinu, bæði með áburði og að þau séu nú varin gegn beit. Þá segir hann að áherslan muni væntanlega færast meira á svæði utan beitarhólfanna á næstu árum, þegar búið verði að koma þeim í beitarhæft ástand. Nýtt beitarhólf fyrir sauðfé Grindvíkinga og Hafnfirðinga tekið í notkun ofan við Krýsuvík Mikið land- flæmi opnast til uppgræðslu og skógræktar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason     ! "# $% " &"   '() * +# (  ,(  !                                    Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SUÐURNES LANDIÐ Blönduósi | Bella er fíkniefna- og leitarhundur og býr á Blönduósi, hjá eiganda sínum og þjálfara, Höskuldi B. Erlingssyni, varðstjóra í Blönduóslögreglunni landsfrægu. Bella hefur þefað uppi margan fíkniefnapakkann á sinni sjö ára ævi en er núna í fæðingarorlofi og annast sína níu hvolpa. Höskuldur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði eign- ast Bellu þegar hún var eins og hálfs árs. Það var ítölsk kona sem var að flytja frá Íslandi sem eftirlét Höskuldi Bellu en þá hét hún „ Fortuna Bella“ sem á íslensku út- leggst falleg stúlka. Höskuldur seg- ist strax hafa farið að þjálfa Bellu til þess sem verða vildi, það er að segja til leitar að týndu fólki og fíkniefnum. „Það var auðvelt og skemmtilegt að þjálfa hana því hún var svo námfús, geðgóð og leikja- glöð,“ sagði Höskuldur og gat þess að þó svo að þau væru ekki í neinu sérstöku verkefni þá léti hún sig vita ef hún rækist á eitthvað sem hún ekki þekkti. Þess má geta að Bella er með efstu gráðu í snjó- flóðaleit, svokallaða A-gráðu. Bella, sem er af þýsku fjárhundakyni, er einstakt gæðablóð, að sögn Hösk- uldar, skapgóð og mikill barnavin- ur. Það koma stundum krakkar í heimsókn, segir Höskuldur, og spyrja hvort Bella megi koma út að leika og ekki hafa vinsældir hennar dvínað eftir að hvolparnir komu til sögunnar. Með gyllt blóð í æðum Höskuldur segir að Bella leiti að- allega að fíkniefnum í bílum, lang- ferðabifreiðum og á pakka- afgreiðslum. Margir hafa leitað eftir starfskröftum þeirra og segir Höskuldur að þau hafi á marga útihátíðina komið. Hvolparnir hennar Bellu hafa all- ir fengið skráningu í ættbók og bera þar þekkt nöfn úr Vatns- dælasögu undir formerkjum Hrút- eyjarræktunarinnar. Höskuldur sagði að hann væri nánast búinn að ráðstafa öllum hvolpunum. Sjálfur heldur hann einum og gerir sér vonir um að tveir aðrir verði þjálf- aðir sem leitarhundar og afgang- urinn mun gegna heimilishunda- hlutverkinu. Rétt er að geta þess að faðir hvolpanna er háttsettur fíkniefna- hundur í lögreglunni í Reykjavík, Barthez að nafni. Höskuldur sagði að Barthez þessi væri líkt og Bella einstaklega geðgóður og gat þess að lokum með bros á vör að það rynni ekki blátt blóð í æðum af- kvæma Bellu heldur gyllt. Bella í fæðingarorlofi Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Fjölskyldan Höskuldur B. Erlingsson lögregluvarðstjóri hugsar vel um Bellu í fæðingarorlofinu. Hvolparnir hennar níu eru nú orðnir sex vikna. „ÞETTA er gott mál. Allir eru já- kvæðir og taka vel í breyt- inguna,“ segir Valgerður Ólafs- dóttir á Hrauni við Grindavík, formaður nýstofnaðs Fjáreigend- afélags Grindavíkur, þegar hún var spurð um afstöðu fjáreigenda til beitarhólfsins í Krýsuvík. Valgerður segir að beitarhólfið létti mjög á smalamennsku og eigi að tryggja að engar eftirlegu- kindur verði í afrétti. Þá gangi kindur ekki á vegi. Segir hún þó að fjáreigendur hafi reynt að rækta stofna sína með tilliti til þess hvar kindurnar hafi haldið sig á sumrin og slátrað þeim sem gengið hefðu á Reykjanesbraut- ina. Það hafi gengið vel. Kostirnir eru þeir helstir, að mati Valgerðar, að búast má við að lömbin verði léttari fyrstu ár- in, á meðan unnið sé að upp- græðslu svæðisins. Það yrði þó að koma í ljós. Þá segir hún að fjöldi fjár sé takmarkaður í beitarhólfið en hún telur það ekki koma að sök því fé hafi heldur fækkað í Grindavík. Samkvæmt forðagæsluskýrslu eiga nú á fimmta tug Grindvík- inga fé, alls um 500 vetrarfóðr- aðar ær. Flestir eru frístunda- bændur en þó eru nokkur lögbýli. Þeirra á meðal er Hraun þar sem Valgerður býr með fjölskyldu sinni en bærinn er rétt austan við Grindavík. Þau hjónin eru með sjötíu ær og vinna bæði við annað. Alltaf hefur verið mikill áhugi á búskap í Grindavík, alveg frá því útvegsbændur stunduðu jöfnum höndum útgerð og landbúskap. Þetta fylgir samfélaginu. Val- gerður segir að heldur hafi fækk- að á undanförnum árum en þó ekki mikið. Segir hún að yfirleitt taki ungt fólk við þegar einhver hætti. „Menn sækja enn í þetta,“ segir hún. Búast við minni fallþunga „ÞETTA er alvöru,“ segir Walter Lesley, verktaki hjá Gröfuþjónust- unni í Reykjanesbæ, sem annast uppgræðsluna á Krýsuvíkursvæð- inu. Hann var að taka í notkun stærsta og best búna skítadreifara landsins og notar tækið ásamt öðr- um við áburðardreifinguna. Walter var að dreifa áburði og grasfræi á svæði við Krýsuvík- urberg í gær en það er innan beit- arhólfs Hafnfirðinga. Hann var ánægður með nýja tækið. Hann setti í það sex tonn af áburði og sagðist hæglega geta bætt við. Dreifarinn blandar saman fræinu og áburðinum og dreifir með spöðum til beggja handa, þannig að tækið dreifir á rúmlega tólf metra rák í hverri ferð. „Hér er fínt að vera,“ segir Walt- er. „Það besta er að ekki er farsíma- samband þannig að friðurinn er al- ger.“ „Þetta er alvöru“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.